Morgunblaðið - 25.07.2018, Page 27

Morgunblaðið - 25.07.2018, Page 27
og rak hér meðferðarheimili fram yfir síðustu áramót. Það voru ágætir nágrannar. Við hjónin vorum fyrst með blandaðan búskap en héldum okkur síðan að mestu við sauðfé og dún- tekju. Æðarvarpið jókst um skeið en nú hefur heldur dregið úr því, enda hefur verð á dúni verið að lækka að undanförnu.“ Sveinn var jafnframt sláturhús- stjóri hjá Norðvesturbandalaginu í Búðardal frá 1997 og síðan á vegum Goða meðan það fyrirtæki var í rekstri. Hann hefur auk þess verið bílstjóri, fyrst hjá Vestfjarðaleið á sumrin: „Ég byrjaði fyrst að aka trukkum á hálendið fyrir Vest- fjarðaleið og hef síðan haldið mig við hálendisferðir, nú á eigin vegum. Auk þess hef ég verið skólabílstóri fyrir Auðarskóla í Búðardal á vet- urna.“ Sveinn starfaði í ungmennafélag- inu Dögun í Dölum og í ungmenna- félaginu Íslendingi í Andakílshreppi, sat í stjórn Ungmennasambands Dalamanna og Norður-Breiðfirð- inga og var formaður þess um skeið, sat í hreppsnefnd Fellsstrandar- hrepps , sat í búnaðarfélagsstjórn, var einn af stofnfélögum og gjald- keri björgunarsveitarinnar Óskar í Dalabyggð og sat í stjórn Lions- klúbbsins í Búðardal. Hann situr nú í sóknarnefnd og í stjórn Veiðifélags Fellsstrandar. Og einhver áhugamál hjá Sveini þegar búskapnum og akstrinum sleppir? „Við hjónin höfum verið dugleg að ferðast og þá fyrst og fremst hér innanlands. Þetta fallega land okkar hefur upp á svo ótalmargt að bjóða, að engum endist aldur til að skoða nema brot af ómetanlegum náttúru- perlum þess.“ Fjölskylda Sveinn kvæntist 14.9. 1968 Þóru Stellu Guðjónsdóttur, f. 18.9. 1947, matráðskonu. Hún er dóttir Guðjóns B. Gíslasonar og Ólafar Runólfs- dóttur, bænda á Syðstu-Fossum í Borgarfirði sem bæði eru látin. Börn Sveins og Þóru Stellu: Kjartan, f. 12.3. 1973, d. 19.3. 1973; Anna Kristín, f. 16.4. 1971, aðstoð- arleikskólastjóri, búsett í Garðabæ og eru synir hennar Sveinn Sig- urður, f. 1995, og Páll Halldór, f. 1996; Ingibjörg, f. 21.12. 1972, bóndi og matráður á Ytri-Ey í Austur- Húnavatnssýslu en maður hennar er Stefán Stefánsson bóndi; Kristján Ellert, f. 14.9. 1974, sjómaður í Kópavogi. Systkini Sveins eru Svavar, f. 26.6. 1944, fyrrv. alþingismaður, ráðherra og sendiherra. í Reykjavík; Helga Margrét, f. 29.10. 1949, búsett í Noregi; Málfríður, f. 19.1. 1953, starfar við umönnun eldri borgara, búsett í Reykjavík; Valdimar, f. 4.6. 1956, rafvirki hjá Marel í Noregi; Guðný Dóra, f. 20.3. 1961, forstöðu- maður á Gljúfrasteini, búsett á Hvanneyri; Kristín Guðrún, f. 25.5. 1963, kennari á Höfn í Hornafirði, og Svala, f. 15.1. 1967, d. 26.11. 1971. Foreldrar Sveins: Gestur Zóp- hanías Sveinsson, f. 3.10. 1920, d. 29.12. 1980, bóndi og síðar verka- maður í Hafnarfirði, og k.h., Guðrún Valdimarsdóttir, f. 28.3. 1924, d. 16.12. 