Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.07.2018, Síða 18
VIÐTAL
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.7. 2018
Þ
egar Sveinn Sigurjónsson
sá jörðina Þverárkot
auglýsta til sölu árið
1989 féll hann fyrir
staðnum og hefur alið
manninn þar meira og minna síðan og
haft þar fasta búsetu og lögheimili frá
árinu 1999. Hann heldur hross á
staðnum og tekur þátt í uppgræðslu-
verkefni Landgræðslu ríkisins ásamt
því að vinna að skógrækt. Þverárkot
hafði verið eyðibýli lengi þegar hann
keypti það, en áður fyrr var þar
stundaður búskapur enda var bærinn
í alfaraleið við Svínaskarð sem er
gömul þjóðleið. Þar var jafnan gisti-
staður þeirra sem ráku fé um Svína-
skarð. Síðasti bóndinn í Þverárkoti á
undan Sveini mun hafa verið Oddur
Einarsson en bærinn lagðist í eyði
eftir að hann drukknaði í einni af án-
um sem renna um land Þverárkots.
Þegar Sveinn keypti bæinn til-
heyrði hann Kjalarneshreppi en þeg-
ar það sveitarfélag sameinaðist
Reykjavík 1998 færðist Þverárkot
yfir til Reykjavíkur, í póstnúmer 116.
„Mér líður vel hérna en veturnir
eru erfiðir út af færðinni,“ segir
Sveinn sem leggur ekki í vana sinn að
kvarta. „Pabbi er sveitamaður í
grunninn og vanur að bjarga sér,“
segir Kolbrún Anna dóttir hans. Hún
hefur staðið í því undanfarin ár að
reyna að fá samgöngur við bæinn í
lag svo hægt sé að fá þjónustu að
bænum, en rekur sig víða á veggi.
Ekki er fært upp að Þverárkoti
nema á jeppa því fara þarf yfir Þver-
ána og hún getur verið vatnsmikil og
straumhörð. Bæði er slysahætta mik-
il og þá segir Kolbrún ljóst að sjúkra-
bíll eða slökkvilið kæmust ekki yfir
ána ef á þyrfti að halda.
Erfitt getur reynst að komast yfir
ána á sumrin en þegar Sveinn talar
um að veturnir geti verið erfiðir út af
færðinni þá er það ekki svo að erfitt
sé að komast akandi yfir ána, heldur
er það einfaldlega ekki alltaf hægt.
Ekki bara af því áin sjálf sé frosin og
illfær heldur er ekki hægt að komast
á bíl lengra en að Hrafnhólum, því
snjómoksturstæki fara ekki lengra.
Sveinn fer því fótgangandi þegar
ófært er á bíl. Það er eina leiðin til að
komast að heiman og heim.
Í nokkrar vikur á hverjum vetri
leggur Sveinn, sem verður áttræður á
næsta ári, jeppa sínum við næsta bæ,
Hrafnhóla, og gengur yfir tún og svo
yfir ána Þverá. „Þetta losar um kíló-
metra, leiðin sem ég fer þarna yfir.
Það eru svo misjafnar aðstæður,
stundum á ís og stundum veður mað-
ur bara yfir. Það er ekki hægt að vera
á venjulegum stígvélum, maður þarf
að vera í klofstígvélum. Það eru svo
miklar sveiflur í svona fjallalækjum.
Þegar það er rigning og snjóbráð get-
ur þetta verið eins og straumhart
stórfljót,“ segir Sveinn.
Það eru einmitt þessar aðstæður
yfir vetrartímann sem Kolbrún og
fleiri aðstandendur Sveins hafa
áhyggjur af.
Til að komast að Þverárkoti er ekið
eftir Þingvallavegi og beygt svo upp
til vinstri skömmu eftir að komið er
framhjá Gljúfrasteini. Fyrst er ekið
framhjá þremur bæjum sem tilheyra
Mosfellsbæ og eru við skráðan veg.
Tveir innstu bæirnir við afleggjar-
ann, Hrafnhólar og Þverárkot, til-
heyra Reykjavík, og standa báðir við
óskráðan veg. Hrafnhólar fá þó þjón-
ustu á borð við snjómokstur og sorp-
hirðu, en þjónusta við Þverárkot er
engin.
Á ekki að þurfa að vaða yfir
á til að komast heim
„Þetta er alveg rosalega duglegur
maður, mikil seigla og hann kvartar
aldrei. En ég á alveg svakalega erfitt
með að skilja af hverju þetta þarf að
vera svona. Það þarf bara að setja
brú yfir þessa á og klára þennan veg.
