Morgunblaðið - 16.08.2018, Blaðsíða 52
52 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2018
✝ Kristján Árna-son, bók-
menntafræðingur,
rithöfundur og
fyrrverandi há-
skólakennari fædd-
ist í Reykjavík 26.
september 1934.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu
Sunnuhlíð 28. júlí
2018.
Kristján var son-
ur Árna Kristjánssonar píanó-
leikara og Önnu Steingríms-
dóttur húsmóður.
Kristján stundaði nám við MR
og útskrifaðist þaðan með stúd-
entspróf 1953. Hann útskrifaðist
með BA-próf í grísku og latínu
frá HÍ 1962 og lagði stund á nám
í heim-speki, bókmenntum og
fornmálum við háskóla í Þýska-
landi og Sviss á árunum 1953-
1958 og 1963-1965.
Hann starfaði m.a. sem kenn-
ari við Menntaskólann á Akur-
eyri og Kennaraskóla Íslands á
sjöunda áratugnum og hjá
Menntaskólanum á Laugarvatni
á árabilinu 1967-1990. Frá haust-
lensku þýðingaverðlaunin fyrir
þýðingu sína á Ummyndun-um
eftir Óvíd.
Þá skrifaði hann fjölmargar
fræðigreinar og ritgerðir og
flutti erindi um bókmenntir og
heimspeki, en Bókmennta-
fræðistofn-un Háskóla Íslands
gaf út helstu ritgerðir hans um
bókmenntir, þýðingarlist og
heimspeki í ritinu Hið fagra er
satt á sjötugsafmæli hans.
Kristján var formaður Grikk-
landsvinafélagsins Hellas um
langt árabil og sæmdur stórridd-
arakrossi hinnar grísku Fönix-
orðu, fyrir framlag sitt til efl-
ingar grískum menntum á
Íslandi.
Kristján kvæntist Kristínu
Önnu Þórarinsdóttur leikkonu
og áttu þau þrjú börn, Önnu Guð-
rúnu f.1962, d.1963, Árna f.1965
og Þórarin f.1967 en fyrir átti
Kristín Anna tvö börn, Eyjólf
Kjalar Emilsson f.1953 og Öldu
Arnardóttur f.1960. Kristín Anna
lést 1986.
Síðari sambýliskona Kristjáns
var Inga Huld Hákonardóttir
blaðamaður og rithöfundur, sem
lést 2014.
Útför Kristjáns verður frá
Fossvogskirkju í dag, 16. ágúst
2018, klukkan 13.
inu 1973 kenndi
hann við Háskóla Ís-
lands, fyrst sem
stundakennari en
frá 1990 sem dósent
í Almennri bók-
menntafræði, uns
hann lét af störfum
þar haustið 2004.
Kristján fékkst
einnig við ritstörf af
ýmsu tagi og skilur
eftir sig fjölda
ólíkra ritverka.
Hann sendi frá sér ljóðabæk-
urnar Rústir (1962) og Einn dag
enn (1990), sem var tilnefnd til ís-
lensku bókmenntaverðlaunanna,
og á síðasta ári (2017) kom út
ljóðabókin Það sem lifir dauðann
af er ástin, en það er safn frum-
saminna ljóða og þýðinga.
Kristján var mikilvirkur þýð-
andi og eftir hann liggja ýmsar
þýðingar á verkum stórskálda
heimsbókmenntanna, leikrit,
ljóð, skáld-sögur og fræðirit m.a.
eftir höf-undana Aristóteles, Ari-
stófanes, Catullus, François
Mauriac, Goet-he og Thomas
Mann, og hlaut hann árið 2010 ís-
Látinn er Kristján Árnason,
föðurbróðir minn, bókmennta-
fræðingur, rithöfundur, þýðandi
og fyrrverandi háskólakennari.
