Morgunblaðið - 25.07.2018, Page 24

Morgunblaðið - 25.07.2018, Page 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2018 ✝ Lára Sólveigfæddist í Gautsdal 6. nóv- ember 1939. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 16. júlí 2018. Foreldrar henn- ar eru Haraldur Karl Georg Eyj- ólfsson, f. 11. júní 1896, d. 31. júlí 1979, og Sigurbjörg Jóns- dóttir, f. 1. apríl 1899, d. 28. nóv. 1970. Systkini eru: Jón Ragnar, f. 11. janúar 1924, Sigurlaug Svana, f. 22. sept- ember 1925, d. 18. febrúar 2001, Sverrir, f. 6. janúar þeirra eru Hildur Lára, f. 14. desember 2003, Kári Snær, f. 7. janúar 2009, og Stefán Þór- ir, f. 28. ágúst 2011, Rúnar Karl fæddur, 11. október 1977, maki hans er Lina Mar- cela Giraldo, f. 1984, dóttir þeirra er Elísabet Sólveig, f. 2. febrúar 2018. Lára Sólveig ólst upp í Gautsdal hún gekk í Hús- mæðraskólann á Blönduósi þegar hún var 18 ára en þeg- ar hún var 19 ára gömul fór hún til Englands sem vinnu- kona eða au-pair og var þar í eitt ár. Eftir það starfaði hún á sjúkrahúsinu á Akranesi og leikskólanum Hagaborg. Lára lærði til sjúkraliða samhliða starfi sínu á Kleppi og barna- geðdeildinni. Lengst af starf- aði Lára á Gæsluleikvellinum í Árbæ og Selási í Reykjavík. Útför Láru Sólveigar fer fram frá Árbæjarkirkju í dag, 25. júlí 2018, kl. 13. 1928, d. 24. októ- ber 2002, Lára Bjarney, f. 17. október 1932, d. 5. ágúst 1935. Eftirlifandi eig- inmaður Láru Sól- veigar er Stefán Eiríksson, f. 29. desember 1934, hann er sonur Kristrúnar Þor- leifsdóttur, f. 27. júní 1905, d. 8. júní 1982, og Eiríks Stefánssonar, f. 13. júlí 1903, d. 16. desember 1975. Börn Láru og Stefáns eru Unnur Björg, fædd 5. maí 1975, maki hennar er Elvar Örn Þórisson, f. 1976, börn Elsku mamma, þá ertu farin frá okkur eftir frekar skamm- vinn og erfið veikindi. Síðustu dagarnir voru þér erfiðir en þrátt fyrir það ætlaðir þú alltaf að kíkja í heimsókn á nýja staðinn okkar Línu sem tókst því miður ekki. Umhyggja þín og ást var það sem þú vildir gefa okkur öllum og var heim- ilið þitt mikill samkomustaður fyrir okkur öll. Barnabörnin sakna þín mikið enda daglegir gestir í Hraunbænum og það var gaman að litla nafnan þín fékk aðeins að kynnast þér. Elsku mamma mín, ég á eft- ir að sakna þín mikið. Það er allt svo tómlegt án þín. Ég trúi því að þú sért komin á betri stað og sért laus við alla verki. Þótt þú sért farin frá okkur mun minningin um þig lifa áfram með okkur og búa í hjarta okkar um ókomna tíð. Takk fyrir allt og hvíldu í friði, elsku engillinn minn. Þinn sonur, Rúnar Karl. Elsku fallega og góða mamma mín. Það er svo óraun- verulegt ennþá að þú sért farin frá okkur. Þú greindist með þennan illvíga sjúkdóm síðasta haust og barðist eins og hetja allan tímann og aldrei kvart- aðir þú, þú hafðir frekar áhyggjur af öðrum en sjálfri þér. Þú varst alltaf tilbúin að hjálpa og vildir allt fyrir okkur gera og elsku börnin mín sakna þín svo sárt, ég reyni að vera sterk fyrir þau og við tölum mikið um þig. Ég er svo þakk- lát fyrir þann tíma sem við fengum saman og á ég enda- laust af fallegum minningum um þig. Ég er líka svo þakklát fyrir samband þitt og barnanna minna, það var alveg einstakt og mikil forréttindi fyrir þau að vera svona mikið í kringum ykkur pabba, oftast daglega. Ég trúi því að þú sért komin á einhvern fallegan stað þar sem þú ert ekki lengur veik. Lífið verður tómlegt án þín en minn- ingin um þig mun lifa í hjörtum okkar. Hvíldu í friði, elsku mamma mín. Þín, Unnur Björg. Elsku Lára, það er sárt að hugsa til baka og rifja upp all- ar þær góðu minningar sem við eigum um þig og nóg er af þeim. Það er enn svo ótrúlegt að hugsa til þess að þú sért far- in frá okkur og það er mikið tómrúm sem þú skilur eftir því nánast daglega komum við til þín og Stefáns í kaffi með barnabörnin þín. Samband þitt við barnabörnin var einstakt og sakna þau ömmu sinnar mjög mikið. Ég á þér svo mikið að þakka fyrir samband þitt við börnin mín og allt sem þú hef- ur gert fyrir þau og okkur. