Morgunblaðið - 16.08.2018, Side 12

Morgunblaðið - 16.08.2018, Side 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2018 Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is „Skráningarnar eru orðnar á tólfta þúsund,“ sagði Anna Lilja Sigurð- ardóttir, upplýsinga- og sam- skiptastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur, í samtali við Morg- unblaðið um Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2018 sem haldið verð- ur í 35. skiptið á laugardaginn nk. Búist er við að á bilinu 14-15 þús- und manns taki þátt í Reykjavíkur- maraþoni Íslandsbanka 2018, sem er svipaður fjöldi og verið hefur undanfarin ár, að sögn Önnu Lilju. Hlaupið verður 42,2 kílómetra maraþon, 21,1 kílómetra hálf- maraþon, 10 kílómetra hlaup, þriggja kílómetra skemmtiskokk og 600 metra skemmtiskokk kl. 13.30 eða kl. 14.30. Skráningarhátíð Reykjavík- urmaraþons fer fram í dag frá kl. 15-20 og á morgun frá kl. 14-19 í Laugardalshöll. Forskráningu á netinu lauk í gær en hægt verður að skrá sig í allar vegalengdir hlaups- ins á hátíðinni og nánast alveg fram að hlaupi, að sögn Önnu Lilju. Þar fá allir þátttakendur afhent hlaupa- gögn og hægt verður að fræðast um hlaupaleiðina og hlaup almennt, seldar vörur og haldnir fyrirlestrar í tilefni af 35 ára afmæli hlaupsins. „Tíu kílómetrarnir eru vinsæl- astir, það eru yfirleitt um sex þús- und manns skráðir í þá, næst kem- ur hálfmaraþonið eða um þrjú þúsund manns,“ segir Anna Lilja, spurð um hvað sé vinsælast, en í fullt maraþon hafi undanfarin ár skráð sig í kringum 1.500 manns, en metskráning hingað til sé 1.550. „Það eru núna eitthvað um það búnir að skrá sig í fullt maraþon, en svo eru alltaf einhverjir sem finna að kannski séu þeir ekki alveg í rétta forminu og færa sig niður í hálfmaraþon eða tíu kílómetra hlaup, þannig að lokatalan um hvort metið verði slegið í ár á enn eftir að koma í ljós,“ segir Anna Lilja. Fleiri karlar skrái sig í fullt mara- þon en konur, en í heild séu fleiri konur skráðar í hlaupin. Fjöldi erlendra gesta í ár Um 3.500 af skráningum eru er- lendir gestir. „Það eru helst Danir og Bandaríkjamenn. Einn mjög áhugaverður maður skráði sig, Kanadamaðurinn Chris Koch, og hann verður með fyrirlestur á skráningarhátíðinni. Hann er fatl- aður, fæddist handa- og fótalaus, og ætlar að fara heilt maraþon á hjóla- bretti. Kanadísku sykursýk- isamtökin koma alltaf og taka þátt, Marathon Tours koma með um hundrað manns og fleiri ferðaskrif- stofur, svo koma líka margir ein- staklingar,“ segir Anna Lilja. Hún segir yngstu þátttakendur fædda árið 2017, sem verða þá væntanlega í kerru með foreldrum. Elsti þátt- takandinn, af þeim sem hafa enn skráð sig, fæddist árið 1926 og er skráður í þriggja kílómetra skemmtiskokk og einstaklingur fæddur 1932 er skráður í hálf- maraþon. Um 4.500 manns hafa skráð sig sem áheitahlaupara fyrir góð málefni og þegar hafa safnast 16% yfir áheitunum miðað við sama tíma í fyrra, að sögn Önnu Lilju. Reykjavíkurmaraþon haldið í 35. sinn á laugardaginn  Búist er við 14-15 þúsund skráningum  Elstu þátttakendur 92 og 85 ára Morgunblaðið/Árni Sæberg Lagt af stað Hlaupið í sólskini í Lækjargötu í fyrra en útlit er fyrir prýð- isveður með sólskini fyrir hlaupara og stuðningsfólk á laugardaginn. Á Menningarnótt kemur út bókin Reykjavík um 1900 sem hefur að geyma lýsingu skáldsins og nátt- úrfræðingsins Benedikts Grön- dal (1826-1907) á borginni sem hann bjó í lengstan hluta ævinnar. Frásögnin birtist í fyrsta sinn í tíma- ritinu Eimreiðinni í upphafi árs 1900, en Benedikt fannst borgin ekki njóta sannmælis og vildi verja hana óhróðri, „sem því miður oft og tíðum hefur sést í blöðum vorum um þennan stað“ eins og hann segir í inngangi verksins. Bókaforlagið Sögur gefur bókina út og skreytir texta Benedikts fjölda mynda frá sama tíma og textinn var skrifaður á sínum tíma. Alls munu tæplega 100 myndir vera í bókinni ásamt kortum sem Benedikt teiknaði sjálfur, t.a.m. kort af Reykjavík. Á meðal myndanna eru fjölmargar sem sjaldan eða ekki hafa áður sést að sögn Illuga Jökulssonar, sem hafði umsjón með útgáfunni fyrir Sögur. „Þetta er í fyrsta sinn sem frásögnin er gefin út ein og sér og svo veglega skreytt myndum,“ segir Illugi og bæt- ir við að frásögnin sé í senn stókost- lega fróðleg og hreinn skemmtilestur á köflum. Útgáfu bókarinnar verður fagnað í Gröndalshúsi í Grjótaþorpi á Menn- ingarnótt. »67 Reykjavík um alda- mótin 1900 Benedikt Gröndal  Lýsing Benedikts Gröndal gefin út Besta Hekluverðið 4.690.000 kr. HérHEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum VW Passat GTE Tengiltvinnbíll / Sjálfskiptur / Vistvænn Nýr Volkswagen á Besta Hekluverðinu Nú er góður tími til að fá sér nýjan Volkswagen hjá Heklu því við vitum aldrei hvað svona frábært verð býðst lengi. Tryggðu þér Volkswagen á besta Hekluverðinu og aktu inn í sumarið. Besta Hekluverðið 6.990.000 kr. VW Tiguan Allspace Comfortline+ 2.0 TDI / Dísil / Sjálfskiptur / Fjórhjóladrifinn / Sjö sæta / Dráttarbeisli Fullt verð: 7.635.000 kr. 645.000 kr. Afsláttur er aðeins sýndur hluti af bílum í boði. Fullt verð er verð hvers bíls með aukabúnaði. Aukabúnaður á myndum gæti verið annar en í auglýstum verðdæmum. 5 ára ábyrgð fylgir fólksbílum HEKLU að uppfylltum ákvæðum ábyrgðarskilmála. Þá er að finna á www.hekla.is/abyrgd Besta Hekluverðið 4.490.000 kr. VW T-Roc 2.0 TDI / Dísil / Sjálfskiptur / Fjórhjóladrifinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.