Margt kemur upp í hugann
þegar ástvinur er kvaddur og erf-
itt að aðskilja persónulegar
minningar um dýrmætar stundir,
fjölskyldufundi og sumur á Laug-
arvatni frá minningum um far-
sælt samstarf á fullorðinsárum.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi
að vinna með Kristjáni að útgáfu
öndvegisþýðingar hans á Um-
myndunum rómverska skáldsins
Óvíds sem kom út undir merkjum
Máls og menningar árið 2009 og
hlaut íslensku þýðingarverðlaun-
in og Menningarverðlaun DV í
bókmenntum. Það var í fyrsta
sinn sem við mættumst á vett-
vangi starfsins. Það var gefandi
að vinna með jafnhæfileikaríkum,
næmum og vönduðum þýðanda
og höfundi, en ekki síst að ræða
við hann um daginn og veginn og
hlusta á leiftrandi frásagnir hans
af stórmennum bókmenntasög-
unnar. Í fyrra endurnýjuðum við
samstarfið við útgáfu bókarinnar
Það sem lifir dauðann er ástin,
úrval úr ljóðaþýðingum Kristjáns
gegnum tíðina, allt frá fornkvæð-
um Grikkja og Rómverja til öllu
nýstárlegri samtímakvæða auk
nokkurra frumsaminna ljóða
skáldsins og varð það enn á ný
innblástur og uppspretta fróð-
legra umræðna um þýðingar og
bókmenntir.
Kristján sendi frá sér fjölda
bóka, bæði frumsamin verk sem
og þýðingar á skáldsögum, leik-
ritum, ljóðum og fræðiritum, m.a.
ljóðabækurnar Rústir og Einn
dag enn, sem var tilnefnd til ís-
lensku bókmenntaverðlaunanna
1990. Hann var einn af fremstu
þýðendum okkar Íslendinga,
þýddi verk úr ýmsum málum og
frá ýmsum tímum, meðal annars
eftir Aristóteles, Aristófanes,
Katúllus, François Mauriac, Go-
ethe, Patrick Süskind og Thomas
Mann, svo að nokkrir séu nefnd-
ir.
Kristján unni grískri menn-
ingu og listum og var formaður
Grikklandsvinafélagsins Hellas
og var sæmdur stórriddarakrossi
hinnar grísku Fönix-orðu, fyrir
framlag sitt til útbreiðslu grískr-
ar menningar. Menning fornald-
ar var honum afar hugleikin og
hann þýddi marga helstu höf-
unda grískra og rómverskra
fornbókmennta.
Eftir Kristján liggja einnig
margar fræðigreinar og ritgerðir
auk erinda sem hann flutti um
bókmenntir og heimspeki. Bók-
menntafræðistofnun Háskóla Ís-
lands gaf út helstu ritgerðir hans
um bókmenntir, þýðingarlist og
heimspeki í ritinu Hið fagra er
satt á sjötugsafmæli hans 2004.
Blöðin falla, falla langt, langt að,
sem felli á himni blöð sín dimmir
garðar
þau falla hægt og hikandi til jarðar.
Og jörðin fellur sjálf sem sölnað blað
af næturhimni á sinn eyðistað.
Við föllum öll, sú hönd er fellur hér
er hinni lík er dæmd er þar til falls.
En þó er sá, sem einn að baki alls
allt þetta fall í styrkri hendi ber.
„Haustljóð“ Rainer Maria
Rilke, í þýðingu Kristjáns Árna-
sonar.
Ég kveð Kristján með söknuði
um leið og ég þakka honum af
öllu hjarta fyrir samfylgdina.
Börnum hans, Öldu, Árna og
Þórarni og stjúpsyni Eyjólfi
Kjalari, votta ég samúð mína og
starfsfólks Forlagsins.
Hólmfríður Matthíasdóttir.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjót-
andi að kynnast Kristjáni Árna-
syni, fyrst lítillega á Laugarvatni,
síðar sem kennara við Háskóla
Íslands, hvar ég skrifaði BA-rit-
gerðina undir hans leiðsögn. Við
urðum óhjákvæmilega nánir og
ævarandi vinir upp frá því. Nú er
skarð fyrir skildi, snillingurinn er
allur og skilur eftir sig ómetan-
legan fjársjóð á sviði bókmennta
og lista. Í bókinni Hið fagra er
satt, sem Þorsteinn Þorsteinsson
bókmenntafræðingur með meiru
tók saman í tilefni af sjötíu ára af-
mæli Kristjáns, kennir margra
merkilegra grasa, þar á meðal er
grein er Kristján ritaði fyrir mig í
viðtalsbókina Ástvinamissir árið
1988 um sorg í skáldskap. Þar
stendur m.a.: „Í vaxandi verald-
arhyggju aldarinnar verður
dauðinn eitthvað sem menn leiða
hjá sér í lengstu lög, uns hann
óvænt ber að dyrum hjá þeim
sjálfum. Í skáldskap birtist þetta
í ákveðinni hlédrægni eða hóg-
værð þar sem hann er annars
vegar og fælni við að takast á við
hin hinstu rök. [...] Fremur en að
vilja fræða okkur um það hvað
dauðinn sé í sjálfu sér eða hvað
búi að baki hans taka nú skáldin
að beina athyglinni að hinum eft-
irlifandi og sambandi hans við
hinn látna, og það kemur upp úr
kafinu að mörkin milli þessara
tveggja eru ekki alltaf skýr.
