Morgunblaðið - 25.07.2018, Page 21

Morgunblaðið - 25.07.2018, Page 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2018 ✝ Margrét Arn-björg Vil- hjálmsdóttir fædd- ist í Reykjavík 4. júlí 1940. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Fossvog 11. júlí 2018. Foreldrar Mar- grétar voru Guð- rún Björnsdóttir, fædd 13. maí 1909, hún lést 22. desember 1981 en Vilhjálmsdóttir og Guðrún Vil- hjálmsdóttir. Þau eru öll látin nema Guðrún. Eiginmaður Margrétar er Birgir Jónsson, f. 26.12. 1936. Eiga þau sjö börn: Guðrún Margrét. Guðfinnur Jón, maki Sigrún Magnúsdóttir. Hulda Björg, maki Valur Þór Guðjónsson. Birgir Arnar, maki Auður Hallgrímsdóttir. Vil- hjálmur Elías, maki Þórhildur Þórisdóttir. Rósant Freyr. Haf- þór Barði, maki Þórunn Sif Sigurjónsdóttir. Barnabörn eru 21 og langömmubörn er 30. Eitt barnabarn er látið, Óttar Örn Vilhjálmsson, fæddur 20. mars 1984 en hann lést 11. apr- íl 2014. Útförin fór fram í kyrrþey frá Akraneskirkju 24. júlí 2018. hún var starfs- maður á heilsuhæl- inu á Vífilsstöðum og Vilhjálmur Jónsson rithöf- undur, fæddur 29. apríl 1905, en hann lést 27. júlí árið 1959. Systkini Mar- grétar eru Björn Sigurðsson, Har- aldur Tómasson, Hrafnhildur Tómasdóttir, Rósa Elsku mamma mín, þá er komið að kveðjustundinni. Trúðu mér, mikið ofboðslega er sárt til þess að vita að þú verður ekki lengur á meðal okkar. Mamma, þér verður seint þakkað fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur og það var svo aðdá- unarvert hvernig þú umvafðir okkur systkinin, barnabörn, barnabarnabörn að ógleymdum pabba, ást og umhyggju allt þitt líf. Þér leið ætíð best þegar þú vissir að okkur öllum liði vel enda var þér svo umhugað um velferð fjölskyldunnar. Það var þér mikið áfall eins og okkur öllum þegar við Þórhildur misstum hann Ótt- ar Örn okkar árið 2014 og ég veit að þú hafðir miklar áhyggjur af okkur Þórhildi á þessum tíma. Ég man þegar þú komst til okkar og sagðir að þú hefðir heyrt í honum Óttari Erni rétt rúmum einum mánuði áður en hann tók ákvörðun um að kveðja okkur og Óttar hefði sagt að hann ætlaði að koma í kaffi fljót- lega til þín. En þar sem ekkert varð af því hefðir þú farið að leiði Óttars með kaffibrúsa og hellt yf- ir það nýlögðu kaffi. Eða eins og þú sagðir, fyrst hann komst ekki til mín þá fór ég bara til hans. Ég er ekki í neinum vafa um að hann Óttar minn hefur tekið á móti þér, elsku mamma, og núna getið þið drukkið saman kaffi eins og enginn sé morgundag- urinn. Elsku mamma, ég er svo ánægður með að þú varst búin að taka ákvörðun fyrir mörgum ár- um um að láta jarða þig í Akra- neskirkjugarði. Mér þykir gott vita að það verði einungis 45 skref á milli þess staðar sem þú munt hvíla og þar sem hann Ótt- ar okkar hvílir. Elsku mamma, þú varst svo sannarlega kjarnakona, já, þú varst algjör nagli. Einungis 33 ára varst þú búin að eiga sjö börn og uppeldið lenti eðlilega að stórum hluta á þínum herðum enda pabbi ætíð á sjó. Það blasir við að það var svo sannarlega krefjandi fyrir sjómannskonu að ala upp sjö börn en það gerðir þú, mamma, með glæsibrag enda var þér svo umhugað um að okk- ur öllum liði vel. Þú varst svo sannarlega kletturinn í