Morgunblaðið - 16.07.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚLÍ 2018
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
M
aría Ramos er að
stíga sín fyrstu
skref sem ljóðskáld
og rithöfundur. Hún
segir að ljóðlistin lifi
góðu lífi og er hvergi nærri hætt. Nú
vinnur hún að nýju ljóðahandriti en í
febrúar gaf hún út sína fyrstu ljóða-
bók, Salt, 20 ára að aldri. María á
ekki langt að sækja hæfileikana en
hún er barnabarn þjóðþekkta ljóð-
skáldsins og þýðandans Ingibjargar
Haraldsdóttur.
„Getur þýtt svo margt“
Ljóð Maríu eru persónuleg og
er viðfangsefni þeirra gjarnan lífið
og tilveran. „Það mætti segja að
þema bókarinnar sé hræðslan við að
týna sjálfum sér. „Að týnast í rútín-
unni og gleyma því hvað þig langar í
raun og veru að gera,“ segir María.
Þó segist hún ekki hafa skrifað bók-
ina með neitt sérstakt þema í huga,
lesandinn túlki efnið á sinn hátt.
„Mér finnst erfitt að hún fjalli um
eitthvað eitt, því hún getur þýtt svo
margt. Ég hef heyrt margar mis-
munandi túlkanir á henni sem mér
hefði aldrei dottið í hug.“
Ljóðið Hvar sérðu sjálfa þig eft-
ir 10 ár er einkennandi fyrir Salt, en
það fjallar um að gefast upp á
draumnum. „Ég er svolítið hrædd
við það. Fólk ætlar sér alltaf að gera
eitthvað en áður en það veit af er það
í vinnu frá 9-5, eignast barn, giftir
sig og er svo allt í einu fast í rútínu
og búið að gleyma því sem það ætl-
aði að gera.“
Lesturinn mikilvægur
María notar mikið myndmál í
ljóðum sínum og segir að það geri
ljóðin opnari. „Í staðinn fyrir að
segja hvernig hlutirnir eru svart á
hvítu þá getur fólk frekar búið til
sína eigin mynd í huganum,“ segir
María. Að hennar mati er gríðarlega
mikilvægt að fólk haldi áfram að lesa
til þess að geta skapað sinn eigin
hugarheim út frá lestrarefninu, því
hver og einn túlki efnið á sinn hátt.
Lestri og lesskilningi barna hefur
farið hnignandi á undanförnum ár-
um, ef marka má nýlegar niður-
stöður PISA-kannana. Enginn vafi
er á því að fleiri þyrftu að taka sér
bók í hönd en María segir þó áhuga á
lestri og ljóðalestri vissulega vera til
staðar. „Mér finnst allir tala um hve
þeir óska þess að þeir læsu meira en
enginn gerir það svo, því það er allt-
af eitthvað sem truflar lesturinn. En
ég trúi því að þetta sé bara tímabil.
Lestur hefur fylgt manninum í svo
langan tíma og alveg frá byrjun hef-
ur fólk verið að segja sögur.“
Salt er fyrsta bókin sem María
gefur formlega út en hún hefur áður
Ljóðlistin lifir góðu lífi á Íslandi
María Ramos Hilmars-
dóttir er ungt og efnilegt
ljóðskáld sem gaf út sína
fyrstu ljóðabók í febrúar.
Ljóðin hafa persónulegan
blæ og er aðalviðfangs-
efni þeirra lífið, tilveran
og óttinn við að týna
sjálfum sér.
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Skáld María hefur lengi skrifað ljóð en hennar fyrsta ljóðabók kom út í febrúar. Hún segir mikilvægt að hver og einn túlki ljóðin á sinn hátt.
Er stærsti
framleiðandi
sportveiðarfæra
til lax- silungs- og
sjóveiða.
Trilene XL nylon
línur til lax- silungs-
og sjóveiða í
fjölbreyttu úrvali
einnig taumaefni.
Fjölbreyt úrval af hjólum
og stöngum, til sportveiða
fyrirliggjandi.
Vöðluskór með skiptanlegum
sóla, filt, gúmmí og negldir sólar.
Tvennir sólar fylgja. Þessir skór
voru valdir bestu Vöðlu skórnir á
Efftex veiðisýningunni 2016.
Ugly Stik kaststang-
irnar eru sterku
stangir á mark-
aðnum.
Gott úrval af kast-
stöngum og hjólum,
strandveiðstangir,
Combo strand-
veiðistöng og
hjól, sjóstangir.
Stærsta úrval
stanga og hjóla
til sjóveiði.
Þekktustu veiðivörumerkin eru seld í öllum
„Betri sportvöruverslunum landsins“
Helstu Útsölustaðir eru:
Veiðivon Mörkinni
Vesturröst Laugavegi
Veiðiportið Granda
Veiðiflugur Langholtsvegi
Kaupfélag Borgfirðinga Borgarnesi
Kassinn Ólafsvík
Söluskáli ÓK Ólafsvík
Skipavík Stykkishólmi
Smáalind Patreksfirði
Vélvikinn Bolungarvík
Kaupfélag Steingrímsfjarðar Hólmavík
Kaupfélagi V-Húnvetninga Hvammstanga
Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki
SR-Bygginavöruverslun Siglufirði
Útivist og Veiði Hornið Akureyri
Veiðiríkið Akureyri
Hlað Húsavík
Ollasjoppa Vopnafirði
Veiðiflugan Reyðarfirði
Krían Eskifirði
Veiðisport Selfossi
Þjónustustöðvar N1 um allt land.
Dreifing: I. Guðmundsson ehf.
Nethyl 1, 110 Reykjavík.
Nánari upplýsingar um þessar vörur má fá á eftirfarandi vefsíðum: www.purefishing.com - www.abugarcia.se - www.kuusamonuistin.fl - www.coghlans.com.