Steinn Steinarr varpar fram
spurningunni hvort sé hvað í ljóði
sem heitir Í kirkjugarði, og má
það til sanns vegar færa að í þeim
slitum vináttubanda milli tveggja
sem fráfall annars hefur í för með
sér felst á vissan hátt dauði
beggja.“ Með greininni gaf Krist-
ján Ástvinamissi margfalt gildi.
Skömmu eftir andlát elskulegu
eiginkonu Kristjáns hittumst við
Kristján á förnum vegi. Í ljós
kom að hann var nýbyrjaður á
þýðingu sinni á Ilminum eftir
Patrik Süskind og sagðist þurfa
að hafa sig allan við til að skila
handriti á réttum tíma. Ég
bauðst til að aðstoða við að skrá
þýðingu hans beint á tölvu. Við
tók ógleymanlega skemmtilegt
samstarf. Kristján þakkaði mér
með eftirfarandi áritun: „Til
Guggu með þökk fyrir ómetan-
lega hjálp við þýðingu þessarar
bókar. Kristján Árnason Parf-
umeur.“ Mín hjálp var aðallega
að tölvuvæða Kristján og skjóta
inn tillögum annað veifið; er hann
varð óvenju djúpt hugsi yfir ein-
hverri setningu reyndi ég að láta
ljós mitt skína. Mín hjálp var
ekkert ómetanleg en vináttubönd
okkar styrktust og urðu órjúfan-
leg og ómetanlegt var að kynnast
snilligáfu hans í ræðu og riti.
Nema áfram við fótskör meistar-
ans, sérstaklega í Grikklands-
vinafélaginu Hellas, sem hann
stýrði með styrkri hönd. Minnis-
stæð er þriggja vikna Grikk-
landsvinaferð árið 1999, þar sem
hver snillingurinn á fætur öðrum
fræddi okkur um fornar slóðir
Jóníu og Dóríu. Ég minnist
Kristjáns með djúpum söknuði
og ómældu þakklæti. Elsku Alda,
Árni, Þórarinn og stórfjölskyldan
öll, votta ykkur mína dýpstu sam-
úð vegna fráfalls elskulegs föður
og afa, hann var hvíldinni feginn.
En látum Hannes Pétursson hafa
síðustu orðin:
Sá er eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn látni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnarnir
honum yfir.
Guðbjörg Gróa
Guðmundsdóttir.
Leiðir okkar Kristjáns lágu
fyrst saman á háskólaárum mín-
um, er ég sat hjá honum nám-
skeið í fornaldar- og miðaldabók-
menntum. Fljótt varð ég þess
áskynja að Kristján var í miklum
metum hjá nemendum. Eitt var
að hann var frábærlega að sér í
heimsbókmenntum, síteraði þær
fram og til baka eins og renni-
braut lægi í allar áttir þvert á ald-
ir. Í öðru lagi heillaði hógvær og
látlaus framkoman – hann var
ögn utanveltu og kom lítillega á
hann, ef hann fékk spurningu, en
hann greiddi síðan úr svari skil-
merkilega af sjaldséðri yfirsýn og
þekkingu. Og í þriðja lagi sýndi
hann nemendum virðingu og kom
fram við þá sem jafningja með
hlýlegu viðmóti – ekki var að
finna hjá honum snefil af aka-
demískum beturvitrungshætti,
sem mátti sjá hjá sumum öðrum í
fræðahöllunum nærri Melavelli,
sem þá var og hét. Allir töluðu vel
um Kristján sem fræðimann og
sem persónu; það var eitthvað
svo hlýtt og innilegt í fasi hans.
Mannlegur, svo mannlegur. Ég
man þegar hann læddi að okkur
nemendum fáeinum ljósrituðum
blöðum, ögn afsakandi, því þetta
voru fjórar sögur úr Ummynd-
unum Óvíds, sem hann hafði
sjálfur nýlega hafið þýðingu á, og
hafði hann áhyggjur af því að
missmíði kynni að vera á.
