Morgunblaðið - 16.08.2018, Blaðsíða 54
54 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2018
✝ ÁslaugÁsmundsdóttir
fæddist á Eiðum í
Suður-Múlasýslu
25. júní 1921. Hún
lést á Dvalarheim-
ilinu Grund 2. ágúst
2018.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Steinunn Magn-
úsdóttir, f. 10.11.
1894, d. 6.12. 1976,
og Ásmundur Guðmundsson
biskup, f. 6.10. 1888, d. 29.5.
1969. Systkini Áslaugar: Andrés,
f. 30.6. 1916, d. 30.10.2006, Þóra,
f. 27,6. 1918, d. 28.4. 2011, Sigríð-
ur, f. 6.8. 1919, d. 24.12. 2005,
Guðmundur, f. 8.6. 1924, d. 15.8.
1965, Magnús, f. 17.6. 1927, d.
31.8. 2015 og Tryggvi, f. 29.10.
1938.
Áslaug lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík
vorið 1939. 1941
réðst hún til starfa á
skrifstofu Almenna
byggingarfélagsins.
Um 1949 flutti hún
til Svíþjóðar og
vann þar og í Dan-
mörku ýmis störf í
rúmt ár. Eftir heim-
komuna fékk hún
vinnu á skrifstofu
Eimskips en í kring-
um 1955 var hún
ráðin á skrifstofu Rafmagns-
veitna ríkisins og starfaði þar í
rúm 30 ár, lengi sem aðalbókari.
Hún var ógift og barnlaus en hélt
heimili með Þóru systur sinni.
Eftir lát Þóru gat hún búið ein
þar til fyrir rúmu ári að heilsan
þraut. Seinustu mánuðina bjó
hún á Grund.
Útför Áslaugar verður frá
Seljakirkju í Breiðholti í dag, 16.
ágúst 2018, klukkan 15.
Nú er Áslaug gengin á vit feðra
sinna seinust systkina minna.
Hún varð 97 ára og hafði gaman
af lífinu langt fram yfir nírætt.
Hún var yngsta systirin og sett til
mennta, varð stúdent tæplega 18
ára. Ef til vill naut hún þess að
það var kreppa og erfitt að fá
vinnu og því ekki annað að gera
en halda áfram í skóla! Fáar
stúlkur þess tíma urðu stúdentar.
Lengst af ævinnar starfaði hún
hjá Rarik sem aðalbókari, naut
starfsins og var vinsæl á vinnu-
stað. Þær systurnar Áslaug og
Þóra giftust ekki og eftir lát móð-
ur okkar hafði ég húsaskipti við
þær, flutti á Laufásveginn en þær
í hús mitt í Garðabæ. Eftir það
varð þar miðstöð ættarinnar því
gestrisni var þeim í blóð borin.
Þær voru ekki líkar, en samdi
engu að síður mjög vel. Þær að-
stoðuðu við uppeldi systkina-
barnanna, sem hændust mjög að
þeim. Aðferðir þeirra voru ólíkar.
Þóra ekkert nema mildin, en
krakkarnir mega eiga það að þau
forðuðust að gera henni á móti
skapi. Áslaug gat sagt hlutina
eins og þeir voru og vei þeim sem
ekki hlustuðu á það! Hún var
ákaflega orðheppin og hafði góða
kímnigáfu. Mörg tilsvör hennar
urðu fleyg. Hún var slyngur
bridsspilari, oft var spilað í há-
deginu á vinnustað og hún var
lengi í spilaklúbb. Fyrir kom að
ég spilaði á móti henni og fékk al-
veg að heyra það ef mér varð eitt-
hvað á! Áslaug hélt mikla tryggð
við „stelpurnar“ bekkjarsystur
sínar úr menntaskóla. Þær stofn-
uðu saumaklúbb upp úr 1940 sem
hittist oft og reglulega í meira en
60 ár. Í klúbbnum voru tvíburarn-
ir Ólöf og Guðrún Benediktsdæt-
ur, frænkur þeirra Ragnheiður
Baldursdóttir og Ragnhildur
Halldórsdóttir, Sigríður Kjaran,
Unnur Samúelsdóttir, Guðrún
Gísladóttir og Hildigunnur
Hjálmarsdóttir. Fljótlega varð
augljóst að Þóra yrði að ganga í
klúbbinn þótt ekki væri hún
bekkjarsystir. Ragnhildur giftist
til Kanada og bjó þar í áratugi.
