Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.07.2018, Side 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.07.2018, Side 12
ÚTTEKT 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.7. 2018 Eftir að tveir fremstu sparkendur samtím-ans – og mögulega allra tíma – stimpluðusig út af heimsmeistaramótinu í Rúss- landi um liðna helgi bendir allt til þess að þeir komi til með að setjast í helgan stein án þess að handleika stærsta bikarinn af þeim öllum, sjálf- an heimsbikarinn. Þegar HM fer næst fram, í Katar að fjórum árum liðnum, verður Portúgal- inn Cristiano Ronaldo orðinn 37 ára og Argent- ínumaðurinn Lionel Messi 35 ára. Auðvitað er ekki hægt að útiloka að þeir snúi aftur þá, enda um einstaka íþróttamenn að ræða, en líkurnar eru sannarlega ekki með þessum ágætu köpp- um lengur. Þess utan hverfist þetta ekki bara um þá tvo, liðin í kringum þá þurfa að taka hressilegum framförum í millitíðinni. Ronaldo komst lengst í undanúrslit HM, í Þýskalandi 2006, en Messi fór alla leið í úrslita- leikinn í Brasilíu fyrir fjórum árum, þar sem Argentína laut í gras gegn Þýskalandi eftir framlengdan leik. Nær verður víst ekki komist. Enn í skugganum? Portúgal hefur raunar aldrei hampað heimsbik- arnum, nokkuð sem Argentína hefur gert í tví- gang, 1978 og 1986. Í seinni skiptið fór maður að nafni Diego Armando Maradona fyrir liðinu en við hann er Messi gjarnan spyrtur. Hvor var betri? mun sagan áfram spyrja. Tölfræðin mun alltaf segja Messi; fleiri titlar, miklu fleiri mörk og þar fram eftir götunum. Á móti kemur heimsbikarinn hans Maradona; sem hann vann nánast upp á eigin spýtur. Undan þessu svíður Messi. Og mun svíða. Ronaldo og Messi geta huggað sig við það að þeir eru alls ekki í slæmum félagsskap; margir af fremstu sparkendum sögunnar hafa þurft að bíta í það súra epli að verða aldrei heimsmeist- arar. Lítum á nokkra. Kunnasti Portúgalinn til að gera atlögu að heimsbikarnum, fyrir utan Ronaldo, er án efa Eusébio, sem varð markakóngur á HM 1966 í Englandi. En liðið féll út í undanúrslitum. Þar á eftir kemur líklega Luis Figo. Loðvík Fíkja, eins og góður maður kallaði hann. Þegar listar þessa efnis er teknir saman trón- ir Hollendingurinn Johan Cruyff ósjaldan á toppnum. Hann var einn besti leikmaður heims á árunum um og upp úr 1970 og leiddi stríð- mannað lið sitt alla leið í úrslitaleikinn gegn heimamönnum á HM í Vestur-Þýskalandi 1974. Það fór á sama veg og hjá Messi, nema hvað þýska stálið kramdi hjarta Cruyffs í venjuleg- um leiktíma. Sem er sennilega mannúðlegra. Holland aldrei unnið Cruyff var genginn úr skaftinu fjórum árum síðar, þegar Holland tapaði aftur í úrslitaleik, það sinnið fyrir öðrum gestgjöfum, Argentínu. Til að gera langa sögu stutta þá hefur Hol- land, þrátt fyrir allar sínar erkikempur gegnum tíðina, aldrei unnið heimsbikarinn. Seinasta gullkynslóð, Arjen Robben, Robin van Persie, Wesley Sneijder og þeir kappar, komust reynd- ar mjög nálægt því; töpuðu fyrir Spánverjum í úrslitaleik í Suður-Afríku 2010. Í framlengingu. Nema hvað? Í millitíðinni lögðu menn eins og Marco van Basten og Ruud Gullit allt í sölurnar. Án árang- urs. Maðurinn sem ógnaði veldi Maradona einna helst á níunda áratugnum, Frakkinn Michel Platini, lauk líka ferlinum án þess að komast í tæri við heimsbikarinn; féll út í undanúrslitum bæði 1982 og 1986. Og fyrir hverjum? Auðvitað Vestur-Þjóðverjum. Þeim hjartaböðlum. Eigi að síður eru margir á því að Frakkar hafi aldrei átt betra lið en auk Platinis voru þar sögufrægir miðvellingar eins og Jean Tig- ana og Alain Giresse. Af