Morgunblaðið - 16.07.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.07.2018, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚLÍ 2018 ✝ Guðrún Að-alsteinsdóttir fæddist í Reykja- vík 5. ágúst 1939 Hún andaðist á Landspítalanum 7. júlí 2018 Foreldrar henn- ar voru Aðalsteinn Sigurvin Þorgeirs- son, f. 19.1. 1916 í Önundarfirði, d. 26.2. 1987, og Svanlaug Þorsteinsdóttir, f. 17.1. 1919 í Reykjavík, d. 29.6. 2007. Systkini Guðrúnar eru Þorgerður Aðalsteinsdóttir, f. 30.12. 1940 , Ísfold Aðalsteins- dóttir, f. 20.3. 1946, Þorsteinn Aðalsteinsson, f. 12.3. 1948, Helga Aðalsteinsdóttir, f. 21.9. 1950, Aðalsteinn Aðalsteins- son, f. 8.5. 1952, Birgir Aðal- steinsson, f. 30.3. 1955, Svan- 7.4. 2017. Þorgeir Karlsson, f. 7.1. 1984. Karl Eiður Karls- son, f. 7.11. 1986, unnusta hans er Aníta Sonja Karls- dóttir, f. 2.8. 1991. Dóttir þeirra er Sóldís Ósk Karls- dóttir, f. 16.11. 2013. 2. Að- alsteinn Sverrisson, f. 13.10. 1964. Eiginkona hans er Rann- veig Ragnarsdóttir, f. 12.1. 1965. Sonur þeirra er Loftur Georg Aðalsteinsson, f. 9.12. 1991. Unnusta hans er Petra María Gunnarsdóttir, f. 23.10. 1991. Sonur þeirra er Svavar Þór Loftsson, f. 1.11. 2017. 3. Guðmundur Sverrisson, f. 29.10. 1966. Eiginkona hans er Björk Berglind Arnljótsdóttir, f. 17.7. 1969. Sonur þeirra er Róbert Guðmundsson, f. 4.4. 1988. Unnusta hans er Sara Fanney Hilmarsdóttir, f. 22.3. 1986. Börn þeirra eru Írena Líf Róbertsdóttir, f. 12.3. 2011, Viktor Elí Róbertsson, f. 16.4. 2014, og Elísa Bríet Ró- bertsdóttir, f. 20.12. 2015. Útförin fer fram frá Digra- neskirkju í dag, 16. júlí 2018, klukkan 13. laug Aðalsteins- dóttir, f. 3.4. 1959. Guðrún giftist 15.6. 1963 Sverri Guðmundsyni, f. 27.10. 1937. Börn Guðrúnar og Sverris eru: 1. Guðlaug Sverris- dóttir, f. 25.7. 1958. Börn hennar eru: Benedikta Lilja Karlsdóttir, f. 6.7. 1980, gift Böðvari Æg- issyni, f. 24.5. 1982. Börn Benediktu eru: Maddý Ósk Bjarkadóttir, f. 15.10. 2002, Hekla Dís Sigurðardóttir, f. 21.4. 2005, Eva Sól Böðv- arsdóttir, f. 20.9. 2006. Sverrir Karlsson, f. 3.11. 1981, eig- inkona hans er Alina Gord- eeva, f. 24.10. 1984. Sonur þeirra er Daniel Sverrisson, f. Elskuleg systir mín er látin eftir langvarandi veikindi og er gott að þjáningum hennar er lokið. Við vorum alla tíð sam- rýndar systur, hún var elst af átta systkina hópi og ég einu og hálfu ári yngri. Ég man ekki eftir öðru en að sagt var þegar við vorum að fara eitthvað, Dúna mín, passaðu hana systur þína, og það gerði hún alla tíð. Þegar hún er sjö ára og skólaskyld þá þótti sjálfsagt að ég fengi undanþágu og færi með henni í skólann, þannig fylgdumst við að í skóla þar til við útskrifuðumst úr Kvenna- skólanum í Reykjavík árið 1957. Við vorum alltaf í sama bekk og sátum saman, mér fannst þetta mjög eðlilegur hlutur og er þakklát fyrir þessi ár. Svo tók alvara lífsins við, hún kynntist manninum sínum, hon- um Sverri, og ég mínum manni. Örlögin tóku þá í taumana og við bjuggum alltaf í göngufæri við hvor aðra. Þau eignuðust þrjú mannvænleg börn sem hafa gefið þeim barnabörn og barnabarnabörn. Ég man alltaf eftir þegar við vorum að vakna og fara í skólann. Dúna var svo morgunhress, þá heyrðist, Togga, vaknaðu, ætlarðu að koma of seint í skólann? Eftir tvær til þrjár ítrekanir þá vissi ég að ég þyrfti að fara á fætur. Mér þótti þetta þægilegt, vissi að hún mundi ekki láta mig koma of seint í skólann. Síðustu árin gátum við vink- að hvor annarri frá svölunum og þegar ég sá ljóstýru í stof- unni þá vissi ég að Dúna