Morgunblaðið - 16.07.2018, Blaðsíða 32
MÁNUDAGUR 16. JÚLÍ 197. DAGUR ÁRSINS 2018
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
1. Prinsessan lét ljósmyndara...
2. „Sum hjólför hverfa ekki“
3.Heitasti piparsveinn landsins
4. Hæsti hiti ársins í Reykjavík
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Sýningin Kvenfólk, sem Leikfélag
Akureyrar setti upp á síðasta leikári
og naut þar mikilla vinsælda, verður
sett upp á Nýja sviði Borgarleikhúss-
ins á komandi leikári og verður fyrsta
sýningin fimmtudaginn 22. nóv-
ember.
Sýningin var tilnefnd til þrennra
Grímuverðlauna; fyrir leikrit ársins,
tónlist ársins og sprota ársins. Í sýn-
ingunni fer dúettinn Hundur í óskil-
um, skipaður Hjörleifi Hjartarsyni og
Eiríki Stephensen, yfir kvennasögu
Íslands á hundavaði með söngvum,
sögum og margs konar sprelli. Dúett-
inn hefur áður varpað nýju og óvæntu
ljósi á Íslandssöguna með þeim
hætti, í sýningunum Saga þjóðar og
Öldin okkar.
Morgunblaðið/Skapti
Kvenfólk fer á svið
Borgarleikhússins
Kristín Einarsdóttir Mäntylä mezzo-
sópran, Sigrún Björk Sævarsdóttir
sópran og Elena Postumi píanóleikari
flytja sönglög eftir Pál Ísólfsson, Jón
Leifs, Emil Thoroddsen, Edvard Grieg
og fleiri tónskáld sem öll lærðu eða
störfuðu í Leipzig, á morgun kl. 20.30
í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar.
Kristín, Sigrún og Elena búa í sömu
borg, Leipzig í Þýskalandi.
Með kveðju frá Leip-
zig í Sigurjónssafni
Á þriðjudag Hæg breytileg átt og léttskýjað sunnan- og vest-
anlands, en skýjað fyrir norðan og vestan og þokuloft við strönd-
ina. Hiti 10 til 19 stig, hlýjast sunnan til.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðlæg átt, 3-10, og léttir smám saman til
en skýjað og súld eða dálítil rigning fyrir norðan og austan. Hiti 8
til 18 stig, hlýjast sunnanlands í dag.
VEÐUR
Serbinn Novak Djokovic og
Angelique Kerber frá Þýska-
landi unnu einliðaleiks-
keppni Wimbledon-mótsins
í tennis. Djokovic hefur átt
á brattann að sækja síðustu
tvö ár en vonast til að sig-
urinn um helgina verði til að
snúa gæfuhjólinu honum í
vil á nýjan leik. Kerber kom
hins vegar í veg fyrir sigur
Serena Williams sem er óð-
um að nálgast fyrra form.
»6
Kerber og Djoko-
vic fögnuðu
„Það er mjög gaman að keppa á móti
henni og með henni, við ýtum hvor
annarri áfram. Í 200 metra hlaupinu
dró hún mig í mark og það er gaman
að geta haft svona samkeppni og ver-
ið áfram góðar vinkonur,“ sagði Tiana
Ósk Whitworth, spretthlaupari úr ÍR
og Íslandsmeistari í
100 m hlaupi,
um æfinga-
félaga sinn
Guðbjörgu Jónu
Bjarnadóttur,
Evrópumeistara
unglinga í 100 m
hlaupi og Íslands-
meistara í 200 m
hlaupi. »4
Mikil samkeppni hjá
vinkonunum úr ÍR
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hafnaði í
56. - 61. sæti á Marathon Classic-
mótinu í LPGA-mótaröðinni í golfi í
Ohio sem lauk í gær. Hún lék hringina
fjóra á pari þegar dæmið var gert
upp. Ólafía Þórunn lék afar vel á laug-
ardaginn og var í góðri stöðu en gaf
aðeins eftir í gær. Hún ætti að hafa
styrkt stöðu sína í mótaröðinni með
þessum árangri. »1
Ólafía Þórunn hefur
styrkt stöðu sína
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Snilldin felst auðvitað í því að hægt
er að taka á loft hvar sem er. Mót-
orinn setur maður á bakið og gang-
setur, hleypur svo nokkra metra og
þá grípur vængurinn gustinn og
feykir manni í loftið. Svo lætur mað-
ur sig líða um loftin blá; sessan á
mótornum er eins og fínasti hæg-
indastóll og útsýnið er frábært,“
segir Karol Pawlik paramótor-
flugmaður.