seinni tíma Frökkum sem misstu af þeim stóra má nefna Ís- landsvininn Eric Cantona. Eðli málsins samkvæmt er leit- un að Þjóðverja sem aldrei varð heimsmeistari; ætli Karl-Heinz Rummenigge sé ekki þeirra fræg- astur. Hann laut í gras í úrslitaleik bæði 1982 og 1986 en hafði lagt skóna á hilluna þegar Þjóðverjar sýndu og sönnuðu að allt er þegar þrennt er, á Ítalíu 1990. Og höfðu þá sjálfan Maradona undir. Einnig má nefna markvörðinn geðþekka Oliver Kahn en hann tapaði úrslitaleiknum gegn Brasilíu 2002. Í því liði var einnig Michael Ballack. Besta liðið sem ekki vann Brasilía hefur fimm sinnum orðið heimsmeist- ari, einu sinni oftar en Þýskaland, og fyrir vikið ekki margir af helstu leikmönnum þeirra verið skildir út undan. Zico kemur fyrst upp í hugann og félagar hans í ’82-liðinu sem vann hug og hjarta heimsbyggðarinnar á mótinu á Spáni en féll óvænt út fyrir Ítalíu í milliriðlum. Það er að margra mati besta liðið sem aldrei vann HM og örugglega betra en mörg lið sem fóru alla leið. En að því er víst ekki spurt. Af þeim höfðingjum má einnig nefna Sócrates sáluga, Falcão og Éder. Af kunnum Ítölum sem aldrei urðu heims- meistarar nægir að nefna Paolo Maldini og Ro- berto Baggio. Og af Spánverjum Raúl og Emilio Butragueño. Ef við förum lengra til baka hittum við fyrir Ferenc Puskás, aðalsprautuna í gullaldarliði Ungverja. Hann var maður mótsins í Sviss 1954 en tapaði úrslitaleiknum. Gegn hverjum? Jú, jú, Vestur-Þjóðverjum. Önnur stjarna þeirra tíma, Alfredo Di Stéf- ano, komst aldrei á lokamót HM og náði hann þó að leika landsleiki fyrir hönd bæði Argentínu og Spánar. Ekki einu sinni Best Sama máli gegnir um eina helstu kempu sjö- unda áratugarins, Norður-Írann George Best, og svo bestu leikmenn Wales gegnum tíðina, Ian Rush, Mark Hughes, Ryan Giggs og Gareth Bale. Úr því við erum á Bretlandseyjum er óhætt að greina til Englend- ingana Kevin Keegan, Paul Gasco- igne, Gary Lineker, Tony Adams og David Beckham. Afríkuþjóð hefur aldrei unnið HM og þar með ekki goðsagnir eins og Roger Milla frá Kamerún og George Weah Líberíu- forseti. Af Norðurlandabúum má nefna Peter Schmeichel og Laudrup-bræður frá Danmörku og Svíana Gunnar Nordahl, Zlat- an Ibrahimović og Henrik Larsson. Og ef við ætlum alla leið með pæl- inguna hendum við að sjálfsögðu Ás- geiri Sigurvins- syni og Eiði Smára Guðjohn- sen inn í hringinn. Búmm, búmm, húh!!! Hjartasár á HM Messi og Ronaldo ganga bognir af velli á HM í Rússlandi. Er stóri draumurinn þeirra endanlega úti? AFP Ítalski varnarjaxlinn Paolo Maldini rifaði seglin eftir langan feril án þess að verða heimsmeistari. Norður-Írinn George Best varð aldrei svo frægur að taka þátt í lokamóti HM. Hollendingurinn Johan Cruyff er af mörgum tal- inn besti leikmaðurinn sem aldrei vann HM. Þrátt fyrir Guðs gjöf og góðan vilja gengur rófan ekki hjá Lionel Messi og Cristiano Ronaldo á HM. Ekki svo að skilja að þeir séu í vondum félagsskap en fyrir á listanum yfir leikmenn sem ekki hafa unnið mótið eru kappar eins og Johan Cruyff, Michel Platini, Ferenc Puskás, Zico, George Best og Paolo Maldini. Ekki leiðum að líkjast! Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Ungverjinn Ferenc Puskás var töframaður með knöttinn. Hér er hann kominn af léttasta skeiði. Brasilíski snillingurinn Zico sat eftir með sárt ennið á HM 1982 eftir alveg geggjuð tilþrif. Michel Platini í leik með Frökk- um gegn Ítölum á HM 1986. David Beckham er í hópi fjölmargra frambærilegra Englendinga sem aldrei hafa unnið HM. Reuters

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.