Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.07.2018, Page 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.07.2018, Page 14
VIÐTAL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.7. 2018 Þ að er tæp öld síðan Halldóra Kristín Björnsdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum, dóttir hjónanna Björns Bjarnasonar og Ingibjarg- ar Ólafsdóttur. Þetta var árið 1922 en ári síðar bættist önnur stúlka í hópinn, Sig- ríður. Næst fæddist Jón árið 1924, svo Kristín árið 1925. Sigfríður kom í heiminn 1926, þá Perla árið 1928, Soffía árið 1933 og loks Bjarni Ólafur árið 1935. Átta börn á þrettán árum og það var líf og fjör á heimilinu. Faðirinn var út- gerðarmaður og sjómaður en móðirin heima- vinnandi, enda í nógu að snúast. Af átta systkinum eru fimm systur á lífi, þær Halldóra Kristín, 96 ára, Sigríður, 95 ára, Krist- ín, 92 ára, Perla, níræð í ágúst og Soffía yngst, en hún verður 85 á árinu. Á huggulegu dvalarheimili aldraðra í Vest- mannaeyjum mælir blaðamaður sér mót við systurnar fimm. Þær bera allar aldurinn ein- staklega vel, eru heilsuhraustar og fallegar. Goslokum er fagnað þessa helgina í Eyjum og því ekki úr vegi að heyra í elstu kynslóð Eyja- kvenna. Þær muna að sjálfsögðu vel eftir gos- inu, en árið 1973 voru þær á fimmtugsaldri. Allar fimm hafa þær búið í Vestmannaeyjum alla ævi, fyrir utan árið eftir gos, nema Halldóra sem flutti til Spánar þá og bjó þar í tíu ár. Soffía Ég hef alltaf verið hérna og mig hefur aldrei dreymt um að fara héðan. Þær systur eru sammála um að það sé gott að búa í Eyjum og segjast hafa átt indælis æsku. Við hefjum spjallið á æskunni og heimilislífinu í Eyjum á fyrri hluta síðustu aldar. Sigríður Við vorum átta, ein systir okkar er farin og svo áttum við tvo bræður og þeir eru báðir farnir. Yngri bróðir okkar hrapaði í Bjarnarey 24 ára gamall en eldri bróðir okkar dó níræður. Og systir okkar náði að verða átt- ræð, þannig að þetta er allt háaldrað fólk. Perla Þetta er í ættinni hennar mömmu, það sagði hún alltaf. Halldóra Ég fór þriggja ára til afa og ömmu, en ég er elst. Þar ólst ég upp við mikið eftirlæti. Þar var ég til tólf ára aldurs. Sigríður Þá varð hún svo óþæg, amma réði ekki við hana. Systurnar skellihlæja. Sigríður Það var búið að eyðileggja hana með dekri. Þá kom hún heim til okkar, í hópinn. Spurðar um hvað þær muna helst úr æsku rifjar Halldóra upp kvöld sem hún man ætíð. Halldóra Það er minnisstæðast þegar faðir minn fylgdi mér upp að Hlaðbæ frá Bólstað- arhlíð og það var rennisléttur snjórinn og það brakaði í honum. Það var stjörnubjart og hann var að segja mér hvað stjörnurnar hétu. Þetta er yndislegasta kvöld sem ég hef lifað. Kristín Við lékum okkur oft í fallinni spýtu. Perla Við fengum gott uppeldi, foreldrar okk- ar voru indælis manneskjur. Það var keypt ein kýr til þess að við hefðum nóg af mjólk, og svo ræktaði mamma líka grænmeti. Sigríður Mamma var mikil ræktunarkona. Halldóra Hún átti langfallegasta garðinn í bænum. Þær systur bjuggu í húsi í Bólstaðarhlíð sem faðir þeirra byggði árið 1925, en húsið átti síðar eftir að hverfa undir ösku. Kristín Ég er fyrsta barnið sem fæðist í hús- inu, árið 1925. Talið víkur að hinni örlagaríku nótt 23. jan- úar, 1973. Æskuheimilið skemmdist þessa nótt ásamt þremur húsum þeirra systra, en þær bjuggu allar í sömu götu, í Grænuhlíðinni. Soffía Húsin í Bólstaðarhlíð skemmdust mest vegna þess að það voru stórar vatnsslöngur sem lágu upp að hrauni og þær sprungu og það flæddi svo mikil aska og vatn inn í húsið hennar mömmu og inn í hin húsin í