Þegar hún varð ekkja fluttist hún
aftur til Íslands og var strax fagn-
að af klúbbsystrum! Nú lifir ein
þessara vinkvenna, Hildigunnur
Hjálmarsdóttir, og það má nærri
geta að það urðu fagnaðarfundir
þegar þær Áslaug hittust á Grund
er hún flutti þangað fyrir tæpu
ári. Á Grund naut hún frábærrar
umönnunar og kvaddi þennan
heim sátt við Guð og menn. Bless-
uð sé minning hennar.
Tryggvi Ásmundsson.
Í dag kveð ég föðursystur mína
Ásu sem ég hef fylgt alla tíð. Það
hefur enginn viðburður verið í
fjölskyldunni nema hún hafi verið
með og yfirleitt stjórnað. Ása og
Þóra bjuggu með ömmu á Lauf-
ásveginum þegar ég var krakki og
þar vildi ég helst vera. Þar tók ég
þátt í daglegum störfum með
þeim, síðan túberaði ég hárið á
Ásu meðan hún horfði á fréttirnar
og þegar ég fór að sofa sagði hún
mér sögur af pabba þegar hann
var lítill. Amma Steinunn dó þeg-
ar ég er 10 ára og þá fluttu þær á
Markarflötina í húsið sem við
höfðum búið í og við á Laufásveg-
inn. Eftir það gat ég fengið að
gista hjá þeim þegar ég heimsótti
æskuvinkonur mínar. Alla tíð
voru þær duglegar að bjóða okkur
systkinunum með sér.
Það voru tjaldútilegur, farið í
Stardal, Hraunkot og berjaferðir.
Sláturgerðin með þeim systrum
og laufabrauðið fyrir jólin eru
ógleymanlegar stundir. Þær voru
duglegar að halda í hefðir fjöl-
skyldunnar. Eftir að börnin mín
þrjú fæddust voru þær duglegar
að kenna mér ættarsöguna og
hlýða mér yfir. Einnig voru þær
daglegir þátttakendur í lífi þeirra
og kenndu þeim margt. Það er ég
þakklát fyrir. Síðast liðin 12 ár hef
ég búið á æskuheimili þeirra og
mikið fannst mér gaman að biðja
hana að segja mér sögur úr hús-
inu sem hún þekkti svo vel. Í júní
héldum við upp á 97 ára afmælið
hennar og það varð síðasta veisl-
an.
Blessuð sé minning hennar.
Sigrún Tryggvadóttir.
Áslaug föðursystir mín var lífs-
glöð og skemmtileg. Hún var
ásamt Þóru systur sinni einn af
hornsteinum tilverunnar og enda-
laus uppspretta ljúfra og góðra
minninga. Minnisstæðar eru ferð-
ir í Hraunkot í Borgarfirði, sum-
arhús þeirra systra, þar sem við
áttum yndislegar stundir í 11 fer-
metra „höllinni“ án rafmagns og
rennandi vatns. Á haustin var far-
ið í berjamó og oft var skotist í
dagsferð í sumarbústað þeirra
systra í Stardal.
Síðar fannst Ásu sjálfsagt að
leggja piltinum lífsreglurnar:
„Mundu að margur verður af aur-
um api,“ sagði hún þegar góðærið
stóð sem hæst. „Er hann heiðar-
legur maður?“ spurði hún stund-
um ef einhvern bar á góma sem
hún ekki þekkti. Hún hafði sterk-
ar skoðanir og lífssýn sem byggði
á kærleik og að kunna sér hóf.
Við hittumst í síðasta skipti
viku fyrir andlát hennar. Með í för
var dóttir mín og nafna hennar.
Það var nokkuð af henni dregið en
þegar við bjuggumst til heimferð-
ar leit hún á mig og sagði ákveðið:
„Þú passar að gefa þér tíma fyrir
börnin þín.“ Ég hét því og kvaddi.
Takk fyrir mig, elsku Ása.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Ásmundur Tryggvason.
Margar ljúfar minningar
vakna við fráfall Áslaugar föður-
systur okkar.
Bernskuminningar um bíltúra
á malarvegum í Zodiac-bílnum,
ferðir í litla sumarbústaðinn við
Leirvogsá, og stóra stigahandrið-
ið inni á Laufásveginum sem var
harðbannað að renna sér niður á.
Síðar á fullorðinsárum minn-
ingar um mörg og fjölmenn fjöl-
skylduboð hjá þeim systrum Ásu
og Þóru í Garðabænum þar sem
borð svignuðu undan dýrindis
kræsingum. Loks gagnkvæmar
heimsóknir þegar Ása bjó ein síð-
ustu árin í Árskógum í sama húsi
og foreldrar okkar.