sat við gluggann og föndraði. Dúna var mikil hannyrðakona, hún gaf mér marga fallega hluti sem hún saumaði út, perlaði og mál- aði á postulín, þessir hlutir munu minna mig á hvað hún var alltaf góð við litlu systur. Dúna var alltaf mjög góð við börnin mín og minnast þau frænku sinnar með þakklæti fyrir góð ár. Þegar hún er 12 ára þá fær hún ígerð í annað eyrað og er fárveik í marga mánuði. Hún fór í uppskurð þá fékk hún lömun í hálft andlitið og það varð hún að hafa fyrir lífstíð. Það var mikið áfall fyrir ungling en hún tók því af æðru- leysi en án efa hafði það mikil áhrif á hennar líf. Sverrir hefur verið veikur síðustu mánuði svo það hefur verið erfitt hjá hon- um og fjölskyldunni. Elsku Sverrir, Gulla, Alli og Guðmundur, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Þorgerður (Togga) systir. Það er ómetanlegt að eiga góða samferðamenn í gegnum lífið. Mágkona mín, Guðrún Að- alsteinsdóttir, alltaf kölluð Dúna, var ein af þeim. Elsta systirin af átta systkinum. Þeg- ar ég kom inn í fjölskylduna með Birgi bróður hennar tók það mig smástund að átta mig á öllum þessum stóra hópi. Dúna var þá 33 ára og fyrir sautján ára stelpu var það heldur hár aldur af systur að vera. En það breyttist fljótt og í gegnum árin hefur aldursbilið alltaf orðið styttra og styttra. Dúna var mjög hæfileikarík og liggja eftir hana margir fal- legir munir og virtist hún geta allt í höndunum. Hún var líka mjög ættrækin og skráði niður afkomendur afa síns og ömmu og var alltaf hægt að leita til hennar um ættartengsl. Sá skemmtilegi siður að hittast á jóladag er hefð í mörgum fjöl- skyldum og svo var líka hjá tengdafólki mínu. Við hittumst öll á heimili tengdaforeldra minna, Alla og Svönu, á meðan þau lifðu bæði en eftir það skiptumst við á að hittast á heimili systkinanna þar til hóp- urinn var búinn að sprengja öll heimili utan af sér og eftir það höfum við hist í sal um hver jól. Að halda þessum sið áfram hef- ur haft það í för með sér að við þekkjumst miklu meira og á Dúna stóran þátt í því að halda utan um hópinn. Þegar samleiðin er löng er margs að minnast og það er ekki nóg að nefna Dúnu því Sverrir maðurinn hennar var aldrei langt undan. Börnin þeirra þrjú, Guðlaug, Aðal- steinn og Guðmundur, löngu búin að gera þau að ömmu og afa og þeirra börn að lang- ömmu og langafa. Dúna og Sverrir voru yfirleitt nefnd saman og við Birgir vorum svo heppin að þau reistu sér sum- arbústað í Kjós og komu mikið við hjá okkur á leiðinni þangað. Þó að Dúna hafi þurft að glíma við heilsuleysi lét hún það ekki stoppa sig og kvartaði aldrei. Hún var mjög félagslynd og dugleg að hitta fólk og mæta á viðburði sem upp komu. Lífið leggur manni ýmislegt á herðar og var þá ómetanlegt að eiga Dúnu að og þegar við Birgir ákváðum að gifta okkur í kyrrþey passaði hún rúmlega ársgamlar tvíburadætur okkar. Og af því að þetta var í kyrrþey sögðumst við vera að fara í úti- legu sem og við gerðum en nefndum ekki giftinguna. Hún hló dátt þegar við sögðum henni að okkur hafi þótt það erfitt að segja henni ekki allan sannleikann. Við erum mörg sem eigum um sárt að binda þegar hún er fallin frá enda er alltaf erfitt þegar fyrsta systkinið kveður. Elsku Sverrir, Gulla, Alli, Guð- mundur og afkomendur, þessar síðustu vikur hafa tekið á og missir ykkar er mikill. Við Birgir sendum ykkur öllum samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Guðrúnar Aðalsteins- dóttur Ásthildur Skjaldardóttir. Nú kveðjum við hana Dúnu frænku. Hún var elsta systir mömmu og