Morgunblaðið - 25.07.2018, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.07.2018, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2018 ////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////// /////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////// Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Leikkonan Laufey Haraldsdóttir tók fyrir stuttu að sér hlutverk hold- gervings Íslands þegar hún lék fjall- konuna á samkomu Íslendinga í Lundúnum hinn 17. júní síðastliðinn. Hún er enn að gera íslenskri leiklist góð skil í Bretlandi með þátttöku sinni í Edinborgarleiklistarhátíðinni sem haldin verður í ágúst. Laufey mun fara með hlutverk í leikritinu The Squirrel Plays eftir bandaríska leikskáldið Miu McCullough. Íkornar tákn fyrir fóstur Í viðtali við Morgunblaðið segist Laufey hafa séð færslu um prufur fyrir sýninguna á Facebook-síðu sem notuð er til að tengja konur í sviðslistum. „Ég vissi að mig langaði að fara til Edinborgar og sótti um að fara í prufur fyrir nokkrar sýningar sem eru á leiðinni þangað. Það sem heill- aði mig við þessa sýningu var að þetta er bandarískt verk, sem teng- ist náminu mínu, það er eftir konu, er fyndið og fjallar um mikilvæg efni og þær sögðu strax að þær væru búnar að redda gistingu í Edinborg, sem allir segja mér að sé mesta ves- enið við það að fara á hátíðina. Ég fór í prufu, leikstjórinn og framleið- andinn voru búnar að senda mér tvær senur, ég las fyrir tvo mismun- andi karaktera og hef greinilega staðið mig vel því þær hringdu nokkrum dögum seinna og buðu mér hlutverkið,“ segir Laufey. Sýningin Squirrel Plays fjallar á gamansaman máta um barneignir, fóstureyðingar og ákvörðunarrétt kvenna yfir eigin líkama. Að sögn Laufeyjar snýst sagan um ung hjón sem kaupa sitt fyrsta hús og komast að því að íkorni er fastur á háaloft- inu. „Í verkinu eru íkornar tákn fyrir börn og fóstur og húsið táknar þess- vegna líkama konunnar,“ segir Laufey. „Í uppsetningunni er lítið um sviðsmynd en í staðinn notum við leikararnir líkama okkar til að búa til húsgögn fyrir aðra leikara í sýn- ingunni, fjórir af fimm leikurum í sýningunni eru kvenkyns þannig að við sem húsgögn fær vonandi áhorf- endur til að hugsa um sínar eigin hugmyndir um líkama kvenna og viðhorf samfélagsins til líkama kvenna.“ Í leikritinu leikur Laufey Nancy, nágranna hjónanna. „Hún er svolítil terta og helst til fordómafull og dónaleg við nágranna sína en þarf svo að biðja um aðstoð þegar hún kemst að því að það er óvæntur íkorni á háaloftinu sem hún vill losna við án þess að eiginmaðurinn taki eftir. Hlutverkið er mjög skemmti- legt fyrir mig því hún er alveg á mörkum þess að vera fáránleg en er samt mjög byggð á raunverulegum konum sem ég hef hitt og séð, sér- staklega í Bandaríkjunum. Banda- rísku meðleikararnir mínir hlæja oft að því að þegar ég er komin í búning er ég alveg eins og mömmur bekkj- arsystkina þeirra úr barnaskóla.“ Laufey segir andann góðan í leik- hópnum en bætir við að tíminn muni leiða í ljós hvort það endist fram að lokum ágústmánuðar. Hópurinn er alþjóðlegur en auk Laufeyjar eru í honum fimm leikkonur frá Banda- ríkjunum, ein frá Hollandi og einn karlleikari frá Bretlandi. „Honum finnst erfitt að vera eini Bretinn í mjög bandarískum hóp en hann á margar systur þannig að hann er vanur að vera eini strákurinn,“ segir Laufey. Langaði alltaf að vera fjallkonan Laufey útskrifaðist með BA- gráðu úr Rose Bruford-leiklistar- skólanum í Lundúnum í fyrra og hefur búið og starfað þar síðan þá. Aðspurð segist hún stundum fá heimþrá og segist alltaf fara í leik- hús þegar hún kemur til Íslands. „En ég ætla að vera erlendis aðeins lengur,“ segir hún þó. „Ég er búin að vera mikið í spunasenunni hérna í London. Það er baktería sem ég smitaðist af hjá Dóru í Improv Ís- land í sumarfríinu fyrir fyrsta árið mitt í leiklistarskólanum. Ég er líka byrjuð að reyna aðeins fyrir mér í uppistandi og öðru gríni og grínsen- an hér í London er of spennandi til að slíta mig frá henni strax.