Morgunblaðið - 31.08.2018, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2018
Helga Mogensen
Kristin Sigfríður Garðarsdóttir
Vagg og velta
Íslensk hönnun - Íslenskt handverk
Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990
www.kirs.is,
Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun
Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17
GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA
Ertu klár fyrir
veturinn?
Við hreinsum úlpur, dúnúlpur,
kápur og frakka
STUTT
● Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,2%
milli mánaða nú í ágúst samkvæmt ný-
birtri mælingu Hagstofu Íslands. Greining-
araðilar höfðu spáð því að hækkunin milli
mánaða myndi liggja á bilinu 0,25 til
0,4%.
Stendur vísitalan í 455,7 en var 454,8 í
lok júlímánaðar. Samkvæmt verðlagsmæl-
ingum stofnunarinnar lækkuðu flugfar-
gjöld milli mánaða um 7,2% og hafði það
áhrif á vísitöluna til lækkunar sem nam
0,1%. Matarkarfa heimilanna hækkaði
um 0,54% og vann það gegn lækkuninni
af völdum flugfargjaldanna, sem nam
0,06%. Þá gengu áhrif af völdum sumar-
útsala til baka og hafði það 0,11% hækk-
un í för með sér í vísitöluútreikningnum.
Verðbólga á ársgrundvelli mælist 2,6%.
Að húsnæðislið hennar undanskildum
mælist hún hins vegar aðeins 1,3%.
Verðbólgan mælist 2,6% á ársgrundvelli
Eimskip hagnaðist um 4,6 milljónir
evra á öðrum ársfjórðungi, saman-
bori við 4,9 milljóna hagnað á sama
tímabili í fyrra. EBITDA nam 14,9
milljónum evra, jafnvirði tæplega 1,9
milljarða króna, og dróst saman um
1,8 milljónir frá samanburðartíma-
bilinu 2017.
Tekjur félagsins jukust um 1,1%
og námu 172,6 milljónum evra, jafn-
virði 21,5 milljarða króna. Rekstrar-
gjöld félagsins jukust hins vegar um
2,4% og námu 157,7 milljónum evra,
jafnvirði tæplega 19,7 milljarða
króna.
Gámaskipakerfi félagsins jókst
um 6,3% á tímabilinu en magn í áætl-
unarsiglingum jókst um 2,9%.
Bendir Gylfi Sigfússon, forstjóri
fyrirtækisins, á að félagið hafi fjár-
fest í nýju vikulegu siglingakerfi
með því að bæta tveimur skipum við
flota sinn. „Það mun taka tíma að
byggja upp magn fyrir vikulega
þjónustu en við erum bjartsýn á
áætlanir okkar og útlitið varðandi
bókanir er jákvætt,“ segir Gylfi.
Þá jókst magn í flutningsmiðlun á
vettvangi fyrirtækisins um 10,9% og
var það drifið áfram af 36,6% vexti í
þurrvöruflutningum. Eiginfjárhlut-
fall félagsins var 49,7% við hálfsárs-
uppgjörið og nettóskuldir félagsins
námu 128,8 milljónum evra, rétt
rúmum 16 milljörðum króna á þeim
tímapunkti. ses@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skip Nýsmíðar Eimskips á tveimur sérhæfðum gámaskipum, sem hvort um
sig er 2.150 gámaeiningar, standa nú yfir og ganga samkvæmt áætlun.
Eimskip hagnast
um 570 milljónir
Tekjur félagsins aukast um 1,1%
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Rekstur Reykjavíkurborgar, þ.e. A-
og B-hluta, skilaði tæplega 9,1 millj-
arðs króna afgangi á fyrri hluta árs-
ins og reyndist afgangurinn ríflega
50% minni en á fyrri hluta síðasta
árs, þegar hann nam tæpum 18,6
milljörðum. A-hlutinn, sem tekur til
starfsemi sem er að hluta eða öllu
leyti fjármögnuð með skatttekjum,
skilaði 3,7 milljörðum í afgang,
samanborið við 3,6 milljarða í fyrra.
Nokkra athygli vekur að rekstrar-
afgangurinn hefði enginn reynst ef
ekki hefðu komið til einskiptistekjur
af sölu eigna og byggingaréttar sem
námu 3,7 milljörðum króna. Reynd-
ust tekjur af sölu byggingaréttar A-
hluta 2,5 milljörðum yfir áætlunum.