Með þakklæti í huga kveðjum
við Ásu frænku okkar með ljóði
sem Magnús faðir okkar, bróðir
Ásu, hélt mikið upp á.
Dæm svo mildan dauða,
Drottinn, þínu barni,
eins og léttu laufi
lyfti blær frá hjarni,
eins og lítill lækur
ljúki sínu hjali,
þar sem lygn í leyni
liggur marinn svali.
(Matthías Jochumsson)
Eyrún, Sæmundur, Jón,
Ásmundur og Steinunn
Magnúsarbörn.
Ása frænka skipaði stóran sess
í lífi okkar systkinanna. Ása og
Þóra móðursystur okkar voru
nánar móður okkar og frá unga
aldri héldum við mikið upp á þær.
Þær litu oft til með okkur í húsi
afa og ömmu á Laufásvegi 75 þar
sem þær bjuggu á þessum tíma.
Upp koma í hugann ýmsar minn-
ingar af Laufásveginum þar sem
Ása og Þóra voru allt í öllu með
afa og ömmu þegar fjölskyldan
kom saman. Sólskinsstundir í
garðinum, krakkaskari úti um
allt, Þóra að taka kvikmyndir og
Ása að grínast. Laufa-
brauðsbakstur í eldhúsinu, Ása að
steikja og staðhæfir í hvert sinn
að laufabrauðið sé algjörlega óætt
það árið.
Seinna bjuggu Ása og Þóra á
Markarflöt í Garðabæ, þar sem
þær viðhéldu þeim fjölskyldusið-
um sem verið höfðu við lýði hjá
afa og ömmu. Þannig voru þær
áfram miðpunktur stórfjölskyld-
unnar og tengdu hana saman. Það
var mikils virði og gerði fjölskyld-
una nánari. Ása og Þóra voru alla
tíð ómissandi við að fagna áföng-
um í lífi okkar.
Ása var glettin og spaugsöm og
lá ekki á skoðunum sínum, hún
var félagslynd og henni fylgdi
hressilegur blær. Þrátt fyrir flug-
hræðslu var hún dugleg að
ferðast um heiminn, oftast með
Þóru og Gauju vinkonu þeirra.
Ása sagði okkur að hún hefði ver-
ið ein af þeim fyrstu sem fóru til
Tenerife í sólarlandaferð frá Ís-
landi og var gaman að heyra lýs-
ingu hennar á eyjunni eins og hún
var þá. Þær fóru líka á fjarlægari
slóðir eins og Balí, sem í dag er
orðinn vinsæll áfangastaður en
hefur verið óaðgengilegri á þeim
tíma. Þær heimsóttu Grænland
og sigldu með Hurtigruten norð-
ur með Noregsströndum.
Ása og Þóra ferðuðust ekki síð-
ur mikið um Ísland. Þær áttu sér
afdrep bæði í Stardal og á Gils-
bakka, lítil hús þar sem gaman
var að heimsækja þær. Þær gistu
oft á Eiðum, þar sem þær ólust
upp fyrstu árin, og rifjuðu upp
bernskuna. Ása og Þóra voru sitt
hvoru megin við sjötugt þegar
þær gengu hálfan Laugaveginn,
úr Álftavatni í Þórsmörk, með
poka á bakinu og óðu árnar sem
þá voru enn óbrúaðar, nema eina
sem þær fengu far yfir með jeppa
sem átti leið um.
Með þakklæti í huga kveðjum
við Ásu frænku.
Ásmundur, Aðalbjörg og
Steinunn Jakobsbörn.
Ég bjó á mínum yngri árum
oftsinnis á heimili Áslaugar og
kynntist henni því vel. Fyrst þar
sem hún bjó með móður sinni og
systur á Laufásvegi 75 og síðar
þegar hún bjó með systur sinni í
Garðabæ. Aðaláhugamál þeirra
systra virtist vera að hugsa um
börn systkina sinna, þær giftust
hvorug og áttu ekki eigin börn.
Þóra, systir Ásu, var blíð og
góð, mátti ekkert aumt sjá og
öngvum heyra hallmælt. Ása var
hins vegar ákveðin, glaðlynd,
skemmtileg, blátt áfram og lét
uppi skoðanir sínar umbúðalaust.
Eitt sinn er við vorum að ræða
samskipti hennar við annan aðila
sagði hún: „Það getur ekki verið
mitt hlutverk að viðhalda rang-
hugmyndum annarra um sjálfa
sig, bara til þess að vernda tilfinn-
ingar þeirra.“ Það hefði hins veg-
ar systir hennar, Þóra, talið sér
bæði ljúft og skylt.
