Morgunblaðið - 25.07.2018, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 25.07.2018, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2018 VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. Kerrur frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Ég veit ekki til annars en að það sé almenn ánægja með þessar aðgerðir,“ segir Erla Þórdís Traustadóttir, markaðsfulltrúi hjá Skálholtsstað, um staðfestingu kirkjuráðs þar sem heimilað var að hefja gjaldtöku af bif- reiðum sem eiga viðkomu á Skálholts- stað. Gjaldtakan mun hefjast í sept- ember og er að sögn Erlu liður í því að auka þjónustustigið á svæðinu. Meðal þess sem innifalið er í gjald- inu er miði á safnið í Skálholti auk að- gangs að salerni. Verð fyrir 30 manna rútu er 3.000 krónur, en minni hóp- ferðabílar munu greiða 1.500 krónur. Verð fyrir fólksbifreiðar er enn óákveðið. „Þetta er auðvitað mjög vægt gjald og miðað við það sem ég hef heyrt finnst fólki það mjög sann- gjarnt. Ferðaþjónustufyrirtækin eru ánægð með að við séum með þessu að reyna að halda betur utan um þá sem hingað koma,“ segir Erla og bætir við að með þessu sé verið að reyna að vekja athygli á safninu á svæðinu. „Þetta er kynning á staðnum og verð- ur til þess að leiðsögumenn láta fólk vita að það sé í boði að kíkja á safnið. Það hafa ekkert allir leiðsögumenn látið fólk vita af þessu en ég held að það verði gert nú þegar heimsókn þangað er innifalin í gjaldtökunni,“ segir Erla. Þrátt fyrir að ferðaþjónustufyrir- tækjum hafi hingað til verið frjálst að leggja á svæðinu hefur Skálholtsstað- ur verið með samning við Gray Line undanfarin ár. „Þeir hafa alltaf borg- að hjá okkur því þeim hefur þótt það sanngjarnt. Þeir munu síðan núna vera hluti af þessari gjaldtöku sem er að hefjast og greiða sama verð og aðr- ir,“ segir Erla. Bílstjórar skrái stærð bifreiða Spurð um hvernig innheimta eigi gjaldið segir Erla það vera í skoðun. Líkur séu þó á því að skráningarblað verði á svæðinu þar sem starfsmönn- um rútufyrirtækja verður gert að skrá heimsóknir sínar. Þá hafi starfs- menn Skálholtsstaðar skoðað hvernig innheimta fer fram þar sem sambæri- leg gjaldtaka er. „Við munum líklega gera þetta eins og aðrir staðir hér á landi hafa verið að gera. Þá verða bíl- stjórar að skrá niður stærð hópferða- bílsins og kvitta undir. Þetta er aðferð sem hefur gengið vel annars staðar,“ segir Erla. Gjaldtaka í Skálholti hefst í haust  Gjald verður tekið af bifreiðum sem eiga viðkomu á Skálholtsstað í haust  Miði á safnið í Skálholti og aðgangur að salerni innifalið í gjaldinu  Verð fyrir 30 manna rútu verður í kringum 3.000 krónur Morgunblaðið/Brynjar Gauti Skálholt Gjald verður innheimt af bifreiðum sem eiga viðkomu í Skálholti í haust. Verðið verður um 3.000 krónur fyrir 30 manna hópferðabifreiðar. Teitur Gissurarson teitur@mbl.is „Við höfum áður bent á þetta. Veg- irnir uppfylla ekki þær kröfur sem gerðar eru til svona fjölfarinna vega. Það sem gerir þetta svo enn verra er þegar merkingar eru í ólagi og það er því miður töluvert um að það séu vanhöld á yfirborðsmerkingum á Ís- landi,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), við Morgun- blaðið og vísar til skorts á vegmerk- ingum á einni vinsælustu leið lands- ins, Gullna hringnum svonefnda. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum eru merkingar á þjóð- vegum við Gullfoss og Geysi víða mjög lélegar, jafnvel ósýnilegar með öllu á köflum, en svæðið er sótt heim af miklum fjölda ferðamanna á hverjum degi. Spurður hvaða áhrif það geti haft á ferðir fólks þegar merkingar eru jafnlélegar og raun ber vitni svarar Runólfur: „Vegirnir eru það þröngir að það hjálpar kannski þeim sem eru óvanir að keyra á vegunum okkar að átta sig á því að þeir verði að vera innan lína. Ef engar línur eru þá verður það enn þá erfiðara. Þetta á líka við um hliðarlínur sem víða skortir. Það getur m.a. haft þau áhrif að fólk heldur að því sé óhætt að leggja úti í vegkanti. Þetta getur því skapað ýmsar hættur.“ Eiga eftir að gera margt Svanur G. Bjarnason, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Selfossi, segir margt verk óunnið á svæðinu. „Það á náttúrulega heilmikið eftir að gera í yfirborðsmerkingum hérna hjá okkur. Svo er líka einmitt á þessu svæði búið að vera unnið í styrkingum og yfirlögnum, svo það er ekki búið að leggja yfir allt sem átti að gera. Þetta á allt að mála í sumar,“ segir hann og bætir við að veðurfar valdi því að færri tækifæri myndist til að mála vegina. „Það er búið að vera mjög mikið unnið í styrkingum og endurbótum á vegum þarna á svæðinu. Og síðan er það veðrið. Það þarf náttúrulega að vera þurrt,“ segir hann. Línurnar eru öryggisatriði Spurður hvort ekki sé líklegt að hætta aukist í umferðinni samhliða lélegum merkingum svarar Svanur: „Já, ég held það hljóti nú að vera. Annars værum við ekki með þessar línur. Þetta er auðvitað öryggis- atriði,“ segir Svanur og heldur áfram: „Það er bara erfitt við þetta að eiga. Þetta máist af yfir veturinn og þá er ekki hægt að mála. Og svo þarf að viðra vel yfir sumarið til þess að hægt sé að sinna þessu.“ Sveinn Kr. Rúnarsson, yfirlög- regluþjónn á Suðurlandi, segir um- ferð mikla á þessu svæði. „Þetta svæði er ekkert stórslysasvæði hjá okkur, en eðli málsins samkvæmt er hraði þarna lægri en víða annars staðar. Þarna er bæði þröngt og veg- urinn lélegur og býður ekki upp á hraðakstur.Umferðin er þétt og mikil þarna og þegar það verður skapast minna færi til framúrakst- urs,“ segir hann. „Getur skapað ýmsar hættur“  Vegmerkingar eru víða lélegar eða fjarverandi með öllu þegar ekinn er Gullni hringurinn  FÍB segir merkingar víða í ólagi  Vegagerðin segir veðrið hafa sett strik í reikninginn að undanförnu Morgunblaðið/Árni Sæberg Bert malbik Það getur oft reynst erfitt að mætast á þröngum vegum landsins, sér í lagi þegar umferð er mikil og vegmerkingar engar líkt og hér er. Slysahætta Hér er erfitt að átta sig á aðstæðum vegna skorts á merkingum og þá meðal annars hvort leyfilegt sé að taka fram úr öðru ökutæki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.