Morgunblaðið - 25.07.2018, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.07.2018, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2018 ✝ Sigmar Björns-son fæddist í Neskaupstað 4. maí 1940. Hann and- aðist sunnudaginn 15. júlí. Hann var sonur hjónanna Bjarnýjar Sigurðardóttur og Björns Steindórs- sonar. Sigmar átti tvö systkini, Hall- björgu og Steindór. Eftir hefðbundinn barnaskóla fór hann um fermingu á síld, en síðan fór hann að læra rafvirkj- un fyrir austan, en sjórinn dró hann meira og meira til sín. Árið 1961 fór hann á vertíð til Grindavíkur. Í Grindavík er Synir Þórkötlu eru Friðrik Arn- ar, Sigmar Örn og Magnús Veig- ar. Elsa lést 2015. Fljótlega eftir að Sigmar fór suður fór hann að afla sér mótorréttinda. Árið 1971 stofna Sigmar, Erling og Ásmundur útgerðarfélagið Festi hf. og keyptu Ársæl Sigurðsson, sem þeir áttu í 10 ár og gerðu út á hefðbundinn veiðiskap. Árið 1974 kemur út skýrsla frá Hafró sem leiddi af sér meiri loðnu- veiði og í framhaldi af því kaupa þeir Þórshamar GK 75. Árið 1985 drógu Erling og Ásmundur sig út úr félaginu en Sigmar ákvað að reka það einn og var hann viðriðinn það til 2009 er því var slitið. Útför Sigmars fer fram frá Grindavíkurkirkju í dag, mið- vikudaginn 25. júlí 2018, kl. 14. hann fyrst á Sæ- faxa GK sem lagði upp hjá Þorbirni hf. Árið 1963 kynnist Sigmar, Elsu Bene- diktsdóttur og fóru þau að búa fljót- lega. Sigmar og Elsa eignuðust tvö börn; 1) Bjarnýju en hún er gift Arnari Ólafssyni og eru synir þeirra Arnar Þór og Kjart- an Orri. 2) Bjarka en hann er giftur Önnu Magnúsdóttur og eru börn þeirra Brynjar Örn og Elsa Rós. Elsa átti dóttur, Þór- kötlu Pétursdóttur, sem Sigmar ól upp með hinum börnunum. Pabbi var fæddur í Neskaup- stað 1940. Honum þótti alltaf mjög vænt um þann stað. Hann var alltaf Austfirðingur. Í vor beið hann spenntur eftir að kom- ast í sveitina sína. Í júní keyrðum við saman austur á Norðfjörð. Við keyrðum í gegnum nýju Norðfjarðargöngin. Það var virkilega ánægjulegt að hann skyldi komast austur. Honum leið virkilega vel í Seldalnum. Systkini hans og vinir á Norðfirði voru mjög dugleg að kíkja til hans í sveitina. Pabbi hafði alla tíð verið heilsuhraustur, en fyrir um tveimur árum greindist hann með beinmergsæxli, sem er ólæknandi. Pabbi tókst á við þessi veikindi af miklu æðruleysi og vildi sjaldnast ræða þau. Aldr- ei kvartaði hann, þó svo að hann væri oft slappur. Pabbi var í meðferð við þessum sjúkdómi á deild 11B á Landspítalanum. Þar vinnur frábært fólk og vil ég þakka þeim hjálpina í veikindum pabba. Pabbi missti mömmu fyrir þremur árum. Þau höfðu verið saman í yfir 50 ár. Þeim leið alltaf vel saman. Þau voru dugleg að ferðast, jafnt innan lands sem ut- an. Um tíma áttu þau húsbíl og fóru á honum um landið. En þau ferðuðust líka saman til útlanda, m.a. fóru þau í ógleymanlega ferð til Rússlands og pabbi var búinn að segja manni margar skemmti- legar sögur úr því ferðalagi. Pabbi var ótrúlega duglegur, hann vildi gera allt sjálfur. Hann bjó einn, hugsaði um sig sjálfur, eldaði sinn mat og bakaði m.a. pönnukökur o.fl. Þegar ég hugsa til æskuár- anna man ég að mér fannst pabbi oft lengi fjarverandi. Hann átti Ársæl Sigurðsson GK og Þórs- hamar GK og var vinnu sinnar vegna oft að heiman. Menn sem voru á sjó með pabba hafa sagt mér að hann hafi alla tíð gengið í öll störf um borð. Elsku pabbi, hvíl þú í friði Bjarný Sigmarsdóttir. Það var alltaf afskaplega skemmtilegt að koma til Simma, sama hvort það var í Mánasundið eða