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst þér því þú ert einstök kona, hjarthlý og yndisleg amma. Alltaf hugsaðir þú um hvernig öðrum liði þótt þú vær- ir að berjast við veikindi þín sem lýsir persónu þinni hvað best. Hvíldu í friði, elsku Lára. Þinn tengdasonur, Elvar Örn Þórisson. Elsku amma Lára, ég lærði svo margt af þér. Þú varst svo góð við alla sem þú þekktir. Þú vildir alltaf að okkur liði vel og þú hugsaðir alltaf svo vel um alla þrátt fyrir veikindin þín. En ég veit að þér líður betur núna, þú ert ekki lengur veik. Þú varst góð, skemmtileg, falleg,krúttleg, góðhjörtuð, góð í að baka og prjóna, góð eig- inkona, mamma, amma, tengdamóðir og vinkona. Ég kom til þín og afa á hverjum degi eftir skóla þar sem við spiluðum, bökuðum saman eða áttum bara gott spjall. Ég mun halda áfram að fara til afa eftir skóla. Ég er þakklát fyrir allar góðu minningarnar sem við átt- um. Ég mun aldrei gleyma þér. Takk fyrir allt, amma, ég elska þig. hvíldu í friði. Þín, Hildur Lára. Elsku amma okkar, við sökn- um þín svo mikið. Þú varst besti bakari í heimi, besta prjónakona í heimi og mjög góð amma, þú varst best. Það var alltaf skemmtilegt að fara út að leika með þér og alltaf gott að koma heim til þín og afa. Það var best í heimi að koma heim til ykkar afa eftir skóla og fá kakó og tvö kex. Takk fyrir alla vettlingana og sokkana sem þú prjónaðir á okkur og takk fyrir að nenna alltaf að spila spil með okkur. Amma, við elskum þig mjög mikið. Kveðja Kári Snær og Stefán Þórir. Það er komið að kveðju- stund, elsku Lára. Með tár á hvarmi kveð ég þig með virð- ingu og söknuði. Þú varst límið í fjölskyldunni, sú sem alltaf passaðir upp á samheldnina, fylgdist með öllum, vissir af- mælisdag allra, hóaðir reglu- lega í okkur til að hittast. Þú hefur verið okkur svo mikils virði í gegnum tíðina alveg frá fyrstu kynnum fyrir u.þ.b. 45 árum. Man þá stund eins og hún hafi gerst í gær. Það var niðri í Grjótó hjá ömmu og afa, tengdaforeldrum þínum. Við systur vorum svo spenntar að hitta kærustuna hans Stebba frænda, sem var að öllum öðr- um ólöstuðum, uppáhalds frændi okkar. Það vildi þannig til þennan dag, að við (samt að- allega Kristrún, stóra systir!) stóðum í stríði við stelpuna í næsta húsi út af einhverjum spýtum, gömlum fleka eða ein- hverju slíku, sem rifist var um hver átti. Man svo vel að við stóðum allar í eldhúsgluggan- um þegar hún birtist og bjóst til að taka flekann en þú stopp- aðir hana og kallaðir út um gluggann að við ættum hann. Man ekki hvernig þetta fór en það þurfti ekki meira til, þú stóðst með okkur og við höfum alltaf elskað þig síðan. Og þannig er það með alla sem þér hafa kynnst, ekki hægt annað en að elska þig. Enda búin því- líkum mannkostum og mynd- arbrag að það myndi æra óstöðugan að telja það allt upp. En það sem kemur fyrst upp í hugann er sú manngæska sem þú bjóst yfir, skynsemi og for- dómaleysi. Fallega, rólega og yfirvegaða röddin þín. Hvað ég mun sakna þess að heyra hana ekki