“ Laufey segist uppnumin yfir því að hafa fengið að leika Fjallkonuna á þjóðhátíðinni í Lundúnum. „Þegar ég var sjö ára fór ég í þjóðbúningi að horfa á fjallkonuna flytja ræðu og var alveg heilluð. Svo þegar ég var unglingur var ég nokkur ár í fána- borginni á Austurvelli með skát- unum og stjórnaði henni meira að segja með vinkonum mínum eitt eða tvö ár. En mig langaði alltaf meira að vera í skautbúningi heldur en í bláu skátaskyrtunni. Hátíðarhöldin í Lundúnum voru kannski ekki mikil miðað við þau sem ég er vön í Reykjavík en ég fékk að vera í skautbúningi - með strumpahattinn og allt - og lesa fal- legt ættjarðarljóð, sem var nógu mikill heiður fyrir mig. Ég fékk því miður ekki að fara í búningnum í hoppukastalann, en ég fékk SS- pylsu,“ segir Laufey að lokum. Á sviði í Skotlandi  Laufey Haraldsdóttir leikur á Edinborgarhátíðinni  Fjallað um ákvörðunarrétt kvenna yfir líkama sínum Íkornar Laufey (lengst til hægri) ásamt samleikurum sínum á æfingu fyrir Squirrel Plays. Sjónvarpsþáttaröð sem Netflix hyggst gefa út 10. ágúst næstkom- andi hefur fallið misvel í kramið og hafa rúmlega 100.000 undirskriftir safnast til að hvetja Netflix til að hætta við útgáfu þáttanna. Þætt- irnir heita Insatiable og fjalla um feitlagna stúlku sem er lögð í ein- elti af skólafélögum sínum. Eftir að saumað er fyrir munn stúlkunnar grennist hún og verður vinsæl, en hyggur síðan á hefndir gegn fyrr- verandi kvölurum sínum. Stiklur að þáttunum hafa verið gagnrýndar fyrir að ýta undir hlut- gervingu á líkömum kvenna og fitu- smán gegn konum sem ekki upp- fylla staðla samfélagsins í líkamsfegurð. Óseðjandi Debby Ryan fer með aðalhlutverkið í þáttaröðinni Insatiable á Netflix. Netflix sakað um hlutgervingu og fitusmán í nýjum þáttum Aðdáendur hinnar geysivinsælu Guardians of the Galaxy-kvik- myndasyrpu virðast enn ekki hafa gefið leikstjórann James Gunn upp á bátinn. Disney rak Gunn sem leik- stjóra myndanna vegna gamalla tísta sem komu nýlega upp á yf- irborðið af Twitter-síðu hans. Lík- legt þykir að átt sé við tíst þar sem Gunn gerði grín að málefnum eins og barnaníði og alnæmi. Nú hafa hins vegar 230.000 skrif- að undir í undirskriftasöfnum á vef- síðunni Change.org til að hvetja Disney til að endurráða Gunn. Chandler Edwards, sem stendur að baki söfnuninni, segist gera sér grein fyrir að ólíklegt sé að Disney verði talið hughvarf en segist þó vona að hægt verði að koma í veg fyrir að mistökin verði endurtekin. „Ég er sammála því að ef fólk segir eitthvað rugl í starfi hjá kvik- myndaveri á verið allan rétt á að reka það til að forðast hneyksli. En þetta er annað mál því Gunn sagði þessa brandara löngu áður en hann vann fyrir Disney og auk þess voru þetta brandarar. Ég er sammála flestum, þar á meðal Gunn sjálfum, að brandararnir voru ömurlega ófyndnir en þetta voru samt brand- arar, ekki skoðun hans. Bara léleg tilraun til að vera fyndinn.“ AFP Rekinn James Gunn, nú fyrrverandi leikstjóri Guardians of the Galaxy-myndanna. 230.000 krefjast endurráðningar Gunn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.