okkar stóru fjölskyldu. Það voru forréttindi fyrir okk- ur systkinin að hafa þig og pabba sem foreldra enda munum við ekki eftir að hafa orðið vör við ósætti á milli ykkar öll okkar uppvaxtarár. Það var á margan hátt aðdáunarvert að sjá ástina og kærleikann í ykkar sambandi en þið höfuð verið saman í 63 ár. Það er svo sárt og erfitt fyrir okkur öll að kveðja þig, en mundu, elsku mamma mín, að við munum öll hjálpast að við að láta pabba líða eins vel og kostur er. Elsku mamma mín, hvíl þú í friði. Vilhjálmur Birgisson. Elsku mamma. Takk fyrir okkar fallega samband. Við heyrðumst í síma á hverjum degi, oft á dag. Þér var svo sannarlega annt um mig og fjölskylduna mína. Mamma eignaðist sjö börn með pabba og á meðan pabbi starfaði sem skipstjóri var það mamma sem rak heimilið. Óhætt er að segja að það hafi verið fullt starf. Fræg er sagan af mömmu þegar hún sat inni á skrifstofu hjá launagreiðanda pabba og neitaði að fara út fyrr en launin yrðu greidd, sér til halds og trausts mætti hún með nokkur börn með sér og launin voru þ.a.l. greidd umsvifalaust. Þessi litla saga lýsir mömmu afar vel. Hún gafst aldrei upp. Mamma var bú- in að vera slöpp undanfarin ár en hún hafði fengið hjartaáfall og dottið en svakalega sem hún var dugleg að stíga alltaf aftur og aft- ur upp úr veikindunum. Fyrr í sumar fór hún að ræða um það við pabba að hana langaði að taka þátt í meistaramóti Golf- klúbbs Sandgerðis og stuttu fyrir andlátið ræddi hún um að fara á Írska daga að ári. Ég er alveg viss um að hún mun verða með okkur þar á næstu árum. Golf var mikið áhugamál hjá mömmu. Hún gaf kost á sér í stjórn Golfklúbbsins Leynis á Akranesi og síðar Golfklúbbs Sandgerðis. Henni var sko ekki sama hvernig hlutirnir voru gerð- ir og sagði skoðanir sínar um- búðalaust og vildi báðum klúbb- um sem best. Mömmu var mjög umhugað um stórfjölskylduna og spurði mjög oft fregna af bræðrum mín- um og frændsystkinum. Hún vildi vera inni í öllum málum og fara í öll afmæli ættingja okkar. Ég var núna síðasta árið að reyna að „banna“ mömmu að fara en það þýddi ekki neitt. Hún lét sko ekki segja sér fyrir verk- um. Í seinni tíð var Facebook aðal- málið hjá mömmu. Þannig gat hún skoðað myndir af börnunum sínum og börnum þeirra. Ósjald- an hringdi mamma og sagði að Facebook væri biluð en hún átti erfitt með að skrá sig inn á reikninginn sinn. Ég mætti þ.a.l. og reddaði málunum og henni fannst ég afar klár að geta bjarg- að henni með þetta. Á þessu ári fór hún að tala um að hún vildi fá Snapchat. Ég sagði við hana að þar þyrfti að heyra vel og ekki var hún með góða heyrn. Síðasta símtal okkar snerist um að ég lofaði henni að ég færi með henni til að fá ný heyrnartæki í ágúst en ég hafði nýverið sent tölvu- póst fyrir hana til heyrnarsér- fræðings sem við hugðumst heimsækja. Að lokum, elsku mamma. Takk fyrir að vera alltaf til stað- ar fyrir mig. Þinn sonur Hafþór Barði Birgisson. Lífið er hverfult. Margrét Vil- hjálmsdóttir, föðuramma dóttur minnar, verður fyrir því óhappi að hljóta lærleggsbrot. Sálin og andinn í fullu fjöri en líkaminn orðinn hrumur eftir ýmis veikindi síðustu tvo áratugi. Hann þoldi ekki þetta aukaálag og sagði