Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.07.2018, Qupperneq 26
Hinn franski Michel Platini (t.v.) á heimsmeistaramótinu sem haldið var í
Argentínu 1978. Á þeim tíma voru stuttbuxurnar mjög stuttar og náðu
ekki niður á mið læri. Fjörutíu árum síðar, í Rússlandi 2018, er franski
framherjinn Olivier Giroud (t.h.) kominn í töluvert síðari buxur.
AFP
Maradona (t.v.) fagnar hér marki gegn Englandi á heimsmeistaramótinu 1986.
Þá var stuttbuxnatískan á vellinum ennþa í styttra lagi. Landi hans Messi (t.h.)
er öllu alvarlegri í Rússlandi fjörutíu árum síðar, enda í talsvert síðari stutt-
buxum og varð þar að auki að sætta sig við tap gegn Frökkum.
Wikimedia AFP
Stuttbuxur
portúgalska
landsliðsins
á HM 2018
eru vissulega í
síðari kantinum
að mati margra.
AFP
Belgíski dómarinn John Langenus dæmdi á
fyrsta heimsmeistaramótinu sem haldið
var í Úrúgvæ árið 1930. Hann hefði vel get-
að farið á ball í þessum búningi.
Wikimedia
Augu heimsbyggðar-
innar beindust að hin-
um portúgalska Cristiano
Ronaldo þegar hann bjó sig
undir að taka aukaspyrnu
skammt fyrir utan vítateig Úrú-
gvæ á heimsmeistaramótinu í
knattspyrnu í júní síðastliðnum.
Það sem vakti þó ef til vill hvað
mesta eftirtekt, a.m.k. af við-
brögðum á samfélagsmiðlum að
dæma, var undirbúningur Ronaldos áður
en hann tók spyrnuna. Hann togaði stutt-
buxurnar langt upp á læri, svo rækilega að
þær minntu helst á nærbuxur. Ekki er vitað
hvað vakti fyrir honum með þessu uppá-
tæki, e.t.v. á hann auðveldara með að ná
góðri spyrnu þegar loft leikur um lærin.
AFP
Fólk horfir á heimsmeistaramótið
í knattspyrnu af mismunandi
ástæðum. Sumir vegna ánægj-
unnar af að horfa á fótbolta.
Aðrir vegna íturvaxinna
líkama í stuttbuxum sem
hafa síkkað, styst, þrengst
og víkkað á víxl.
Guðrún Óla Jónsdóttir gudruno@mbl.is
Bretinn Charlie Roberts, sem spilaðim.a. með Manchester United á Eng-landi í upphafi síðustu aldar, náði ekki
að spila með enska landsliðinu á heims-
meistaramótinu í fótbolta á meðan hann
lifði. Þrátt fyrir það hafði hann sín áhrif á
keppnina, að minnsta kosti hvað bún-
ingana varðar.
Áður fyrr spiluðu menn í svokölluðum
pokabuxum úr flóneli og náðu þær niður fyrir hné
eins og reglur knattspyrnusambandsins kváðu á um.
Roberts, ásamt nokkrum öðrum úr liðinu, mætti hins
vegar á völlinn í stuttum buxum sem náðu niður á
læri.
Brátt fetuðu fleiri í fótspor hans en þó héldu sumir
áfram að spila í pokabuxunum enn um sinn.
Stuttbuxurnar sem landsliðsmenn hafa íklæðst á
heimsmeistaramótinu í fótbolta hafa verið í ýms-
um útfærslum; þröngar, víðar, stuttar og síðar.
Á fyrstu heimsmeistaramótunum voru stutt-
buxurnar til að mynda frekar síðar og víðar en
eftir því sem árin liðu styttust þær. Á áttunda
og níunda áratugnum voru þær mjög stuttar
og heldur þröngar. Á heimsmeistaramótinu í
Bandaríkjunum árið 1994 höfðu þær síkkað
töluvert og náðu jafnvel niður fyrir mið læri
og næstum því niður að hnjám.
Ronaldo þakkar kannski fyrir að pokabux-
urnar séu ekki notaðar á leikvellinum í dag
en þar sem tískan virðist fara í hringi á
hann ef til vill ekki von á góðu.
Stuttbuxur
á HM
AFP
Á heimsmeistaramótinu í Frakklandi
1998 spilaði enska landsliðið í búningum
sem voru vel víðir, bæði að ofan og neð-
an. Hér er Paul Scholes á fleygiferð í leik
Englands á móti Túnis.
Á öðru heimsmeistaramótinu, sem haldið
var á Ítalíu árið 1934, voru leikmenn í síð-
um stuttbuxum sem voru beinar niður.
Þær voru mjög herralegar við skyrtulegar
íþróttatreyjurnar.
AFP
AFP
TÍSKA
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.7. 2018
Gallabuxnaefni fer aldrei úr tísku og sumarið er tíminn til að þora.
Calvin Klein og Fendi klæddu fyrirsætur sínar í gallaefni frá toppi
til táar á tískupöllunum í vor.
Gallabuxnaefni frá toppi til táar