Morgunblaðið - 16.08.2018, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 16.08.2018, Blaðsíða 59
DÆGRADVÖL 59 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú færð það sem þú vilt en ekki á sama hátt og þú hélst. Kynntu þér mál áður en þú opnar munninn um menn og málefni, ef þú vilt að einhver taki mark á þér. 20. apríl - 20. maí  Naut Sambönd þín við vinnufélaga eða aðra sem þú átt samskipti við gegnum vinnuna batna nú og á næstu dögum. Ekki tefla á tæpasta vað í peningamálum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Gefðu þér nú tíma til að setja reynslu þína niður á blað og miðlaðu henni til annarra. Ekki gera úlfalda úr mýflugu þó að nágrannarnir þreyti þig stundum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Hvers vegna að streitast á móti þörf- inni fyrir að vera öðruvísi? Þú ert skapandi og hugsar ekki um álit annarra, sem er frá- bært. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þér er gefið að taka eftir hlutum sem fara framhjá öðrum. Leggðu þitt að mörkum til góðgerðarstarfsemi eða fólks sem er hjálpar þurfi. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er mikill vandi að bregðast rétt við óvæntum tíðindum. Láttu ekki gömul hjartasár stjórna lífinu. Þér vex í augum að mála íbúðina en það er engin ástæða til þess. Byrjaðu bara. 23. sept. - 22. okt.  Vog Leggðu þitt af mörkum til að gera and- rúmsloftið betra heima og í vinnunni. Þú fylgir straumnum í vissu máli. Leggðu spilin á borðið í deilum við maka. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er létt yfir þér í dag og þú átt því auðvelt með að laða að þér fólk. Þú ferð ekki troðnar slóðir í átt að markmiðum þínum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú hefur meira en nóg á þinni könnu og þótt þér líði vel undir pressu verð- urðu að gæta þess að það flæði ekki upp úr. Fjölskyldumeðlimur kemur þér á óvart. 22. des. - 19. janúar Steingeit Ef þú lætur verða af því að segja hug þinn muntu undrast hversu marga já- bræður þú átt. Ekki linna látum fyrr en tak- markinu er náð. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Láttu nú ekki eyðslusemina ná tökum á þér. Allir þurfa tíma til að sanna sig og sjálfsagt er að túlka allan vafa þeim í hag á meðan. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þetta er stórkostlegur dagur til skemmtana og ástarævintýra. Bros til sam- ferðamanna getur breytt öllu. Þú nærð góð- um samningi. Sigurlín Hermannsdóttir yrkir áLeir: Eitt sinn ég eignaðist hest það öldungis þótti mér verst er hann vingsaði fótum á fjórðungsmótum með háværan hrossabrest. Sigrún Huld Þorgrímsdóttir er ný á Boðnarmiði og skrifaði á föstudag: „Með nokkrum kvíða leyfi ég mér að pósta eftirfarandi leirburði“: Kaffipokar, batterí kúrbítur og gotterí, súrmjólk, nýmjólk, sitthvað fleira, smjörvi, kæfa, ekki meira. Svoddan innkaup síst má kalla smotterí. Hjálmar Freysteinsson segir á fésbókarsíðu sinni af Þorsteini í Bakkakoti: Eðlishvöt sumra er ýkt og erfitt að ráða við slíkt. Þegar Ólöf á Bakka eignaðist krakka, sagðı́ún: Já, þetta var Þorsteini líkt! Ármann Þorgrímsson skrifaði „Ritdóm um eigin verk“: Oft mig hefur andann skort, endar þá í rugli flest. Ljóðið, sem var aldrei ort, alltaf fannst mér vera best. „Mikið til í því,“ svaraði Fía á Sandi: Oft er vit í orðin lagt oft er snilld