stopp. Nú var nóg komið og hvert líffærakerfið á fætur öðru gaf sig svo Margrét lést á gjör- gæsludeild Landspítalans í Foss- vogi hinn 11. júlí 2018. Ég held að úr því sem komið var hefði sál hennar heldur ekki þolað að lifa þetta allt af. Margrét hefði aldrei stigið upp úr þessu nema að hluta og hefði verið hjúkrunar- sjúklingur, upp á aðra komin. Það hefði Margréti ekki líkað. Konan sem var hin sanna ætt- móðir. Kletturinn í stórri fjöl- skyldu með sjö börn, tengdabörn, fjöldann af barnabörnum og barnabarnabörnum sem hún um- vafði öll kærleik. Var vel inni í málum hjá öllum, hvað hver og einn væri að gera og hélt vel ut- an um alla afmælisdaga. Allir litu á hana sem traustan punkt sem alltaf var hægt að leita til og koma í vöfflur og spjall. Ég kynntist Margréti fyrir tæpum 25 árum þegar ég kom inn á heimili þeirra Birgis þegar ég og sonur þeirra Rósant fórum að vera saman. Hún var mér alla tíð ofsalega góð og var það mjög lýsandi fyrir hana, áhugi hennar á öllum sem voru henni nærri að hún fylgdist áfram vel með mér og hvað ég var að gera í lífinu eftir að við Rósant skildum. Hún hringdi ávallt í mig á afmælis- daginn minn og hélt áfram að gefa mér jólagjafir. Hún ræktaði samband sitt við Rebekku Láru dóttur okkar og það var aldrei að finna að hún hefði ekki áhuga eða tíma fyrir barnabarnið þó að hún væri eitt af mörgum. Rebekka Lára fór ófá skipti með pabba sínum í medisterpylsu og eða vöfflur með rjóma til ömmu sinn- ar og þetta verða dýrmætar minningar fyrir hana nú þegar hún er ekki lengur. Og amma hennar hélt alveg fram á síðasta ár afmælisboð í kringum afmæli Rebekku Láru og stuðlaði þannig að dýrmætum tengslum fyrir hana við föðurfjölskylduna. Margrét var ótrúlega sterk og skemmtileg kona. Hún hafði ákveðnar skoðanir og var hisp- urslaus. Ég man það vel hvað hún gat spurt mann beint út um eitthvað sem aðrir hefðu ekki þorað að spyrja eða talað um undir rós. Ég man ekki til þess að hafa nokkurn tíma séð hana þunga í skapi eða að kvarta. Styrkur hennar var ótrúlegur því ýmis- legt hafði hún þurft að reyna al- veg frá því hún var lítil stúlka og foreldrar hennar veiktust og hún þurfti að fara á milli ættingja og vina. Ég varð allavega alltaf meira og meira full aðdáunar á Margréti, styrk hennar og lífs- gleði eftir því sem ég varð eldri og fór að sjá og skilja heild- armyndina sem líf hennar var. Minning um þessa merku ætt- móður lifir áfram í stórum hópi afkomenda sem og okkur sem tengdumst henni og elskuðum. Hvíl í friði, elsku Margrét. Þökk sé þér allt fyrir mig og Re- bekku Láru. Hildur Björg Ingólfsdóttir. Fyrir 18 árum kynntist ég yndislegum hjónum, það voruð jú þið, elsku Lóló og Biggi minn. Okkur Hafþóri var boðið til ykkar í mat á gamlárskvöld árið 2000, það voru mín fyrstu kynni af ykkur, þar sá ég strax að þið væruð eðalhjón. Ég sagði við Hafþór þegar við vorum á heim- leið: foreldrar þínir eru eins og ástfangnir unglingar. Hann var snöggur að svara: ég hef aldrei orðið vitni að ósætti milli foreldra minna. Elsku Lóló, við munum passa vel upp á Bigga þinn eða Púllann þinn eins og þú kallaðir hann oft. Elsku Lóló, það er ómetanlegt hvað þú og þið bæði tókuð