2016, húsfreyja. Úr frændgarði Sveinn Kjartan Gestsson Sveinn Kjar- tan Gestsson Guðbjörg Þorsteinsdóttir húsfr. á Kjalvararstöðum Halldór Þórðarson b. á Kjalvararstöðum Helga Halldórsdóttir bóndakona og húsfreyja Helgi J. Halldórsson cand. mag. Áslaug Helgadóttir aðstoðarrektor Land- búnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri Valdimar Davíðsson b. á Guðnabakka, Hömrum og síðast í Borgarnesi Guðrún Valdimarsdóttir húsfreyja og verkakona Guðbjörg Valdimarsdóttir húsfr. í Kópavogi Arnar Guðmundsson ritari Sam- fylkingar Þorsteinn Valdimarsson bílstj. í Borgarnesi Björn Bjarki Þorsteinsson form. bæjarráðs Bogarness Guðbjörg Stefánsdóttir húsfreyja og verkakona Davíð Jakobsson lausam. í Borgarfirði Sigurbjörg Jónsdóttir húsfreyja á Breiðabólsstað Kristján Þórðarson b. á Breiðabólsstað Salóme Kristjánsdóttir húsfr. á Sveinsstöðum órður Kristjánsson . á Breiðabólsstað á Fellsströnd Þ b riðjón Þórðarson fyrrv. alþm. og ráðherra Gestur Sveinsson bóndi og verkam. í Dalasýslu og Rvík Jófríður Sveinsdóttir húsfr. í Rvík Aron Björnsson læknir í Rvík Kristinn Sveinsson byggingam. í Rvík gurjón Sveinsson . á Sveinsstöðum Si b Ólöf igurjónsd. úsfr. í Hfj. S h Aðalheiður Guðmundsd. þjóðfræð. Sveinn Hallgrímsson b. á Sveinsstöðum Haraldína Haraldsdóttir vinnuk. á Snæfellsnesi Hallgrímur Jónsson verkam. Jörundur Kristinsson læknir í Rvík Jóhannes Kristinsson læknir í Garðabæ Þórður Friðjónsson forstjóri Kauphallar Íslands F Helgi Þorgils Friðjónss. myndlistarmaður Svavar Gests- son fv. alþm., ráðherra og sendiherra Svandís Sva- varsdóttir heilbrigðis- ráðherra ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2018 Íslenskt einangrunargler í nýbygginguna, sumarbústaðinn eða stofugluggann. Fagleg ráðgjöf og öruggur afhendingartími. Smiðjuvegi 2, Kópavogi – sími 4889000– samverk.is Eggert Ólafur EggertssonBriem fæddist á Hjaltastöð-um í Skagafirði 25.7. 1867. Foreldrar hans voru Eggert Ólafur Gunnlaugsson Briem, sýslumaður á Reynistað, bróðir Jóhönnu Krist- jönu, ömmu Hannesar Hafstein, og k.h., Ingibjörg Eiríksdóttir Briem, f. Sverrisson, húsfreyja. Föðurforeldrar Eggerts voru Gunnlaugur Guðbrandsson Briem, sýslumaður og kammerráð á Grund í Eyjafirði og ættfaðir Briemættar, og k.h., Valgerður Árnadóttir húsfreyja, en móðurforeldrar hans voru Eiríkur Sverrisson, sýslumaður í Kollabæ í Fljótshlíð, og k.h., Kristín Ingvars- dóttir húsfreyja. Meðal systkina Eggerts voru Ei- ríkur, prestaskólakennari, prófastur og síðar prófessor og alþingismaður; Kristín Claessen, amma Gunnars Thoroddsen forsætisráðherra; Ólaf- ur, oddviti, umboðsmaður og alþing- ismaður á Álfgeirsvöllum; Páll, amt- maður og alþingismaður, afi Sigurðar Líndal; Elín skólastjóri og Sigurður póstmálastjóri. Eiginkona Eggerts var Guðrún Jóndóttir Briem, organisti og for- stöðukona Kvennaskólans í Ytri-Ey, dóttir Jóns Þórðarsonar, prófasts í Auðkúlu, og k.h., Sigríðar Eiríks- dóttur yngri. Börn Eggerts og Guð- rúnar: Sigríður, kennari í Reykjavík, og Gunnlaugur, lögfræðingur og ráðuneytisstjóri. Eggert lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum 1887 og cand. jur- is.-prófi frá Kaupmannahafnarhá- skóla 1893. Eggert var málflutningsmaður við Landsyfirréttinn 1893-96, sýslumað- ur í Skagafjarðarsýslu frá 1897, skrifstofustjóri í Stjórnarráðinu frá 1904, var annar yfirdómari og dóms- málaritari við Landsyfirréttinn 1915, var skipaður hæstaréttardómari 1919 og sinnti því embætti til 1935. Eggert var prófdómari við laga- deild Háskóla Íslands og kennari í kirkjurétti við guðfræðideild skól- ans. Eggert lést 7.7. 