Morgunblaðið - 16.08.2018, Page 10

Morgunblaðið - 16.08.2018, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2018 www.volkswagen.is Við látum framtíðina rætast. 5 ára ábyrgð fylgir fólksbílum HEKLU að uppfylltum ákvæðum ábyrgðarskilmála. Þá er að finna á www.hekla.is/abyrgd Nýr T-Roc. Fjórhjóladrifinn og fæddur til að skara fram úr. Nýr T-Roc geislar af öryggi og akstursgleði, fæst bæði fjórhjóla- og framhjóladrifinn, beinskiptur og sjálfskiptur. Hann er búinn nýjustu tækni og búnaði sem breytir akstrinum í eitthvað ómótstæðilegt. Komdu og reynsluaktu Volkswagen T-Roc sem gerir allt vitlaust hvar sem hann kemur. Komdu og prófaðu nýjustu stjörnuna frá Volkswagen. Volkswagen T-Roc Style 2.0 TDI Fjórhjóladrifinn, sjálfskiptur. Verð4.490.000 kr. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ég held að þetta verði góð viðbót við svæðið. Mér heyrist það á þeim sem ég hef hitt á förnum vegi og þeim sem búa í grenndinni að það sé bæði áhugi og tilhlökkun. Við verð- um að reyna að standa undir þeim væntingum,“ segir Árni Hafstað, eigandi brugghússins Gæðings. Gæðingur hefur komið sér upp brugghúsi við Nýbýlaveg 8 í Kópa- vogi og þar verður einnig opnaður bar á næstu dögum. Mikið líf hefur verið að færast í svæðið í kringum Nýbýlaveg og eflaust munu margir fagna því að þarna verði opnaður bar. Fjöldi veitingastaða er á svæð- inu auk verslana. Fram til þessa hefur framleiðsla Gæðings farið fram í Skagafirði en hér eftir fer hún að mestu fram í Kópavogi. Einhverjir bjórar verða þó áfram bruggaðir norðan heiða. „Ég var einn að gaufa í þessu fyrir norðan en er alltaf með annan fótinn fyrir sunnan. Ég sá að ef ég ætlaði að gera þetta af einhverjum mynd- arskap væri betra að flytja bruggið suður. Þar er meiri möguleiki á að fá fagfólk til starfa og haldast á því. Ég hef verið með erlenda bruggara og þeir eru svona eins og körfubolta- menn, það er rosa gaman að taka eitt keppnistímabil í sveitinni en svo ekki meir,“ segir Árni. Nýi staðurinn kallast Micro bar og brugg og þar verða að mestu seldir bjórar Gæðings auk léttvína. Árni vonast til að opna staðinn í næstu viku. Fyrir á hann Micro bar í mið- borg Reykjavíkur en sá bar hefur notið talsverðra vinsælda. Morgunblaðið/Eggert Micro bar Nýi staðurinn er á Nýbýlavegi 8 í Kópavogi og opnar í næstu viku. Gæðingur tekur stökkið í Kópavog  Opnar brugghús og bar við Nýbýlaveg á næstu dögum  Mikið líf að færast í svæðið Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Trésmiðjan Borg ehf. á Sauðárkróki mun smíða nýtt borð í borgar- stjórnarsal Ráðhússins. Gengið var frá samningum í fyrradag. Sem kunnugt er þarf að bæta við borði í salinn vegna fjölgunar borgarfulltrúa úr 15 í 23. Innrétt- ingar í borgarstjórnarsalnum hafa fram til þessa verið óbreyttar allt frá því að Ráðhús Reykjavíkur var tekið í notkun árið 1992. Smíði og uppsetning borðsins var boðin út og bárust tvö tilboð. HBH byggir ehf. í Reykjavík bauð 45,5 milljónir, 165% yfir kostnaðaráætl- un, sem var 27,5 milljónir. Trésmiðj- an Borg ehf. bauð 17,7 milljónir en um var að ræða frávikstilboð. Skrifstofa eigna og atvinnuþróun- ar Reykjavíkurborgar samþykkti að hafna báðum tilboðunum. „Við höfnuðum báðum tilboðun- um sem bárust, annað var allt of hátt og hitt gerði ekki ráð fyrir öllu því sem beðið var um,“ segir Ólafur I. Halldórsson, byggingafræðingur hjá skrifstofa eigna og atvinnuþró- unar. Á mánudaginn var samið við Tré- smiðjuna Borg um trésmiðjuhlutann og samsetningu. Samningurinn er upp á 15,7 miljónir. Reykjavíkur- borg mun svo kaupa af öðrum stál- hlutann og rafmagnshlutann. Ekki liggur fyrir hver kostnaður mun verða af þessum hluta verksins en Ólafur áætlar að hann verði á bilinu 4-6 miljónir króna. Áætluð skil á verkinu eru í desember næst- komandi eða fyrr. Þangað til verður notast við laus borð í borgarstjórn- arsalnum eins og gert var þegar borgarstjórn kom fyrst saman eftir kosningarnar í vor. Trésmiðjan Borg ehf. er til húsa að Borgarmýri 1 á Sauðárkróki. Trésmiðjan hefur á síðustu áratug- um sérhæft sig í smíði innréttinga fyrir heimili og fyrirtæki, að því er fram kemur á heimasíðu fyrirtæk- isins. Starfsmenn eru nú 17 talsins. Borgin semur við Borg um að smíða borðið  Sauðkrækingar smíða nýtt borð í borgarstjórnarsalinn Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ný borgarstjórn Borgarfulltrúar sátu við laus borð á fyrsta fundi eftir kosn- ingar. Nýja borðið verður væntanlega komið í salinn í desember eða fyrr. Borgarstjórn » Borgarstjórn er skipuð 23 borgarfulltrúum og jafn- mörgum til vara. Kjörtímabil borgarstjórnar er fjögur ár. » Reglulegir fundir borgar- stjórnar eru haldnir fyrsta og þriðja þriðjudag hvers mán- aðar í Ráðhúsi Reykjavíkur og hefjast klukkan 14.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.