Þetta er fullorðinn maður, hann býr í
Reykjavík og hann á ekki að þurfa að
vaða yfir á til að komast heim. Þetta
er hlægilegt og skammarlegt fyrir
borgina. Það væri alveg rosalega
sorglegt ef hann þyrfti að týna lífi í
þessum aðstæðum, sem eru svo aug-
ljóslega óréttlátar,“ segir Guðbjörg
Sigurjónsdóttir skólastjóri Söng-
skóla Sigurðar Demetz og systir
Sveins.
Hún vill að Reykjavík, sveitarfé-
lagið sem bróðir hennar býr í og
greiðir sín gjöld til, finni lausn. „Það
á bara enginn að þurfa að vera í þess-
um aðstæðum. Hann þarf á þessum
vegi að halda en það virðast allir geta
ýtt þessu frá sér og enginn tekur
ábyrgð á því að klára þetta.“
Nágranni Sveins tekur í svipaðan
streng og segir það verulega óþægi-
legt að vita af Sveini í ánni. „Þetta er
skelfileg aðstaða. Það er auðvitað
bara alveg hryllingur að horfa á eftir
kallinum, stundum í blindbyl. Maður
er bara alltaf á tánum hvort hann skili
sér heim,“ segir Logi Ólafsson, íbúi á
Hrafnhólum, sem er næsti bær við
Þverárkot. Logi hefur búið ásamt
fjölskyldu sinni á Hrafnhólum frá
árinu 2012. „Það er fín þjónusta til
okkar. Það er allavega mokað að
Hrafnhólum og ruslabíll tekur ruslið
einu sinni í mánuði.“
Ekkert farsímasamband og ekkert
netsamband er á þessum slóðum
þannig að Sveinn getur ekki hringt
eftir aðstoð eða látið vita af sér lendi
hann í vandræðum í ánni eða á leið
sinni á milli bæjanna. Og þótt sé fært
á bíl er ekki alltaf einfalt að komast
yfir ána á bíl yfir köldustu mánuðina.
300 metrar sem þarf að laga
„Hann pabbi er með hamar í bíln-
um og þarf oft að eyða kannski
Sveinn Sigurjónsson er alinn upp við það að bjarga sér en nú er ættingjum hans og vinum nóg boðið. Kolbrún Anna Sveinsdóttir segir að leggja þurfi veg yfir ána
Þverá svo hann komist öruggur heim og geti fengið þjónustu sem aðrir telji sjálfsagða.
Morgunblaðið/RAX
Útvörður borgarinnar
Tæplega áttræður Reykvíkingur, Sveinn Sigurjónsson múrarameistari, þarf að leggja bíl sínum í eins kílómetra fjarlægð frá
heimili sínu og vaða eða ganga á ótraustum ís yfir á til að komast heim á veturna. Vegagerðin segist geta lagfært veginn að
bænum og tekið inn á vegaskrá að nýju en skilyrðið er að Sveinn greiði helming kostnaðar, rúmar sex milljónir króna hið
minnsta, úr eigin vasa. Borgin sækir ekki sorp á bæinn meðan vegurinn liggur yfir óbrúaða á og biður Svein að keyra ruslið
rúma 16 kílómetra til að koma í tunnur. Ættingjar og vinir eru ósáttir við að Sveinn þurfi að búa við þessar aðstæður.
Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is
Sveinn á leið yfir Þverá. Í nokkrar vikur á hverjum vetri verður ófært heim að
bænum og hann þarf að vaða yfir ána. Myndin er tekin í desember 2017.
Úr einkasafni
Gula línan sýnir skráðan veg sem
Mosfellsbær sér um viðhald á. Rauð
lína er óskráður vegur en bæirnir
sem nýta hann, Hrafnhólar og Þver-
árkot, eru í Reykjavík. Hluti rauða
vegarins hefur verið lagður afgangs-
malbiki af borginni og grænn kross
sýnir hvar Vegagerðin kom fyrir veg-
riði. Síðasti hluti rauða vegarins, sem
liggur yfir Þverá og í átt að Þverár-
koti, fæst ekki lagður nema eigandi
borgi helming. Svínaskarðsleið, sem
borgin leggur nú afgangsmalbiki, er
ekki á korti enda ekki vegur heldur
slóði sem hefst mitt á milli Hrafnhóla
og Þverárkots og liggur í norðaustur.