Morgunblaðið - 31.08.2018, Side 6

Morgunblaðið - 31.08.2018, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2018 Með sjálfbærni að leiðarljósi Finnsk innanhússhönnun 02.03–02.09.2018 www.norraenahusid.is Innblásið af Aalto Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Facebook hefur fjarlægt fylgjenda- síðu Listahátíðar í Reykjavík af vef sínum án aðvörunar eða tilkynningar til forsvarsmanna hátíðarinnar. Mögulegt er að lokunin tengist atvik- um sem hentu Borghildi Indriða- dóttur, listakonu og forvígiskonu listasýningarinnar Demoncrazy, fyrr í sumar þegar Facebook hafði afskipti af per- sónulegri síðu hennar. Hafði hún deilt þar hlekkjum á sýningu, þar sem sjá mátti ber- brjósta konur á ýmsum þekktum stöðum í Reykjavík. Hluti sýningar- innar var einnig gjörningurinn Drosophilia, þar sem berbrjósta kon- ur gengu m.a. fylktu liði í miðbænum. Síðar var aðgangi hennar að sam- skiptaforritinu Messenger lokað. Samkvæmt skilmálum Facebook eru slíkar myndir óleyfilegar nema í af- mörkuðum tilfellum. Síðan með 8.000 fylgjendur „Það kom reyndar fram að eitthvað sem við gerðum „nýlega“ fer gegn skilmálum þeirra . Þetta er örugglega stöðluð setning hjá þeim,“ segir Fjóla Dögg Sverrisdóttir, framkvæmda- stjóri Listahátíðar í Reykjavík, en umrædd síða hefur átta þúsund fylgj- endur. „Þeir finna okkur ekki í dag,“ segir hún, en forsvarsmenn Listahá- tíðar leita nú skýringa hjá Facebook. „Það var þarna hnappur til að áfrýja sem við smelltum á og sendum inn fyrirspurn. Ef maður gúgglar þetta kemur fram að svona mál geti tekið marga, marga daga eða vikur og það er enginn tími gefinn upp um hvenær þessu máli gæti lokið,“ segir hún. „Við erum líka að leita annarra leiða til að komast nær þeim. Þau gefa ekki mikið færi á sér,“ segir Fjóla Dögg og nefnir að lokun síð- unnar geti haft mikil áhrif á markaðs- starf Listahátíðar. Gæti haft miklar afleiðingar „Með haustinu förum við í að aug- lýsa Eyrarrósina. Það er mjög slæmt að geta ekki nýtt samfélagsmiðlana í það. Sömuleiðis þegar við förum að kalla eftir verkefnum fyrir næstu [Lista]hátíð. Það yrði líka mjög slæmt ef við myndum missa fylgjendur og söguna á síðunni. Ef síðan fer ekki upp aftur verða af því miklar afleið- ingar,“ segir hún, Sýning Borghildar var hluti Lista- hátíðar 2018. Spurð hvort tenging sé á milli máls Borghildar og að síðu Listahátíðar hafi verið lokað segir Fjóla Dögg að svo geti verið. „Okkur dettur það helst í hug en það er ekkert sem staðfestir það í rauninni. Við vorum með myndaseríu af gjörningnum hennar inni á síðunni, en það sem okkur finnst skrýtið er að þetta hafi gerst svona löngu eftir það. Við settum myndirnar inn í júní, en þetta gerðist síðasta föstudag,“ segir hún. Samfélagsmiðillinn Instagram er í eigu Facebook og þar gilda áþekkar reglur um myndir sem sýna geir- vörtur. Síðu Listahátíðar þar hefur ekki verið lokað, en myndir sem þar voru birtar af gjörningi Borghildar voru fjarlægðar. Fjóla Dögg segir að þar „hangi þó inni“ ein mynd úr gjörningnum þar sem barmur fyrir- sætu er gerður óskýr. Facebook lokar á síðu Listahátíðar í Reykjavík  Mögulegt að málið tengist afskiptum af síðu listakonu Morgunblaðið/Arnþór Drosophilia Gjörningur Borghildar á Listahátíð hófst í Alþingishúsinu. Fjóla Dögg Sverrisdóttir Framvegis mun lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu birta fyrirvara með vísan til nýrra persónuverndarlaga við myndbirtingar vegna sakamála. Sá fyrsti eftir gildistöku