Eins og fuglinn frjáls
Flugsýningin Allt sem flýgur var
haldin á Hellu um helgina. Þetta er
hátíð fólks í einkafluginu og þarna
gat að líta forvitnilegar flugvélar og
ýmis flygildi sem tekin voru til kost-
anna með nánast listrænum til-
þrifum. Karol Pawlik var einn
þeirra sem vakti athygli gesta, er
hann og fleiri flugu á paramótor fá-
eina metra yfir jörðu og meðal ann-
ars dreifðu karamellum yfir krakka-
skarann sem tók gotteríinu
fagnandi. Allir sáu að þarna fóru
flinkir flugmenn og flygildi þeirra
eru áhugaverðir gripir; það er
vængur sem líkist fallhlíf og svo
mótor. Sá sem bar Karol er 36 kíló
og jafnmörg hestöfl. Allt þetta skil-
ar sínu, því á flugi er hægt að ná allt
að 60 kílómetra flughraða á klukku-
stund og komast í hæstu hæðir.
„Samt er skemmtilegast að fara
lágt yfir og virða fyrir sér útsýnið; í
lágflugi sér maður margt áhugavert
á jörðu niðri. Satt að segja er alveg
stórkostlegt að geta verið eins og
fuglinn frjáls,“ segir Karol sem er
pólskur að uppruna. Hann er tækni-
maður hjá Origo og hefur búið á Ís-
landi frá barnsaldri. Fór í sitt fyrsta
paramótorflug árið 2006, en tengda-
faðir hans, Henryk Paciejewski,
kynnti greinina fyrir honum.
„Ég heillaðist strax af flugsport-
inu sem ég hef stundað síðan. Hér í
Mosfellsbæ þar sem ég bý eru góð-
ar aðstæður fyrir þetta sport, til
dæmis við Úlfarsfellið,“ segir Karol
og heldur áfram: „Sjálfur fer ég oft
inn í Mosfellsdal, þar sem er yf-
irleitt auðvelt að komast á loft og
hægt að fljúga þá inn dalinn og
austur að Þingvallavatni ellegar út
að ströndinni og í áttina að Esjunni.
Listin í þessu öllu er annars að tals-
verðu leyti sú að læra á landið og
náttúruöflin og fá þau til að vinna
með sér. Nýta sér til að mynda
vindáttir og uppstreymi við fjöllin.
Þannig má komast víða yfir og
hratt. Árið 2015 fór ég norður á
Blönduós fljúgandi á paramótor og
var ekki nema rúmlega fjóra tíma í
fluginu þar sem ég fylgdi hringveg-
inum nánast alla leiðina. Fylgdi þá
fólki sem var í hjólreiðakeppni
WOW; það var fyrir neðan mig nán-
ast alla leiðina. Ferðin er því mjög
eftirminnileg.“
Fis á Hólmsheiði
Flugið er líf og yndi Karols sem
bæði er öflugur í paramótorfluginu
og eins í starfi Fisfélags Reykjavík-
ur. Innan vébanda þess er fólk sem
flýgur á drekum, flygildum og fis-
vélum sem hafa heimahöfn á litlum
flugvelli á Hólmsheiði ofan við
Reykjavík.
„Það er fínt að hafa aðgang að fis-
vél, því veðráttan í sumar hefur
ekki alltaf boðið upp á flug á para-
mótor, sporti sem þó eflist og þátt-
takendum fjölgar enda er þetta afar
skemmtilegt,“ segir Karol.
Vængurinn grípur gustinn
Karol á para-
mótor á flugsýn-
ingu á Hellu
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Engill Karol Pawlik renndi sér rétt yfir höfðum fólks á flughátíðinni sem haldin var á Hellu um helgina.
Paramótor Flogið af listfengi og ör-
yggi undir rauðum vængnum.