Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.07.2018, Blaðsíða 23
8.7. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23
Skyrbúðingur og bláber
Fyrir 6
SKYRFROÐA
200 ml mjólk
200 g skyr hreint
150 g flórsykur
limesafi
Þeytið mjólk, skyr og flórsykur
saman. Bætið limesafa saman
við.
Hellið þessu svo í rjómasprautu
og notið 3-4 gashylki til að ná
réttri áferð. Þá er hægt að
sprauta þessu í ílát. Geymið í kæli
yfir nótt.
BLÁBERJAKRAP
100 g sykur
50 g glúkósi
½ l bláberjasafi
150 ml vatn
Hitið í potti að suðu. Bætið því
næst við 4 g af þykkingarefni og
hrærið saman með töfrasprota.
Nauðsynlegt er að gera þetta
daginn áður og frysta.
HVÍTSÚKKULAÐIOSTAKREM
125 g rjómaostur
125 g mascarponeostur
80 g sykur
175 g hvítt súkkulaði
120 g þeyttur rjómi
Bræðið saman yfir vatnsbaði ost,
sykur og súkkulaði. Þeytið rjóma
og blandið honum varlega saman
við með sleikju.
HAFRA-CRUMBLE
100 g haframjöl
250 g sykur
200 g hveiti
150 g smjör við stofuhita
kanilstöng
Blandið öllu saman og dreifið á
bökunarpappír. Bakið í 20 mín-
útur á 160°C.
Crème
brûlée-
kleinuhringur
Hugmyndin að þessum eft-
irrétti er fengin að láni frá
matarmarkaði í Kaup-
mannahöfn en starfsfólk
Einsa kalda fór þangað í
skemmtiferð. Þar smökkuðu
þau svipaðan rétt og Einsi
linnti ekki látum fyrr en
kokkurinn þar var búinn að
ljóstra upp leyndarmálinu á
bak við réttinn. Hins vegar er
nú leyndarmálið vel varð-
veitt í Eyjum og þurfa því les-
endur að gera sér ferð á
Einsa kalda vilji þeir smakka!
Fyrir 6
300 gr hrossalund
Skerið hrossalundina í 6 þunn-
ar sneiðar, brúnið létt á pönnu
á báðum hliðum.
MARÍNERING FYRIR KJÖTIÐ
1 stk. laukur
3 hvítlauksgeirar
50 ml mirin (hrísgrjónaedik)
50 ml Teríakísósa
4 msk. sesamolía
50 g brennt hvítlauksmauk (fæst
í krukku í asíubúðum)
200 ml olía
pipar
Setjið allt hráefnið, fyrir utan
olíu, saman í matvinnsluvél og
maukið. Hellið olíunni ró-
lega í mjórri bunu saman
við. Látið hrossakjötið
marínerast í um 10 mín-
útur í leginum.
DJÚPSTEIKTIR
ÆTIÞISTLAR
2 stykki Jerúsalem ætiþistlar
Skerið ætiþistlana í man-
dólíni, setjið í ísskalt vatn
með smá salti. Þerrið og
djúpsteikið. Saltið.
MANGÓKREM OG
MEÐLÆTI
1 poki frosið mangó
Setjið mangóið í blandara
og maukað vel.
SKRAUTRÓFA
1 stk skrautrófa
Skerið þunnt í mandól-
íni og piklið.
PIKKLÖGUR
1 hluti vatn1 hluti sykur
1 hluti eplaedik
Takið fallegan disk og
penslið hann með smá af
maríneringunni. Raðið
hrossakjötssneiðunum í
hring ásamt pikklaðri
skrautrófu og djúpteikt-
um ætiþistlum. Setjið
mangósósuna inn á milli.
Njótið!
Hrossa-tataki
Forréttur fyrir 6
12 humarhalar
12 risahörpudiskar
2 pokar chilihnetur
Pillið humarhalana og mænudragið. Maukið
chilihnetur í blandara.
Veltið humrinum upp úr hnetublöndunni
og steikið á pönnu upp úr olíu og smjöri til
helminga. Kryddið með salti og ljósum
pipar.
MARÍNERING FYRIR HÖRPUSKEL
1 hluti brætt smjör
1 hluti hunang
1 hluti sítrónusafi
Látið fiskinn liggja í leginum í klukkustund
og brúnið fallega á öllum hliðum. Látið hvíla
létt í hálfa mínútu.
STEINSELJU-BASILMAUK
2 stk steinseljurót, flysjuð og skorin í kubba
Sjóðið rótina í rjóma, þar til hún er orðin
vel mjúk.
Sigtið hana frá rjómanum og setjið í
blandara ásamt smjörklípu, salti og pipar
eftir smekk. Geymið.
Takið því næst:
búnt af basiliku
100 g rifinn parmesan
3 hvítlauksgeira
50 g furuhnetur
salt og ljósan pipar
smá sítrónuolíu
Slítið laufin frá stilkum og setjið í mat-
vinnsluvél ásamt hvítlauk og furuhnetum.
Hellið rólega sítrónuolíu saman við, þar til
áferðin er passleg.
Blandið þessu því næst saman við stein-
seljurótina með töfrasprota.
RJÓMA-SMJÖRSÓSA
5 geirar skalottlaukur
3 geirar hvítlaukur
1½ dl hvítvín
1 l rjómi
200 g smjör í kubbum
Takið skalottlauk og hvítlauk og svitið á
pönnu. Bætið hvítvíni saman við og sjóðið
niður um helming.
Hellið rjómanum saman við og sjóðið
áfram niður.
Þegar sósan er orðin vel þykk er hún tek-
in af hitanum. Í lokin er svo 200 g af smjöri,
sem er skorið í kubba, bætt saman við var-
lega með sleikju.
Humar og
risahörpuskel