meir. En hún mun samt aldrei gleymast mér. Alltaf var svo yndislegt að koma til ykkar Stebba í jóla- boðin. Þið Stebbi dróguð aldrei af ykkur, enda gestrisin með eindæmum. Þið buðuð okkur fólkinu hans Stebba, og Heiðu vinkonu þinni og hennar fólki. Það var alveg sama hve margir bættust við í þessar tvær fjöl- skyldur með árunum, alltaf voru allir velkomnir. Þetta eru stundir sem munu lifa með mér og fjölskyldu minni það sem eftir er. Við Matti og strákarnir sendum Stebba, Unni Björg og Elvari, Rúnari og Linu og öll- um börnunum sem eru að ganga í gegnum erfiða tíma núna okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Minningin um þessu yndis- legu konu, móður, ömmu og frænku lifir. Guðný Leifsdóttir. Það var um hádegi 16. júlí að ég fékk þær sorgarfréttir að elsku Lára frænka væri dáin eða Lollý eins og ég kallaði hana því það var hún alltaf kölluð norður í Húnavatnssýslu þar sem hún var fædd og upp- alin. Lollý var litla systir hans pabba og fyrstu minningar mínar um hana eru þegar ég var tæplega átta ára og hún tók það að sér að fara með mig og Harald bróður í heimsókn til mömmu á fæðingardeild Landspítalans til að við gætum séð Sverri Þór, nýfæddan bróð- ur okkar. Ég man að hún gerði þessa heimsókn einstaka með sinni yndislegu nærveru og hlýju í okkar garð. Lollý var þeim eiginleikum gædd að láta sér annt um alla sem í kringum hana voru. Ég og fjölskylda mín höfum notið góðmennsku og hjartagæsku hennar í gegn- um árin og er ég mjög þakklát fyrir það. Það var alltaf eitt- hvað svo notalegt og gaman að koma á heimili hennar og Stef- áns í Hraunbænum og spjalla, þau voru eitthvað svo samhent hjón og gestrisin með eindæm- um. Lollý var ekki bara ynd- isleg frænka heldur var hún líka góð vinkona mín sem ég átti að og gat alltaf leitað til. Hennar verður sárt saknað en yndisleg minning um hana mun lifa með okkur öllum. Elsku Stefán, Unnur Björg og Rúnar Karl, ég og fjölskylda mín vottum ykkur, börnum ykkar og mökum dýpstu sam- úð. Ég þakka þér, elsku Lollý mín, fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Þóranna Sigurbjörg. Að eiga góða frænku er eins og að eiga skjól og gott athvarf í lífinu. Þannig var Lollý móð- ursystir okkar, hlý og um- hyggjusöm. Ein sterkasta bernskuminning okkar systkina er þegar Lollý kom með rút- unni upp í Kjós á Þorláks- messu sem hún gerði meðan hún var ung og ógift. Auðvitað komu jólin eins og alltaf en með hennar fasi og fallega inn- pökkuðu jólagjöfum hófst jólahátíðin hjá okkur. Hún kom ekki bara með fallegustu gjaf- irnar, hlýjuna og jólaandann heldur líka með nýjustu tísku og naglalakk. Hún var alltaf svo smart og falleg. Í kaupstaðarferðum gistum við oft hjá Lollý, það var alltaf nóg pláss hjá henni þó að hús- næðið væri ekki stórt í fer- metrum talið. Eftir að Lollý og Stefán giftust nutum við ávallt gestrisni þeirra. Á námsárum okkar í Reykjavík gekk hún okkur að nokkru leyti í for- eldrastað, fylgdist með okkur og bauð okkur ósjaldan í mat. Hún var sú sem mundi alltaf eftir afmælisdögum okkar, sendi gjafir og heillaóskaskeyti sem okkur þótti mjög varið í. Eftir að mamma dó sýndi hún pabba einstaka ræktarsemi sem var honum mikils virði. Lollý lærði til sjúkraliða sem féll vel að hennar eiginleikum því hún var mannvinur sem þótti útrétt hjálparhönd sjálf- sögð. Það voru margir sem Lollý frænka leiddi í gegnum lífið því handtak hennar var hlýtt og sterkt. Hún var óvenju barngóð og stóran hluta ævinn- ar annaðist hún börn og þau löðuðust að