Morgunblaðið - 31.08.2018, Side 1

Morgunblaðið - 31.08.2018, Side 1
F Ö S T U D A G U R 3 1. Á G Ú S T 2 0 1 8 Stofnað 1913  204. tölublað  106. árgangur  SÝNING UM SAMBAND FÓLKS VIÐ VEÐUR MÚLAKOT Í FLJÓTSHLÍÐ VÍKINGUR SPILAÐI Í SENDIHERRABÚ- STAÐNUM Í BERLÍN ÖÐLAST FYRRI SESS 12 NÝJUM DISKI FAGNAÐ 31FIMM LISTAKONUR 30 Morgunblaðið/Einar Falur Vatnsdalur Mikið fall, margir fossar og kunn laxveiðiá eru í Vatnsdalsá.  Virkjun í Vatnsdalsá í Vatnsdal og Skarðsá í Skagafirði eru hag- kvæmustu virkjunarkostirnir á Norðurlandi vestra af alls 82 kost- um sem verkfræðistofan Mannvit gerði frumkönnun á fyrir Samband sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og kynnt var á fundi á Blönduósi í gær. Þessir tveir kostir eru ákaf- lega ólíkir að stærð, Vatnsdalsá sá stærsti sem kannaður var en Skarðsá í minni kantinum. Báðir eru þeir á verndarsvæði, Vatns- dalsá er til dæmis kunn laxveiðiá. Enginn virkjunarkostur var í efsta hagkvæmniflokki en níu sam- tals í öðrum og þriðja. Aftur á móti var 31 kostur í sjöunda og lakasta hagkvæmniflokki. »18 Hagkvæmasti virkj- unarkostur reyndist vera í Vatnsdalsá Ljósmæðradeilan » Í dag er ár síðan kjarasamn- ingur ljósmæðra rann út. » Kjaradeilunni var vísað til ríkissáttasemjara 5. febrúar. » 21. júlí lagði ríkissátta- semjari fram miðlunartillögu. Nína Guðrún Geirsdóttir ninag@mbl.is Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formað- ur samninganefndar ljósmæðra, segir niðurstöðu úrskurðar gerðar- dóms í ljósmæðradeilunni vonbrigði og ekki til að skapa sátt innan stéttarinnar. Hún segir niðurstöð- una ekki í takt við það sem vonast hafi verið til, en t.a.m. hafi hvergi verið minnst á beina grunnlauna- hækkun. Úrskurðurinn kveður á um að meta eigi kandídatsgráðu ljósmæðra til jafns við nám hjúkr- unarfræðings með tveggja ára sér- nám. Að auki felur hann í sér að ljósmóðurnemar fái laun á náms- tíma frá mánaðamótum. Þá er hvatt til innleiðingar á jafnlaunastaðli, sem að mati Katrínar mun ekki hækka grunnlaun ljósmæðra. „Það er engin krónutala í þessu og í raun ekkert annað í þessu fyrir okkur en að við hækkum í launum fyrir að bæta við okkur tveggja ára nám og nemar fá laun. Sem ætti að vera al- gilt.“ Næstu skref samninganefndar eru að setjast niður með hagfræð- ingi og lögfræðingi BHM. „Við þurfum að rýna í þetta með þeim og sjá hvort það er eitthvað í þessu fyrir okkur.“ „Ekkert í þessu fyrir okkur“  Formaður samninganefndar ljósmæðra er ósátt við niðurstöðu gerðardóms  Fá ekki grunnlaunahækkun eins og vonast var til  Óttuðust þessa niðurstöðu MNiðurstaðan er vonbrigði »2 Morgunblaðið/Júlíus Fíkniefni Kókaín, e-töflur og LSD eru meðal þess sem finnst við leit. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Fyrstu sex mánuði þessa árs hefur tollgæslan lagt hald á tæplega 12 kíló af kókaíni, yfir 4.600 e-töflur, 5 kíló af hassi og tæplega 1.800 skammta af LSD og LSD-afleiðum. Þá hafa toll- verðir einnig lagt hald á um 30 grömm af heróíni auk fleiri fíkniefna. Er þetta meðal þess sem kemur fram í svari Embættis tollstjóra við fyrirspurn Morgunblaðsins. Guðrún Sólveig Ríkharðsdóttir, yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli, segir tollverði þar sjá mest af hörð- um fíkniefnum. „Við sjáum nú, líkt og í fyrra, mest af þessum hörðu fíkniefnum, en á sama tíma erum við að sjá minna af kannabis,“ segir hún. Smyglarar fíkniefna sem fara um völlinn reyna gjarnan að koma efn- unum inn til landsins innvortis, inn- an klæða eða með farangri sínum. Það sem af er ári hafa níu einstak- lingar, sex karlar og þrjár konur, verið teknir með fíkniefni innvortis á Keflavíkurflugvelli. Allir reyndu þeir að smygla kókaíni til landsins, fyrir utan einn sem var með heróín. »4 Hörð fíkniefni mikið tekin  Tollgæslan hefur lagt hald á tæplega 12 kíló af kókaíni Ungum nýnemum Menntaskólans í Reykjavík, eða busum eins og þeir eru gjarnan nefndir, var kastað upp í loft í gær og féllu að venju niður í faðm eldri nemendanna sem buðu þá velkomna í skólann eftir tolleringuna. Ætla má að þeir gleymi þessari eldskírn seint. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Busar tolleraðir í MR  Mikil samstaða var á fjölmennum opnum fundi hverfafélaga Sjálf- stæðisflokksins í nokkrum hverfum í Reykjavík sem fram fór í gær- kvöld um ályktun þar sem skorað var á forystu Sjálfstæðisflokksins að hafna því að innleiða þriðja orkupakka Evrópusambandsins í gegnum aðild Íslands að EES- samningnum þegar málið kemur til kasta Alþingis. Var ályktunin samþykkt án mót- atkvæða, en þar er varað við því að samþykkt orkupakkans bryti meðal annars í bága við stjórnarskrána og opnaði sambandinu leið til yfirráða yfir íslenskum orkumálum. »10 Vilja að forystan hafni þriðja orku- pakka ESB Reykjavíkurborg er farin að hafna umsóknum um ný hótel og nýjar hótelíbúðir í miðborginni. Þá hafa gistileyfi ekki verið endurnýjuð. Hjalti Gylfason, framkvæmdastjóri Mannverks, segir þessa stefnubreyt- ingu eiga þátt í að félagið hefur end- urhugsað tvö hótelverkefni. Þess í stað er nú horft til þess að byggja íbúðir. Áformað er að taka minnst 730 hótelherbergi í notkun í borginni á næsta ári. Við það bætast 54 hótel- íbúðir. Samanlagt rúmar þessi viðbót vel á annað þúsund gesta. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hafa bankarnir skrúfað fyrir útlán til hótelbygginga. Þá á óvissa um stöðu flugfélaganna þátt í að dreg- ið hefur verið úr útlánum til ferða- þjónustuverkefna almennt. Jafnvægi að skapast á markaði Halldór Ástvaldsson, hótelstjóri Alfred’s Apartments, segir jafnvægi að myndast í framboði og eftirspurn á hótelmarkaði. Hann undrast hversu mörg hótel eru í smíðum. Linda Jóhannsdóttir, sem rekur Eyja Guldsmeden hótelið, segir bókanir líta mjög vel út. »4 Borgin og bankarnir skrúfa fyrir ný hótel

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.