Árna Sævari og Maríu Sigríði með mikilli ást og kærleik strax frá byrjun, svo kom prinsinn hann Rósant Freyr í fangið á þér og þú sást ekki sólina fyrir honum eða drengnum eins og þú kallaðir hann oft. Ég held vel upp á blað- ið sem þú sendir okkur þegar var farið að huga að nafni á dreng- inn. Mér þykir svo vænt um allar þær minningar sem ég, Hafþór og börnin eigum með þér, allar ferðirnar sem við fórum í til Kan- arí, við gátum alltaf fundið okkur eitthvað að dunda saman. Við höfðum báðar svo gaman af því að skoða okkur um í Yumbo cent- er á meðan kallarnir voru í golfi, svo á kvöldin var sungið, spjallað og spilað. Ég hafði svo gaman af öllum sögunum sem þú sagðir mér af gömlu dögunum ykkar og upp- vaxtarárum Hafþórs. Ég þakka með gleði og mikilli virðingu allar okkar stundir sam- an, þær stundir eru ómetanlegar. Elsku besta tengdamóðir mín, mikið ofboðslega á ég eftir að sakna þín mikið Þín Þórunn Sif. Elskuleg amma mín Lóló lést 11. júlí síðastliðinn. Hún gerði án efa líf okkar allra í fjölskyldunni margfalt betra. Lífið verður miklu tómlegra án hennar. Að koma til hennar var eins og að vera komin heim. Allt var svo heimilislegt og hún tók alltaf á móti mér með bros á vör og að sjálfsögðu búin að elda matinn sem mér þótti bestur. „Hvernig hefur drottningin mín það?“ Þetta er það sem hún sagði í hvert sinn sem ég kom í heimsókn. Mér þótti og þykir ennþá svo vænt um þessa setn- ingu þó ég hafi alltaf leiðrétt hana og sagt að ég væri nú reyndar prinsessa en ekki drottn- ing. Ég held að ég geti sagt með vissu að hver einasta manneskja sem hefur hitt ömmu mína sé sammála því að hún var einstök, það er engin henni lík. Þrátt fyrir allt sem hún gekk í gegnum var hún alltaf glöð að sjá, alltaf bros- andi. Ég skil ekki og mun líklegast aldrei skilja hvernig hún gat haldið utan um þessa stóru fjöl- skyldu, þessa risastóru fjölskyldu sem var henni allt. Hún fylgdist vel með öllum í fjölskyldunni og vildi vita allt um sína nánustu. Hún var forvitin, eins og ég. Ég er þakklát fyrir hverja ein- ustu minningu okkar. Ég mun geyma þær og taka þær með mér inn í lífið. Rebekka Lára Rósantsdóttir. Elsku hjartans amma mín. Nú er víst komið að því sem ég er búin að vera hrædd um í þónokk- urn tíma. Þú hefur nú kvatt okk- ur stórfjölskylduna, okkur sem var þér allt og þú okkur allt. Það eru svo margar minningar sem streyma til mín alla daga núna og þú víkur vart úr huga mér. Það sem þú varst mér mik- ið, elsku amma mín, örugglega meira en þú gerðir þér grein fyr- ir. Þvílíkur karakter sem þú varst, amma Lóló mín, það fór ekkert sérstaklega lítið fyrir þér og ég heyri röddina þína og hlát- urinn svo skýrt. Það er ekki hægt að lýsa því hvað þú og afi hafið alltaf verið mér kær. Það er reyndar ekkert skrýtið því að þið hafið alltaf reynst okkur svo vel og alltaf verið svo hlý og góð. Ég segi stundum að við séum svo líkar, við erum svo hlýjar og góðar en samt kaldar út á við en báðar með stórt hjarta, jú og stjórnsamar. Ekki óraði mig fyrir því að þegar ég heyrði í þér á 78 ára af- mælisdaginn þinn væri það í síð- asta skipti sem ég heyrði í þér. Þá vorum við Viktor Leó og Ísak Davíð á leiðinni í sund