Eitt sinn leit ég við hjá þeim
systrum á leiðinni heim úr tennis
þar sem ég hafði hamast mikið.
Ása var þá hálf miður sín: „Ég
lenti í mestu vandræðum í dag, ég
týndi húslyklunum mínum og
skildi ekkert hvernig á því stóð
fyrr en ég uppgötvaði að það var
gat á kápuvasanum mínum. Ég:
„Já, já, Ása mín, þetta er ekkert
til þess að hafa áhyggjur af, það
er alvanalegt að konur komnar á
þinn aldur (89 ára) fari að gleyma
hvar þær leggi frá sér hlutina.“
„Já, en ég er ekkert að týna hlut-
um, það var gat á kápuvasanum
sem ég hafði bara alls ekki tekið
eftir.“ Ég: „Já, já, og svo finna
þær iðulega upp á alls konar út-
skýringum.“ Ásu fannst þetta
ekki sniðugt en þagði. Ég var
þyrstur mjög og barg vatnið
stórum. „Það er meira hvað ég er
þorstlátur.“ „Já, Andrés minn,
ætli þetta sé ekki bara sykursýki,
hún kemur víst í feitlagna menn
komna af léttasta skeiði.“ Ása gat
svarað fyrir sig.
Þegar Ása var orðin níræð
flutti hún í þjónustuíbúð í Árskóg-
um 8. Þar fannst henni gott að
vera og tók m.a. virkan þátt í
starfsemi klúbbsins Sherrysyst-
urnar. Hún leysti níðþungar
krossgátur, myndagátur og aðrar
þrautir dagblaðanna daglega, al-
veg þar til hún fór á elliheimilið 96
ára gömul.
Á Grund var einnig bekkjar-
systir og vinkona Ásu, Hildi-
gunnur, ári eldri en Ása. Stund-
um röltum við Ása í heimsókn til
hennar. Þá settust þær í sófann
hennar Hildigunnar og Ása byrj-
aði að reyna að finna orðin til
þess að miðla Hildigunni það sem
henni lá á hjarta. Sjaldnast hittu
þau orð alveg á þá merkingu eða
hugsun sem Ása óskaði að koma
á framfæri, og eftir smá stund
setti Hildigunnur venjulega upp
heyrnartækin, án þess að það
virtist breyta miklu. En samt
sátu þær þarna hlið við hlið í sóf-
anum, héldust í hendur og virtust
skilja hvor aðra fullkomlega. Þær
höfðu lifað tíma og umhverfi sem
enginn annar Íslendingur hafði
lifað og enginn annar gat skilið
nema þær tvær. Líkt og tveir
hermenn, komnir heim úr stríði
sem enginn getur skilið nema
þeir sem hafa verið þar; svo vel
skildu þær hvor aðra. Og kannski
var tilvera Ásu undir lokin stríði
líkust, barátta upp á hvern dag að
geta gengið, að ná valdi á hugsun
sinni, að finna orðin og nærast.
Og að lokum, eftir aðeins fáeina
erfiða síðustu daga, fékk hún
hvíldina.
Andrés Magnússon.
Sumarið 1952 réð sig kaupa-
kona að Skógsnesi. Þetta var Ás-
laug sem reyndist hin ljúfasta,
dugleg og kát, einu ári eldri en
foreldrar mínir. Von var á fimmta
barninu á bænum, þá nær liði jól-
um. Við systkinin vorum þá átta,
sjö, ég nærri sex ára og sá yngsti
þriggja ára auk Herberts sumar-
stráks 15 ára.
Ekki var nú tækninni fyrir að
fara þá í sveitinni, ekkert vélknú-
ið ökutæki og ekki rafmagn. Ás-
laug svaf uppi á lofti á hermanna-
bedda eins og vani var um
kaupafólkið. Ekkert lét Áslaug
þetta á sig fá og reyndist okkur
afar vel.
Sumarið var í minningunni
gott og var heyjað, auk túnsins, á
grösugum engjum sem voru vél-
tækar eins og sagt var þ.e. að
hægt var að slá þær með hesta-
sláttuvél eða dráttarvél. Talsverð
vinna var við engjaheyskapinn;
dreifa úr múgum, snúa heyinu,
raka saman, sæta á reipi, binda
og reiða heim með heybandslest.
Ég man Áslaugu í þessum verk-
um, en varla var lið að mér utan
snúninga. Eitt fannst mér mikil
dirfska í Áslaugu, þegar hún var
á engjum með pabba og Herbert
og þurfti að pissa, en erfitt var að
komast í hvarf þar á flatlendinu
auk nálægra engja annars fólks.
