Morgunblaðið - 31.08.2018, Side 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2018
» TónlistarkonurnarKristjana Stefáns-
dóttir og Ragnheiður
Gröndal sameinuðu
krafta sína á tónleikum
í Listasafni Íslands í
gær. Tónleikarnir voru
hluti af tónleikaröðinni
Freyjujazzi sem Sunna
Gunnlaugsdóttir er
listrænn stjórnandi að.
Á tónleikunum í gær
hurfu Kristjana og
Ragnheiður á vit spun-
ans og tilraunagleð-
innar og fluttu blöndu
af undurfögrum djass-
standördum eins og
þeim einum er lagið,
bæði dúetta og sóló.
Gítarleikarinn Guð-
mundur Pétursson sá
um undirleik.
Freyjujazz í Listasafni Íslands
Kampakátir Hilmar Örn Agnarsson og Gunnar Freyr Stefánsson brostu sínu breiðasta.
Spuni og gleði Ekkert vantaði upp á innlifunina hjá Guðmundi Péturssyni, Ragnheiði Gröndal
og Kristjönu Stefáns við flutninginn. Þær sungu og Guðmundur sá um undirleikinn.
Systur Þær Hjördís
og Steinunn Harðar-
dætur voru alsælar
með listviðburðinn í
Listasafni Íslands og
ekki leyndi sér að þær
skemmtu sér hið besta
á tónleikunum.
Gestir Sunna Gunnlaugsdóttir listrænn stjórnand tónleikaraðarinnar Freyjujazz, hélt tölu
fyrir áhorfendur og heyrendur sem mættu til að njóta söngs og spils tónlistarfólksins.
Morgunblaðið/Valli
Kin
Spennumynd sem flokkast sem vís-
indaskáldskapur og segir af ungum
dreng, Eli, sem í leit sinni að not-
hæfum málmum rekst á dular-
fullan, frosinn neðanjarðarklefa
fullan af líkömum vera sem líta út
fyrir að vera geimverur. Þar finnur
hann einnig byssu sem reynist vera
allt annað en venjuleg byssa. Þegar
stjúpbróðir hans losnar úr fangelsi
kemst hann í kast við glæpafor-
ingja og þurfa þeir að leggja á
flótta undan honum með dansara
að nafni Milly sem starfaði áður
með bófanum. Leikstjórar eru
bræðurnir Jonathan og Josh Baker
og með aðalhlutverk fara Myles
Truitt, Jack Reynor, Zoë Kravitz,
Dennis Quaid, Carrie Coon og Mark
O’Brien. Rotten Tomatoes: 33%
Whitney
Heimildarmynd um söngkonuna
Whitney Houston eftir leikstjórann
Kevin Macdonald. Leikstjórinn
fékk aðgang að áður óséðu efni og
flettir ofan af ráðgátunni um
„Röddina“ sem heillaði milljónir
manna um allan heim, eins og það
er orðað í tilkynningu. Houston
hafði sína djöfla að draga og fannst
látin á hóteli í Beverly Hills í febr-
úar árið 2012, 48 ára að aldri.
Eiginmaður hennar, Bobby Brown,
beitti hana ofbeldi og Houston
glímdi einnig við eiturlyfjafíkn.
Rotten Tomatoes: 87%
Bíófrumsýningar
Geimveruhasar og
söngdrottning
Spenna Kin segir af ungum dreng,
Eli, sem finnur neðanjarðarklefa.
Íslenskt einangrunargler
í nýbygginguna, sumarbústaðinn
eða stofugluggann.
Fagleg ráðgjöf og öruggur afhendingartími.
Smiðjuvegi 2, Kópavogi – sími 4889000– samverk.is
ICQC 2018-20