Morgunblaðið - 16.08.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.08.2018, Blaðsíða 24
Morgunblaðið/Hari Samkeppni Magnús Ragnarsson segir að Síminn líti fremur á Stöð 2 en Netflix sem keppinaut um fyrsta valkost í afþreyingu heimilanna. Ýmislegt sniðugt sé á Netflix en fremur sé litið á efnið þaðan sem viðbótarefni. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Magnús Ragnarsson, framkvæmda- stjóri hjá Símanum, segir að sjón- varpsþjónusta Símans sé að víkka út þjónustu sína og hún muni nú standa öllum til boða, óháð því hjá hvaða fyrirtæki fólk kaupir internet- þjónustu. „Með þessari breytingu erum við bara að fara eftir því sem viðskipta- vinurinn vill og höfum verið að hlusta eftir óskum hans,“ sagði Magnús í samtali við Morgunblaðið í gær, spurður um ástæður ofan- greindra breytinga á þjónustu Sjón- varps Símans. Premium gengið mjög vel Magnús segir að Sjónvarp Símans Premium sé stærsta og vinsælasta innlenda áskriftarþjónusta landsins. „Premium hefur gengið mjög vel, en sala á áskriftum hefur hingað til ver- ið takmörkuð að mestu við þá sem hafa verið í viðskiptum við Símann. Þeir sem verið hafa hjá Gagnaveitu Reykjavíkur með nettengingu sína hafa ekki haft aðgang að þessari þjónustu okkar. Það er að breytast núna og við munum selja áskrift að allri þjónustunni, þar með talið Sjónvarpi Símans Premium, burtséð frá því hvar menn eru með netteng- ingar sínar,“ sagði Magnús. Þannig megi jafnvel nýta 4G-farsímaþjón- ustu á ferðalögum eða í sumarbú- stöðum. James Bond í haust Magnús segir að nýverið hafi Sím- inn gert samning við Disney og bætt við sig 40 sígildum myndum þaðan, sem auki mjög á úrval barna- og fjölskylduefnis hjá Símanum. Jafn- framt verði James Bond á boðstól- um nú í haust. Samtals eru þegar meira en sjö þúsund klukkustundir af efni inni hjá áskriftarþjónustunni. Spurður hvernig gangi hjá Sjón- varpi Símans Premium að eiga í samkeppni við risa eins og Netflix segir Magnús: „Netflix er stærsti áskriftarmiðillinn hér á landi, það er engin launung á því, þar sem tæp- lega 60% heimila eru með aðgang að Netflix. Hins vegar er Netflix með takmarkað efnisframboð. Netflix var mjög öflugt í upphafi en eftir að það breytti grundvelli tilveru sinnar og varð að enn einu stúdíóinu í Hollywood hafa önnur stúdíó í Hollywood misst áhugann á því að selja því sjónvarpsefni sitt. Nú lítur Hollywood fyrst og fremst á Netflix sem keppinaut en ekki sölu- eða dreifingarveitu. Til dæmis selur Disney því ekkert efni frá sér. Net- flix er því að þessu leytinu að ein- angrast svolítið, en er engu að síður mjög stórt í eigin framleiðslu.“ Keppir ekki við Netflix Magnús segir það jákvætt fyrir Símann að Hollywood vilji ekki leng- ur selja Netflix framleiðslu sína, því þannig geti Sjónvarp Símans Premi- um teflt fram efni sem ekki sé til boða á Netflix. „Þú færð vissulega ýmislegt sniðugt á Netflix en ég held að það sé almennt ekki litið á Netflix sem fyrstu lausn heimilanna, heldur sé litið á efni þaðan sem við- bótarefni. Þegar kemur að sam- keppni um fyrsta valkost í afþrey- ingu heimilanna lítum við hjá Símanum miklu fremur á Stöð 2 sem keppinautinn, ekki Netflix,“ sagði Magnús. Ú́tvíkka þjónustuna  Allir geta nú orðið áskrifendur að Sjónvarpi Símans Premium, óháð því hvar þeir kaupa netþjónustu sína Premium » Sjónvarpsþjónusta Símans er að víkka út þjónustu sína. » Hægt er að gerast áskrif- andi burtséð frá því hvar net- þjónusta er keypt. » Hollywood vill ekki lengur selja Netflix efni sitt. » Hollywood lítur fyrst og fremst á Netflix sem keppinaut en ekki sölu- eða dreifing- arveitu. 24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2018 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager Sími 4 80 80 80 2018 Ford F-350 King Ranch Litur: Ruby red, java að innan. 6,7L Diesel ,440 Hö, 925 ft of torque með upphituð/loft- kæld sæti, heithúðaðan pall, fjarstart og trappa í hlera, Driver altert-pakki, Trailer tow camera system og airbag í belti í aftursæti. Öll standsetning er innifalin í verði ásamt ábyrgð og þjónustu. VERÐ 10.690.000 m.vsk 2018 Ram 3500 Limited Tungsten Litur: Svartur Loftpúðafjöðrun, Aisin sjálfskipting, upphitanleg og loftkæld sæti, hiti í stýri, sóllúga, 6,7L Cummins Tungsten Edition. VERÐ 9.680.000 m.vsk 2018 Ford F-350 King Ranch Litur: Oxford white, Mesa brown að innan. 