Hún sagði einfaldlega: „Snúið
ykkur undan!“
Í Skógsneslandi eru ýmis ör-
nefni og þá þar einn nafnlaus hóll
á engjum. Þetta sumar var þar
slegið og engjakaffið drukkið á
hólnum. Hóllinn fékk því nafn og
heitir enn í dag Áslaugarhóll.
Stundum brá Áslaug sér á bak
hesti t.d. heim af engjum og reið
berbakt. Mér þótti svo glæsilegt
hvað hún hafði granna og langa
fótleggi svo að þeir strukust við
þúfurnar í götunni.
Áslaug sendi okkur ýmislegt
um næstu jól og á ég enn dúkku
frá henni og tvær dúkkulísur. Við
fengum einnig bækur sem
Tryggvi bróðir hennar var hætt-
ur að lesa. Það þótti mér hval-
reki. Jólin 1956 fengum við stór-
an eplakassa sendan fyrir jólin.
„Flestum þykir sú vara góð,“
skrifar Áslaug í jólakortið. Jóla-
kortasambandið hélst lengi milli
Áslaugar og foreldra okkar. Er-
lingur bróðir var þó duglegri að
líta inn til hennar.
Rosasumarið 1955 var keypt
dráttarvél í Skógsnesi. Ekki var
hægt að nota hana á engjum
vegna bleytu og þurfti jafnvel að
reiða votaband heim og þurrka á
túni. Heyskapur gekk það illa að
fyrst náðist upp hey á túni 26.
júlí. Seint í september var ljóst
að farga þyrfti fjórum kúm vegna
heyskorts. Þá komu í heimsókn
Áslaug og Þóra systir hennar
ásamt Sigurði Bjarnasyni frá
Vigur.
Hirða þurfti hey af engjum á
svæði sem hvorki fyrr né síðar
var slegið. Þessir gestir brugðu
sér umsvifalaust í verkin og rök-
uðu þær systur en Sigurður batt í
bagga, einsamall. Slíkt tíðkaðist
ekki hér í Flóanum. Þar með var
einni kú bjargað og við systkinin,
aðspurð í skóla um haustið, sögð-
um að þrjú lömb hefðu verið sett
á það haustið.
Þegar ég eignaðist þriðju dótt-
urina 1981 þurfti að finna henni
nafn og létum við skíra hana Ás-
laugu sem mér þótti svo fallegt
vegna fyrri kynna við þessa góðu
konu Áslaugu Ásmundsdóttur.
Hún er hér kært kvödd.
Þórdís Kristjánsdóttir.
Áslaug
Ásmundsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Ása Ásmunds var ein af
stelpunum, vinkonum
mæðra okkar, Guðrúnar og
Ólafar Benediktsdætra.
Það var alltaf tilhlökkunar-
efni þegar saumaklúbbur
var á döfinni, þó að við viss-
um ekki hvað þar fór fram,
nema að við heyrðum há-
væran klið og hlátrasköll á
bak við lokaðar stofudyrn-
ar. En gaman var að fá að
fylgjast með þegar stelp-
urnar komu. Þessi áhugi
hélst hjá yngri kynslóðinni
og eitt sinn kom barna-
barnabarn í gættina á stof-
unni og spurði hvort stelp-
urnar færu ekki að koma!
Þetta vakti kátínu hjá
hópnum sem hittist reglu-
lega að loknu stúdentsprófi
1939 og æ síðan. Þeim fer
nú fækkandi stelpunum,
sem settu svip á líf okkar.
Blessuð sé minning Ás-
laugar Ásmundsdóttur.
Anna Pálsdóttir
og Guðrún Zoëga.
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996
ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er.
Kristín IngólfsdóttirSverrir Einarsson Margrét Á. Guðjónsd. Hannes Ó. Sampsted
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÁGÚSTA ÚLFARSDÓTTIR EDWALD,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
mánudaginn 6. ágúst.
Útför hennar fer fram frá Grensáskirkju
föstudaginn 17. ágúst klukkan 13.
Jón Haukur Edwald Álfheiður Magnúsdóttir
Birgir Edwald Ragnheiður Óskarsdóttir
Helga Edwald
Eggert Edwald Jacqueline McGreal
Kristín Edwald
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar ástkæra
HERDÍS BJARNEY GUÐMUNDSDÓTTIR
lést á heimili sínu í Bandaríkjunum
mánudaginn 28. maí.
Minningarathöfn verður haldin í
Grundarfjarðarkirkju sunnudaginn 19. ágúst
klukkan 14.
Aðstandendur