Morgunblaðið - 25.07.2018, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 25.07.2018, Qupperneq 4
Vinna við göngubrú yfir Breiðholtsbraut á milli Seljahverfis og Fellahverfis gengur vel og er á undan áætlun. Uppsteypu brúargólfs lauk í vik- unni og framundan er vinna við handrið. Björn Sigurðsson, eigandi fyrirtækisins Skrauta sem sér um verkið, segir að vinna við framkvæmdina hafi gengið vel. „Ólíkt mörgum öðrum erum við alltaf á undan áætlun, það er bara þannig sem við vinnum,“ segir Björn, en ráðgert var að framkvæmdum myndi ljúka 1. október nk. Björn segir að vinna við handrið muni hefjast sem allra fyrst. „Það á eftir að setja handrið á brúna áður en hægt verður að taka verkpallana undan henni. Það er talsverð vinna sökum þess að handriðin eru sérsniðin og það er ekki auð- velt að setja þau upp. Þess utan eigum við eftir að eftirspenna brúna en ég býst við því að við klárum það í lok vikunnar,“ segir Björn. Spurður hvenær hann geri ráð fyrir því að brúin verði tekin í notkun segir Björn það ekki vera í sínum höndum. Það komi til af því að vinna við stígagerð upp að brúnni er ekki hafin. „Við tókum þátt í útboði Vegagerðarinnar og komum eingöngu að vinnu við brúna. Útboð vegna vinnu við stígagerð var hins vegar á veg- um Reykjavíkurborgar en stígurinn er nauðsyn- legur til þess að hægt sé að nota brúna. Það eru aðrir aðilar sem sjá um það verkefni og eftir því sem ég kemst næst er vinna við það ekki hafin,“ segir Björn. aronthordur@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Göngubrú yfir Breiðholtsbraut á undan áætlun Uppsteypu brúargólfs lauk í vikunni og framundan er vinna við sérsniðið handrið brúarinnar Morgunblaðið/Eggert Geysissvæðið Jörðin Neðri-Dalur er steinsnar frá hverasvæðinu. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Erlendir aðilar hafa að undanförnu sýnt áhuga á jörðinni Neðri-Dal í Biskupstungum. Jörðin er næsta jörð við Geysi í Haukadal. Þráinn Bjarndal Jónsson, bóndi í Miklaholti, staðfestir þetta. Hann segir ásett verð um 1,2 millj- arða króna. Það sé hagstætt verð fyrir svo góða jörð. Margir hafi sýnt henni áhuga upp á síðkastið. Þráinn Bjarndal vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Þá vildi fast- eignasali hjá Stakfelli ekki tjá sig um málið. Vísaði hann á eigendur jarð- arinnar. Þeir eru átta, Bjarndals- bræður, fæddir á árunum 1943-1952. Jörðin er 1.200 hektarar. Kínverjar sagðir áhugasamir Nokkuð var fjallað um söluna á Neðri-Dal í fjölmiðlum í fyrrasumar. Sagði Fréttablaðið meðal annars frá því að kínverskir fjárfestar hefðu áhuga á að skoða kaup á jörðinni. Var haft eftir fasteignasala að um- ræddir aðilar hefðu áhuga á að byggja upp ferðaþjónustu. Horft væri til staðsetningar jarðarinnar og þess að þar er heitt vatn. Mikil uppbygging hefur farið fram á Geysissvæðinu síðustu ár. Meðal annars er nú verið að leggja loka- hönd á nýtt lúxushótel við Geysi. Nýr veitingastaður hefur verið opnaður á hótelinu og er stefnt að því að taka herbergin í notkun fyrir ára- mót. Ráðstefnusalir og spa verða svo opnuð í kjölfarið. Undirbúa hótelþorp Þá sagði Morgunblaðið frá því í fyrravor að fjárfestar hefðu til skoð- unar að reisa ferðaþjónustuþorp í nágrenni Geysis. Nánar tiltekið hef- ur fasteignaþróunarfélagið Arwen áform um að reisa þar þúsund manna ferðaþjónustuþorp á fjórum til fimm árum. Málið er í vinnslu. Erlendir aðilar skoða Neðri-Dal  Eigendur jarðarinnar Neðri-Dals við