6,7L Diesel ,440 Hö, 925 ft of torque. Með upphituð/loft- kæld sæti, heithúðaðan pall, fjarstart og trappa í hlera, Driver altert-pakki, Trailer tow camera system og airbag í belti í aftursæti. Öll standsetning er innifalin í verði ásamt ábyrgð og þjónustu. Laus aðra viku í ágúst. VERÐ 10.690.000 2018 Ford F-350 Limited Litur: Stone Grey / Cocoa að innan. 6,7L Diesel ,440 Hö, 925 ft of torque með sóllúgu (twin panel moon roof), upphituð/loftkæld sæti, fjarstart, trappa í hlera og Driver altert-pakki. VERÐ 10.890.000 m.vsk Hundaræktarfélag Íslands (HRFÍ) telur þau rök sem fram hafa kom- ið um lengd einangrunar gæludýra ekki standast. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér í gær, en Morgunblaðið fjallaði fyrr í vikunni um grein þriggja vísindamanna sem birt var í vef- tímaritinu Icelandic Agricultural Sciences. Þar er því haldið fram að sníkjudýr hafi borist með inn- fluttum hundum og köttum í ís- lenska dýrastofna. Í yfirlýsingu HRFÍ segir að engar tilraunir séu gerðar til að sanna eða afsanna tilgátur vísinda- mannanna um nauðsyn langrar einangrunar og rökin sem fram komi standist ekki. „Við höfum ekki fengið nein gögn sem styðja að fjögurra vikna einangrun sé nauðsynleg né að hún bæti nokkru við þær bólusetningar, rannsóknir og meðferð sem dýrin þurfa að undirgangast áður en þau fá að koma inn í landið,“ segir þar. Óskuðu eftir áhættumati Þar segir að HRFÍ hafi í september í fyrra óskað eftir nýju áhættumati varðandi einangrun innfluttra hunda og katta en ekk- ert hafi frést af matinu þrátt fyrir ítrekaða eftirleitan af hálfu HRFÍ. Á sama tíma skjóti hins vegar upp kollinum umfjöllun í fjölmiðlum um nauðsyn einangrunar, m.a. yfirlitsgrein í Búvísindum þar sem settar séu fram nokkrar hug- myndir um mögulegar ástæður áð- ur ógreindra sníkjudýra hér á landi, getið er um ferðamenn og farangur en einnig eru talin til innflutt gæludýr. Í því yfirliti sé horft til 26 ára sögu einangrunar, vitnað til sam- tala við dýralækna og minnis þeirra og á þeim grunni sé sett fram sú tilgáta að sníkjudýr hafi borist með gæludýrum sem sætt hafa einangrun og hún talin styrkja rök um nauðsyn fjögurra vikna einangrunar þeirra við komu til landsins. Engin tilraun sé hins vegar gerð til að sanna tilgátuna né afsanna, leita annarra mögu- legra skýringa eða bera hana sam- an við aðrar mögulegar lausnir. „HRFÍ telur þau rök sem fram hafa komið um lengd einangrunar gæludýra ekki standast! Við höf- um ekki fengið nein gögn sem styðja að fjögurra vikna einangrun sé nauðsynleg né að hún bæti nokkru við þær bólusetningar, rannsóknir og meðferð sem dýrin þurfa að undirgangast áður en þau fá að koma inn í landið. HRFÍ bendir einnig á að skilyrði þetta uppfyllir ekki kröfur um velferð dýra hér á landi,“ segir í yfir- lýsingunni og þar er enn fremur kallað eftir niðurstöðum áhættu- matsins. Segja rök um einangr- un dýra ekki standast Notkun efnisins glýfosfats, sem m.a. er notað til eyðingar illgresis, er óæskileg að mati Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auð- lindaráðherra. Hann telur að nota ætti sem minnst af slíkum efnum og í skriflegu svari sínu við fyrirspurn mbl.is hvatti hann fólk til að hætta notkun þeirra. Talsverð umræða hefur verið um skaðsemi efna sem notuð eru til ill- gresiseyðingar í kjölfar svonefnds Roundup-máls, en þar var fyrirtækið Monsanto, sem er stærsti efnafram- leiðandi Bandaríkjanna á sviði land- búnaðar, dæmt til að greiða manni 289 milljónir dala í skaðabætur. Maðurinn hélt því fram að hann hefði fengið krabbamein eftir að hafa notað plöntueyðinn Roundup, sem inniheldur glýfosfat. Sala á sterkari lausn af glýfosfati er bönnuð hér á landi að sögn ráð- herra og tók bann við markaðssetn- ingu slíkrar lausnar gildi um síðustu áramót. Engu að síður eru ýmsir ill- gresiseyðar sem innihalda glýfosfat seldir hér á almennum markaði, þeirra á meðal er Roundup. Ráðherra segir að mörkuð hafi verið aðgerðaáætlun um notkun varnarefna og lögð sé áhersla á að þau séu ekki notuð að nauðsynja- lausu. Spurður hvort Roundup-dóm- urinn gefi ráðuneytinu tilefni til að fjalla frekar um notkun glýfosfats segir ráðherra að stefna ráðuneytis- ins hafi verið sú að notað sé sem minnst af svokölluðum plöntu- verndarvörum, þ.m.t. illgresiseyði. Ráðherra segir notkun efn- isins glýfosfats óæskilega  Verði ekki notað að ástæðulausu  Aðgerðaáætlun mörkuð um notkun Morgunblaðið/Valli Ráðherra Guðmundur Ingi segir notkun glýsfosfats óæskilega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.