Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.07.2018, Side 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.07.2018, Side 37
milljónir manna sem muni einungis nýta sér þjónustuna einu sinni í mán- uði. Hægt er að líkja þessu við hlað- borð þar sem gestir borða eins og þeir geta í sig látið – einungis örfáir borða yfir sig. Lowe segir að líkt og tíðkist í upp- hafi slíkrar þjónustu sé MoviePass rekið með tapi en stefni að því að ná nægilega stórum hópi notendafjölda sem nýti þjónustuna einu sinni í mán- uði til að reksturinn fari að skila hagnaði. Móðurfélag MoviePass lagði í vikunni fram 1,2 milljarða banda- ríkjadala til að viðhalda vexti fyrir- tækisins. Kvikmyndahúsakeðjur í Banda- ríkjunum lýstu áhyggjum yfir rekstr- arlíkani MoviePass sem þeir töldu ekki fýsilegt til lengri tíma. Ef fyrir- tækið færi á hausinn hefðu fyrrver- andi notendur þjónustunnar óraun- sæjar væntingar um verð á bíó- miðum. Hver sem örlög MoviePass verða hafa einhverjar kvikmynda- húsakeðjur í Bandaríkjunum í kjöl- farið farið af stað með sínar eigin áskriftaþjónustur. AMC-keðjan býð- ur til að mynda áskrifendum upp á þrjá bíómiða á viku fyrir tæplega 20 bandaríkjadali á mánuði. Passi í Paradís Kvikmyndahús á Íslandi bjóða ekki upp á mánaðarlega áskriftarþjónustu en hjá sumum þeirra er hægt að kaupa kort til nokkurra mánaða eða eins árs. Smárabíó og Háskólabíó bjóða upp á árskort fyrir um 38 þús- und krónur. Miðað við miðaverð í dag þarf að nýta kortið rúmlega tvisvar í mánuði áður en það fer að borga sig. Bíó Paradís býður upp á árskort fyrir um 18 þúsund krónur, svo að ef farið er einu sinni í mánuði er kortið búið að borga sig. Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmda- stjóri Bíós Paradísar, segir árskorta- hafana tryggan og stækkandi kúnna- hóp. „Þetta er fólk sem veit að það er að fara á fleiri en einn viðburð hjá okkur á mánuði. Við erum með eitt- hvað fyrir alla svo þetta fer ekki eftir ákveðnum smekk heldur er þetta að- allega fyrir þá sem hafa gaman af því að fara í bíó. Nú erum við farin að birta dagskrána okkar langt fram í tímann, sem gerir fólki kleift að skipuleggja sig betur. Þá er auðveld- ara að sjá hagnaðinn af því að vera árskortshafi, en þeim fer fjölgandi hjá okkur.“ Spurð hvort fólk sé fúsara til að borga meira fyrir veitingar þegar það fær miðann á góðum kjörum segist Hrönn halda að svo sé. „Við erum með þá sérstöðu að við erum með bar þar sem fólk getur tekið með sér drykki inn í sal. Ég held að þegar fólk er búið að gera góð kaup og komið í gírinn með vinum sínum þá sé það ekki spurning að það fer að splæsa meira á sig. Þetta er allt partur af upplifuninni: að sitja í bíósal með fólki og njóta góðra veitinga.“ 8.7. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 TÓNLIST Nýtt tónlistarmyndband sautján ára gamla rapparans Lil Pump við lagið Drug Addicts kom út í vikunni þar sem partíljónið og leikarinn Charlie Sheen er í stóru hlutverki. Í myndbandinu eru Pump og Sheen á vappinu um geðsjúkrahús þar sem sjúklingarnir reykja, drekka og taka pillur innan um fáklædda hjúkrunarfræðinga, en Sheen er klæddur sem læknir. Aðkoma Sheen að myndbandinu er athyglisverð, en hann hefur margoft komist í fréttirnar fyrir áfengis- og fíkniefnavanda sinn og stormasöm sam- bönd í ástarlífi sínu. Leikferill Sheen hefur ekki verið farsæll upp á síðkastið en hann lék síðast í