Geysi finna fyrir áhuga fjárfesta  Kostar 1,2 milljarða  Nýtt veitingahús hefur verið opnað við Geysi  Ferðaþjónustuþorp er enn á undirbúningsstigi 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2018 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Líkt og fram kom í Morgunblaðinu í gær eru áætlanir þess efnis að koma upp tveimur hringtorgum á Þing- vallavegi í auglýsingaferli, en ekki er þó gert ráð fyrir fram- kvæmdinni á samgönguáætlun sem gildir til loka þessa árs. Þórarinn Jónasson hefur búið í Mosfellsdal og rekið þar hestaleiguna Laxnes í rúm fimmtíu ár. Hann segist vera hrifinn af hugmyndinni um hringtorg, en segir ekki síður þörf á undirgöngum á svæðinu. „Það eru undirgöng þarna neðst í dalnum. Það er búið að vera á döf- inni núna í tíu ár að setja undirgöng hérna upp frá. Ég er með stærstu ferðaþjónustu í Mosfellsbæ og þarf að setja þrjá [starfsmenn] upp á veg til þess að standa á miðjum veginum og stoppa umferðina,“ segir Þórar- inn. „Það er dauðagildra á leiðinni þarna hjá mér. Það er beygja þegar bílarnir koma ofan af og þar er einn- ig komið svo mikið af trjám og hef ég verið að reyna að skera þau nið- ur,“ segir Þórarinn og bætir við að hraðinn á veginum sé gjarnan gríð- arlegur. Óbrotin lína og hringtorg „Hættan er sú að stærsta ferða- þjónusta í Mosfellsbæ er með fimm þúsund manns í dauðagildru á ári því það vantar undirgöng.“ Hann segir þó að honum lítist einnig vel á að bætt verði hring- torgum við á svæðinu sem og óbrot- inni línu til að koma í veg fyrir fram- úrakstur. „Þó að það kæmi ekki nema bara eitt hringtorg þá myndi það hafa mikið að segja,“ segir hann. Guðný Dóra Gestsdóttir, for- stöðumaður á Gljúfrasteini, tekur í sama streng. „Ég held að hringtorg myndu auka umferðaröryggi hérna og draga úr hraðanum. Þó að þau séu kannski ekkert sérstaklega spennandi þá held ég að þau yrðu til bóta. Ég er búin að starfa hérna síð- an 2004 og maður sér hversu mikið umferðin hefur aukist á þessum tíma.“ teitur@mbl.is „Fimm þúsund í dauðagildru“  Þörf er á undirgöngum á svæðinu, segir íbúi og atvinnu- rekandi í Mosfellsbæ  Búið að vera á döfinni í um tíu ár Þórarinn Jónasson Spennt fyr- ir starfinu og bjartsýn „Ég þekki vel til málefna sveitar- félagsins. Hef starfað sem fram- kvæmdastjóri Heilbrigðisstofn- unar sem rekin er af sveitarfélaginu og er því einn af stjórnendum sveit- arfélagsins. Ég þekki því stjórn- sýsluna vel og starfsmennina. Svo er ég fædd og uppalin í Hornafirði,“ segir Matthildur Ásmundardóttir sem ráðin hefur verið bæjarstjóri Sveitarfé- lagsins Hornafjarðar. Hún tekur til starfa 1. september næstkomandi. Framsóknarflokkurinn vann hrein- an meirihluta í bæjarstjórn í síðustu kosningnum og var ákveðið að auglýsa starf bæjarstjóra. Sjö umsóknir bárust og var þeim öllum hafnað en ákveðið að bjóða Matthildi starfið. „Ég er óneit- anlega spennt fyrir þessu starfi og jafnframt full bjartsýni,“ segir hún. Matthildur er 40 ára að aldri, sjúkra- þjálfari að mennt og starfaði við það fag þar til hún tók að sér stjórnun stofnunarinnar. Hún hefur einnig lokið mastersprófi í íþrótta- og heilsufræð- um. Undanfarin sex ár hefur hún starf- að sem framkvæmdastjóri Heilbrigð- isstofnunar Suðurlands á Hornafirði (HSU). Eiginmaður Matthildar er Hjálmar J. Sigurðsson sjúkraþjálfari og eiga þau þrjú börn. Matthildur Ásmundardóttir  Matthildi boðið að stýra á Hornafirði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.