Skemmst er frá að segja að svo
var ekki – textinn var lýtalaus, á
fegursta máli sem hægt var að
hugsa sér.
Eftir háskólaárin hélt ég stop-
ulu sambandi við Kristján – við
ræddum saman á förnum vegi,
þegar við hittumst, og stundum
lásum við upp saman á upplestr-
arkvöldum. Þegar ég skrifaði
skáldsögur um Rómaveldi hið
forna um 1995 bauð hann mér í
tvígang að koma og lesa upp í fé-
lagsskap, sem hann hafði komið á
laggir ásamt fleiri menntamönn-
um, og kallaður var Grikklands-
vinafélagið Hellas. Hittust þeir
stundum tíu til tólf að tölu í her-
bergi á veitingahúsi á Bernhöft-
storfu og áttu sér þar stað spak-
legar og fjörmiklar umræður.
Sérlega er mér þó minnisstætt
þegar við Kristján hittumst við
bókaupplestur í Þjóðleikhúskjall-
aranum haustið 2009, en þá hafði
hann nýlega fengið tilnefningu til
Íslensku þýðingarverðlaunanna
fyrir heildarþýðingu sína á Um-
myndunum Óvíds. Sátum við
saman heila kvöldstund og rædd-
um heima og geima, og lék hann á
als oddi. Fáum árum síðar hafði
hann samband og bað mig að lesa
upp úr ljóðabók, byggðri á grísk-
um goðsögum, fyrir Grikklands-
vinafélagið Hellas, sem þá var
orðið stórt og blómlegt, nú í
Hannesarholti. Varð ég við þeirri
beiðni en vissi ekki að það átti eft-
ir að marka upphafið að nánu
samstarfi, því í kjölfarið var ég
dreginn inn í stjórn Grikklands-
vinafélagsins og í henni hef ég
setið öll síðastliðin ár, lærisveinn-
inn enn við hlið lærimeistarans.
Brá hvergi skugga á það sam-
starf. Var ég svo heppinn að fá
hjá honum síðustu bók hans árit-
aða, einkar vandaðar ljóðaþýð-
ingar og frumsamdar sonnettur.
Bókin ber titil sem í dag hljómar
nánast spámannlegur: Það sem
lifir dauðann af er ástin.
Í dag kveð ég með eftirsjá fé-
laga, ljúfmenni, lærimeistara og
andans jöfur, og votta aðstand-
endum hans dýpstu samúð. Hvíli
hann í friði. Hérvistinni kann að
vera lokið, en orðstírinn lifir.
Helgi Ingólfsson.
„Hér er Kanadamaður.“ Þann-
ig kynnti eldri bróðir minn, Jök-
ull, mig fyrir gesti sínum í Engi-
hlíð forðum, Kristjáni Árnasyni,
skólabróður sínum. Svo sagði
mér Kristján sjálfur hálfri öld
síðar er við höfðum kynnst á ný
og nánar, og alllengi verið sam-
herjar í stjórn Grikklandsvina-
félagsins Hellas. Kynni á ung-
lingsárum urðu lítil sem engin en
það átti fyrir mér að liggja síðar á
ævinni að eiga gott og ríkt sam-
starf við Kristján í nærfellt 30 ár.
Nýgenginn í félagið árið 1988
lenti ég í stjórn þess árið sem
Kristján tók við stjórnartaumun-
um af Sigurði A. Magnússyni. Í
hópferð til Grikklands sem við
hjónin höfðum farið undir farar-
stjórn Sigurðar hafði ég ánetjast
forngrískri menningu og varð
ekki aftur snúið. Árum saman
vorum við þrír endurkjörnir og
síðar bættist í hóp hinna þaul-
sætnu Þorsteinn Magnússon
gjaldkeri félagsins og fararstjóri.
Margir aðrir hafa komið til liðs
við félagið og lagt af mörkum
gott starf mislengi í og utan
stjórnar.
Undir stjórn Kristjáns varð
Grikklandsvinafélagið menning-
arlegt stórveldi með útkomu
hinna merku bóka, „Grikkland ár
og síð“, bók helguð tveggja alda
minningu Sveinbjarnar Egilsson-
ar, og „Grikkland alla tíð“, sýn-
isbók þýðinga úr grísku. Á sjö-
tugsafmæli Kristjáns kom út safn
ritgerða eftir hann og ber það
vitni um afköst hans og fjölhæfni.
