Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.07.2018, Qupperneq 16
VIÐTAL
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.7. 2018
J
ón Sigurður Gunnarsson er búinn að æfa
fimleika í 20 ár. „Og ég er ennþá að,“
segir Jón en þegar blaðamaður ræddi við
hann voru aðeins nokkrir dagar í 26 ára
afmælið.
„Mjög tilvalin og góð þjálfun fyrir sirkus. Það
er þekkt að fimleikamenn fari í sirkus, sér-
staklega í Rússlandi og Kína,“ segir Jón sem er
ennþá landsliðsmaður í áhaldafimleikum og
keppti nú síðast á Norðurlandamóti fyrstu
helgina í júlí. Hann varð Íslandsmeistari árið
2016 í fullorðinsflokki en hefur líka tekið nokkra
titla í unglingaflokki.
Efni þessa viðtals er samt ekki fimleikaferill-
inn heldur sirkusferillinn en loftfimleikamað-
urinn Jón er nýkominn úr hálfs árs ferðalagi
þar sem hann ferðaðist í fimm mánuði með
nýsjálenskum sirkus, Circus Aotearoa. Hann
hefur verið alla tíð í Ármanni og komst þar í
tengsl við Sirkus Íslands. „Það voru strákar í
hópnum sem voru farnir að fikta við sirkuslistir
því Sirkus Íslands var að æfa í Ármanni. Við
hittum þessa trúða og lærðum alveg slatta af
þeim og síðan árið 2014 byrjaði ég að vinna með
Sirkus Íslands þegar við tókum fyrsta túrinn
okkar. Við Sindri vinur minn úr fimleikunum
síðan við vorum pínulitlir vorum með og erum
ennþá með atriði saman,“ segir hann og á þar
við Sindra Stein Davíðsson Diego en margir
hafa áreiðanlega séð þá taka atriði saman.
Erum að sprelligosast
„Ég er í grunninn bara ofan á honum að gera
handstöður og hoppa og við erum að fara í helj-
arstökk og aðeins að sprelligosast. Við höfum
lært á þessu að koma fram en það er stór partur
af því að vera í sirkus. Við höfum báðir verið áð-
ur í leikritum. Ég var í Borgarleikhúsinu árið
2007 í Gosa, þar lærði maður eitthvað. Sindri og
fleiri úr sirkusnum hafa verið í Slá í gegn í Þjóð-
leikhúsinu núna,“ segir Jón sem hefur gaman af
því að sýna.
Hann komst í tengsl við nýsjálenska sirkus-
inn í gegnum Sirkus Íslands en sirkusstjórinn
Lee Nelson hafði verið í sirkusskóla með eig-
andanum, Damian Gordon. „Sonur Gordons,
Matthias Goed kom hingað þegar við fengum
sirkustjaldið okkar og hann hjálpaði okkur með
það og hvernig þetta virkaði allt saman. Eftir
túrinn í fyrrasumar sagði hann okkur að það
væri laust pláss fyrir alþjóðlega sirkuslista-
menn í sumarsýningunni 2018 Circus Aotearoa.
Hann sagði að við gætum sótt um og hvernig
þetta væri allt. Ég varð strax spenntur fyrir
þessu en ég var búinn að vera í sama pakkanum
hérna heima frá því að ég kláraði menntaskóla,“
segir Jón en úr varð að hann sendi inn mynd-
bandsumsókn og komst að. Sirkusinn úti þekkti
líka til hans og það hjálpaði líka að hann hafði
reynslu af tjalduppsetningu.
Jón var í MR og eftir það var hann búinn að
skipta tíma sínum milli sirkussins, tónlistarnáms,
en hann er í djasspíanónámi við FÍH, og fimleik-
anna. „Ég hef alltaf náð að tvinna þetta saman,
sirkus og fimleikana en það var erfiðara þarna
úti en ég náði að fara á æfingar til að halda mér í
formi en sirkusinn heldur manni líka í formi,“
segir hann en loftfimleikarnir og handstöðurnar
krefjast mikillar líkamlegrar getu.
Hann leitaði uppi fimleikafélög á stöðunum
sem hann heimsótti með sirkusnum og nýtti sér
aðstöðuna þegar hún var til staðar.
Hann segir landslagið á Nýja-Sjálandi vera
svipað og á Íslandi, sumarið sé hinsvegar
lengra, landið stærra og því fleiri staðir til að
heimsækja.
Ferðaðist á leiðinni
Hann ferðaðist með fjölskyldu sinni á leiðinni til
Nýja-Sjálands og heimsótti Suður-Kóreu, Jap-
an, Singapúr og Kúala Lúmpúr í Malasíu.
