Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.07.2018, Side 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.07.2018, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.7. 2018 VETTVANGUR Hjartagátt lokuð Búast má við miklu álagi á bráða- móttöku Landspítalans í Fossvogi þar sem starfsemi hjartagáttarinnar hefur færst þangað yfir. Hjartagátt Landspítalans hefur verið lokað vegna skorts á sérhæfðum hjúkr- unarfræðingum og verður ekki opn- uð aftur fyrr en 3. ágúst. Skiptar skoðanir Samkvæmt nýrri könnun MMR virðast landsmenn ekki sammála um það hvort hætta eigi dönskukennslu í grunnskólum og kenna ann- að tungumál í staðinn. And- staða við breytingu á dönskukennslu virðist aukast eftir aldri og einnig með aukinni menntun. Herra hnetusmjör í framleiðslu Rapparinn Herra hnetu- smjör hefur þróað eigið hnetusmjör í samstarfi við H-Berg. Mun smjörið koma á markað í haust og standa viðræður yfir við nokkrar verslanir um sölu á því. Of blautt fyrir malbikið Illa hefur gengið að malbika stofnæðar á og í kringum höfuðborgarsvæðið það sem af er sumri vegna vætutíðar. Sigþór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hlaðbæjar-Colas, segir þetta verstu byrjun á sumri sem hann hafi séð. Morgunblaðið/Hari VIKAN SEM LEIÐ Þetta reykvíska sumar er búið að vera hræði-legt. Ég vinn í morgunútvarpi og við höfumtalað soltið um veðrið. Eiginlega helling. Fyrst var það með vonarglætu. „Jæja. Það er farið að birta og það er reyndar smá rigning.“ Nú erum við farin að hvæsa milli samanbitinna tanna: „Hvað haldið þið? Er ekki bara rigning, fimmtugasta dag- inn í röð!“ Sumarið er eins og langur og leiðinlegur hand- boltalandsleikur við Svía á tíunda áratugnum. Byrj- aði ágætlega. Einn eða tveir sólarglennudagar, bara til að segja okkur að við ættum ágætis möguleika. Svo kom slæmi kaflinn sem virðist vera algjörlega endalaus. Allt fer í rugl og rétt þegar við eigum smá glætu, komumst inn í sendingu, þá ver sænska tröll- ið einu sinni enn og við fáum á okkur mark úr hraðaupphlaupi. Kristján Arason er farinn að nudda á sér öxlina, Ólafur Stefánsson búinn að týna sér í einhverjum heimspekilegum pælingum, tíminn líður og skyndilega er leikurinn búinn – kominn vetur – og við áttum aldrei möguleika. Sjötíu sólskinsstundir í júní hljómar eins og ein- hvers konar framúrstefnulegt vinnustaðagrín. Senni- lega helmingurinn af þeim um miðja nótt þegar við höfum nákvæmlega ekkert að gera við þær. Og svo hugsar maður líka um vesalings fuglana sem koma hingað í góðri trú og eru búnir að vera rassblautir í allt sumar. Er það sanngjarnt? Veðurfræðingar reyna að gefa okkur einhverjar langsóttar skýringar á því að einhver hæðarhryggur blablabla sé yfir suðaustan blablabla og það valdi blablabla. Jájá. Þeir vita ekki rassgat. Maður sér samt á þeim að þeir geta ekki falið spenninginn yfir því að hundrað ára gömul met séu að falla. Ég held að þeir liggi á bæn um enn einn rigningadaginn til að vera heitustu gaurarnir á ráðstefnu veðurfræð- inga í Umeå. Ég vissi ekki að veður gæti skipt svona miklu máli og haft svona mikil áhrif á mann. Konan mín talar stundum um heimskautasumarið mikla ’93 þegar hún ákvað að vinna aldrei aftur úti, eftir heilt sumar í kraftgalla og með skíðahúfu. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki tekið hana alvarlega. Fyrr en nú. Maður hefði haldið að allir væru farnir til útlanda. En það er ekki þannig. Margir taka ekki þá áhættu að missa af íslenska sumrinu. Hvað ef maður lendir, eftir góða níu tíma seinkun, á Tene í rigningu? Og heima er sumarið loks komið og allir brosa mót sólu á Austurvelli. Hver myndi vilja missa af því? Það er meira að segja komin fram ný tegund af hjátrú. Veðurhjátrú. Vinur minn telur sig eiga sök á þessu með því að hafa byrjað of snemma að ganga í stuttbuxum, aðrir að þeir hafi tekið grillið of snemma fram. Ég tók enga áhættu og er enn með sköfuna í bílnum. Og á meðan við bíðum eftir sumrinu og maríner- uðu grísahnakkarnir fara aftur í frystinn, þá veltir maður því í alvöru fyrir sér hvernig standi á þessu. Hvað höfum við gert? Ég er ekki að fara að trúa einhverjum skýringum veðurfræðinga. Sá tími er löngu liðinn. Það er einhver á bak við þetta. Mögu- lega Bond-illmenni með veðurstýringargervitungl og hvæsandi persa í fanginu. Ég yrði ekki hissa þó að Bogi Ágústsson birtist brúnaþungur á skjánum. „Og hér var að berast frétt: Aðskilnaðarsamtök Mývetn- inga hafa lýst yfir ábyrgð á reykvíska sumrinu. Í yfirlýsingu frá þeim kemur fram að með þessum að- gerðum vilji þeir mótmæla auknu linmæli og lokun neyðarbrautarinnar.“ Og þá komum við aftur að íslenska handbolta- landsliðinu. Við erum búin að taka leikhlé og skipta um markmann og spila maður á mann. Það gerist ekkert. Þið getið hangið hérna í þessu rigningar- rugli. Þetta sumar getur bara fokkað sér. Ég er farinn. Slæmi kaflinn Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is ’Ég yrði ekki hissa þó að Bogi Ágústsson birtist brúnaþungur á skjánum. „Og hérvar að berast frétt: Aðskilnaðarsamtök Mývetninga hafa lýst yfir ábyrgð á reyk-víska sumrinu. Í yfirlýsingu frá þeim kemur fram að með þessum aðgerðum vilji þeirmótmæla auknu linmæli og lokun neyðarbrautarinnar.“ UMMÆLI VIKUNNAR ’Þetta er allt á sömu bókina lært.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um launahækkanir 48 forstöðumanna ríkisstofnana. Byggingarkranar hafa ekki verið fleiri í Reykjavík í sex ár. Þeir sem skoðaðir eru á ári stefna í að ná sama fjölda og þegar mest lét árið 2007. Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is Veldu betri málningu PALLAOLÍA • Allround olían er efnisrík gæðaolía sem endist lengur • Margir fallegir litir* * Litur á palli EJLINGE Ármúli 7, Reykjavík | Sími 568 0708 | www.fako.is Borð 136.900 TILBOÐ 82.140 Stóll 18.900 Spegill 38 cm 8.900 Spegill 32 cm 6.900 Stóll 29.900 30-50%afsláttur afvöldum vörum

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.