Morgunblaðið - 16.07.2018, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚLÍ 2018
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Vitrar manneskjur hvetja þig hugsan-
lega til þess að takast á við veikleika þína.
Kyrr og friðsæll hugur ryður veginn fyrir lífs-
máta sem er bæði einbeittur og innihalds-
ríkur.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú gætir þurft að annast einhvern ann-
an eða láta þínar þarfir mæta afgangi vegna
þess að einhver þarf á hjálp þinni að halda á
næstu dögum.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Skoðaðu nú vel hvað þú gefur mik-
inn tíma í vinnu þína og hvort þú uppskerð
sem skyldi. Hættu að vera of almennilegur og
treystu á sjálfan þig.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Finnist þér of miklar kröfur vera gerð-
ar til þín gæti það reynst þér nauðsynlegt að
komast í burtu um tíma. Mundu að góð heilsa
er gulli betri.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Reyndu að sjá fyrir næsta skref í starfi
þínu því svo kann að fara að þú þurfir að taka
það fyrr en þú ætlar. Vertu sveigjanlegur því á
þann veg muntu ná mestum árangri.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú þarft að fást við mjög vandasamt
og persónulegt verkefni sem þér er lífs-
nauðsyn að geta einbeitt þér að á næstunni.
Að öðrum kosti fer allt úr böndunum hjá þér.
23. sept. - 22. okt.
Vog Visst verkefni mun hanga yfir þér mán-
uðum saman ef þú brettir ekki upp ermarnar.
Gefðu því tíma þótt þér sé það þvert um geð.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Vertu óhræddur við að segja hug
þinn því þá munu aðrir taka mark á þér.
Hugsaðu vandlega áður en þú talar, það er
hlustað á þig.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Reyndu að nálgast verkefni þín í
vinnunni með skipulögðum hætti. Haltu þínu
striki og þá mun allt fara vel. Jákvæð hugsun
er gífurlega mikilvæg.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þar sem þú kemur fyrstur auga á
vandamál, sér fólk þig sem þann sem getur
leyst það. Þetta er hentugur tími til að ganga
frá lausum endum og ljúka hálfkláruðum
verkum.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú átt ekki að vera í neinum vand-
ræðum með að inna af hendi þau verkefni,
sem þér hafa verið falin, þótt flókin séu. Allir
taka eftir þér og því sem þú gerir.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það bendir ýmislegt til þess að gamall
draumur þinn muni nú rætast. Vertu á varð-
bergi gagnvart þeim sem eru bara að hugsa
um hvernig þú getir gagnast þeim.
Davíð Hjálmar Haraldsson orti ámiðvikudag á Leir um „ís-
björninn á Sléttu“:
Hættulegir bæði fólki og fé,
feikna kjaftur, hrammur eins og sleggja,
en ætli þessi ísbjörn nyrðra sé
með allan gang og kunni best að
hneggja?
Gústi Mar var með á nótunum:
Vappar um hjá vötnunum
veldur sálartjóni.
Háskalegur hleypur um
hrúturinn frá Skinnalóni.
Þannig var hljóðið í Pétri Stef-
ánssyni á Leir á fimmtudag um
rigninguna í Reykjavík:
Allt vill blotna, fés og flíkur,
fjandans veðrið ergir mann.
Enn einn dagur öðrum líkur,
ekkert þessu breyta kann.
„Já, þetta er að verða allnokkuð,“
bætti Sigrún Haraldsdóttir við:
Við mætt höfum úrkomu mestri og
flestri
mikilli, stöðugri og traustri
Það rignir úr suðri og rignir úr vestri
svo rignir úr norðri og austri.
Og enn:
Við reynt höfum stöðugan rigningarklið,
er regn kemur þaðan og héðan,
það rignir á ská og rignir frá hlið
það rignir að ofan og neðan.
Nú gat Páll Imsland ekki orða
bundist: „Og hafðu sæl lýst góða
uppáhaldsveðrinu mínu, Sigrún.
Þetta er alveg frábær tíð og alveg
að mínu skapi. Ég er fæddur og
uppalinn í rigningu og hatast við
snjó“:
Það rignir að kvöldi og rignir að moddni
og svo rignir hann auk þessa stanslaust
á meðan
við rétt aðeins vonum að regnskúrir
þoddni
og rignir þá bæði að ofan og neðan.
Sigrún svaraði:
Það rignir að morgni og um miðjan dag,
í musku og næturhúmi.
Regnið um harðbala, fitjar og flag
fellur í tíma og rúmi.