fylgdust þær að alla tíð. Fyrstu minningar okkar um Dúnu eru frá Korpúlfsstöðum þar sem amma og afi bjuggu og stórfjölskyldan dvaldi löngum stundum. Fjölskyldur okkar bjuggu síðar í næsta nágrenni í Kópavoginum og var alltaf mik- ill samgangur milli okkar frændsystkina og Dúna hefur því verið nátengd okkur systk- inum frá því við munum eftir okkur. Seinni árin hittum við hana og Sverri helst í kaffi hjá mömmu og pabba og var þá rætt um málefni líðandi stundar og gamla tíð. Dúnu var ætt- fræði hugleikin enda mjög ætt- fróð og áhugasöm um frænd- garðinn og var hún einstaklega dugleg að rækta samskipti við frændfólk sitt. Dúna var traust og góð frænka og í minningunni alltaf til staðar. Hún var mikil handa- vinnu- og hannyrðakona og eig- um við fallega hluti til minn- ingar um hana. Elsku Sverrir, Gulla, Alli og Guðmundur, við vottum ykkur okkar innilegustu samúðar- kveðjur og geymum góðar minningar um Dúnu frænku. Guðrún, Björn og Aðalsteinn. Guðrún Aðalsteinsdóttir  Fleiri minningargreinar um Guðrúnu Aðalsteins- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Soffía Magn-úsdóttir ís- lenskufræðingur fæddist í Reykjavík 19. apríl 1952. Hún lést 30. júní 2018. Foreldrar Soffíu voru Ragnheiður Guðmundsdóttir, f. 30. apríl 1924, d. 28. janúar 1977, og Magnús Krist- insson, f. 13. októ- ber 1923. Eiginkona Magnúsar er Greta Bachmann. Systur Soffíu eru Ágústa Kristín, f. 1949, maki Sigurður Jónsson, og Jónína, f. 1958, d. 1968. Eftirlifandi eiginmaður Soffíu er Kristinn Guðjónsson, fæddur í Reykjavík 21. nóv- ember 1952. Foreldrar Kristins sem flugfreyja, fyrst hjá Flug- félagi Íslands og síðar hjá Flug- leiðum. Leið hennar lá síðan í Menntaskólann við Hamrahlíð þaðan sem hún lauk stúdents- prófi og síðar útskrifaðist hún með BA-próf í íslensku við Há- skóla Íslands árið 1991. Soffía fékk einnig kennsluréttindi frá sama skóla og lauk svo meist- araprófi í íslenskri málfræði ár- ið 2008. Soffía hóf störf sem íslensku- kennari við Verzlunarskólann eftir BA-próf og starfaði þar uns hún hætti störfum árið 2013. Soffía og Kristinn nutu þess að ferðast innan lands sem utan. Þau stunduðu golf og útivist og eyddu góðum stundum í sum- arhúsi sínu á Laugarvatni. Soffía tók þátt í ýmsum verk- efnum sem tengdust starfi henn- ar sem móðurmálskennari, hún var bókmennta- og ljóðaunnandi mikill. Útför Soffíu fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 16. júlí 2018, klukkan 13. eru Bryndís Guð- mundsdóttir, f. 1928, og Guðjón Björgvin Jónsson, f. 1925, d. 2009. Soffía og Krist- inn giftust árið 1975. Börn þeirra eru: 1) Ragnheiður, f. 13. maí 1977, maki Þórir Jónsson Hraundal. Börn þeirra eru Alexand- er, Óðinn og Lilja. 2) Kristinn, f. 26. janúar 1980, maki Kolbrún Vala Jónsdóttir. Dóttir þeirra er Helena Soffía. Soffía ólst upp í vesturbæ Reykjavíkur, gekk í Melaskóla og Hagaskóla, og lauk versl- unarprófi frá Verzlunarskóla Ís- lands árið 1971. Þá hóf hún störf Elskuleg systir mín er látin eftir mjög erfið veikindi. Þá staldrar maður við og upp koma í hugann margar góðar minningar. Við litlar telpur heima hjá mömmu og pabba. Fyrsta minning mín um þig er þegar mamma kom af fæðingar- deildinni með þig heim á Víðimel þar sem við bjuggum. Búið að kaupa vagn fyrir þig, þá kom upp smá afbrýðisemi, vagninn keypt- ur fyrir litlu systur en ekki mig. Þannig að ég var sett í vagninn með pela og þau leyfðu mér að vera litla barnið smástund. Tím- inn leið og við fluttum af Víði- melnum niður á Ægisíðu. Þar eignuðumst við okkar góðu