henni. Í dag kveðjum við okkar yndislegu frænku sem var svo stór og mikilvægur þáttur í lífi okkar. Við vottum Stefáni, Unni Björgu, Rúnari Karli og öðrum ástvinum okkar innileg- ustu samúð. Sigurkarl, Bergþóra og Sigurbjörg. Í dag kveðjum við með sökn- uði elsku Láru í hinsta sinn. Lára var mjög einstök kona með svo risastórt hjarta. Ég og mín fjölskylda vorum svo hepp- in að fá að njóta þeirrar hlýju sem hún átti endalaust af. Ég var 8 eða 9 ára þegar Lára kom inn í fjölskylduna er hún giftist Stebba föðurbróður mínum. Ég man að það var eins og hún hefði alltaf verið þarna því fljótt fann maður fyr- ir væntumþykju frá henni og manni fór strax að þykja vænt um hana. Það var svo gott að koma til þeirra hjóna fyrst á Bárugötuna þar sem dóttir þeirra, hún Unnur Björg, fæddist og svo síðar á Haga- melinn en þar eignuðust þau sitt annað barn hann Rúnar Karl. Það var alltaf líf og fjör því börnin voru miklir fjörkálf- ar og var endalaust gaman að koma og leika við þau. Lára nostraði við okkur og færði okkur alltaf eitthvað gott. Mér er það sérstaklega minnisstætt, 12 ára gömul, þegar foreldrar mínir fóru til útlanda og voru í nokkrar vikur og ég fékk að vera hjá Láru og Stebba, hvað mér leið rosalega vel hjá þeim. Þegar þau svo fluttu í Hraunbæinn þar sem þau hafa búið síðan fækkaði heimsókn- unum mikið enda var langt að fara á þeim tíma. Þá tóku við jólaboðin á jóladag og komum við á hverju ári og var alltaf jafn gott að koma og það voru þvílíkar matarveislur enda þau bæði myndarlegir kokkar. Lára varð fljótt höfuðið í fjölskyld- unni sem hélt öllum saman og á ég henni miklar þakkir fyrir það. Elsku Stebbi, Unnur Björg, Rúnar Karl og fjölskyldur ykk- ar, guð gefi ykkur styrk til að takast á við sorgina og sökn- uðinn. Guð hefur tekið við Láru og er ég viss um að hann mun fela henni mikilvæg verkefni til að hjálpa þeim sem minna mega sín. Hún mun alltaf vera nálæg ykkur og fylgjast með ykkur. Elsku Lára, takk fyrir allt, minning þín mun ávallt lifa hjá mér og mínum börnum. Kristrún Leifsdóttir. Nú kveð ég elsku vinkonu mína, hana Láru. Það geri ég með miklum söknuði, eins og við gerum öll sem þekktum hana. Láru hef ég þekkt mest- an hluta lífs míns. Við kynnt- umst á dagheimilinu Hagaborg í Reykjavík þegar við vorum ungar og nutum okkar við leik og störf. Þetta voru áhyggju- lausir tímar, við vorum frjálsar og óbundnar, bara ánægjan yf- ir því að vera til. Við stund- uðum það að fara út að dansa um helgar, svo fínar og uppá- búnar með túberað hár og tók- um með gleði strætisvagnana á böllin og heim aftur að kvöldi. Okkur kom vel saman. Lára var aðeins eldri en ég, þroskuð í tali, traustvekjandi og skemmtileg. Hún var frá Gautsdal í Húnavatnssýslu sem var mjög afskekktur staður og illa fært þangað yfir veturinn þegar Lára var ung. Hún sagði mér oft frá æskuárunum sínum í Gautsdal og voru þær sögur áhugaverðar. Lára fór í Hús- mæðraskólann á Blönduósi og kynntist þar góðum vinkonum. Lára vann á Kleppsspítalanum og tók sjúkraliðaprófið þaðan. Einnig vann hún á barnageð- deildinni og síðar í mörg ár á gæsluvelli í Árbæ og var elskuð af öllum börnunum þar og þekkt í Árbænum sem Lára á róló. Lára var mikil handa- vinnukona, sagðist hafa lært að prjóna hjá mömmu sinni þegar hún var átta ára. Prjónaði sokka og vettlinga fyrir heim- ilið og í gjafir. Prjónaði á kvöldin, hlustaði á útvarp og las Dalalíf þegar hún var 14 ára. Hún hafði mjög gaman af að lesa og las alltaf mikið. Þegar ég eignaðist elstu dóttur