Gústi Mar:
Helliregn úr himingáttum
hripar þarna dag og nótt.
Lemur fólk úr öllum áttum
engum manni verður rótt.
Ingólfur Ómar um veðrið fyrir
norðan:
Þar sem sunnanblærinn blæs
brosir sól við skötnum.
Andinn svífur eins og gæs
yfir Héraðsvötnum.
Gústi Mar að lokum:
Mig í anda um það bil
alveg hljóðan setur.
Með ykkur finn ég ósköp til
einsog maður getur.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af ísbirni, hrútum og rigningu
„BYRJUM Á ÞVÍ AÐ TAKA OKKUR
HÁDEGISHLÉ. ÞAÐ ER ALLTAF HÁDEGI
EINHVERS STAÐAR.“
„ÉG VEIT HVERNIG ÞÉR LÍÐUR! ÉG
KLÚÐRAÐI EINU SINNI FIMM CM PÚTTI.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... þegar bara hann
hefur lykilinn að hjarta
þínu.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÞETTA HEFUR VERIÐ
LANGUR DAGUR
ÉG HEF VERIÐ VAKANDI
Í NOKKRAR MÍNÚTUR…
LIÐU EINS OG
KLUKKU STUNDIR!
VEFÐU HERTOGANN INN Í ÞETTA
TEPPI! VIÐ SKULUM TAKA HANN
SEM GÍSL!
NEI! PLÍS EKKI
GERA ÞAÐ… ÉG
GRÁTBIÐ ÞIG!
ÞETTA ER
UPPÁHALDSTEPPIÐ MITT!
Í skemmu inn við Sund í Reykjavík,þar sem sjálfboðaliðar á vegum
Rauða krossins taka á móti fötum og
flokka, var ungur maður við störf.
Þetta var hælisleitandi frá Afríku
sem skolað hafði á öldum örlaganna
hingað norður í svalann. Góðlegur
gaur en glöggt mátti greina í svip
hans að lífið væri enginn dans á rós-
um. Eitthvað í svipnum hans snart
því Víkverja. Fólk getur auðvitað
haft allar mögulegar skoðanir á inn-
flytjendamálum og hvaða stefnu
skuli þar taka, en um velferð og
mannúð ættu þó allir að geta verið
sammála. Því fer hrollur um Víkverja
þegar hann hugsar til þess að til séu
á Íslandi stjórnmálahreyfingar og
fólk sem gerir út á andúð á flótta-
fólki, mannana börnum sem hvergi
eiga veraldlegt skjól eða traust bak-
land. Sem betur fer er sá hópur þó
fámennur.
x x x
Í Viðskipta-Mogganum fyrir helginavar áhugaverð frétt um að Rík-
isskattstjóri hefði nú að hætt að setja
bréf í póst. Þannig sparast að senda
út 480 þúsund bréf, sem vegið hefðu
fimm tonn og póstburðargjöld verið
65 milljónir króna. Skatturinn er
raunar nú orðin framúrskarandi
þjónustustofnun sem afgreiðir málin
fljótt og vel og öðruvísi mér áður brá!
Því er spurning hvort aðrar opinber-
ar stofnanir ætli ekki að taka sér tak
með sama móti. Gera þjónustu sína
rafræna í enn ríkari mæli og afgreiða
erindi borgaranna á staðnum og
stundinni, eins og við á. Hjá Reykja-
víkurborg tekur stundum ár að svara
fyrirspurnum eða leysa úr málum og
fyrir nokkrum dögum sagði frá því
að umhverfisráðuneytið gæfi sér
mánuði til þess að segja af eða á um
hvort setja megi upp kamar til bráða-
birgða norður í Mývatnssveit. Væri
þá hægt að halda lengi áfram upp-
talningu á dratthalahætti í opinbera
kerfinu.
x x x
Til hamingju Frakkar! Hugurinnsvífur til Parísar þangað sem
Víkverji hefur nokkrum sinnum
komið. Þar mætast stefnur og
straumar í stórkostlegri heimsborg
hins ljúfa lífs og nú þeirrar fögru list-
ar sem fótboltinn er. vikverji@mbl.is
Víkverji
Lofaður sé Guð er hvorki vísaði bæn
minni á bug né tók frá mér miskunn
sína.
(Sálmarnir 66.20)
Nýr stór
humar
Opið virka daga 10.00 - 18.15 | laugardaga 11.00 - 15.00
Gnoðarvogi 44 | 104 Reykjavík | sími: 588 8686
Glæný lúða
Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði
fyrir þig til að taka með heim
Ný línuýsa
Klaustur-
bleikja