æsku- vini og vorum í öruggu skjóli í náttúrunni og heima hjá mömmu og pabba. Þannig héldum við að lífið myndi vera alla tíð, mamma og pabbi alltaf til staðar. Öðru nær, við uxum úr grasi og skólagangan hófst. Eftir skólaskylduna fórst þú til Þýska- lands til að læra málið, síðan í nám við Verslunarskóla Íslands. Á námsárum þínum hittir þú hann Kidda þinn. Ljúfan og góð- an lífsförunaut. Á þeim tíma knúði sorgin dyra hjá okkar fjöl- skyldu. Jónína litla systir okkar dó 9 ára gömul. Mikið var það erf- itt að mæta þessari sorg. Eftir námið fékkst þú vinnu sem flug- freyja og starfaðir við það í nokk- ur ár. Síðan hélst þú áfram að mennta þig, fórst í Háskóla Ís- lands og í kjölfarið varst þú ráðin sem kennari við Verslunarskóla Íslands. Gott samband var með okkur og áttum við margar góðar sam- verustundir, mörg ferðalög og sumarhúsasmíðar hvert hjá öðru. Eins var þegar við þurftum pöss- un fyrir börnin okkar, þá voruð þið alltaf boðin og búin til að taka þau að ykkur. En árið 1977 urðum við fjöl- skyldan fyrir miklu áfalli. Mamma okkar féll frá eftir erfiða baráttu við krabbamein aðeins 53 ára. Þá áttuð þið Kiddi von á ykk- ar frumburði, henni Heiðu. Það var erfiður tími, mikil sorg. Eins og þú sagðir „mamma fær aldrei að sjá barnið mitt eða halda á því“. Nokkrum árum síðar fædd- ist drengurinn ykkar, hann Kiddi, annar sólargeisli í Heiða- gerði. Þegar horft er til baka þá sér maður hvað tíminn líður, börnin farin að heiman og komin með sínar fjölskyldur og barnabörn ykkar orðin fjögur. Alexander, Óðinn, Lilja og Helena Soffía sem sárt sakna ömmu sinnar sem elskaði þau svo heitt. Fyrir um það bil fjórum árum fór að bera á veikindum hjá þér og breytti það öllum ykkar fram- tíðarhorfum. Erfitt var að horfa upp á veikindi þín, Soffía mín. Kiddi þinn, Heiða, Þórir, Kiddi sonur þinn og Kolla önnuðust þig einstaklega vel í veikindum þín- um. Einnig hefur hún Dísa æsku- vinkona þín aðstoðað þig mjög vel og fallega. Ég er svo mikið þakklát fyrir okkar fallega systra- og fjöl- skyldusamband sem við áttum saman. Einnig er mikill söknuður hjá pabba okkar og Grétu, sem eiga góðar minningar um þig og þakka fyrir allt sem þú gerðir fyrir þau. Ég trúi því að þú sért komin í fangið á mömmu og Jón- ínu systir og þær haldi utan um þig. Bestu þakkir fyrir allt og allt. Ágústa Kristín, Sigurður og fjölskylda. Laugardaginn 30. júní hringdi síminn hjá okkur og okkur var til- kynnt að Sossa frænka okkar væri farin frá okkur en jafnframt búin að öðlast frið og ró. Okkur systkinin langar til að þakka þér fyrir svo margt, eins og að hafa farið með mig, Guð- rúnu, í bæinn og sett göt í eyrun á mér án þess að mamma vissi. Það lýsir þér svo vel að gera það sem er skemmtilegt og prakkarinn í þér ekki langt undan. Einnig all- ar ferðirnar í sumarbústaðinn ykkar og okkar. Enda þegar mamma og pabbi þurftu pössun og við fórum til ykkar þá var aldrei leiðinlegt að kveðja mömmu og pabba því þá vissi maður að það yrði nú eitthvað skemmtilegt brallað núna. Það sem situr hæst hjá okkur er Grease-platan og spægipylsan, því þegar við vöknuðum einn morguninn, þá beið Grease-plat- an og spægipylsan á borðinu handa okkur frá þér sem þú hafð- ir keypt í einni af vinnuferðunum þínum sem flugfreyja. Platan var ekki komin til Íslands og spægi- pylsu var ekki hægt að fá svo stóra sem þessa. Margar eru minningarnar og þær munu hlýja okkur í framtíðinni. Þú ert ein dásamlegasta manneskja sem við fengum þann heiður að kynnast og umgangast mikið um ævina, þú ert