Morgunblaðið - 16.08.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.08.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2018 www.volkswagen.is Við látum framtíðina rætast. 5 ára ábyrgð fylgir fólksbílum HEKLU að uppfylltum ákvæðum ábyrgðarskilmála. Þá er að finna á www.hekla.is/abyrgd Nýr T-Roc. Fjórhjóladrifinn og fæddur til að skara fram úr. Nýr T-Roc geislar af öryggi og akstursgleði, fæst bæði fjórhjóla- og framhjóladrifinn, beinskiptur og sjálfskiptur. Hann er búinn nýjustu tækni og búnaði sem breytir akstrinum í eitthvað ómótstæðilegt. Komdu og reynsluaktu Volkswagen T-Roc sem gerir allt vitlaust hvar sem hann kemur. Komdu og prófaðu nýjustu stjörnuna frá Volkswagen. Volkswagen T-Roc Style 2.0 TDI Fjórhjóladrifinn, sjálfskiptur. Verð4.490.000 kr. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ég held að þetta verði góð viðbót við svæðið. Mér heyrist það á þeim sem ég hef hitt á förnum vegi og þeim sem búa í grenndinni að það sé bæði áhugi og tilhlökkun. Við verð- um að reyna að standa undir þeim væntingum,“ segir Árni Hafstað, eigandi brugghússins Gæðings. Gæðingur hefur komið sér upp brugghúsi við Nýbýlaveg 8 í Kópa- vogi og þar verður einnig opnaður bar á næstu dögum. Mikið líf hefur verið að færast í svæðið í kringum Nýbýlaveg og eflaust munu margir fagna því að þarna verði opnaður bar. Fjöldi veitingastaða er á svæð- inu auk verslana. Fram til þessa hefur framleiðsla Gæðings farið fram í Skagafirði en hér eftir fer hún að mestu fram í Kópavogi. Einhverjir bjórar verða þó áfram bruggaðir norðan heiða. „Ég var einn að gaufa í þessu fyrir norðan en er alltaf með annan fótinn fyrir sunnan. Ég sá að ef ég ætlaði að gera þetta af einhverjum mynd- arskap væri betra að flytja bruggið suður. Þar er meiri möguleiki á að fá fagfólk til starfa og haldast á því. Ég hef verið með erlenda bruggara og þeir eru svona eins og körfubolta- menn, það er rosa gaman að taka eitt keppnistímabil í sveitinni en svo ekki meir,“ segir Árni. Nýi staðurinn kallast Micro bar og brugg og þar verða að mestu seldir bjórar Gæðings auk léttvína. Árni vonast til að opna staðinn í næstu viku. Fyrir á hann Micro bar í mið- borg Reykjavíkur en sá bar hefur notið talsverðra vinsælda. Morgunblaðið/Eggert Micro bar Nýi staðurinn er á Nýbýlavegi 8 í Kópavogi og opnar í næstu viku. Gæðingur tekur stökkið í Kópavog  Opnar brugghús og bar við Nýbýlaveg á næstu dögum  Mikið líf að færast í svæðið Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Trésmiðjan Borg ehf. á Sauðárkróki mun smíða nýtt borð í borgar- stjórnarsal Ráðhússins. Gengið var frá samningum í fyrradag. Sem kunnugt er þarf að bæta við borði í salinn vegna fjölgunar borgarfulltrúa úr 15 í 23. Innrétt- ingar í borgarstjórnarsalnum hafa fram til þessa verið óbreyttar allt frá því að Ráðhús Reykjavíkur var tekið í notkun árið 1992. Smíði og uppsetning borðsins var boðin út og bárust tvö tilboð. HBH byggir ehf. í Reykjavík bauð 45,5 milljónir, 165% yfir kostnaðaráætl- un, sem var 27,5 milljónir. Trésmiðj- an Borg ehf. bauð 17,7 milljónir en um var að ræða frávikstilboð. Skrifstofa eigna og atvinnuþróun- ar Reykjavíkurborgar samþykkti að hafna báðum tilboðunum. „Við höfnuðum báðum tilboðun- um sem bárust, annað var allt of hátt og hitt gerði ekki ráð fyrir öllu því sem beðið var um,“ segir Ólafur I. Halldórsson, byggingafræðingur hjá skrifstofa eigna og atvinnuþró- unar. Á mánudaginn var samið við Tré- smiðjuna Borg um trésmiðjuhlutann og samsetningu. Samningurinn er upp á 15,7 miljónir. Reykjavíkur- borg mun svo kaupa af öðrum stál- hlutann og rafmagnshlutann. Ekki liggur fyrir hver kostnaður mun verða af þessum hluta verksins en Ólafur áætlar að hann verði á bilinu 4-6 miljónir króna. Áætluð skil á verkinu eru í desember næst- komandi eða fyrr. Þangað til verður notast við laus borð í borgarstjórn- arsalnum eins og gert var þegar borgarstjórn kom fyrst saman eftir kosningarnar í vor. Trésmiðjan Borg ehf. er til húsa að Borgarmýri 1 á Sauðárkróki. Trésmiðjan hefur á síðustu áratug- um sérhæft sig í smíði innréttinga fyrir heimili og fyrirtæki, að því er fram kemur á heimasíðu fyrirtæk- isins. Starfsmenn eru nú 17 talsins. Borgin semur við Borg um að smíða borðið  Sauðkrækingar smíða nýtt borð í borgarstjórnarsalinn Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ný borgarstjórn Borgarfulltrúar sátu við laus borð á fyrsta fundi eftir kosn- ingar. Nýja borðið verður væntanlega komið í salinn í desember eða fyrr. Borgarstjórn » Borgarstjórn er skipuð 23 borgarfulltrúum og jafn- mörgum til vara. Kjörtímabil borgarstjórnar er fjögur ár. » Reglulegir fundir borgar- stjórnar eru haldnir fyrsta og þriðja þriðjudag hvers mán- aðar í Ráðhúsi Reykjavíkur og hefjast klukkan 14.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.