í bústaðinn fyrir austan. Yf- irleitt var Rás 1 í botni í útvarp- inu, þannig að maður þurfti að æða inn og kalla til að láta vita að maður væri kominn. Það brást ekki að Simmi var búinn að taka til mat fyrir okkur, smyrja brauðsneiðar, taka til eitthvað sætt og jafnvel baka pönnukök- ur. Ef við vorum að koma um kvöldmatarleyti var Simmi alltaf búinn að elda mat, oftast Napóle- on kjúkling sem var eitt það besta sem við fengum hjá Simma. Við vorum alltaf í góðu atlæti þegar við vorum hjá Simma, það var eldaður hafra- grautur í morgunmat, smurt brauð í morgunkaffi, heitur mat- ur í hádeginu, smurt brauð og eitthvað sætt í kaffitímanum, heitur matur í kvöldmatinn og svo eitthvað sætt í kvöldkaffinu. Þegar við fórum austur í bú- staðinn til Simma fórum við oft með honum að keyra um Austur- landið. Voru það mjög skemmti- legar ferðir og sagði hann okkur sögur um svæðin sem við keyrð- um um, hann var hafsjór af fróð- leik bæði um menn og staði. Það var líka mjög gaman þegar Simmi fékk far norður með okk- ur til Akureyrar síðasta sumar, við tvö höfum nú keyrt þessa leið allmörgum sinnum, en Simmi gat þulið upp sögur og staðreyndir um staði, alla leiðina norður, fæstar sem við höfðum heyrt áð- ur! Það var alveg ótrúlega magn- að hvað Simmi var fróður. Það eru ófáar klukkustundirnar sem við höfum setið að spjalli með honum og talað um öll heimsins málefni og aldrei kom maður að tómum kofunum hjá honum Simma. Hann var inni í öllum helstu málefnum og hafði eitt- hvað til að málanna að leggja, það var alveg sama hvort það væri um eitthvað sem gerðist í gær eða fyrir 60 árum, eitthvað sem tengdist íþróttum eða stjórnmálum. Elsku Simmi, við eigum eftir að sakna þín afskaplega mikið og það var mjög leiðinlegt að geta ekki komið austur til þín í sumar til að klára að mála bústaðinn. En ég efast ekki um að hún Elsa hafi tekið afskaplega vel á móti þér. Arnar Þór Arnarsson og Kristín Heba Gísladóttir. Kveðja frá skipsfélögum Við undirritaðir vorum í skips- rúmi með Simma um nokkurra ára skeið fyrir rúmum 40 árum. Með okkur tókst góður vinskap- ur sem varað hefur allar götur síðan. Lengi höfðum við fyrir sið að heimsækja Simma og Elsu milli jóla og nýárs suður í Grindavík. Þetta voru góðar stundir og skemmtilegar. Minn- isstæð eru tilsvör Elsu er við hringdum einhverju sinni rétt fyrir nýárið og spurðum eftir Simma. „Hann er hjá sinni,“ var svarið. „Nú, er hann niðri í bát? Er eitthvað að vélinni?“ „Nei, það er bara viðhaldið.“ Já, Simmi var oft að vinna þegar aðrir skip- verjar áttu frí og ekki nema von að Elsu hafi stundum þótt nóg um en þó var alltaf stutt í kímn- ina. Simmi valdi ungur ævistarf á sjó þegar hann fór sem háseti í Sæfaxa NK. En sjómennskan er ekkert grín eins vel kemur fram í öðru. Föðurland vort hálft er hafið, helgað þúsund feðra dáð. Þangað þjóðin lífsbjörg sótti, þar mun verða stríðið háð. Yfir logn og banabylgju, bjarmi skín af drottins náð. Föðurland vort hálft er hafið, Hetjulífi’ og dauða skráð. (Jón Magnússon.) Síðar hóf Simmi útgerð í Grindavík er hann og tveir fé- lagar hans, þeir Erling Krist- jánsson skipstjóri og Ásmundur Jóhannsson keyptu nótabátinn Ársæl Sigurðsson GK-326 árið 1971. Síðar keyptu þeir félagar annað nótaskip Þórshamar GK-75. Útgerðin gekk vel enda vel um allt haldið. Síðar skipuð- ust mál svo að Simmi stóð einn eftir með Þórshamar sem hann gerði út í hátt á annan áratug. Hann stofnaði einnig félagið Gautavík sem rak um nokkurra ára skeið fiskimjölsverksmiðjuna á Djúpavogi