Morgunblaðið - 16.07.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.07.2018, Blaðsíða 8
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Návígi Hnúfubakur uppi við skipið Konsúl, rétt fyrir utan Akureyri. „Það eru allir skælbrosandi hér um borð,“ sagði Örn Stefánsson, skip- stjóri á hvalaskoðunarbátnum Kon- súl sem gerður er út frá Akureyri, en þrír hnúfubakar voru í gær staddir lengst inni við Poll, sunnan við Akureyrarhöfn. Örn sagði hnúfubakana þrjá hafa verið spaka og greinilega í leit að æti svona innarlega. Fyrr í gær voru hvalirnir við Hjalteyri, um tíu mílur frá Akureyri. Spurður hvernig árangurinn hafi verið í hvalaskoðuninni í sumar sagði hann að hvalur hefði sést í hverri einustu ferð. Hann sagði að bæði hefðu sést hrefnur og hnýð- ingar auk hnúfubaka. Hnúfubak- ar við Poll  „Allir eru skæl- brosandi um borð“ 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚLÍ 2018 Hamraborg 10, Kópavogi Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18 VERIÐ VELKOMIN Í SJÓNMÆLINGU ——— Hver er staða Atlantshafs-bandalagsins eftir leiðtoga- fundinn í síðustu viku? Styrmir Gunn- arsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, velti þeirri spurningu fyr- ir sér á heimasíðu sinni á föstudaginn:    Það er ekki auð-velt að átta sig á því. Miðað við um- mæli annarra leið- toga aðildarríkjanna virðist Bandaríkjaforseti hafa ýkt mjög árangur sinn á fundinum. Hvaða tilgangi getur það þjónað?    Eftir stendur óvissa um afstöðuBandaríkjanna til bandalagsins. Augljóst er að þegar hér er komið sögu hafa Evrópuríkin sameinuð efnahagslega burði til að verja sig sjálf. Angela Merkel hefur ítrekað lýst þeirri skoðun, að það hljóti þau að gera.“    Styrmir víkur einnig að stöðu Rúss-lands: „Rússland er ekki sama veldi og Sovétríkin voru um skeið en þau hrundu efnahagslega áður en þau hrundu pólitískt. Rússland er risi á efnahagslegum brauðfótum en hef- ur hins vegar lagt áherzlu á hern- aðarlega uppbyggingu á ný á seinni árum. Nágrönnum þeirra stendur ógn af Rússum. Það er skiljanlegt í ljósi Krímskaga og Úkraínu.“    Að lokum víkur Styrmir að stöðuÍslands: „Óvissan um afstöðu Bandaríkjanna er hins vegar sérstakt vandamál fyrir okkur Íslendinga. Varnarsamningurinn við þau er, ásamt aðildinni að NATÓ, kjarninn í öryggismálapólitík okkar.“    Styrmir leggur sérstaka áherslu álokaorð sín: „En Bandaríkja- forseti hefur að vísu ekkert gefið til kynna um að sá samningur standi ekki fyrir sínu.“ Styrmir Gunnarsson Kjarni öryggis- málastefnunnar STAKSTEINAR Veður víða um heim 15.7., kl. 18.00 Reykjavík 11 súld Bolungarvík 7 rigning Akureyri 13 léttskýjað Nuuk 17 skýjað Þórshöfn 12 þoka Ósló 24 heiðskírt Kaupmannahöfn 22 léttskýjað Stokkhólmur 28 heiðskírt Helsinki 29 heiðskírt Lúxemborg 24 léttskýjað Brussel 28 heiðskírt Dublin 18 súld Glasgow 18 súld London 26 heiðskírt París 29 heiðskírt Amsterdam 26 heiðskírt Hamborg 19 léttskýjað Berlín 22 léttskýjað Vín 28 heiðskírt Moskva 23 þrumuveður Algarve 22 léttskýjað Madríd 28 heiðskírt Barcelona 29 heiðskírt Mallorca 29 léttskýjað Róm 31 heiðskírt Aþena 30 léttskýjað Winnipeg 21 heiðskírt Montreal 27 léttskýjað New York 21 þoka Chicago 27 léttskýjað Orlando 30 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 16. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:45 23:24 ÍSAFJÖRÐUR 3:12 24:06 SIGLUFJÖRÐUR 2:54 23:51 DJÚPIVOGUR 3:06 23:02 Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Fjórir voru fluttir á sjúkrahús í fyrrinótt eftir að upp kom eldur í sumarbústað á Búrfellsvegi í Gríms- nesi. Í tilkynningu sem Brunavarnir Árnessýslu sendu frá sér í gær kom fram að útkallið hefði komið klukk- an fimm að morgni. Vel gekk að slökkva eldinn þrátt fyrir mikinn bruna en rannsókn á upptökum eldsins stendur enn yfir. Líkt og fyrr segir voru fjórar manneskjur staddar í bústaðnum þegar eldurinn kom upp. Allt fólkið vaknaði við reykskynjara og komst í kjölfarið út úr bústaðnum af sjálfs- dáðum þrátt fyrir mikinn reyk og hita. Ákveðið var að flytja fólkið á sjúkrahús öryggisins vegna auk þess sem grunur lék á að hluti hóps- ins hefði orðið fyrir reykeitrun. „Það er okkur ljóst og það verður aldrei of oft sagt að reykskynjarar og slökkvitæki geta bjargað manns- lífum,“ segir í tilkynningu sem barst frá Brunavörnum Árnessýslu eftir brunann í gær. Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins og hefur lokið rannsókn á vettvangi. Rannsókninni er þó ekki lokið en lögregla var ekki tilbúin að veita frekari upplýsingar um málið þegar eftir því leitað í gær. Reykskynjari bjargaði fólki úr eldi  Eldur kom upp í sumarbústað í Grímsnesi  Rannsókn stendur enn yfir Ljósmynd/Brunavarnir Árnessýslu Eldur Slökkvistörf gengu vel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.