að brúka kjaft en orðið sem var aldrei sagt oft er lengi í minni haft. Mínerva, skip Friðriks Jóns- sonar á Ytri-Bakka í Eyjafirði, þótti ekki viðamikil, varð þó allra skipa elst og farsældin fylgdi henni jafnan, „Sú mjóa, maður,“ sagði Friðrik um hana. Um hana var kveðið: Vísdómsgyðjan veður hryðjur sjávar; ill með læti og upp í kvið, á sér vætir gamanið. „Nú hallar sumri og menn snúa aftur til vinnu eftir misjafna tíð í sumar“, skrifaði Ólafur Stefánsson á Leir eftir verslunarmannahelg- ina: Hip og kúlu helgarnar hurfu í sumarrokið og líf í normalt fellur far því fríinu er lokið. Undir síðustu helgi gat Ólafur ekki leynt vonbrigðum sínum: Ég segi fyrir sjálfan mig, er sumarið birtist ekki, að náttúran er söm við sig, svíkur og er með hrekki. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Hrossabrestur, kaffipokar og Mínerva „ÁBYRGÐIN NÆR EKKI YFIR FRAMLEIÐSLUGALLA.“ „VILTU LÍKAMSRÆKTARROTTUR EÐA SUKKARA?“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að eltast við draum. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÉG HEF EKKI SÉÐ MÚS Í HEILA VIKU. VEL GERT, GRETTIR! HVERNIG VAR FRÍIÐ? ÆÐI! EN ÞAÐ ER ALLTAF GOTT AÐ KOMA HEIM NEI, VIÐ HÖFUM EKKI VILLST OG, NEI, VIÐ ERUM EKKI Á LEIÐ Á ÓLYMPÍULEIKANA! KOM UR DRAUMA- PRINSINN Xi Jinping, leiðtogi Kína, er stað-ráðinn í því að hefja knatt- spyrnu til vegs og virðingar í land- inu. Því hefur meira að segja verið haldið fram að fótbolti hafi fyrst komið fram í einhverri mynd í Kína en síðan horfið aftur af sjónarsvið- inu. Vísað er til heimildar um að á tímabilinu 475 til 221 fyrir Krist hafi íbúar hins auðuga og volduga ríkis Qi gert ýmislegt sér til afþreyingar, þar á meðal farið í „cuju“, sem bók- staflega merki að sparka bolta. x x x Í kjölfarið hafi cuju orðið að at-vinnuíþrótt. Tvö lið með tólf leik- mönnum hvort hafi spilað á leik- vöngum með áhorfendastúkum og reynt að sparka leðurbolta, fylltum með dýrahárum, í mörk. Síðar var farið að nota blöðru úr dýrum til að boltinn yrði léttari og settar voru upp markstangir. Er meira að segja talað um kvennalið. Þegar kom fram yfir árið þúsund var hætt að tala um liðsíþrótt. Þess í stað reyndu leikmenn, einn eða fleiri, að halda bolta á lofti og máttu nota alla hluta líkamans nema hendurnar. x x x Íþróttin mun hafa haldið vinsæld-um í þessari mynd en á ógæfu- hliðina seig er vændishús fóru að nota hana til að draga að við- skiptavini. Taizu keisari gaf út til- skipun þar sem embættis- og her- mönnum var bannað að stunda cuju. Þeir sem brutu gegn henni áttu yfir höfði sér að fæturnir yrðu höggnir af þeim. Svo fór að cuju hvarf af sjónarsviðinu. x x x Englendingar hafa löngum gerttilkall til þess að hafa fundið upp fótboltann og upphaf íþrótt- arinnar í núverandi mynd má vissu- lega rekja til Englands. Þegar enska landsliðið gerði sig líklegt til að ná árangri á HM í Rússlandi var talað um að heimsmeistaratitillinn gæti verið á leið heim. Kínverjar eiga aðeins lengra í land. Þeir hafa aðeins einu sinni komist á HM, árið 2002. Þá töpuðu þeir öllum sínum leikjum og tókst ekki að koma bolt- anum í net andstæðinga sinna. vikverji@mbl.is Víkverji Jesús sagði: „Hver sem ber ekki sinn kross og fylgir mér getur ekki verið lærisveinn minn“ (Lúkasarguðspjall 14.27)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.