og gerði síðar út fjölveiðiskipið Guðrúnu Gísla- dóttur KE í samvinnu við fleiri. Síðast stofnaði hann smábátaút- gerð og fiskvinnslu í Hafnarfirði undir nafninu Festi fiskvinnsla ehf. í samvinnu við Ásbjörn Árnason. Sjómennsku- og út- gerðarsaga Simma spannar meira en hálfa öld. Saga af sigr- um og ósigrum, baráttu við erfið náttúruöfl, óstöðugt rekstrarum- hverfi og brögðótta bankamenn. En Simmi var alltaf eins. Lá aldrei á liði sínu og var alltaf vel heima í öllu sem á gekk. Þar fór saman prúðmenni og jaxl í einum og sama manninum. Hann var þekktur til sjós fyrir að vera fyrstur á dekk og síðastur inn, þrátt fyrir að vera yfirvélstjóri. Hann kunni jafnvel skil á veiðum, veiðarfærum, meðferð aflans og á vélbúnaði skipanna sem hann sigldi á. Sama gilti um reksturinn og peningamálin. Við eigum margs að minnast af samveru- stundum með Simma. Síðast hitt- um við hann í kaffi í Mánasund- inu fyrir um mánuði áður en hann fór austur í hinsta sinn. Við kveðjum góðan og mætan félaga. Í hugann kemur síðasta erindi í sálmi Veldemars V. Snævarrs, fyrrverandi skólastjóra í Nes- kaupstað. Lát akkeri falla. Ég er í höfn. Ég er með frelsara mínum. Far vel þú æðandi dimma dröfn, vor Drottinn bregst eigi sínum. Á meðan akkeri í ægi falla, ég alla vinina heyri kalla, sem fyrr urðu hingað heim. Við biðjum algóðan Guð að blessa Sigmar Björnsson og láta sitt eilífa ljós lýsa honum. Gunnar H. Magnússon og Stefán Þórarinsson. Sigmar Björnsson ✝ Poul Mohrfæddist árið 1929. Hann lést 16. júní síðastliðinn, 88 ára að aldri. Poul var kjörræð- ismaður Íslands í Færeyjum í 22 ár, frá árinu 1985 allt til ársins 2007 þeg- ar Ísland opnaði sendiskrifstofu í Þórshöfn. Hann hóf störf við Tórs- havnar Skipasmiðju árið 1952 og varð aðaleigandi og forstjóri fyrirtækisins árið 1979. Gegndi hann því starfi til ársins 2004. Hann og færeyska þjóðin öll sýndu vinskap sinn í verki árið 1995 þegar hann efndi til lands- söfnunar meðal Færeyinga vegna snjóflóðanna á Súðavík og söfnuðust þar að minnsta kosti 5,5 milljónir íslenskra króna vegna náttúruhamfar- anna. Anna og Poul eignuðust fjög- ur börn. Þau áttu 12 barnabörn og 11 barnabarnabörn þegar Poul lést. Poul talaði íslensku og átti marga góða vini á Íslandi. Reiðmennska var á meðal helstu áhugamála hans og hélt hann mikið upp á íslenska hestinn. Útför Pouls fór fram í Vestur- kirkju í Þórshöfn í Færeyjum 19. júní 2018. Þar stóð veglegur krans frá utanríkisráðherra og ríkisstjórn Íslands. Poul var einn aðal- hvatamaðurinn að baki færeyska olíu- fyrirtækinu Atl- antic Petroleum, sem stofnað var ár- ið 1998, en því var meðal annars ætlað að sinna olíuleit og -vinnslu innan efna- hagslögsögu Fær- eyja. Poul var mikill Íslandsvinur og hafði land og þjóð í hávegum. Hann sinnti starfi sínu sem kjörræðismaður Íslands, ásamt Önnu eiginkonu sinni, af mikilli elju og alúð. Poul Reidar Mohr, fv. kjör- ræðismaður Íslands í Færeyj- um, er látinn. Fyrir mína hönd og íslenskra stjórnvalda flyt ég Önnu Mohr, eftirlifandi eigin- konu hans, og fjölskyldu inni- legar samúðarkveðjur. Hans verður sárt saknað. Poul vann frábært en van- þakklátt starf sem ólaunaður kjörræðismaður Íslands í 22 ár. Engin leið er að telja allt upp sem hann hefur gert fyrir Ís- land. Margt sem hann gerði er ekki á allra vitorði. Eitt lítið dæmi er þáttur hans í frægri söfnun vegna snjóflóðanna á Flateyri og Súðavík 1995. Hann gladdist mjög að geta verið við- staddur vígslu veglegs minnis- varða árið 2017 sem fulltrúar Ísafjarðar og