götunni. Þær segjast allar muna vel þessa nótt og rifja upp atburðina og tilfinningar sem bærðust með þeim. Kristín Það var mjög skrítið hvað maður var rólegur á meðan á þessu stóð. Og svo fórum við með bátnum í land og maður heyrði ekki í nein- um manni. Perla Fólkið þagði. Soffía Við vorum svo nálægt þessu gosi en maðurinn minn kom seint heim þetta kvöld, og ég sagði við hann að það væru búnir að vera tveir skjálftar. Og það var svo undarlegt að það var eins og þeir kæmu undan húsinu. Það var eins og það væri slegið upp undir húsið. Mamma bjó á neðri hæðinni hjá mér og ég fór niður til hennar og sagði henni að það hefðu komið tveir kippir. Ég sagði við hana að ef það kæmu fleiri, ætti hún að fara út á túnið fyrir framan húsið. Mamma sagði, væna mín, ég er sko ekkert hrædd við þetta, ég hef lent í svo miklum jarðskjálfta 1918. Þannig að ég fer upp aftur og segi að ég sé svo hrædd um að Katla sé að fara að stað. Og að fólkið þarna fyrir austan þyrfti að fara að flýja þessa nótt. Og mamma segir ekkert við því en það var einhver uggur í mér og ég tók öll föt litlu stúlkunnar minnar, sem var ekki tveggja ára, og lagði þau á síma- borðið. Og hafði þau tilbúin þar, ég veit eig- inlega ekkert af hverju. Svo vöknuðum við um hálftvö þegar brunalúðurinn fór í gang, en brunabíllinn keyrði um göturnar til að vekja fólkið. Þá var byrjað að gjósa og við sáum eld- strókana út um baðgluggann. Sigríður Ég var skíthrædd. Þó það sé ekki falleg íslenska að segja það, en ég var mjög hrædd. Perla Maður var svo undrandi. Halldóra Ég trúði því ekki þegar maður hringdi bjöllunni hjá mér og var að segja að það væri komið gos. Ég trúði honum ekki, ég hélt að hann væri búinn að fá sér í glas. En svo sá ég eldinn. En það voru allir svo rólegir, afskaplega rólegir. Sigríður Við vorum háttuð hjónin. Dyrabjall- an hringdi og maðurinn minn fór til dyra. Þar stóð lítill drengur fyrir utan og sagði að það væri byrjað að gjósa. Við ætluðum ekki að trúa þessu en fórum samt og klæddum okkur og fór- um að hafa samband við systur mína sem bjó í næsta húsi að heyra hvað þau hefðu frétt. Þá voru þau vöknuð. Við vissum aldrei hvaða drengur þetta var sem vakti okkur. Grænahlíð- in var byggð af ungu fólki sem átti ung börn. Þau ólust upp þarna og manni þótti vænt um þau. Svo allt í einu þessa nótt þá hurfu þau og það fór hver í sína áttina og við sáum þau ekki aftur fyrr en mörgum árum seinna. Kristín Það var erfitt hjá mörgum og margir sem komu ekki til baka. Halldóra En ég dreif mig til Spánar og bjó þar í tíu ár. Það var yndislegur tími. Soffía Maður hugsaði þegar maður sigldi í burtu; maður er búinn að tapa aleigunni. Maður vissi ekkert meira. Við fórum bara eins og við stóðum. Sonur minn var á Ísafirði í mennta- skóla og honum fannst voðalega erfitt að hafa misst af þessu. Hann hugsaði þetta öðruvísi en við. Sigríður Það hugsaði hver um að bjarga sjálfum sér. Það var allt svo hljótt Fimm systur í Vestmannaeyjum þakka bjartsýni, foreldrum sínum og hollu líferni langlífi en fjórar þeirra eru á tíræðisaldri en „litla barnið“ er aðeins 85 ára. Þær settust niður með blaðamanni og rifjuðu upp æskuárin og gosið árið 1973 sem er þeim enn í fersku minni, 45 árum síðar. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Í aftari röð frá vinstri standa Sigríður, Jón og Halldóra. Í fremri röð frá vinstri eru Kristín, Soffía, Bjarni Ólafur, Perla og Sigfríður Björnsbörn Bjarnasonar og Ingibjargar Ólafsdóttur. Ljósmynd/Kjartan Guðmundsson, Ljósmyndasafn Vestmannaeyja.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.