í Sand- gerði og við hringdum í þig úr bílasímanum og óskuðum þér til hamingju með daginn. Það verður skrýtið fyrir okkur að fóta okkur almennilega í lífinu án þess að þú sért þarna að for- vitnast um okkur, stjórna og hafa skoðanir á öllu. Ég gleymi því aldrei þegar þú hringdir í mig eftir að ég missti Oliver, það var þér svo erfitt að þarna var ekkert hægt að stjórnast neitt, grípa inn í og reyna að redda hlutunum. Það er það sama og þegar þú veiktist núna að það var þá sem við reyndum að fá þig til að koma aftur til okkar. Þinn tími var sennilega kominn þrátt fyrir að það sé erfitt að sætta sig við það. Það eina sem hlýjar mér um hjartarætur þessa daga eru minningarnar og þakklæti fyrir allt, elsku amma. Einnig að Óttar tekur á móti þér með sinn stóra faðm og passar þig fyrir okkur í bili. Svo koma nú hlaupandi tvö lítil englaskott til langömmu sinnar, það er gott að vita af þeim hjá bestu ömmu í heimi. Þangað til næst, elsku amma Lóló. Þín, Jóna Kristín létt á sér forystuna tekur þar er ekkert fum né fát undrun alla vekur Höf. amma Lóló. Jóna Kristín Valsdóttir. Elsku hjartans amma Lóló kvaddi okkur hinn 11. júlí sl. Þegar ég hugsa til baka er orðið þakklæti mér efst í huga. Þegar ég fæddist árið 1976 var amma 36 ára og átti 7 börn. Yngstur var prinsinn hann Haf- þór Barði, þá þriggja ára. For- eldrar mínir voru mjög ungir þegar þau áttu mig og var ég mikið hjá ömmu og afa öll mín uppvaxtarár. Ég leitaði mikið til þeirra og bað oft í viku um að fá að sofa hjá ömmu sem var alltaf meira en sjálfsagt. Ég fór aldrei í leikskóla heldur fékk ég að vera hjá ömmu þegar mamma var að vinna og ég sagði að amma væri að „geyma mig“. Á Garðabraut 27 var alltaf líf og fjör. Minning- arnar streyma í gegnum hugann og þær eru allar góðar, eins og dýrmæt perla eins og stóð á kransinum frá okkur barnabörn- unum. Kaffi og kex, harðfiskur, elsku Píla, depill, trítill, Sólon, borðtennisborðið úti í bílskúr, dúfurnar, ég og Hafþór í Playmo. Þegar ég var orðin eldri og við flutt á Suðurgötuna labbaði ég oftar en ekki til ömmu og við fór- um saman í Skagaver. Ég fékk alltaf að velja mér kex og eitt- hvert góðgæti. Á kvöldin fórum við oft bryggjurúnt og þá var stoppað í Hafnarsjoppunni, afi fékk sér staur og amma Lindu- konfekt. Síðan fórum við í háttinn og alltaf var ég uppi í en Hafþór og Rósant í sínum rúmum og stundum las amma og þá las hún hátt og skýrt því hún var að lesa fyrir okkur öll þrjú. Amma og afi kynntu golfið fyrir mér þegar ég var um tíu ára og að þau skyldu hafa nennt að hafa mig endalaust með er mér mjög dýrmætt. Á golfvellinum hitti ég Þórð minn og höfum við verið saman í ein 27 ár. Við höfum oft rætt það að hjónaband ömmu og afa var ein- stakt og svo kærleiksríkt og við reynum að hafa það að leiðarljósi. Elsku amma, eins og ég sagði við þig á dánarbeðinum þá mun ég passa afa fyrir þig. Við fórum í golf saman um daginn og ég vann þannig að hann skuldar mér einn rauðan. Mikið sem ég mun sakna þín, elsku amma mín, hvella hlátursins, símtalanna og fallegu afmæliskortanna til barnanna minna. Hvíldu í friði og takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Læt fylgja með vísuna