laganna birtist fyrst í fyrradag þegar mynd var birt af manni vegna árása á ung- ar stúlkur í Garðabæ. Þar sagði m.a. að hana mætti eingöngu nota í þess- um ákveðna tilgangi og í þetta eina sinn. Henni bæri að eyða að lokinni notkun og ekki mætti geyma, afrita eða nota myndina. Þórir Ingvarsson lögreglufulltrúi segir að þegar farið sé í myndbirt- ingu hafi vægari úrræði verið kláruð. „Heilt yfir er reynt að fara ekki í myndbirtingar nema aðrar leiðir séu ekki færar,“ segir hann. „Við viljum hnykkja á því að það á ekki að nota þessar myndir í öðrum tilgangi, í því ljósi að þarna er um íþyngjandi að- gerð að ræða. Það er vilji löggjafans að þessu sé markaður eins þröngur rammi og mögulegt er,“ segir hann og segir átt við frekari birtingar mynda af þessum toga. Eðli máls samkvæmt verði prentuðum mynd- um ekki eytt og myndum ekki varan- lega eytt á internetinu. „Þarna er um manneskjur að ræða og það skiptir máli að myndum sé ekki haldið á lífi lengur en nauðsynlegt þykir,“ segir Þórir. jbe@mbl.is Fyrirvari fylgi myndbirtingum  Vísað til nýrra laga um persónuvernd Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Menn eiga almennt að virða náung- ann, en það eru auðvitað til reglur um þetta og þær hafa verið kynntar verslunarmönnum í miðbænum,“ segir Jón Halldór Jónasson, upplýs- ingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, í samtali við Morgunblaðið og vísar í máli sínu til þeirra fjölmörgu auglýs- ingaskilta sem verslunarmenn hafa stillt upp á gangstígum í miðborg Reykjavíkur. Nákvæm fyrirmæli í reglum Ljósmyndari Morgunblaðsins átti nýverið leið um Laugaveg og voru þá auglýsingaskilti áberandi. Mátti meðal annars sjá þar skilti sem enn gera út á heimsmeistaramót karla í knattspyrnu, nú þegar hátt í sjö vik- ur eru liðnar frá úrslitaleiknum. Í reglum Reykjavíkurborgar um afnot af borgarlandi vegna skilta og útstillinga er göturými nákvæmlega skilgreint og skipt upp í svæði, þ.e. svæði við framhlið byggingar, göngusvæði, millisvæði, öryggis- svæði og aksturssvæði. „Næst aksturssvæði er öryggis- svæði sem alltaf skal vera autt,“ segir í fyrrgreindum reglum borgar- innar. „Göngusvæði skal halda auðu fyrir gangandi vegfarendur. Ekki má nota þetta svæði til uppstillingar á vörum eða skiltum. Göngusvæði skal að lágmarki vera 1,5 m,“ segir þar enn fremur, en millisvæði liggur milli öryggissvæðis og göngusvæðis og er misbreitt eftir aðstæðum. „Það er notað fyrir götugögn, s.s. lýsingu, bekki og gróður.“ Almennt er heimilt að koma fyrir skiltum og útstillingum við framhlið byggingar viðkomandi, en þó aldrei á göngusvæði. „Aðeins er heimilt að staðsetja skilti eða útstillingu á milli- svæði ef ekki er unnt eða æskilegt m.t.t. aðstæðna að nýta svæði við framhlið byggingar,“ segir í reglum borgarinnar. Þá mega skilti með festingum ekki vera breiðari en 0,8 m og hærri en 1,25 m. Bil á milli skilta má ekki vera minna en 3 m. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Verslunargata Það getur verið mikið að gera á Laugaveginum í Reykjavík og er þá oft þröngt á gangstígum. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ferðamennska Mörg skilti verslunarmanna í miðbænum eru einungis á ensku. Mega aldrei standa á göngusvæði  Í reglum Reykjavíkurborgar er göturými skilgreint nákvæmlega  Skilti kaupmanna í miðbænum mega ekki standa á göngusvæði fólks eða á svonefndu öryggissvæði sem finna má næst aksturssvæði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.