Morgunblaðið - 16.08.2018, Blaðsíða 34
34 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2018
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Áhættumat Hafrannsóknastofnunar
vegna slysasleppinga á eldislaxi sæt-
ir harðri gagnrýni í skýrslu Laxa
fiskeldis ehf. um aukningu á heim-
ildum til laxeldis í sjókvíum í Reyð-
arfirði. Fram kemur það álit sér-
fræðinga fyrirtækisins að áhættu-
matið sé slíkum annmörkum háð að
ekki verði á því byggjandi. Matið
hafi ekki verið fest í lög og vís-
indalegt vægi þess lítið.
Laxar fiskeldi eru með laxeldi í
sjókvíum í Reyðarfirði og hafa þar
heimild til framleiðslu á 6.000 tonn-
um á ári. Fyrirtækið hefur miðað
áform sín um uppbyggingu og fjár-
festingar við niðurstöður burð-
arþolsmats Hafrannsóknastofnunar
sem sýna 20 þúsund tonna hámarks-
lífmassa í Reyðarfirði. Í skýrslu um
áhættumat sem Hafrannsóknastofn-
un kynnti á síðasta ári er hins vegar
lagt til að samanlögð framleiðsla í
Reyðarfirði yrði að hámarki 9 þús-
und tonn.
Laxar fiskeldi sækja um 10 þús-
und tonna aukningu í Reyðarfirði
þannig að heildarframleiðslan verði
allt að 16 þúsund tonn, eða 7 þúsund
tonnum yfir þröskuldi áhættumats-
ins. Fiskistofa, Umhverfisstofnun og
Hafrannsóknastofnun gerðu at-
hugasemdir við frummatsskýrslu
Laxa fiskeldis þess efnis að ekki
væri tekið mið af áhættumati Hafró.
Fyrirtækið bendir á móti á það að
áhættumatið hafi ekki verið leitt í
lög og mikilvægt sé að opinberar
stofnanir starfi eftir gildandi lögum.
Skipulagsstofnun geti ekki tekið mið
af skýrslu Hafró við umfjöllun um
matsskýrsluna.
Á skjön við skynsemi
Ekki stendur steinn yfir steini í
áhættumati Hafrannsóknastofn-
unar, miðað við gagnrýni Laxa fisk-
eldis og sérfræðinga hennar. Bent er
á í matsskýrslunni að þetta plagg sé
hvorki áhættumat né mat á erfða-
blöndun, heldur reikniregla eða lík-
an sem spái fyrir um dreifingu hugs-
anlegra sleppilaxa. Ekki séu gerðar
tilraunir til að meta erfðablöndun
heldur einblínt á þann fjölda eld-
islaxa sem gæti mögulega gengið í
ár og hugsanlega tekið þátt í hrygn-
ingu.
Stefán Þórarinsson, stærðfræð-
ingur og hagfræðingur, telur í grein-
argerð að í slíku áhættumati sé
nauðsynlegt að tilgreina hverjar lík-
urnar eru á að atburður gerist og
tapið sem af því hlýst, að minnsta
kosti annan hvorn hlutinn.
Stefán telur að líkanið hafi eig-
inleika sem eru á skjön við skyn-
semi. Þannig geti niðurstaðan orðið
sú að fjöldi strokulaxa sem leitar í
tiltekna á verði meiri en heildarfjöldi
eldislaxa í landinu.
Laxar fiskeldi draga mjög í efa
vísindalegt gildi áhættumatsins þar
sem það hafi ekki verið ritrýnt eða
yfirfarið af óháðum aðilum. Það sé
aðeins innlegg stofnunarinnar í um-
ræðu og hafi ekki meira vægi í gild-
andi regluverki um fiskeldi en hvert
annað álit umsagnaraðila.
Lögð er áhersla á það við Skipu-
lagsstofnun sem fer yfir matsskýrsl-
una og segir álit sitt á henni að hún
þurfi að gera ríkar kröfur um vís-
indaleg vinnubrögð, bæði til fag-
stofnana og framkvæmdaraðila,
þannig að ávallt sé byggt á bestu fá-
anlegu upplýsingum um áhrif fram-
kvæmdar á umhverfið.
Á það er bent að í áhættumatinu
sé ekki gert ráð fyrir mótvæg-
isaðgerðum sem minnki líkur á
stroki laxa. Laxar fiskeldi hagi starf-
semi sinni í samræmi við það. Þann-
ig séu aðeins sett út stórseiði,
möskvar í kvíunum séu litlir og not-
uð ljósastýring til að seinka kyn-
þroska laxanna.
Ekki villtur stofn í Breiðdal
Samkvæmt niðurstöðu áhættu-
mats Hafró er ein á á Austurlandi
talin í hættu vegna slysasleppinga á
laxi úr sjókvíum, Breiðdalsá. Má
ráða að takmarkanir á framleiðslu
vegna hennar minnki framleiðslu-
heimildir í landshlutanum úr 52 þús-
und tonnum, samkvæmt burðarþols-
mati Hafró, niður í 21 þúsund tonn
samkvæmt áhættumati sömu stofn-
unar.
Í matsskýrslunni eru gerðar at-
hugasemdir við að Hafrann-
sóknastofnun skuli taka Breiðdalsá
inn í útreikninga áhættumatsins á
þeim forsendum að um villtan stofn
sé að ræða. Hún sé frekar hafbeit-
ará. Miklar sleppingar séu stund-
aðar í ánni og fullyrt að aðeins þann-
ig sé hægt að standa undir
stangveiði.