Jón kom út til Nýja-Sjálands í janúar og þá
hófust æfingar. Hann sýndi handstöðuatriði
með sirkusnum og verður með sama atriðið á
sýningum Sirkuss Íslands í sumar.
Þegar þú ert að sýna, ertu þá meira og minna
á hvolfi? „Já, líka dagsdaglega,“ segir Jón sem
eyðir óvenjulega miklum tíma sínum á haus.
„Ég er bara vanur því.“
Sirkusinn er með höfuðstöðvar á sveitabýli á
norðureyjunni. „Þar var ekki einu sinni síma-
samband þannig að við vorum bara að æfa. Þar
var ágætis æfingaaðstæða og við vorum að æfa
úti líka,“ segir hann.
Fyrstu þrjár vikurnar fóru í æfingar, und-
irbúning og að auglýsa túrinn og í lok janúar fór
sirkusinn á fyrsta staðinn til að tjalda. Ferða-
lagið stóð í fimm mánuði og dvaldi sirkusinn í
viku á hverjum stað.
Sirkusinn er án dýra eins og er orðið svo al-
gengt núna. „Það er illa séð að vera með dýr því
þarna eru þau ekki í sínu náttúrlega umhverfi,“
segir Jón en sirkusar með dýrum eru á leiðinni
út þótt þeir séu ennþá til. Ferðalagið var tíu ára
afmælisferðalag sirkussins undir þessu nafni en
á undan því var sirkusinn með dýr. „Tjaldið sem
við notuðum var gamalt og búið að nota það í 10-
15 ár. Það rúmar svipaðan fjölda og okkar tjald
hér heima en það er miklu nýrra og mér finnst
það flottara. Úti eru þau skipulagðari með tjald-
ið og uppsetningu enda búin að vera að gera það
sama í meira en áratug. Við vorum bara sex
manns í því að setja upp tjaldið og það tók okk-
ur aðeins sex klukkutíma. Hér tekur það aðeins
meiri tíma og við erum miklu fleiri að gera
þetta. Þarna úti var þetta eins og vel smurð
vél.“
Mikil vinna að stilla öllu upp
Circus Aotearoa ferðast um landið með tjaldið á
bílum og með hjólhýsi í eftirdragi en sirkus-
fólkið gistir í hjólhýsunum í kringum tjaldið.
Sjálfur bjó Jón í rútu sem var búið að innrétta
sem tvö herbergi ásamt frönskum sirkuslista-
manni, sem var „djögglari“ og götulistamaður.
Fyrrnefndur Goed keyrði rútuna en það þarf
meirapróf í það en Jón fékk sjálfur þá ábyrgð að
keyra bíl með hús sirkusstjórans og eldhúsið
þeirra. „Við fórum nokkrar ferðir fram og til
baka þegar við ferðuðumst á milli staða,“ segir
Jón og útskýrir hversu mikil vinna það sé í
kringum að ferðast með sirkustjald og minnst
af þessari vinnu tengist loftfimleikum.
„Þriðjudagar voru ferðadagar og þá settum
við upp búðir. Mældum hvar tjaldið ætti að vera
og settum hjólhýsin á rétta staði,“ segir hann en
á miðvikudögum er tjaldið sett upp og grunnur-
inn að stúkunni á meðan stelpur úr hópnum
fóru í nálæga bæi til að auglýsa næstu sýningar.
Einhver þarf síðan að vera á svæðinu alla vik-
una til að vakta tjaldið. „Á fimmtudeginum var
aftur vinna snemma um morguninn, við klár-
uðum að setja upp tjaldið, veggina og innrétta
sviðið, stúkurnar og baksviðið og þá eru stelp-
urnar líka að hjálpa til. Við vorum orðin svolítið
fljót að þessu þegar leið á túrinn. Á föstudeg-
inum voru síðustu skrefin, að setja upp sjopp-
una og allt fyrir framan því um kvöldið er fyrsta
Á haus á Hobbitaslóðum á Nýja-Sjálandi.
Ljósmynd/Lilja Draumland
Alltaf
á haus
Jón Sigurður Gunnarsson
er nýkominn úr fimm
mánaða ferðalagi með
sirkus á Nýja-Sjálandi.
Jón er sannkallaður
fjöllistamaður; hann er
ekki aðeins landsliðs-
maður í áhaldafimleikum,
heldur er hann líka
loftfimleikamaður,
í djasspíanónámi við
FÍH og nýbyrjaður
að læra á brimbretti.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Jón hlakkar til sirkussumarsins sem
framundan er með Sirkusi Íslands.