Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.07.2018, Qupperneq 2
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.7. 2018
Ritstjórn
Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson
orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Viðtalið við Reem Almohammad, unga stúlku á Akureyri, sem birtisthér í blaðinu fyrir tveimur vikum, og viðtalið við Beatriz Soares La-deira, unga stúlku í Reykjavík, sem birtist á síðum þessa blaðs fyrir
einni viku, voru eins og svart og hvítt. Upplifun þeirra af Íslandi er eins ólík
og orðið getur.
Beatriz, sem Inga Rún Sigurðardóttir blaðamaður ræddi við, er frá Bras-
ilíu og gengur allt í haginn en hún flutti hingað til lands með fjölskyldu sinni
fyrir hálfu öðru ári. Hún fékk til að mynda hæstu einkunn á samræmdu prófi
í íslensku í vor. Sem verður að teljast með miklum ólíkindum. Í viðtalinu
kemur fram að Beatriz hafi gengið vel að aðlagast, hún á fullt af vinum og
hefur meiri tíma til að sinna ballettinum og öðrum hugðarefnum með náminu
hér á landi en heima í Brasilíu.
Reem, sem Ásdís Ásgeirsdóttir blaðamaður talaði við, er frá Sýrlandi og
kom hingað sem flóttamaður ásamt fjölskyldu sinni fyrir tveimur og hálfu
ári. Hún er tvítug og hefur allt aðra sögu að segja; henni hefur ekki gengið
eins vel og Beatriz að ná tökum á ís-
lenskunni, hefur ekki eignast vini og
finnst hún höfð út undan. Hún segir
unglinga mun opnari í Sýrlandi. „Einu
sinni tók ég matinn minn og settist hjá
krökkunum [í Verkmenntaskólanum á
Akureyri] og þau horfðu á mig og ég
fann að ég var ekki velkomin þarna.
Ég reyndi að blanda geði við krakkana
en fékk ekki góðar móttökur,“ segir
Reem í viðtalinu og faðir hennar bætir
við að sama sé upp á teningnum hjá
unglingsbræðrum hennar. „Við lifum í
mikilli streitu. Við þurfum meiri hjálp
frá kerfinu,“ segir hann.
Nú eru auðvitað tvær hliðar á öllum málum en ég trúi samt ekki öðru en að
yfirvöld í mínum gamla heimabæ hafi sest rækilega yfir frásögn Reem Almo-
hammad. Upplýsingarnar sem þar koma fram eru sannarlega sláandi. Haf-
andi alist þar upp er ég vitaskuld ekki dómbær en gjarnan er sagt að erfitt sé
að kynnast Akureyringum; þeir séu lokaðir. Mögulega eru Reem og fjöl-
skylda hennar að rekast á þann vegg. Alltént vona ég að slæðan sé fólki ekki
þyrnir í augum, eins og hún gefur sjálf í skyn. Það væri dapurlegt.
Margar fleiri spurningar vakna; eins og hvort auðveldara sé að nálgast
fimmtán ára íslensk ungmenni en tvítug og hvort vald á íslenskunni skipti
sköpum þegar kemur að aðlögun og tengslamyndun útlendinga. Að ekki sé
talað um trúarbrögðin; eru önnur trúarbrögð en kristni fyrirstaða?
Beatriz og Reem ala sama drauminn í brjósti; að verða læknar. Meðan
Beatriz sér engin ljón á veginum hefur Reem þetta að segja: „Mig dreymir
en ég sé ekki að það muni rætast.“
Er virkilega svona miklu lengra til Sýrlands en Brasilíu?
Beatriz
Soares
Ladeira
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
(Ó)velkomin
til Íslands
Pistill
Orri Páll
Ormarsson
orri@mbl.is
’Þau horfðu á mig ogég fann að ég varekki velkomin þarna. Égreyndi að blanda geði
við krakkana en fékk
ekki góðar móttökur.
Reem
Almohammad
Morgunblaðið/Ásdís
Omran Kassoumeh
Já, ég fer á útihátíð í Túnis.
SPURNING
DAGSINS
Ætlar þú
á einhverja
útihátíð
í sumar?
Páll Guðnason
Nei, en ég er að fara á tónleika með
Guns N’ Roses.
Jóhann Grétar Ágústsson
Nei, ekki neina.
Ari Páll Karlsson
Ég fór á Secret Solstice og læt það
duga.
Ritstjóri Davíð Oddsson
Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
KARL ÓTTAR PÉTURSSON
SITUR FYRIR SVÖRUM
Forsíðumyndina tók
Ásdís Ásgeirsdóttir
Karl Óttar Pétursson er framkvæmdastjóri
þungarokkshátíðarinnar Eistnaflugs sem haldin
verður í Neskaupsstað dagana 11. til 14. júlí.
Hátíðin verður nú haldin í fjórtánda skipti og er
hægt að nálgast miða á www.tix.is.
Hvað er búist við mörgum
málmhausum á hátíðina í ár?
Verða þeir fleiri eða færri en í
fyrra?
Við búumst við um það bil fimmtán-
hundruð manns en við vitum svo sem
aldrei hversu margir það verða. Útlend-
ingunum hefur fækkað mjög mikið síð-
ustu ár sem eru venjulega svo skipulagð-
ir, en Íslendingar bóka sig alltaf svo
seint. Miðasalan í ár hefur gengið betur
en í fyrra svo við vonum að aðsóknin
verði meiri.
Hvar fara herlegheitin fram?
Hátíðin verður haldin í íþróttahúsinu í
Neskaupstað. Beitiskólinn verður með
off-venue og svo verður Stálsmiðjan
þar sem nemendur úr Lista-
háskólanum munu sjá um listviðburði
og annað slíkt.
Hverjar eru helstu bomb-
urnar á dagskránni í ár?
Við verðum náttúrlega með Watain og
Batushka sem eru stórir í svartmetalnum.
Kreator er líka geggjað band og mjög virkt í dag.
Sólstafir eru búnir að vera að gera það gott er-
lendis. Svo verður svartmetal-plötusnúðurinn Pert-
urbator sem kannski ekkert of margir þekkja, en
hann gerði allt vitlaust á hátíðinni fyrir tveimur ár-
um með eins konar Black Metal DJ-setti. Svo náðum
við þeim einstaka árangri að fá Anathema til að spila
hjá okkur en þeir spila alla jafna ekki á þunga-
rokkshátíðum. Við munum bjóða fólki að kaupa partí-
miða undir miðnætti til að sjá Agent Fresco og Gus
Gus.
Þarf eitthvað að stressa sig á veðrinu?
Nei, það er búið að vera svo geggjað veður fyrir aust-
an, sem virðist bara ætla að halda áfram.
Hefur afstaða hátíðarinnar gagnvart
fávitum breyst eitthvað?
Það er alltaf bannað að vera fáviti á Eistnaflugi
sem og annars staðar.
Morgunblaðið/Valli
Eistun
taka á loft