Morgunblaðið - 16.08.2018, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.08.2018, Blaðsíða 39
FRÉTTIR 39Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2018 Til sölu er fasteignin að Hafnarskeið 6, Þorlákshöfn. Eignin er staðsett á mjög góðum stað við höfnina í Þorlákshöfn sem gerir hana mjög ákjósanlega fyrir hafsækna starfsemi sem og aðra starfsemi. Fyrir liggur skipulag á stóru iðnaðar- og þjónustusvæði við höfnina og á upplandi hafnarinnar sem stórskipahöfn er í farvegi, þ.m.t. hluti af henni er að byggja trébryggju við hafnarbakkann sem lóð fasteignarinnar liggur að. Um er að ræða atvinnuhúsnæði, byggt 1955 og 1975. Í eigninni var rekin fiskvinnsla um árabil. Húsnæðið er pokapússað og málað að utan, hefur verið vel viðhaldið og snyrtilegt. Skipt hefur verið um glugga í stórum hluta hennar. Góð lofthæð er á 1. og 2. hæð. Lóðin liggur að sjó og er öll malbikuð eða steinsteypt. Á 1. og 2. hæð var fiskmóttaka og vinnslusalir. Á 3. hæð, sem er inndregin, eru skrifstofur, snyrtingar, íbúðarherbergi og stór matsalur. Samkvæmt útreikningi verkfræðistofu er stærð eignarinnar alls 3.599 fermetrar. Til sölu atvinnuhúsnæði á góðum stað við höfnina í Þorlákshöfn Hægt er að óska eftir frekari upplýsingum með því að senda tölvupóst á netfangið oskar@lex.is. Allar nánari upplýsingar veitir Óskar Sigurðsson lögmaður hjá LEX lögmannstofu í síma 590-2600. París. AFP. | Drónar njóta vaxandi vinsælda víða um heim og þeir hafa meðal annars verið notaðir til að taka myndir af fallegu landslagi en sér- fræðingar hafa áhyggjur af því að flugtækin verði notuð til hryðjuverka eða morðtilræða. Þeir segja að auð- velt sé að verða sér úti um dróna og breyta þeim í „vopn fátæka manns- ins“; fjarstýrðar sprengjur eða njósnavélar til að undirbúa árásir. „Þetta verður uppáhaldsvopn þeirra sem telja sig vera tæknilega vanbúna á öðrum sviðum,“ sagði Todd Humphreys, bandarískur verkfræðiprófessor sem sérhæfir sig í rannsóknum á drónum. Sérfræðingarnir segja að nú þegar séu komnar fram margar vísbend- ingar um að ástæða sé til að hafa áhyggjur af hættunni á því að drón- um verði beitt til hryðjuverka eða morðtilræða. Þeir skírskota m.a. til frétta um að tveir drónar með sprengjur hafi verið notaðir í tilraun til að myrða Nicolás Maduro, forseta Venesúela, þegar hann flutti ræðu í Caracas 4. ágúst. Lífverðir Emm- anuels Macrons, forseta Frakklands, urðu varir við dróna nálægt sumar- bústað hans og trufluðu flugleið- sögumerki til tækisins, þannig að það hrapaði í Miðjarðarhafið. Rann- sókn hefur verið hafin á málinu og kafarar eru að leita að drónanum. Dróni brotlenti á sviði nálægt An- gelu Merkel, kanslara Þýskalands, árið 2013 og Hvíta húsinu var lokað um tíma tveimur árum síðar vegna mikils öryggisviðbúnaðar þegar dróni lenti í garði þess. „Ég tel að þetta sé að færast í vöxt og að þjóð- höfðingar þurfi að varast að flytja ræður utan dyra nema þeir séu vissir um að geta varið sig gegn árás eins eða fleiri dróna,“ sagði Humphreys. Hermt að liðsmenn hryðjuverka- samtakanna Ríkis Íslams í hafi notað dróna til að gera sprengjuárásir og njósna um hermenn í Írak og Sýr- landi. Ennfremur hefur verið skýrt frá því að umhverfisverndarsinnar hafi stýrt drónum á kjarnorkuver í Frakklandi. Yfirvöld í Bandaríkj- unum hafa sett um upp varnarbúnað gegn drónum til að koma í veg fyrir að þeim verði beitt til árása á kjarn- orkuver. Japani fékk skilorðsbund- inn fangelsisdóm árið 2016 fyrir að stýra dróna á þak skrifstofu Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans. Í drónanum var flaska full af geisla- virkum sandi úr lóð kjarnorkuvers- ins í Fukushima eftir slysið sem varð þar í jarðskjálfta. Erfitt að skjóta þá niður Um 400.000 drónar voru seldir í Frakklandi í fyrra og frönsk yfirvöld hafa sett reglur um notkun þeirra, m.a. bannað þá í borgum. Frá og með næsta ári þarf að skrá eigendur allra dróna sem vega 800 grömm eða meira. Yfirvöldin hafa einnig sett upp varnarbúnað við mikilvægar byggingar til að koma í veg fyrir árásir með drónum. Humphreys tel- ur þó að varnirnar dugi skammt. „Það er mjög erfitt að skjóta niður dróna á miklum hraða, 100 km á klukkustund,“ sagði hann. „Og jafn- vel ef hægt væri að skjóta niður einn dróna á miklum hraða, hvað væri þá hægt að gera ef fimm eða tíu drónar gerðu árás á sama tíma?