1936. Merkir Íslendingar Eggert Ó.E. Briem 85 ára Elísabeth Jónsson Friðrik Magnússon Jón Ölver Pétursson Laufey Kristinsdóttir 80 ára Guðrún Jóhannsdóttir Michael Þórðarson Róbert Árnason 75 ára Jón E. Snorrason Kristrún Ásgrímsdóttir Svanhildur Magnúsdóttir Valgerður J. Sigurðardóttir 70 ára Bjarni Gunnarsson Björn Emilsson Ernst Elmar Geirsson Fanney Hauksdóttir Gunnur J. Gunnarsdóttir Konráð Alexander Ottósson Kristbjörg S. Þorsteinsdóttir Ronghua Qin Sveinn Kjartan Gestsson 60 ára Anna Josefin Jack Arna B. Friðriksdóttir Bozidar Galonja Erna Svavarsdóttir Guðlaug Sverrisdóttir Guðrún S. Þorleifsdóttir Helgi Kristinn Grímsson Herdís Herbertsdóttir Jóhanna S. Gísladóttir Jón Ingvar Jónasson Lucyna Kornet Marta Matthíasdóttir 50 ára Alfa Aradóttir Beta Ásmundsdóttir Cecilia Caturegli Fjóla Hauksdóttir Guðný Stefánsdóttir Haukur Árnason Hermann Stefánsson Inga María Ingimarsdóttir Johan Wichit Phahuphan John William Grant Karen Eva Vestfjörð Oddfríður R. Þórisdóttir Sigfús Bergmann Önundarson Sigríður I. Sigurjónsdóttir Sigríður K. Ingvarsdóttir Susanne Antoinette Elgum 40 ára Adam Lipski Ágúst Reynisson Bjarni Þorgeir Jónsson Florencio D. Germino Fríða Ruth Heiðarsdóttir Guðmundur Már Ketilsson Hulda S. Guðmundsdóttir Jóna Birna Ragnarsdóttir Magnea Erna Auðunsdóttir Ragnar Jónasson Ragnheiður Á. Einarsdóttir Sighvatur Hilmar Arnmundsson Sigríður Anný Axelsdóttir Svava Björk Sigurðardóttir Svava Pétursdóttir Sveinn Rúnar Benediktsson 30 ára Arnrún Tryggvadóttir Crisley Jane Paran de la Cruz Helena Dögg Gunnarsdóttir Lilly G. Sigurðardóttir Linda María Geirsdóttir Louise Chouhan Rakel Rún Karlsdóttir Samuel Nicholas Perkin Sarunas Kungys Þórunn Ósk Einarsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Rakel ólst upp í Kópavogi, býr í Reykjavík, lauk BSc-prófi í jarðfræði frá HÍ og er læknaritari. Börn: Írena Kristín, f. 2012, og Ísak Karl, f. 2015. Bræður: Kristófer Karls- son, f. 1983, og Alexander Karlsson, f. 1985. Foreldrar: Benný Guðrún Valgeirsdóttir, f. 1956, og Vilhjálmur Karl Karlsson, f. 1955. Þau er búsett í Kópavogi. Rakel Rún Karlsdóttir 40 ára Sveinn lauk BSc- prófi í viðskiptafræði og BA-prófi í stjórnmálafræði og er ráðgjafi hjá Crayon. Maki: Margrét Björns- dóttir, f. 1980, hjúkr- unarfr. og fagstjóri.. Börn: Gerður María, f. 2006; Guðrún Marta, f. 2012, og Ragnhildur Mar- grét, f. 2016. Foreldrar: Benedikt Ósk- ar Sveinsson, f. 1951, og Gerður Ebbadóttir, f. 1950, d. 2004. Sveinn Rúnar Benediktsson 40 ára Svava ólst upp í Reykjavík og býr þar og starfar hjá Geysi. Bræður: Ármann Atli Sig- urðsson, f. 1971, leik- skólakennari, og Bjartmar Ingi Sigurðsson, f. 1975, pípulagningarmaður. Foreldrar: Sigurður Ósk- arsson, f. 1949, bifvéla- virki, og Málfríður Björns- dóttir, f. 1948, lengi starfsmaður við vistheim- ili barna. Þau eru búsett í Reykjavík. Svava Björk Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.