Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.07.2018, Side 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.07.2018, Side 28
FERÐALÖG … á meðal þeirra sem eiga rætur að rekja til Kansas-borgar eru leikararnir Paul Rudd, Joan Crawford og Don Cheadle og tónskáldið Burt Bacharach? Vissir þú að … 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.7. 2018 Við erum sko ekki í Kansas,heldur Missouri,“ segir leið-sögumaðurinn við mig jafn- vel áður en ég spyr. Í gegnum ferð- ina er sú staðreynd, að Kansas City eða Kansas-borg er ekki í Kansas heldur Missouri, síendurtekin, enda hefur það valdið nokkrum ruglingi í gegnum tíðina, eða allar götur frá því að borgin var formlega stofnuð árið 1850. „En er Missouri-borg í Kansas þá?“ spyr ég en fæ ekkert svar. Kansas-borg er þó ekki alveg ótengd Kansas-ríki, en borgin liggur á mörkum ríkjanna tveggja, og skar- ast úthverfi hennar jafnvel yfir ríkja- mörkin. Skoðunarferðirnar fara því fram og til baka yfir „landamærin“, og í einni slíkri sætir blaðamaður færis þegar rútan er aftur lent Missouri-megin. „I guess we’re not in Kansas anymore?“ Viðbrögðin eru dræm, svo ekki sé meira sagt. „Varstu búinn að sitja á þessum lengi?“ spyr einn kollegi minn í ferð- inni og ljóst að oss er ekki skemmt. Grillað á daginn og djassað á kvöldin Þegar lélegum bröndurum sleppir býður Kansas-borg upp á ýmsa kosti, ekki síst þegar kemur að mat og drykk. Borgarbúar líta á sig sem einhverja helstu meistara veraldar- innar þegar kemur að því að grilla mat, og má finna á nánast hverju ein- asta götuhorni stað með upplýstu neon-skilti þar sem á stendur B-B-Q. Ef trúa má grobbi heimamanna er „Kansas City Barbeque“ sér á báti frá okkur hinum. Og þeir hafa nokkuð til síns máls. Þetta eru engar hálfeldaðar lamba- kótilettur af ferðagasgrilli sem okk- ur er boðið upp á, heldur stórar og almennilegar sneiðar af nautakjöti, svínarif sem búið er að elda alveg hárrétt, kjúklingavængir sem bráðna uppi í manni. „Vigtin á eftir að hata mig eftir þessa ferð,“ hugsa ég ósjálfrátt. Eitt viðurnefni Kansas-borgar er „París sléttunnar“. Nafnið á rót sína að rekja til bannáranna, en þáver- andi borgarstjóri Kansas-borgar, Thomas Pendergast, var víst lítið fyrir boð og bönn á vissum sviðum mannlífsins. Á þeim tíma mátti segja að Kansas-borg væri nokkurs konar krossgötur Bandaríkjanna, enda haganlega staðsett mitt á milli aust- urs og vesturs, norðurs og suðurs, og fylgdi því mikið mannlíf. Alls kyns sprúttbúllur (e. Speak- easy) lifðu góðu lífi og fékk borgin á sig orð fyrir líflegt næturlíf á þeim tíma. Djassinn var þar í aðalhlut- verki, og eiga til dæmis goðsagn- irnar Count Basie og Charlie Parker rætur sínar að rekja til borgarinnar. Þó að eflaust hafi næturlífið róast Ljósmyndir/Sigurjón Ragnar Grillmatur er í hávegum hafður í Kansasborg og stæra borgarbúar sig af því að „Kansas City Grill“ standi skör framar en álíka matargerð annars staðar. Nokkuð af veitingastöðum reyna að líkja eftir gömlu „sprúttbúllunum“ sem spruttu upp á bannárunum, og er þar hægt að fá sér alls kyns kokteila. Á krossgötum Bandaríkjanna Íbúar Kansas-borgar eru einkum þekktir fyrir þrennt: djass, grill og íþróttaáhuga, og skín þetta þrennt í gegnum allt sem borgarbúar taka sér fyrir hendur. Borgin er nú einn af áfangastöðum Icelandair í Bandaríkjunum og fékk blaðamaður Morgunblaðsins að sitja í boði félagsins í fyrstu ferðinni á milli Íslands og Kansas-borgar. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Kansasborg stendur nálægt landfræðilegri miðju meginlands Bandaríkjanna og gegndi löngum því hlutverki að vera „krossgötur Bandaríkjanna“.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.