Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.07.2018, Page 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.07.2018, Page 15
8.7. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 Soffía Manni brá mest við allt fólkið sem ekki kom til baka. Ég var svo heppin að fá strax góða íbúð í Reykjavík og þurfti ekki að tvístra börn- unum mínum, ég gat ekki hugsað mér það. Svo bara beið maður þangað til maður kæmist heim aftur. Sigríður Þegar maður kom upp á fastaland var maður atvinnulaus, allslaus. Soffía Þessa nótt þekktum við þessa tilfinn- ingu að vera flóttamaður. Sigríður Ég stóð uppi í stýrishúsinu alla leið til Þorlákshafnar, í þrjá klukkutíma. Perla Ég sá eld koma upp úr sjónum alveg við eyjuna og ég man að ég hugsaði með mér; góði guð, láttu ekki koma eld þegar báturinn fer hér fyrir klettsnefið. Þetta var ég að tauta í hug- anum. Maður hefur verið hálfhræddur. Soffía Mamma sagði oft þegar ég var lítil, ef Helgafell fer að gjósa, þá stökkvið þið niður á bryggju. Kristín Þetta gerði ekkert boð á undan sér. Sigríður Þegar þær tvær komu heim voru húsin þeirra uppistandandi með öllu, en þegar við komum heim þá var ekkert heimili. Soffía Flestir gátu bjargað dótinu sínu, nema þeir sem voru næstir gosinu. Sigríður Mér fannst einhver huliðshönd hafa verið yfir okkur. Einhver verndarengill. Það meiddist enginn. Soffía Það dó enginn Eyjamaður en það dó einn aðkomumaður sem fór ofan í kjallara á apótekinu og þar var gas. Og þar fannst hann látinn. Sigríður En þessa nótt dó enginn og maður heyrði ekki barnsgrát. Perla Það fannst mér svo sérstakt, það var allt svo hljótt. Sigríður Það var gömul kona sem sat við hlið- ina á mér á bátnum og hún sagði; ég bjó þó um rúmið mitt áður en ég fór. Perla Þetta fór allt blessunarlega vel. Þær segjast alltaf hafa ætlað að snúa til baka, nema Sigríður segist hafa getað hugsað sér að setjast að í Reykjavík. Rúmu ári eftir gos gátu þær snúið til baka og segja það hafa verið ljúft en að sama skapi erfitt. Soffía Fimmta september var ég komin heim, maðurinn minn þurfti að fara snemma því hann var með fyrirtæki til að hreinsa öskuna. Það var strax byrjað að moka þessu í burtu. Kristín Þegar ég kom út úr flugvélinni og steig á jörðina sagði ég: nú er ég alsæl. Og hef verið það síðan. Soffía Þegar ég kom var neglt fyrir annan hvern glugga í bænum og engin starfsemi neins staðar. Ekkert um að vera. Sigríður Ég ætlaði ekkert endilega til baka, ég var búin að fá svo góða vinnu hjá Lúðvík Storr í Speglabúðinni á Laugavegi. Ég kunni af- skaplega vel við mig í Reykjavík. Ég hefði alveg getað hugsað mér að vera lengur, en það var eitt sem togaði í mig! Og það var lítið barn. Við vor- um orðin amma og afi. Og vildum vera hjá litla barninu. Og svo var það líka að manninum mín- um gekk miklu betur að fá góða vinnu hér en í Reykjavík. Sigríður Það var ömurlegt að horfa yfir eyj- arnar. Eftir þetta. Þessi fallega græna eyja var komin á bólakaf í ösku. Þetta var svo ömurlegt en maður lét sem ekkert væri, að ekkert hefði komið fyrir. En það kom ýmislegt fyrir nefni- lega. Þetta snerti mann djúpt. Að missa allt, og horfa á eftir fólkinu tvístrast út um hvippinn og hvappinn. Og svo að koma heim og sjá eyjarnar. Það er kraftaverk hvað það tókst að þrífa þetta. Kristín Það var ósköp yndislegt að koma heim aftur. Soffía Já, það er ótrúlegt hvað það gekk vel að hreinsa eyjarnar. Það grænkaði fljótt aftur. Sigríður Þetta var mikil lífsreynsla. Kristín Það höfðu farið flokkar hér um Eyjar og allt dótið var sett í gáma og sent til Reykja- víkur. En sum húsin sukku alveg í ösku. Sigríður Maður var að leita að dótinu sínu um allar trissur, uppi í Breiðholti, Kópavogi og víðar. Soffía Maður hélt að Tyrkjaránið hefði verið nóg en svo fengum við eldgos á þröskuldinn, við bæjardyrnar! Við látum gott heita að rifja upp gosið. Blaða- maður spyr hvort það sé ekki skemmtilegt að tilheyra svona stórum systrahópi. Þær tala allar í kór og segja það yndislegt og að ekki hafi borið skugga á þeirra samband öll þessi ár. Soffía Það er svo gott samkomulag á milli okkar og hefur alltaf verið. Sigríður Við fengum þannig uppeldi. Ekki er hægt að kveðja þessar eldri dömur án þess að spyrja hver sé galdurinn að baki langlífinu. Þær segjast allar heilsugóðar þó að fætur séu orðnir lúnir. Nefna þær reglusemi, góðan íslenskan mat og gott uppeldi foreldra auk gena sem ástæðu langlífisins. Létt lund og bjartsýni virðist heldur ekki hafa skemmt fyrir. Sigríður Alla vega stundaði ég ekki lækna- stofurnar. Soffía Svo erum við frekar bjartsýnar. Perla Það er gott veganesti, alltaf að vera bjartsýnn. Perla Það þekktist ekki óregla á æskuheimil- inu. Sigríður Við hvorki reykjum né drekkum, þannig að hann hefur kannski áhuga á að rann- saka okkur hann Kári. Það getur vel verið. Kristín Ég held að við séum ekkert þvílíkir undrafuglar. Systurnar fimm skellihlæja og við látum þetta gott heita. Þó ekki fyrr en búið er að drekka kaffi og með því. Systurnar fimm í aldursröð, frá yngstu til elstu: Soffía, Perla, Kristín, Sigríður og Halldóra. Þær muna allar vel eftir gosinu þótt liðin séu 45 ár. Systurnar, sem tilheyrðu átta systkina hópi, eru Vestmannaeyingar í húð og hár. Þær sneru allar til baka eftir gos, þó að Halldóra hafi staldrað við í áratug á Spáni. Morgunblaðið/Ásdís ’ Svo vöknuðum við um hálftvö þegar brunalúðurinn fór í gang, en brunabíllinn keyrði um göturnar til að vekja fólkið. Þá var byrjað að gjósa og við sáum eldstrókana út um baðgluggann.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.