Morgunblaðið - 16.08.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.08.2018, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2018 Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is „Skráningarnar eru orðnar á tólfta þúsund,“ sagði Anna Lilja Sigurð- ardóttir, upplýsinga- og sam- skiptastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur, í samtali við Morg- unblaðið um Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2018 sem haldið verð- ur í 35. skiptið á laugardaginn nk. Búist er við að á bilinu 14-15 þús- und manns taki þátt í Reykjavíkur- maraþoni Íslandsbanka 2018, sem er svipaður fjöldi og verið hefur undanfarin ár, að sögn Önnu Lilju. Hlaupið verður 42,2 kílómetra maraþon, 21,1 kílómetra hálf- maraþon, 10 kílómetra hlaup, þriggja kílómetra skemmtiskokk og 600 metra skemmtiskokk kl. 13.30 eða kl. 14.30. Skráningarhátíð Reykjavík- urmaraþons fer fram í dag frá kl. 15-20 og á morgun frá kl. 14-19 í Laugardalshöll. Forskráningu á netinu lauk í gær en hægt verður að skrá sig í allar vegalengdir hlaups- ins á hátíðinni og nánast alveg fram að hlaupi, að sögn Önnu Lilju. Þar fá allir þátttakendur afhent hlaupa- gögn og hægt verður að fræðast um hlaupaleiðina og hlaup almennt, seldar vörur og haldnir fyrirlestrar í tilefni af 35 ára afmæli hlaupsins. „Tíu kílómetrarnir eru vinsæl- astir, það eru yfirleitt um sex þús- und manns skráðir í þá, næst kem- ur hálfmaraþonið eða um þrjú þúsund manns,“ segir Anna Lilja, spurð um hvað sé vinsælast, en í fullt maraþon hafi undanfarin ár skráð sig í kringum 1.500 manns, en metskráning hingað til sé 1.550. „Það eru núna eitthvað um það búnir að skrá sig í fullt maraþon, en svo eru alltaf einhverjir sem finna að kannski séu þeir ekki alveg í rétta forminu og færa sig niður í hálfmaraþon eða tíu kílómetra hlaup, þannig að lokatalan um hvort metið verði slegið í ár á enn eftir að koma í ljós,“ segir Anna Lilja. Fleiri karlar skrái sig í fullt mara- þon en konur, en í heild séu fleiri konur skráðar í hlaupin. Fjöldi erlendra gesta í ár Um 3.500 af skráningum eru er- lendir gestir. „Það eru helst Danir og Bandaríkjamenn. Einn mjög áhugaverður maður skráði sig, Kanadamaðurinn Chris Koch, og hann verður með fyrirlestur á skráningarhátíðinni. Hann er fatl- aður, fæddist handa- og fótalaus, og ætlar að fara heilt maraþon á hjóla- bretti. Kanadísku sykursýk- isamtökin koma alltaf og taka þátt, Marathon Tours koma með um hundrað manns og fleiri ferðaskrif- stofur, svo koma líka margir ein- staklingar,“ segir Anna Lilja. Hún segir yngstu þátttakendur fædda árið 2017, sem verða þá væntanlega í kerru með foreldrum. Elsti þátt- takandinn, af þeim sem hafa enn skráð sig, fæddist árið 1926 og er skráður í þriggja kílómetra skemmtiskokk og einstaklingur fæddur 1932 er skráður í hálf- maraþon. Um 4.500 manns hafa skráð sig sem áheitahlaupara fyrir góð málefni og þegar hafa safnast 16% yfir áheitunum miðað við sama tíma í fyrra, að sögn Önnu Lilju. Reykjavíkurmaraþon haldið í 35. sinn á laugardaginn  Búist er við 14-15 þúsund skráningum  Elstu þátttakendur 92 og 85 ára Morgunblaðið/Árni Sæberg Lagt af stað Hlaupið í sólskini í Lækjargötu í fyrra en útlit er fyrir prýð- isveður með sólskini fyrir hlaupara og stuðningsfólk á laugardaginn. Á Menningarnótt kemur út bókin Reykjavík um 1900 sem hefur að geyma lýsingu skáldsins og nátt- úrfræðingsins Benedikts Grön- dal (1826-1907) á borginni sem hann bjó í lengstan hluta ævinnar. Frásögnin birtist í fyrsta sinn í tíma- ritinu Eimreiðinni í upphafi árs 1900, en Benedikt fannst borgin ekki njóta sannmælis og vildi verja hana óhróðri, „sem því miður oft og tíðum hefur sést í blöðum vorum um þennan stað“ eins og hann segir í inngangi verksins. Bókaforlagið Sögur gefur bókina út og skreytir texta Benedikts fjölda mynda frá sama tíma og textinn var skrifaður á sínum tíma. Alls munu tæplega 100 myndir vera í bókinni ásamt kortum sem Benedikt teiknaði sjálfur, t.a.m. kort af Reykjavík. Á meðal myndanna eru fjölmargar sem sjaldan eða ekki hafa áður sést að sögn Illuga Jökulssonar, sem hafði umsjón með útgáfunni fyrir Sögur. „Þetta er í fyrsta sinn sem frásögnin er gefin út ein og sér og svo veglega skreytt myndum,“ segir Illugi og bæt- ir við að frásögnin sé í senn stókost- lega fróðleg og hreinn skemmtilestur á köflum. Útgáfu bókarinnar verður fagnað í Gröndalshúsi í Grjótaþorpi á Menn- ingarnótt. »67 Reykjavík um alda- mótin 1900 Benedikt Gröndal  Lýsing Benedikts Gröndal gefin út Besta Hekluverðið 4.690.000 kr. HérHEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum VW Passat GTE Tengiltvinnbíll / Sjálfskiptur / Vistvænn Nýr Volkswagen á Besta Hekluverðinu Nú er góður tími til að fá sér nýjan Volkswagen hjá Heklu því við vitum aldrei hvað svona frábært verð býðst lengi. Tryggðu þér Volkswagen á besta Hekluverðinu og aktu inn í sumarið. Besta Hekluverðið 6.990.000 kr. VW Tiguan Allspace Comfortline+ 2.0 TDI / Dísil / Sjálfskiptur / Fjórhjóladrifinn / Sjö sæta / Dráttarbeisli Fullt verð: 7.635.000 kr. 645.000 kr. Afsláttur er aðeins sýndur hluti af bílum í boði. Fullt verð er verð hvers bíls með aukabúnaði. Aukabúnaður á myndum gæti verið annar en í auglýstum verðdæmum. 5 ára ábyrgð fylgir fólksbílum HEKLU að uppfylltum ákvæðum ábyrgðarskilmála. Þá er að finna á www.hekla.is/abyrgd Besta Hekluverðið 4.490.000 kr. VW T-Roc 2.0 TDI / Dísil / Sjálfskiptur / Fjórhjóladrifinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.