“ Sérfræðingarnir segja að það væri óraunhæft og dýrt að hafa skyttur við allar mikilvægar byggingar sem gætu orðið fyrir árásum dróna. Her Frakklands hefur reynt að þjálfa erni í að grípa dróna með klónum í von um að hægt verði að nota þá til að verja mikilvægar byggingar. Sú aðferð var reynd í Hollandi en hætt hefur verið við að beita henni þar vegna þess að hún þótti of dýr og ernirnir létu illa að stjórn. Öryggisyfirvöld reyna að efla varnir gegn drónum  Auðvelt að breyta dróna í fjarstýrða sprengju eða tæki til að undirbúa árás Litlar sprengjur eru festar á hann Myndavél er sett á drónann Notaðir eru drónar sem auðvelt er að verða sér úti um Skammdrægir „Vopn fátæka mannsins“ Heimildir: MilitaryTimes/WIRED Notaðir til árása á hersveitir Hermenn hafa skotið dróna niður Sérfræðingar segja að auðvelt sé að gera dróna, sem fást í verslunum, að fjar- stýrðum sprengjum eða nota þá til að undirbúa hryðjuverk og aðrar árásir. Mikill öryggis- viðbúnaður var við Hvíta húsið í Washington árið 2015 þegar dróni lenti í garði þess. 4. ágúst 2018: Hermt er að tveir drónar með sprengi- efni hafi verið notaðir í tilraun til að myrða forseta Venesúela. Fréttir ummeintar drónaárásir: Rússar skýrðu frá því í janúar að rússneskir hermenn í Sýrlandi hefðu orðið fyrir árásum sprengjudróna. Samtökin Ríki íslams hafa sett sprengjur í dróna sem notaðir hafa verið gegn öryggissveitum í Írak Dæmi: Ríkissaksóknari Venesúela hefur skýrt frá því að fjórtán menn, þeirra á meðal tveir hátt settir herforingjar, hafi verið handteknir vegna gruns um að þeir hafi tekið þátt í samsæri um að myrða forseta landsins, sósíalistann Nicolás Maduro. Stjórnvöld í Venesúela saka sam- særismennina um að hafa ætlað að ráða forsetann af dögum með því að nota tvo dróna þegar hann flutti ræðu á hersýningu í Caracas 4. ágúst. Sagt er að sprengjur hafi verið settar í drónana. Ríkissaksóknarinn, sem er banda- maður forsetans, sagði að rannsókn hefði leitt í ljós að 34 menn væru við- riðnir meinta morðsamsærið. Margir þeirra væru núna í Kólumbíu og Bandaríkjunum. Stjórnarandstaðan í Venesúela ótt- ast að stjórn Maduros nýti sér málið til að fangelsa andstæðinga forsetans. Efnahagur landsins er í lamasessi vegna óstjórnar sósíalista og gert er ráð fyrir að verðbólgan verði orðin milljón prósent í lok ársins. Efnahags- kreppan hefur leitt til mikils land- flótta og mesta flóttamannavanda í Suður-Ameríku í áratugi. bogi@mbl.is AFP Maduro Stuðningsmaður forseta Venesúela heldur á mynd af honum. Handteknir fyrir meint morðsamsæri Yfirmenn kaþólsku kirkjunnar í Bandaríkjunum hylmdu með skipu- legum hætti yfir með 300 prestum sem eru taldir hafa brotið kynferðis- lega gegn þúsundum barna í Penn- sylvaníu á 70 árum, að því er fram kemur í nýrri skýrslu um viðamikla rannsókn. Í skýrslunni segir að vitað sé um rúmlega þúsund börn sem prestar hafi brotið gegn kynferðislega í Pennsylvaníu en talið sé að þau séu í raun miklu fleiri og skipti þúsund- um. Ríkissaksóknari í Pennsylvaníu óskaði eftir rannsókninni sem hefur staðið í eitt og hálft ár. Í skýrslunni kemur fram að hátt settir menn í kirkjunni hafi þaggað niður brot prestanna árum saman og neitað ásökunum á hendur þeim. Börn og unglingar, drengir og stúlkur, hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi. „Leiðtogar kirkjunnar ýttu þeim öll- um til hliðar, kusu að vernda níð- ingana og stofnunina ofar öllu,“ segir meðal annars í skýrslunni. Meðal hátt settra ráðamanna kirkjunnar sem eru gagnrýndir í skýrslunni er Donald Wuerl, kardin- áli og erkibiskup í Washington, sem er sagður hafa tekið þátt í að hylma yfir brotin. Þar sem áratugir eru liðnir frá því að flest brotanna voru framin er meirihluti þeirra fyrndur og aðeins tveir prestar hafa verið ákærðir. Í skýrslunni er meðal annars lagt til að núgildandi lagaákvæði um fyrn- ingu slíkra brota verði afnumin. Hylmdu yfir með níðingum  Prestar nauðg- uðu fjölda barna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.