Morgunblaðið - 25.07.2018, Síða 10

Morgunblaðið - 25.07.2018, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2018 Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Skútan GÆÐA BAKKAMATUR Sjá heimasíðu www.veislulist.is Veislulist afgreiðir hádegismat í bökkum alla daga ársins, bæði fyrir fyrirtæki og stofnanir. Í yfir 40 ár hefur Veislulist lagt áherslu á góða þjónustu og framúrskaran matreiðslu. Hádegismatur Verð kr. 1.370 Lágmark 3 bakkar + sendingargjald d MisMUnAndi RéTTiR AllA dAGA viKUnnAR EldUM EinniG fyRiR MöTUnEyTi Guðni Einarsson gudni@mbl.is Íslendingar ganga skemur en Norð- menn og Danir við stefnumörkun og lagasetningu vegna jarðakaupa er- lendra aðila, að mati íslensks lög- fræðings. Hann tók saman upplýs- ingar um lög og reglur varðandi kaup erlendra aðila á fasteignum, sérstaklega jörðum, hér, í Dan- mörku og í Noregi fyrir einkaaðila. Morgunblaðið fékk leyfi til að vinna upp úr samantektinni. Skilyrði sett í lögum Eignarréttur og afnotaréttur yfir fasteignum hér á landi og þeim rétt- indum sem þeim fylgja, t.d. veiði- réttindum og vatnsréttindum, er bundinn skilyrðum sem koma fram í lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna (19/1966). Þar er m.a. kveðið á um að einstaklingur sem hyggst eignast fasteignir hér skuli hafa íslenskan ríkisborgararétt eða eiga hér lögheimili. Ríkisborgarar og lögaðilar á Evrópska efnahags- svæðinu (EES) og þeir sem eiga þar lögheimili njóta sömu réttinda og ís- lenskir ríkisborgarar og lögaðilar. Félög þar sem einn félagsmaður eða þeir allir bera ábyrgð á skuldum félagsins (slf., slhf. eða sf.) geta ein- ungis átt fasteignir hér ef allir fé- lagsmenn eru íslenskir ríkisborg- arar eða hafa átt lögheimili hér a.m.k. í fimm ár. Hlutafélög eða einkahlutafélög (hf. eða ehf.) þar sem enginn fé- lagsmanna ber fulla ábyrgð á skuld- um félagsins geta aðeins átt fast- eignir á Íslandi ef allir félagsmenn eru íslenskir ríkisborgarar eða hafa átt hér lögheimili í minnst fimm ár. Auk þess skulu a.m.k. 80% hlutafjár vera í eigu íslenskra ríkisborgara og þurfa þeir að fara með meirihluta at- kvæða á hluthafafundum. Rúmar undanþáguheimildir Dómsmálaráðuneytið getur veitt leyfi til undanþágu frá fyrrnefndum skilyrðum og hefur til þess rúmar heimildir. Annars vegar má veita undanþágu ef umsækjandi hefur rétt til að stunda atvinnurekstur á Íslandi og nota á fasteignina í at- vinnustarfsemi hans. Hins vegar ef hann ætlar að halda þar heimili. Auk þess getur ráðuneytið veitt undan- þágu ef annars þykir ástæða til. Þrátt fyrir nokkuð ítarleg skilyrði fyrir því að aðilar utan EES- svæðisins geti eignast fasteignir hér hefur ráðuneytið rúmar heimildir til að veita undanþágu frá þeim. Innanríkisráðherra skipaði nefnd um endurskoðun laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna sem skilaði skýrslu 30. maí 2014. Tillögur nefnd- arinnar eru hafðar til hliðsjónar við afgreiðslu umsókna um undanþágur, samkvæmt upplýsingum frá dóms- málaráðuneytinu. Viðmiðunarreglur sem stuðst er við vegna afgreiðslu umsókna útlendinga um kaup á fast- eign á Íslandi voru settar 2016. Þar segir m.a. að við umsókn bæði einstaklings og lögaðila skuli huga að fyrirhugaðri notkun, þjóðhags- legri hagkvæmni, áhrifum á um- hverfi og samfélag, afstöðu sveitar- Gagnsæi eignarhalds mikilvægt  Danir og Norðmenn setja meiri skorður við jarðakaupum í regluverki sínu en Íslendingar  Dómsmálaráðuneytið hefur rúmar heimildir til að veita undanþágur frá skilyrðum laganna Morgunblaðið/Styrmir Kári Kjósin Samþykki fyrir kaupum útlendinga á landi utan skipulagðs þéttbýlis lýtur strangari takmörkunum en kaup á fasteignum í skipulögðu þéttbýli. Jarðarkaup á Íslandi Ráðstefnan What Works verður haldin í þriðja skipti hér á landi á næsta ári. Hún verður í Hörpu dagana 1. til 3. apríl 2019. Að þessu sinni styð- ur Alþjóðabank- inn ráðstefnu- haldið. Kastljósinu verður nú beint að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóð- anna og hvernig hægt er að nýta mælikvarða félagslegra framfara til að ná þeim áfanga. Ráðstefnan er á vegum stofnunar- innar Social Progress Imperative og Cognitio sem er fulltrúi hennar hér á landi. Stofnunin hefur frá árinu 2013 birt vísitölu félagslegra framfara sem mælir lífsgæði og styrk innviða samfélaga flestra þjóðlanda. Dan- mörk kom best út í þessari vísitölu á síðasta ári, Finnland varð í öðru sæti og Ísland og Noregur deildu 3. og 4. sæti. Vísitalan bendir til að hvergi sé meira umburðarlyndi gagnvart minnihlutahópum en hér á landi og þátttaka þeirra hvergi meiri í sam- félaginu. Þá skorar Ísland hæst í trú- frelsi og býður upp á öruggt og traust samfélag. Á What Works er skoðað hvaða úrræði hafa gefist löndum best við að tryggja íbúum sínum velferð og skapa þeim tækifæri til að bæta líf sitt. Fram kemur í fréttatilkynningu að vísitala félagslegra framfara er einnig öflugt tæki til að fylgjast með framgangi áætlana um að ná heims- markmiðum SÞ. Ráðstefnan er hugsuð sem ákveðið mótvægi við hina árlegu ráðstefnu sem kennd er við Davos og beinir athyglinni fyrst og fremst að efnahagsmálum. Á þriðja hundrað taka þátt Gert er ráð fyrir að 200 til 250 þátttakendur sæki ráðstefnuna en hún er aðeins opin boðsgestum. Von er á áhrifafólki og fyrirlesurum víða að. Meðal þátttakenda á fyrri ráð- stefnum voru fulltrúar Facebook, MIT, London School of Economics, Harvard, Deloitte og The Econom- ist. Auk Alþjóðabankans styðja Arion banki, forsætisráðuneytið og De- loitte á Íslandi ráðstefnuhaldið og Morgunblaðið er samstarfsaðili. Heimsmarkmið SÞ í brennidepli  Ráðstefnan What Works í Hörpu í apríl Matthew Bishop

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.