sú sem við litum upp til, vildum vera eins og þú, svona glaðleg, alltaf bros- andi, jákvæð, einstaklega dríf- andi og falleg að utan sem að inn- an. Takk fyrir allar samveru- stundirnar og þá sérstaklega á gamlárskvöld þar sem allri stór- fjölskyldunni var safnað saman og þess notið að vera saman, en svo flutti ég, Massi, út til Noregs fyrir mörgum árum og síðan hef ég ekki getað verið með ykkur á þessum tímamótum. En við vitum að amma og Jón- ína systir þín hafa tekið vel á móti þér, elsku Sossa okkar. Megi algóður Guð blessa Kidda, Heiðu, Kidda, maka og barnabörnin og létta þeim sorg- ina. Guðrún Erla Sigurðardóttir, Magnús Sigurðsson og fjöl- skyldur. Elsku Soffía mín. Mikið eru þetta nú sár tíma- mót fyrir okkur öll að kveðja þig, elsku fallega, hjartahlýja og góða frænka mín. Minningarnar um þig, fallega prakkarann, alltaf brosandi og til í að gera eitthvað skemmtilegt, eru þær minningar sem laða alltaf fram bros. Þegar ég hugsa til baka var alltaf glatt á hjalla þar sem þú varst. Skemmtilega sögur og smá prakkarastrik einkenndu þína samveru og ekki nema von að það væri erfitt að slíta sig frá þér þegar maður kom í heimsókn eða þegar þið Kiddi pössuðuð mig þegar ég var lítil. Eitt sinn er ég var í pössun hjá þér, nokkurra ára gömul, fórstu með mig í bæ- inn og lést setja göt í eyrun á mér. Mikið var ég glöð að vera svona fín. En mamma vissi ekk- ert af þessu fyrr en ég kom heim og þú sagðir bara „finnst þér hún ekki flott með göt í eyrunum, það þykir mér.“ Síðan hlóguð þið systurnar mikið. Samband ykkar mömmu var einstakt systrasamband. Þið misstuð bæði fallegu systur ykk- ar Jónínu og einstöku fallegu mömmu ykkar, ömmu Ragnheiði, svo ungar. Það var mikið áfall fyrir ykkur en eins og ykkur er lagið tókuð þið á því með ykkar fallega jafnaðargeði með kær- leikann að leiðarljósi. Það þjapp- aði ykkur bara enn meira saman og myndaði þetta fallega systra- samband sem smitaði svo yfir til okkar allra. Mikið voruð þið sam- rýndar og alltaf glatt á hjalla hjá ykkur. Ef veisla var í aðsigi voruð þið ekki lengi að skipuleggja hana og allar skreytingarnar. Þetta varð alltaf allt svo flott og gott. Síðar þegar ég varð eldri þá fékk ég að vera með í skipulagn- ingunum með ykkur og mikið var þetta alltaf gaman. Í gegnum lífið hefur þú gefið mér svo mikið. Öll þín ráð og hjálpsemi þegar erf- iðleikar gerðu vart við sig voru alltaf með kærleikann að leiðar- ljósi. Lausnir áttir þú alltaf. Ég mun alla tíð hugsa ef eitthvað bjátar á, hvernig myndi Soffía leysa þetta? Elsku Soffía mín, mikið langar mig að þakka þér fyrir öll fallegu og yndislegu árin sem við áttum með þér. Þessi yndislegu ár munu lifa sem falleg og góð minn- ing um einstaklega skemmtilega frænku sem okkur þykir svo und- urvænt um. Ég veit að fallega mamma þín amma Ragnheiður og yndislega Jónína frænka, systir þín, taka vel á móti þér og þið passið allar upp á hver aðra. Hvíl í friði elsku frænka. Ragnheiður, Ragnar Már og Sigurður Arnar. Soffía Magnúsdóttir HINSTA KVEÐJA Við leggjum blómsveig á beðinn þinn og blessum þær liðnu stundir er lífið fagurt lék um sinn og ljúfir vinanna fundir en sorgin með tregatár á kinn hún tekur í hjartans undir. Við þökkum samfylgd á lífsins leið þar lýsandi stjörnur skína og birtan himneska björt og heið hún boðar náðina sína en Alfaðir blessar hvert ævinnar skeið og að eilífu minningu þína. (Vigdís Einarsdóttir) Pabbi og Gréta.  Fleiri minningargreinar um Soffíu Magnúsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.