Súðavíkur fluttu Þórshöfn í tilefni af rausnarlegri gjöf Færeyinga. Poul stóð alltaf fast að baki Íslandi og hélt vörð um virðingu þess og heiður. Hann brást við ef honum var misboðið. Jafnvel þótt allra siðareglna hafi verið gætt í samskiptum þjóða þegar þáverandi forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, heimsótti Færeyjar á hans vakt þá sætti hann sig ekki við að vera aftar í móttökuröðinni á flugvellinum en sendiherra Danmerkur. Hann brá á það ráð að hverfa frá flugvellinum áður en forseti Íslands kom og keyra til Þórs- hafnar. Þar stóð hann við borg- armörkin þegar bílalest þáver- andi forseta Íslands nálgaðist. Forsetinn stöðvaði bílalestina, fór út og þeir heilsuðust. Þannig tókst Poul að vera fyrstur til að taka á móti þáverandi forseta Íslands til höfuðborgarinnar Þórshafnar. Síðastliðin þrjú ár hefur aðal- ræðisskrifstofa Íslands staðið á lítilli hæð í miðri Þórshöfn, steinsnar frá stjórnarráðshúsum Færeyja. Þar blaktir íslenska flaggið alla virka daga ársins, eins og venjan er í Færeyjum. Sumarið 2016 var ákveðið að hækka íslensku flaggstöngina og setja hana á sjálft þrílyft húsið, þannig að flaggið sést nú víðast hvar að í miðbænum, enda hæsta flaggið á svæðinu. Það leið ekki klukkutími frá því að flaggið var dregið sem Poul hringdi í mikilli geðshræringu og hrifningu yfir því hvað ís- lenski fáninn sást nú vel. Enn bar hann sæmd Íslands fyrir brjósti þótt löngu væri hann hættur sem ræðismaður. Mikil stoð var í Poul þegar Eiður Guðnason sendiherra var skipaður fyrsti útsendi aðalræð- ismaður Íslands í Færeyjum ár- ið 2007 og alla tíð síðan. Poul veitti ómetanlega aðstoð við stofnun sendiskrifstofunnar, sem Eiður annaðist með glæsi- brag. Poul þoldi illa undir það síðasta að eiga erfitt með gang, eins mikið hreystimenni og hann hafði alla tíð verið, og talaði gjarnan um að hann væri sadd- ur lífdaga. Þegar Poul bárust þær sorgarfréttir í fyrra að Eið- ur Guðnason hefði orðið bráð- kvaddur hafði hann á orði að hann hefði viljað vera í hans sporum. En sú minning af Poul sem seint mun gleymast er þeg- ar hann reið á hestbaki í skrúð- göngunni á Ólafsvöku í síðasta sinn árið 2016. Þótt heilsunni hefði hrakað fór ekki framhjá neinum það stolt og sú reisn sem hann bar með sér, það voru einkennismerki hans. Aðalræðismaður Íslands í Færeyjum, Pétur Thorsteinsson. Poul Reidar Mohr Kærar þakkir fyrir auðsýnda samúð og stuðning vegna andláts og útfarar elskulegs bróður míns, HÉÐINS HEIÐARS BALDURSSONAR. Útför fór fram í kyrrþey. Fyrir hönd ættingja, Júlía Sigurgeirsdóttir Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, DIÐRIK ÓLI HJÖRLEIFSSON, Smyrlaheiði 18, Hveragerði, lést á líknardeild Landspítalans föstudaginn 20. júlí. Útförin fer fram frá Breiðholtskirkju laugardaginn 28. júlí klukkan 13. Ómar Diðriksson Guðrún Elín Svansdóttir Guðný Ósk Diðriksdóttir Elvar Steinn Þorkelsson Dagný Diðriksdóttir Geir Ólafsson barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, FINNBJÖRNS ÞORVALDSSONAR. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki á þriðju hæð á Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir frábæra umönnun. Theodóra Steffensen Björn Finnbjörnsson Sigríður Aradóttir Finnbjörn Finnbjörnsson Kathia Rovelli Þorvaldur Finnbjörnsson Anna Árnadóttir Sigríður Finnbjörnsdóttir Halldór Hilmarsson Gunnar Þór Finnbjörnsson Eyrún Magnúsdóttir Halldóra Svala Finnbjörnsdóttir Úlfar Finnbjörnsson Sigrún Hafsteinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.