„Fiskurinn sem veiðist á ánni
stenst ekki lagalega skilgreiningu á
villtum fiskistofni auk þess sem
hætta á erfðablöndun verður að telj-
ast hverfandi lítil þar sem nýliðun í
ánni á sér stað í gegnum seiðaslepp-
ingar,“ segir í matsskýrslunni.
Áhættumat ekki á vetur setjandi
Laxar fiskeldi ehf. vilja ekki lúta þeim takmörkunum á framleiðsluheimildum í Reyðarfirði
sem áhættumat Hafró setur Telur annmarka slíka að ekki sé á matinu byggjandi
Reyðarfjörður Laxaseiðum dælt úr brunnbát í sjókví Laxa fiskeldis.
„Þetta er með ólíkindum. Við hófum vinnu við mat á
umhverfisáhrifum á árinu 2012 en miklar utanaðkom-
andi tafir hafa orðið í ferlinu af hálfu stjórnvalda.
Mesta töfin var þegar okkur var gert að bíða í rúm tvö
ár eftir burðarþolsmati Hafrannsóknastofnunar sem
kynnt var með lagasetningu í miðju ferli. Þegar burð-
arþolsmat lá loksins fyrir fjárfesti félagið fyrir millj-
arða í ljósi niðurstöðu matsins og þess regluverks
sem var og er í gildi. Hálfu ári síðar kom áhættumat
Hafrannsóknastofnunar sem ekki styðst við nein lög
og setur allt á annan endann,“ segir Einar Örn Gunn-
arsson, stjórnarmaður Laxa fiskeldis ehf.
Hann segir að áhættulíkan Hafrannsóknastofnunar
eigi ekkert skylt við vísindi. „Ljóst er að þessu
áhættumati er ætlað að takmarka uppbyggingu lax-
eldis á Íslandi,“ segir Einar Örn og nefnir í því sam-
bandi að Breiðdalsá sé eingöngu tekin með í áhættu-
matið sem laxveiðiá með villtan stofn til að auka vægi
áhættulíkansins þótt áin sé ekki sjálfbær og veiðin
grundvallist á seiðasleppingum. „Í rituðum heim-
ildum langt aftur í aldir kemur fram að engan laxa-
stofn sé að finna í ánni,“ segir Einar.
Ætlað að takmarka uppbyggingu laxeldis
EINAR ÖRN GUNNARSSON STJÓRNARMAÐUR LAXA FISKELDIS
Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is
Góð þjónusta
byrjar með
flottu útliti.
Fatnaður fyrir fagfólk
TIL LEIGU
Skipholt 31 – 105 Reykjavík
Skrifstofuhúsnæði
2. og 3. hæð hússins
Stærð samtals 1.200 fm.
Virðisaukaskattslaust.
Ólafur Jóhannsson
Rekstrarfræðingur
Löggiltur leigumiðlari
Löggiltur fasteignasali
534 1023 / 824 6703
olafur@jofur.is
Allar nánari upplýsingar veitir:
Til leigu tvær samliggjandi skrifstofuhæðir samtals um 1.200 fm. Um er að ræða 2. og 3. hæð hússins (efstu hæð). Lyfta í
sameign. Gott útsýni og gluggar allan hringinn. Tveir rafmagnsstofnar eru inn í húsið og tveir ljósleiðarar, lagnaskápur fyrir
netkerfi með lögnum í allar skrifstofur á hæðum og tengibox fyrir ljósleiðara. Aðgangsstýrt bílaplan með yfir 50 stæðum er
við húsið. Getur hentað mjög vel fyrir t.d. tölvufyrirtæki eða almenna skrifstofustarfsemi. Uppl. um leiguverð gefur Ólafur í
síma 824-6703. Laust strax.
Sérhæfum okkur í sölu og leigu á atvinnuhúsnæði
Pantaðu verðmat eða skoðun – 534 1020 // sala@jofur.is
Til leigu verslunar- og skrifstofuhúsnæði að Grandagarði 13, 101 Reykjavík, alls um 196,8 fm.
Laust í júní 2018. Í boði er langtíma leigusamningur. Húsnæðið býður upp á ýmsa möguleika fyrir
verslunar eða veitingastarfsemi. Mikil uppbygging er fyrirhuguð á þessu sv ði á næstu árum.
Á jarðhæð er verslunarrými með góðum verslunargluggum út að götu. Bakatil er aðkoma og bílastæði.
Gengið er upp á 2. hæð um sameiginlegan sti agang þar sem eru sameiginlegar snyrtingar.
Á hæðinni r eldhús, tvær skrifstofur og opið vinnurými.
Neðri hæð er 80,3 fm., efri hæð 93,0 fm. og hlutdeild í sameign 23,5 fm.
534 1020
Ármúla 7, Reykjavík - www.jofur.is
Ólafur
S: 824 6703
Magnús
S: 861 0511
Sigurður J.
S: 534 1026
Helgi Már
S: 897 7086
Bergsveinn
S: 863 5868
TIL LEIGU
Grandagarður 13 – 101 Rvk
Gerð: Verslunar- og
skrifstofuhúsnæði
Stærð: 196,8 m2
Allar nánari upplýsingar veitir:
Bergsveinn Ólafsson
Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja-
og skipasali, löggiltur leigumiðlari
og rekstrarfræðingur
863 5868 | 534 1028
bergsveinn@jofur.is