mína, Kristínu Björgu, og var einstæð móðir leigðum við Lára okkur saman íbúð. Við brölluðum ýmislegt saman og hafði Lára yndi af því að sauma og prjóna fatnað á Kristínu Björgu, allt svo fallega gert og vel unnið. Síðan við kynntumst hefur Lára verið órjúfanlegur hluti af mínu lífi, barna minna og fjöl- skyldu. Vinátta okkar hefur verið traust, hrein og einlæg. Fjölskyldur okkar hafa alltaf verið í góðu sambandi og átt yndislegar stundir saman. Við vorum saman í saumaklúbb sem hittist reglulega um margra ára skeið og vorum með dætrum okkar í klúbbnum „Eðaldömur“ sem fór reglulega saman á „Happy hour“ og eitt sinn í skemmtiferð til Kaup- mannahafnar. Þar kíktum við Lára í spil og fengum ófá hlát- ursköstin við að rifja upp gamla daga. Kristín Björg tengdist Láru eins og hún væri mamma henn- ar. Það var okkur Láru og fjöl- skyldum okkar mikill harmur þegar hún lést fyrir 3 árum að- eins 49 ára gömul. Nú hafa þær sameinast í sumarlandinu sem þær töluðu mikið um að myndi bíða okkar að jarðvist lokinni. Lára var einstaklega lánsöm í sínu einkalífi, eignaðist góðan og traustan mann, tvö börn og fjögur barnabörn. Það er erfitt að kveðja vin eins og Láru. Hennar verður alltaf minnst með hlýju, þakk- læti og mikilli eftirsjá. Stebba, Unni Björgu, Elvari, Rúnari Karli, Línu, börnunum og fjöl- skyldunni allri votta ég mína dýpstu samúð. Guð blessi minningu Láru vinkonu minnar. Ragnheiður S. Helgadóttir. Lára Sólveig Haraldsdóttir Pabbi minn er fallinn frá... Þessi orð hljóma ekki einu sinni rétt. Hreinn Eiríksson með sitt hlýja faðmlag og prakkaralega bros smeygði sér út úr þessum heimi hljóðlaust og án nokkurra láta, mikið á sama Hreinn Eiríksson ✝ Hreinn Eiríks-son fæddist 10. mars 1931. Hann lést 10. júlí 2018. Útför Hreins fór fram frá Hafn- arkirkju 19. júlí 2018. hátt og hann lifði. Himnarnir skörtuðu sínu fallegasta til að taka á móti honum þá nóttina – eins og gert er þegar tekið er á móti slíkum höfðingjum. Pabbi var ekki alltaf hljóður, en hann var hæversk- ur. Tók ekki meira en sitt pláss nema honum væri boðið það, en þá gerði hann það líka með glans. Hann gat verið hrókur alls fagn- aðar, sagði sögur og samdi heilu kvæðabálkana – söng og gladdi hátíðargesti við hin ýmsu tæki- færi. Það er í raun afskaplega stutt síðan við systkinin horfðum undir iljarnar á honum upp Ketillaug- arfjallið þó við séum engir leti- haugar í hreyfingu, en pabbi var hraustur og sterkur nánast alla sína ævi. Það eru sannarlega for- réttindi að eiga slíkt líf, en ekki síður eiga slíkan mann sem fyrir- mynd í lífinu. Í gegnum tíðina hefur pabbi verið minn klettur og helsti stuðningsmaður í hverju því sem ég hef tekið upp á. Hann hefur kannski ekki alltaf talið að ég væri að gera rétt – enda var það ekki alltaf rétt, en hann hélt samt með mér. Hann hélt líka með hinum börnunum sínum og barnabörn- um og fylgdist með því hvað allir voru að sýsla. Hann spurði ósjald- an út í ferðalög Tolla og loftfim- leika Urðar og maður fann bæði fyrir stolti og mikilli umhyggju þegar hann vildi vita hvort Tolli væri ennþá með harðsperrur eftir Jakobsveginn eða hvort nefið á Urði hefði ekki gróið eftir brotið. Það er annar veruleiki að taka við. Veruleikinn þar sem pabba nýtur ekki lengur við í þessum heimi. En pabbi er hluti af okkur og lifir í þeirri hógværð og húmor sem við reynum að tileinka okkur og gerir heiminn aðeins betri. Þín er sárt saknað, elsku pabbi. Steingerður Hreinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.