En á kveðjustund er mér hug-
stæðast aðdáunarvert afrek
Kristjáns að standa frammi í
stafni í fjölþættu starfi Grikk-
landsvinafélagsins Hellas um
aldarfjórðungsskeið, þrautseigja
hans og frjói hugur við kynningu
á grískri menningu, sögu og þjóð-
lífi. Félagið hefur um dagana
staðið að fyrirlestrum, sýningum,
ferðalögum innan lands og til
Miðjarðarhafslanda. Lauslega
áætlað voru haldnir í tíð Krist-
jáns upp undir 100 fyrirlestrar
fjölmargra kunnáttumanna um
allt sem nöfnum tjáir að nefna
varðandi gríska menningu fyrr
og síð. Fundarstjórn formanns-
ins var eftirminnileg og hófst
gjarnan með hæglátum en fróð-
legum spuna um efnið sem var til
umræðu. Sjálfur fór hann sér að
engu óðslega er hann var aðal-
ræðumaður.
Félagið hefur um dagana öðru
hverju átt samstarf við önnur
áhugafélög um málþing og ferðir
innanlands og er mér minnis-
stætt fróðlegt erindi Kristjáns
um atriði í skáldskap langafa
hans, sr. Matthíasar Jochums-
sonar, sem hann flutti í Odda-
kirkju fyrir nokkrum árum í ferð
Grikklandsvinafélagsins og
Oddafélagins um Rangárþing.
Þótt ég hafi séð dagsins ljós á
sléttum Kanada met ég mest það
sem sáð er til hér á Íslandi og þar
er Kristján meðal sáðmannanna.
Fallinn er frá merkur fræðimað-
ur sem jafnframt vann fágætt
starf á sviði fræðslu í bókmennt-
um fornum og nýjum, bæði í skól-
um og utan skóla. Gott er til þess
að vita að um ókomna tíð verður
unnt að njóta upplestrar Krist-
jáns á Ilíonskviðu Hómers í þýð-
ingu Sveinbjarnar Egilssonar á
diskinum sem fylgdi bókinni
góðu, „Grikkland alla tíð“. Með
þakklæti í huga fyrir dýrmæt
kynni kveðjum við Jóhanna kona
mín Kristján Árnason hinstu
kveðju og vottum fjölskyldu hans
innilega samúð í söknuði þeirra.
Þór Jakobsson, fv. ritari
Grikklandsvinafélagsins.
Kristján Árnason, rithöfund-
ur, kennari og félagsmálafrömuð-
ur, er allur.
Leiðir okkar lágu enn oftar
saman en ég vissi: Fyrst kynntist
ég stjúpsyni hans, Eyjólfi Kjalar
Emilssyni, er við vorum í Gagn-
fræðaskóla Kópavogs, forðum.
Síðan gekk ég í Menntaskólann á
Akureyri, þar sem Kristján hafði
kennt. Að loknu háskólanámi í
Kanada, tók ég síðan önn af al-
mennri bókmenntafræði við Há-
skóla Íslands, árið 1984, og varð
þá Kristján kennari okkar í forn-
grískum bókmenntum. Síðan
kynntist ég honum sem félagi í
Grikklandsvinafélaginu Hellas;
sem og konu hans, Ingu. Árið
1995 stofnaði ég svo Vináttufélag
Íslands og Kanada, með Grikk-
landsvinafélagið Hellas að fyrir-
mynd, (og hafði þar svo milli-
göngu um að Norræni kórinn
söng hjá þeim). Er ég síðan stofn-
aði upplestrarfélag skálda, Hell-
asarhópinn, um síðustu aldamót,
var það innblásið af Grikklands-
vinafélaginu hans; og las hann
þar úr ljóðum sínum. (Einnig las
þar nú upp æskukunningi minn
áðurnefndi, dr. Eyjólfur Kjalar
Emilsson, nú heimspekiprófessor
og rithöfundur). Síðan héldust
kynni okkar á þessum nótum.
Ólíkt honum, áhugamanni um
kristni, gekk ég þó um síðir í Ása-
trúarfélagið; í kjölfar áhuga míns
frá táningsárum á forngrískri
heiðni. En tengt þeirri slagsíðu
er eftirfarandi ljóðabrot mitt; frá
2001, sem ég las upp í Hellasar-
hópnum fyrir Kristján. Heitir
það: Saffó segir, og fjallar um
meintan áhuga hinnar forngrísku
skáldkonu Saffóar frá Lesbos, á
hinu fagra kyni (en Kristján var
duglegur við að halda á lofti
skáldskap hennar). Segi ég þar
m.a. svo:
...
