Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.07.2018, Page 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.07.2018, Page 8
VETTVANGUR 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.7. 2018 Okkur þykir veröldin fögurþegar við virðum fyrir okk-ur undur náttúrunnar, hvort sem það er Drangey frá sund- laugarbrúninni á Hofsósi, Hvassa- hraunið á Reykjanesi, fegurstu að- keyrslu að höfuðborg í heimi eða Herðubreiðarlindir. Við slíka sýn fyllist hjarta okkar þakklæti og væntumþykju og til verður óumræði- leg löngun til að vernda þessa feg- urð. Þessari umhyggju fyrir landinu, þessari verndarhyggju hefur vaxið ásmegin. Og það hefur gerst hratt. Ætli það séu meira en tuttugu ár síð- an hæðst var að þeim sem vildu vernda landið gegn raski af völdum mengandi stóriðju: „Ætlið þið okkur að lifa af fjallagrösum?“ Nú vita allir að það er einmitt, og öðru fremur, hægt að lifa góðu lífi af landi sem enn á sín fjallagrös. Maðurinn hefur verið óvæginn við móður jörð. Ágangurinn hefur stig- magnast með aukinni tækni. Auk allra framfara tækninnar í okkar þágu, hefur tæknibyltingin jafn- framt margfaldað eyðileggingarmátt sinn. Fréttir af eyðileggingu regn- skóganna, sem lýst hefur verið sem öndunarfærum heimsins, bera þessu vott að ekki sé minnst á okkur nær- tækara dæmi, tunnurnar við hvert heimili sem fá í sinn hlut plastið af daglegri neyslu meðaljónsins. Og meðaljónum fer fjölgandi sem kunn- ugt er þótt lítið fari fyrir þeirri um- ræðu í seinni tíð. Hvert skyldi ég vera að fara með þessum þönkum? Jú, ég er að reyna að koma að því orð- um hve mikilvægt það er að láta nátt- úruna njóta vafans í glímunni við ágengan manninn. Tvennt vil ég nefna í því sambandi. Þessi tvö atriði eru í reynd gagn- verkandi. Í fyrsta lagi hefur barátta náttúru- verndarfólks fært þungamiðjuna til í umræðunni sem áður segir. Ég spái því að breytt afstaða í þjóðfélaginu eigi enn eftir að færast í átt að kröfu um náttúruvernd. Þar með breytast allar forsendur sem þjóðfélagið byggir ákvarðanir sínar á, hvort sem er til nýtingar eða verndar. Þetta er nokkuð sem áköfustu virkjunar- sinnar verða að horfast í augu við. Í öðru lagi nefni ég þáttinn sem togar okkur í gagnstæða átt. Það er aukin áhersla á arðsemi og gróða. Með einkavæðingu orkuauðlindanna er gróðaöflunum veittur að þeim beinn aðgangur. Þetta verður enn augljósara þegar eigendurnir eru handhafar er- lends fjármagns, sem á sér sama- stað í kaup- höllum heimsins. Ef fer fram sem horfir verður þar vélað um örlög fossins Drynjanda og félaga hans um landið allt. Þetta þarf að hafa í huga þegar rætt er um rammaáætlunina svo- nefndu, sem ætlað var að færa ákvarðanir um verndun og virkjanir inn í ásættanlegri farveg en verið hefur um áratugi. Það hefur þó ekki tekist betur en svo, að guðfaðir þess- arar áætlunar hefur aldrei viljað gangast við þessu afkvæmi sínu að fullu, talið þar um að ræða hálfkarað verk. Hjörleifur Guttormsson, nátt- úrufræðingur með meiru, hefur þannig sagt að sjálfan upphafsreit- inn vanti í rammaáætlun. Aldrei sé spurt hve mikið menn vilji virkja og hvers vegna! Þetta er að sjálfsögðu grund- vallaratriði. Ef á daginn kemur að megin markmið virkjana, og þar með alls rasksins af þeirra völdum, er að fylla vasa þeirra sem ásælast að fjár- festa í móður jörð, þá þarf það að sjálfsögðu að koma fram í umræðu um kosti þess og galla að virkja eða vernda. Þótt endanleg ákvörðun eigi að ráðast af þáttum sem standa fyrir ut- an slíkar vangaveltur, hljóta þær engu að síður að skipta máli þegar örlög okkar stórfenglegu náttúru eru ráðin. Stórfenglegur heimur virkjaður ’Hjörleifur Guttorms-son, náttúrufræðingurmeð meiru, hefur þannigsagt að sjálfan upphafs- reitinn vanti í ramma- áætlun. Aldrei sé spurt hve mikið menn vilji virkja og hvers vegna! Morgunblaðið/RAX Úr ólíkum áttum Ögmundur Jónasson ogmundur@ogmundur.is Ragnheiður Elín Árnadóttir, fv. ráðherra, skrifaði á Facebook: „Hey þú þarna veðurfræðingur. Ertu til í að gera mér greiða? Haltu bara áfram að spá rigningu, sú spá gengur alltaf eftir hjá þér og þú ert orðinn nokkuð góður þar. Ef það er eitthvað sem er ömurlegra en rigningarspá sem gengur alltaf eftir þá er það sól- skinsspá sem stenst ekki. Eins og í dag. Kveðja, trúgjarna veðurbugaða konan í Keflavík sem fór í alvöru að leita að bikiníinu þegar hún sá sól- arspá.“ Vegna fréttar mbl.is um góða um- gengni Japana á HM í fótbolta rifjar Þorgrímur Þráinsson upp þegar húsvörður á leikvanginum í Nice kom inn í búningsklefa eft- ir leikinn við England á EM 2016. „Ég hef verið húsvörður á þessum velli í rúmlega áratug. Ekk- ert landslið í heiminum hefur gengið jafn vel um klefann og Ísland. Skil- aðu kveðju!“ Páll Bergþórsson lagði orð í belg í launadeilu ljósmæðra við rík- ið. „Hér er hundgamall karl með af- skiptasemi. Það er barist gegn því að ljósmæður fái hækkun tiltölulega lágra grunnlauna vegna þess að heildarlaun hverrar starfskonu séu svo há. Þetta eru vanhugsuð rök. Heildarlaunin eru svona há að með- altali vegna þess að of fáar ljós- mæður eru starfandi. Með hækkun grunnlauna ætti aðsóknin að starf- inu að vaxa. Þá mundu heildarlaunin hjá hverri ljósmóður nefnilega fremur lækka en hækka. En með því væri samt með tímanum stefnt að sanngirni, heilbrigðu jafnvægi og forsvaranlegu álagi.“ AF NETINU SÍGILDIR SUNNUDAGAR Fyrsta flokks kammertónlist Sígildir sunnudagar eru klassísk tónleikaröð þar sem boðið er upp á fjölbreytt úrval kammertónleika. Sunnudaga kl. 17:00 í Hörpu Bragð af vináttu • Hágæðagæludýrafóður framleitt í Þýskalandi • Bragðgott og auðmeltanlegt • Án viðbættra litar-, bragð- og rotvarnarefna Útsölustaðir: Byko, Dýraland, Gæludýr.is, 4 loppur, Multitask, Launafl, Vélaval, Landstólpi. Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.