Morgunblaðið - 16.08.2018, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2018
Guðmundur Sv. Hermannsson
gummi@mbl.is
Tsukiji-fiskmarkaðurinn í Tókýó í
Japan, sá stærsti í heimi, flytur í
nýtt húsnæði í haust eftir að hafa
verið á sama stað á hafnarsvæðinu í
yfir átta áratugi.
Lengi hefur staðið til að flytja
markaðinn til Toyosu, sem er um
þremur kílómetrum austar í borg-
inni þar sem áður stóð gasstöð, en
tafir hafa orðið á því af ýmsum or-
sökum. Meðal annars kom í ljós
mengun í jarðveginum í Toyosu sem
þurfti að hreinsa.
Tsukiji-markaðurinn, sem var
opnaður árið 1935, er á um 230 þús-
und fermetra svæði við höfnina í
hjarta Tókýó skammt frá Ginza-
verslunarhverfinu. Markaðurinn
slapp að mestu við loftárásir í
heimsstyrjöldinni síðari vegna þess
að í nágrenninu var stórt sjúkrahús.
Eftir stríðið notaði bandaríski her-
inn markaðssvæðið, þar var m.a. bú-
inn til hafnaboltavöllur og svæðið
var einnig notað til að dreifa mat-
vælum. Árið 1952 var markaðnum
skilað aftur til japönsku þjóð-
arinnar. Nú stendur til að reisa nýja
samgöngumiðstöð á markaðs-
svæðinu sem á að taka í notkun í
tengslum við ólympíuleikana sem
haldnir verða í Tókýó eftir tvö ár.
Fræg túnfiskuppboð
Markaðurinn er vinsæll ferða-
mannastaður og á markaðssvæðinu
er ógrynni af litlum matsölustöðum,
sushi-börum og sölubásum. Þar fara
einnig fram heimsfræg uppboð á
túnfiski þar sem bestu fiskarnir
seljast fyrir himinháar upphæðir.
Einn fiskur seldist t.d. fyrir jafn-
virði 32 milljóna króna á nýárs-
uppboði í fyrra.
En tæknibúnaður markaðarins er
orðinn úreltur og uppfyllir ekki nú-
tíma öryggis- og hreinlætiskröfur.
Ferðamenn kvarta oft yfir ólykt og
hrörlegum skúrabyggingum. Og
mikil hitabylgja, sem gengið hefur
yfir Japan í sumar, hefur varpað
enn skýrara ljósi á þetta ástand.
Gamalt loftræstikerfi
„Við getum ekki endurnýjað
gamla loftræstikerfið vegna þess að
við erum að fara að flytja innan
skamms en það hefur verið svo heitt
í veðri að það er erfitt að halda hita-
stiginu á markaðssvæðinu lágu,“
hefur AFP-fréttastofan eftir
ónefndum framkvæmdastjóra á
markaðnum.
Reynt er að hafa hitastigið á
markaðssvæðinu um 15 °C en vegna
hitanna í sumar fór hitinn stundum
yfir 20°C. Hafa heildsalar neyðst til
þess að grípa til ýmissa ráðstafana,
þar á meðal að hafa dyr markaðar-
ins lokaðar og geyma túnfisk og
annan fisk inni í kældum flutn-
ingabílum þar til skömmu áður en
uppboð eru haldin.
Þá hefur verið breitt yfir fiskinn
um leið og hann er seldur til að
koma í veg fyrir að hann þiðni.
Löng hefð er fyrir uppboðsmörk-
uðum með matvæli í Tókýó og er
upphaf þeirra rakið til öndverðrar
17. aldar. Tsukiji-markaðurinn er
einn af mörgum uppboðsmörkuðum
sem starfa innan borgarmarka
Tókýó. Á þessum mörkuðum er
einkum boðið upp á kjöt, fisk, græn-
meti og blóm. Markaðirnir eru
reknir á ábyrgð borgarstjórnar
Tókýó.
Hitabylgja í Japan veldur
fisksölum vandræðum
Morgunblaðið/GSH
Túnfiskur Væntanlegir kaupendur skoða frystan túnfisk á Tsukiji-fiskmarkaðnum í Tókýó fyrir nokkrum árum.
● Stærsti og elsti fiskmarkaðurinn í Tókýó verður fluttur á nýtt svæði í haust
Í síðustu viku barst Síldarvinnslunni
í Neskaupstað skemmtilegt bréf frá
Þýskalandi. Í bréfinu lýsir bréfrit-
arinn, ungur drengur að nafni
Hauke Nörenberg frá Cuxhaven, yf-
ir ánægju sinni með fiskinn frá
Síldarvinnslunni og sendir fyrirtæk-
inu sínar bestu kveðjur.
Frá þessu er greint á vef Síldar-
vinnslunnar, en fram kemur í bréf-
inu að um sé að ræða sjófrystan fisk
og kemur fiskurinn því frá frystitog-
aranum Blængi NK. „Það er ekki oft
sem neytendur hafa fyrir því að
þakka fyrir góða vöru með þessum
hætti,“ segir á vef fyrirtækisins.
Þýskur drengur
þakkaði fyrir
fiskinn
Fiskafli íslenskra skipa í júlí var
93.551 tonn og jókst veiðin um 27
prósent á milli júlímánaða 2017 og
2018. Þetta kemur fram á vef Hag-
stofu Íslands. Langmest munaði um
kolmunna.
Uppsjávarafli jókst um 37%
Botnfiskafli var rúm 34 þúsund
tonn eða tæpum fimm þúsund tonn-
um meiri en í júlí 2017. Af botn-
fisktegundum veiddist mest af
þorski eða tæp 20 þúsund tonn, sem
er 16 prósenta aukning frá júlí 2017.
Þá veiddust rúm fimm þúsund
tonn af ufsa, 4.611 tonn af karfa og
3.555 tonn af ýsu.
Uppsjávarafli nam tæpum 54 þús-
und tonnum sem er 37 prósentum
meiri afli en í júlí 2017. Kolmunni og
makríll voru uppistaðan í uppsjávar-
aflanum en um 25 þúsund tonn
veiddust af hvorri tegund. Í júlí á
síðasta ári veiddust ekki nema 6.275
tonn af kolmunna. Þá veiddust
28.453 tonn af makríl og dróst
makrílafli því saman um 13 prósent
milli ára. Skel- og krabbadýraafli
nam 1.912 tonnum en var 1.626 tonn
í júlí 2017.
Morgunblaðið/Ómar
Aukin veiði Fiskafli íslenskra skipa í júlí jókst um 27% frá því í fyrra.
Miklu meiri veiði
Fiskafli íslenskra skipa jókst um 27
prósent milli júlímánaða 2017 og 2018
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum