Morgunblaðið - 25.07.2018, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 25.07.2018, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2018 Dásamlegur þvottur - einfalt, íslenskt stjórnborð Íslenskar leiðbeiningar fylgja. Þurrkarinn TDB130WP fékk góða einkunn í úttekt þýsku neytendasamtakanna árið 2017. Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is Þvottavél 119.990 kr. Þurrkari 149.990 kr. 25. júlí 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 106.23 106.73 106.48 Sterlingspund 139.39 140.07 139.73 Kanadadalur 80.71 81.19 80.95 Dönsk króna 16.675 16.773 16.724 Norsk króna 12.987 13.063 13.025 Sænsk króna 12.023 12.093 12.058 Svissn. franki 106.87 107.47 107.17 Japanskt jen 0.9552 0.9608 0.958 SDR 149.11 149.99 149.55 Evra 124.25 124.95 124.6 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 150.8159 Hrávöruverð Gull 1229.45 ($/únsa) Ál 2074.5 ($/tonn) LME Hráolía 73.22 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Gengi hlutabréfa í Högum hækkaði um 3,83% í Kaup- höllinni í um 229 milljóna króna við- skiptum í gær. Hlutabréf Haga hafa hækkað um rúmlega 28% frá áramótum. Næstmest hækkaði gengi bréfa Skeljungs í gær, eða um 2,89%. Gengi bréfa Origo héldu einnig áfram að hækka í gær, eða um 2,80%, en á mánudaginn hækkaði gengi bréfanna um 7,00%. Mest voru viðskipti með hlutabréf í Marel í gær, sem námu um 621 milljón króna. Viðskipti með bréf Haga voru næstmest og Eimskip kom þar á eftir, en viðskipti með bréf félagsins námu 88 milljónum króna. Úrvalsvísitalan hækkaði í viðskiptum gærdagsins um 0,34%. Hlutabréf í Högum hækkuðu um tæp 4% Markaður Bréf Haga hækkuðu. STUTT BAKSVIÐ Steingrímur Eyjólfsson steingrimur@mbl.is Ný útlán, að frádregnum upp- og umframgreiðslum, til fyrirtækja í byggingarstarfsemi og mannvirkja- gerð hafa dregist saman um tæplega helming, ef borinn er saman fyrri helmingur ársins við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum hagtölum Seðlabanka Íslands er snúa að nýjum útlánum innláns- stofnana. Í júní námu ný útlán til fyrirtækja í byggingarstarfsemi 2,6 milljörðum króna, en til samanburðar námu ný útlán í júní í fyrra 3,6 milljörðum króna. Á fyrstu sex mánuðum ársins hef- ur verið lánað til byggingafyrir- tækja fyrir 8,0 milljarða króna, mið- að við 15,4 milljarða króna á sama tímabili árið 2017. HB Grandi skekkir tölurnar Ný útlán til fiskveiðifyrirtækja fóru úr því að vera neikvæð um 110 milljónir króna á fyrri helmingi árs- ins 2017, í 24 milljarða króna það sem af er þessu ári. Í maí síðast- liðnum voru útlán til fiskveiðifyrir- tækja tæplega 22 milljarðar króna. Í lok apríl var tilkynnt að útgerðarfyrirtækið Brim hefði sam- ið um kaup á 34,1% hlut í HB Granda á 21,7 milljarða króna. Því má ætla að ný útlán í maí til fisk- veiðifyrirtækja hafi að mestu farið í að lána fyrir umræddum kaupum. Ný útlán til fyrirtækja í landbún- aði jukust um tæp 40% miðað við sama tímabil í fyrra og námu einum milljarði króna á fyrstu sex mán- uðum ársins. Fyrirtæki í iðnaði fengu lánaða frá innlánsstofnunum 17,2 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins, samanborið við 15,6 milljarða króna á fyrri helmingi ársins 2017. Ný útlán til flutninga- og sam- göngufyrirtækja nema 7,6 milljörð- um króna það sem af er