sem þú samdir um mig þegar ég var ungbarn. Elín Dröfn er gáfnaljós, ömmu stelpan þekka, ávallt á hún skilið hrós, frá öllum sem hana þekkja. Þín að eilífu, Elín Dröfn Valsdóttir. Elsku hjartans amma Lóló mín. Að setjast niður og skrifa minningargrein um þig er erfitt! Það að þú sért farin frá okkur stórfjölskyldunni er afskaplega sárt! Þú varst mér svo ofboðslega mikilvæg og já, ekki bara mér heldur okkur öllum. Undanfarnir dagar hafa verið erfiðir. Dagarnir fyrir þegar þú varst að berjast og nú þegar þú ert farin. Þetta er þetta svo sárt! Ég hef alltaf verið í afneitun í þau skipti sem þú hef- ur orðið veik. Ég tók það bara hreinlega ekki til greina að þú myndir fara frá okkur. Núna þegar þú slasaðir þig og mamma segir mér að þú sért ekki nógu góð fékk ég slæma tilfinningu, ég varð svo hrædd um þig. Hélt samt svo sterkt í vonina að þú myndir þrauka þetta og koma aftur til baka til okkar. Því ég hugsaði ef einhver gæti það þá værir það þú, elsku amma. En nú var þinn tími kominn og það er svo erfitt að sætta sig við það. Undanfarna daga þá hugsa ég stanslaust um þig og okkar minn- ingar. Við fjölskyldan töluðum um þig þegar við biðum á milli vonar og ótta á Landspítalanum hvort þú myndir koma til baka til okkar og eftir að þú fórst þá höf- um við mæðgur rifjað upp minn- ingar. Því þetta hjálpar okkur. Ein minning sem er mér svo sterk í minni þessa dagana en það var þegar ég átti afmæli fyrir nokkrum árum. Þá gafst þú mér kort og í kortinu stóð falleg kveðja til mín og í kortinu var næla sem þú sagðir að væri verndarnælan mín. Gleymi því aldrei hve fallegt mér fannst þetta af þér og mikið sem mér þótti vænt um það. Og svo langar mig að segja þér drauminn sem mig dreymdi í nótt. Hann hljómar svona: Ég og Jóna vorum í verslun á Akranesi. Við stöndum í anddyr- inu að bíða eftir mömmu. Þegar mamma labbar inn þá kemur þú á eftir henni. Þú gjörsamlega ljómaðir! Þú varst svo fallega klædd í svarti kápu með bleika slæðu um hálsinn. Þér leið svo greinilega vel og varst hamingju- söm. Ég leit á mömmu og þig og sagði: „Mamma. ég vissi að amma myndi fylgja þér.“ Þá leist þú á mig og brostir til mín. Mikið leið mér vel þegar ég vaknaði. Ég held þetta nefnilega. Ég er svo viss um að þú ert þarna uppi að fylgjast með okkur öllum, fjöl- skyldu þinni sem þú elskaðir svo mikið. Amma, eins og ég sagði á 78 ára afmælinu þínu 4. júlí síðast- liðinn. Mér finnst svo mikill heið- ur að fá að vera nafna þín. Eitt máttu vita að við systur munum passa mömmu og afa. Og við munum öll hjálpast að við að vera til staðar fyrir afa. Það er huggun að vita að barnabarnið þitt Óttar Örn og fjölskylda þín hafa tekið á móti þér þegar þú fórst frá okkur. Og ég veit að við munum hittast á ný, elsku amma mín. Og mikið er það góð huggun að vita það að þegar ég yfirgef þennan heim þá verður það þú sem tekur á móti mér, elsku amma Lóló mín. Að lokum langar mig að setja vísuna inn sem þú samdir um mig þegar ég var lítil. Margrét litla er þung á sér. Seint fór hún að skríða. Ávallt þó hún sendi mér bjarta brosið blíða. Þín nafna, Margrét Arnbjörg. Margrét Arnbjörg Vilhjálmsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.