„Víst má um fleira syngja
en tillitssama brúðguma;
t.d. um
...
smjattið er þið kjamsið
á söltum ólífum ykkar
í tannhvítum meyjarmunnunum.
Og skvaldrið ykkar blítt
sem brúðurin heyrir þýtt
er hún mænir andvaka á mánann...
Já, jafnvel rýtið í svínunum
föður hennar Díku okkar hérna
er yrkisefni sem hæfir hispurs-
meyjum!“
Tryggvi V. Líndal.
Á einum stað líkir Kristján
Árnason Tómasi Mann við há-
fleygan örn og það er líking sem
kemur í hugann um hann sjálfan.
Hann var eins og þessar kon-
ungsgersemar með mikið væng-
haf sem geta látið sig fljóta í loft-
inu með útsýn yfir allt sviðið. Sýn
Kristjáns náði allt aftur til menn-
ingar Grikkja og Rómverja til
forna sem hann miðlaði okkur
ríkulega, nú síðast stórvirki
Óvíðs, Ummyndunum. En hann
skyggndist líka vítt um sviðið
nær okkur í tíma, þýskar menntir
gerði hann að sínum heimahög-
um og flutti okkur eftirminnilega
lestra um Hegel, Nietzsche, Go-
ethe … að ógleymdum áður-
nefndum Tómasi Mann sem hann
fjallaði um í ræðu bæði og riti og
þýddi að auki skáldsögu Mann,
Felix Krull, en einnig nútímaverk
á borð við Ilminn eftir Süskind og
Hinstan heim eftir Ransmayr,
svo fátt eitt sé nefnt.
Það var einstök reynsla að
lesa, en ekki síður að hlýða á
Kristján Árnason. Þessi tilfinn-
ing „að vera í góðum höndum“
sem gagntekur mann við lestur á
hinu glæsilega ritgerðarsafni
hans: Hið fagra er satt (2004).
Vald hans á efninu er svo algert
og aðferð hans við að miðla því
engu lík. Maðurinn var svo yfir-
máta hæverskur og kurteis og
svo frábitinn öllu klisjuverki að
hann var ekki fyrr búinn að setja
fram fullyrðingu en hann lét fyr-
irvarana fylgja með og jafnvel
andmæli sem áheyrandinn varð
þátttakandi í, þó allan tímann í
fullri vissu þess að ná á endanum
landi. Það hljóta að hafa verið
forréttindi að vera nemandi
kennarans Kristjáns í mennta-
skóla og háskóla en líka að fá að
hlýða á hann í útvarpi allra lands-
manna, sem og í félögum áhuga-
fólks um bókmenntir og heim-
speki, að ógleymdu
Grikklandsvinafélaginu þar sem
hann var potturinn og pannan.
„Ekki er því ofmælt að hann hafi
verið einn helsti bókmennta-
kennari þjóðarinnar um langa
hríð,“ segir Þorsteinn Þorsteins-
son í formála sínum að Hið fagra
er satt.
Sjálfur minnist ég funda sem
mér hlotnaðist að sitja með hon-
um í ritnefnd TMM, þar sem við
nutum góðs af alfræðiþekkingu
hans, að ógleymdum hinum krist-
jánska húmor í allri sinni laun-
hæðni og úrdrætti sem kom
manni til að brosa, líka daginn
eftir.
Það eru ekki lítil lífsgæði lítilli
þjóð að eiga sín á meðal mann
sem var þess megnugur að koma
henni í samband við allt það besta
sem hafði verið skrifað og hugsað
í evrópskum menningararfi. Og
þegar við nú sjáum þessum öð-
lingi á bak skulu honum færðar
þakkir sem iðulega gleymdist að
tjá honum á meðan hann var okk-
ar á meðal, en munu fylgja nafni
hans lengi. Mættu rætast á Krist-
jáni Árnasyni lokaorð Óvíðs í
Ummyndunum: „En í betri hluta
mínum mun ég lifa áfram og
hefja mig ofar stjörnum, nafn
mitt mun aldrei verða gleymsk-
unni að bráð.“
Pétur Gunnarsson.
Kristján Árnason