ári, miðað við 9,6 milljarða króna í fyrra. Það er samdráttur um 21% milli tíma- bila. Ný útlán jukust um 7% Ný útlán í heild að frádregnum upp- og umframgreiðslum námu 187 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins, eða um 11,5 milljörðum meira en á sama tímabili í fyrra. Ný lán til heimila jukust um 6,6% milli tímabila. Íbúðalán með breyti- legum vöxtum drógust saman um 6% á meðan íbúðalán með föstum vöxtum jukust um rúmlega 64%, úr 13,2 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins í fyrra, í 21,8 millj- arða í ár. Bílalán til heimila jukust einnig milli tímabila en á fyrri helmingi ársins voru ný bílalán í kringum 6,9 milljarðar króna, samanborið við 6,6 milljarða króna í fyrra. Eignir innlánsstofnana námu 3.599 milljörðum króna í lok júní og hafa aukist um 179 milljarða frá ára- mótum. Innlendar eignir námu tæp- um 3.200 milljörðum króna og erlendar eignir um 400 milljörðum. Eigið fé innlánsstofnana nam 616 milljörðum króna í lok júní og hafði það aukist um 5,5 milljarða í þeim mánuði. Lán til byggingafélaga dragast saman um helming Morgunblaðið/Ómar Framkvæmdir Útlán til fyrirtækja í byggingarstarfsemi drógust saman um helming á fyrstu sex mánuðum ársins.  18% aukning í fyrirtækjalánum á fyrri helmingi ársins m.v. sama tímabil í fyrra Fasteignaverð á höfuðborgarsvæð- inu hækkaði um 0,8% milli maí og júní. Hækkun húsnæðisverðs síð- ustu 12 mánuði mældist 5,2% og jókst í fyrsta skipti frá því í sept- ember 2017, samkvæmt umfjöllun í Hagsjá Landsbankans sem byggir á nýjum tölum Þjóðskrár. Landsbankinn varpar fram þeirri spurningu hvort fasteigna- markaðurinn sé farinn að hitna aft- ur? Nú sé liðið ár frá því að verð- hækkanir fasteigna á höfuðborgarsvæðinu stöðvuðust mjög snögglega. Bendir bankinn á að fasteignaverð á höfuðborgar- svæðinu hafi hækkað um 3,4% á fyrri helmingi ársins, en um 1,8% á síðari helmingi liðins árs. Raunverð fasteigna var nú í júní um 2,6% hærra en fyrir ári, að því er fram kemur í Hagsjánni. Þar sem verðbólga sé enn tiltölulega lág haldist raunverð fasteigna stöð- ugt þrátt fyrir hóflegar hækkanir. „Þróunin allt frá miðju síðasta ári sýndi að kaflaskil urðu á fast- eignamarkaðnum á höfuðborgar- svæðinu. Síðustu tölur gætu verið vísbendingar um að staðan sé að breytast,“ segir í Hagsjá Lands- bankans. Ársbreyting fasteigna- verðs sé nú tekin að hækka eftir samfellda lækkun í langan tíma og framboð sé að aukast á minni íbúð- um sem að öðru jöfnu ætti að þrýsta verði upp á við. „Niðurstað- an gæti því verið sú að vænta megi nýrra verðhækkana, en örugglega í mun hægari takti en á undanförn- um árum.“ Morgunblaðið/Golli Íbúðir Landsbankinn telur að vænta megi nýrra verðhækkana fasteigna. Vísbendingar um breytingar á markaði  Árshækkun húsnæðisverðs fer á ný vaxandi „Þetta kemur kannski ekki endi- lega á óvart,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. „Við höfum heyrt fréttir af því að hægt hafi á uppbyggingu ferðaþjónustu, til dæmis hóteluppbyggingu. Það gæti skýrt þetta að einhverju leyti. Það er minni vöxtur í þess- um geira en áður, enda hefur ver- ið heilmikil uppbygging á síðustu árum.“ Ekki óvænt SIGURÐUR HANNESSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI SI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.