kvikmyndinni 9/11 sem fékk hroðalega dóma. Dr. Sheen Charlie Sheen KVIKMYNDIR Morðóða dúkkan Chucky er mögulega á leiðinni aftur á hvíta tjaldið í væntanlegri mynd í Child’s Play-röðinni. Framleiðendurnir á bak við nýju myndina unnu síðast að hryllingsmyndinni It þar sem skelfilegi trúðurinn Pennywise hræddi líftóruna úr áhorfendum. Í kjölfar vinsælda er kjörið að endurgera aðra ó-barnagælu en Child’s Play-myndirnar komu fyrst út á níunda áratugnum. Það er ekki ljóst hvort myndin verður um upp- runalegu brúðuna Chucky eða nýja brúðu en aðför Hollywood að nostalgíunni gerir fyrri kostinn helst til líklegri. Brjáluð brúða Það er erfitt að gleyma dúkkunni Chucky. Cuba Gooding Jr. var áberandi leikari á tíunda ára-tugnum. Hann hóf leikferil sinn sem barn þarsem hann átti meðal annars lítil hlutverk í sjón- varpsþáttunum Macgyver og kvikmyndinni Coming to America, en hann skaust fram á sjónarsviðið árið 1991 í fyrsta aðalhlutverki sínu sem Tre Styles í gettó- dramanu Boyz n the Hood sem hlaut góðar viðtökur. Í kjölfarið fékk hann aukahlutverk í nokkrum stórmyndum, þar á meðal A Few Good Men með Tom Cruise, Demi Moore og Jack Nicholson. Hápunktur ferilsins var svo þegar Gooding lék aftur á móti Tom Cruise í Jerry Maguire sem kom út 1996. Fyrir leik sinn í myndinni sem NFL-leikmaðurinn Rod Tidwell fékk Gooding Óskarsverðlaun sem besti leik- ari í aukahlutverki. Eftir Jerry Maguire lék Gooding aft- ur á móti Jack Nicholson í hinni vel heppnuðu As Good as it Gets, en ferill hans varð brokkgengari eftir því sem á leið. Gooding lék í fjölbreyttum myndum sem nutu mismikillar velgengni. Hann lék í dramatískum myndum eins og Men of Honor og Pearl Harbor sem og gaman- myndum eins og Rat Race. Margar myndir hans á þessum tíma fengu slæma dóma, þar á meðal Daddy Day Camp og Snow Dogs. Í kjölfarið fóru þær myndir sem Gooding lék í flestar beint á myndbandaleigurnar. Í nýlegu viðtali segir Gooding stærstu mistök sín hafa verið að hlusta ekki á Cameron Crowe, leikstjóra Jerry Maguire, sem sagði honum að taka bara að sér hlutverk hjá góðum leikstjórum. „Ég sagði nei við marga góða leik- stjóra. Á endanum gáfust þeir upp á að bjóða mér hlut- verk.“ Upp á síðkastið hefur ferill Cuba verið á uppleið á ný, einna helst í sjónvarpi, en hann fék lof fyrir hlutverk sitt sem OJ Simpson í þáttunum American Crime Story: The People vs. OJ Simpson. HVAÐ VARÐ UM: Cuba Gooding Jr. Fjörugir sleðahundarnir í Snow Dogs áttu þátt í að draga efnilegan feril Goodings á myndbandaleigurnar. Cuba Gooding Jr.? Cuba Gooding Jr. froðubaðar sig í hlutverki sínu sem Rod Tidwell í Jerry Maguire. lækka upphitunarkostnað Rafstjórn tekur út og þjónustar kæli- og loftræstikerfi Varmadælur Stangarhyl 1A • 110 Reykjavík • Sími 587 8890 • rafstjorn.is Verð frá kr. 181.890 m/vsk Undirbúningsstyrkir og styrkir til minni sýningarverkefna allt að 500.000 kr. Styrkir til stærri sýningarverkefna, útgáfu-/rannsóknarstyrkir og aðrir styrkir allt að 2.000.000 kr. M yn dl is ta rs jó ðu r Veittir verða Upplýsingar um myndlistarsjóð, umsóknareyðublað, úthlutunarreglur og leiðbeiningar er að finna á vefsíðu myndlistarráðs, myndlistarsjodur.is Úthlutað verður í september Úthlutað er tvisvar úr sjóðnum árinu 2018 Umsóknarfrestur er til miðnættis 20.ágúst 2018 Opnað verður fyrir umsóknir í myndlistarsjóð 9. júlí

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.