B-hlutinn, sem tekur til fyrir-
tækja sem eru að öllu leyti eða
meirihluta í eigu borgarinnar, skilaði
5,4 milljarða hagnaði, samanborið
við 14,9 milljarða hagnað yfir sama
tímabil í fyrra. Bendir fjármálaskrif-
stofa borgarinnar að sá einstaki lið-
ur sem hafi mest áhrif á þessa
sveiflu sé gjaldfærsla vegna breyt-
inga á álverði, sem aftur hafi mikil
áhrif í raforkusölusamningum Orku-
veitu Reykjavíkur. Nemur gjald-
færslan á tímabilinu fjórum milljörð-
um króna.
Greinir á um stöðu borgarinnar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
segir í tilkynningu sem fylgdi birt-
ingu árshlutareikningsins að niður-
staðan sýni sterkan rekstur borgar-
sjóðs og fyrirtækja borgarinnar.
Skuldir borgarinnar halda áfram
að aukast og standa í tæplega 301,6
milljörðum króna. Hækka þær um
tæpa 4,3 milljarða frá áramótum.
Munar þar nær eingöngu um
skuldaaukningu A-hluta borgarinn-
ar, sem nemur tæpum 4,1 milljarði.
Eyþór Arndals Laxdal, oddviti
Sjálfstæðisflokks, gagnrýndi þessa
stöðu í samtali við mbl.is í gær.
„Skuldir eru að hækka og hand-
bært fé að lækka og það er ekki besti
undirbúningurinn fyrir möguleg
áföll ef þau koma fyrir. Borgin ætti
að vera að borga niður skuldir sínar
en það er þveröfugt,“ sagði Eyþór.
Að auki bendir hann á að skulda-
söfnunin geti ekki talist sjálfbær.
„Það sem einkennir reksturinn er
að það er mikið af tekjum en þær
duga ekki til miðað við þær fjárfest-
ingar sem borgin stendur í.“
Veltufé frá rekstri of lítið
Í athugasemdum fjármálaskrif-
stofu borgarinnar kemur fram að
mikilvægt sé að rekstur A-hluta skili
verulegu veltufé frá rekstri til að
geta staðið undir fjármögnun A-
hluta borgarsjóðs. Hins vegar sé
hlutfall veltufjár frá rekstri á móti
tekjum 8,8% þegar æskilegt væri að
það stæði í 10% miðað við spennuna í
hagkerfinu.
Skuldir Reykjavíkur
aukast um milljarða
Rekstrarafgangur á fyrstu sex mánuðunum 9,2 milljarðar
Rekstur Hlutfall veltufjár frá rekstri reyndist 8,8% á fyrstu sex mánuðum
ársins. Fjármálaskrifstofa borgarinnar telur það hlutfall þurfa að vera 10%.
Morgunblaðið/Ómar
Fasteignafélagið Eik hf. tapaði 149
milljónum króna á öðrum fjórðungi
ársins, að því er fram kemur í árs-
hlutaskýrslu félagsins. Á sama
tímabili á síðasta ári var hins vegar
hagnaður af rekstrinum upp á 839
milljónir króna. Munar þar mestu
um að matsbreytingar fjárfest-
ingareigna voru neikvæðar á fjórð-
ungnum sem nam 473 milljónum
króna. Þær reyndust jákvæðar sem
nam 756 milljónum yfir sama tíma-
bil í fyrra.
Tekjur Eikar á fjórðungnum
námu tæpum tveimur milljörðum
króna en voru um 1,9 milljarður á
sama tíma í fyrra.
Eignir félagsins við lok fjórð-
ungsins námu alls tæpum 94 millj-
örðum króna en voru rúmlega 91
milljarður í lok síðasta árs.
Eiginfjárhlutfall 31,2%
Eigið fé félagsins nemur nú tæpum
30 milljörðum króna, sem er álíka
og í lok síðasta árs.
Eiginfjárhlutfallið var 31,2% í lok
tímabilsins.
Á aðalfundi félagsins, sem hald-
inn var 22. mars síðastliðinn, var
samþykkt að greiða 913 m.kr. í arð
til hluthafa, eða sem nemur 0,26 kr.
á hlut, og var arðurinn greiddur 26.
apríl, að því er segir í skýrslunni.
tobj@mbl.is
Eik tapar
149 millj-
ónum
Tekjur félagsins
námu tveimur millj-
örðum króna
31. ágúst 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 106.77 107.27 107.02
Sterlingspund 137.64 138.3 137.97
Kanadadalur 82.5 82.98 82.74
Dönsk króna 16.7 16.798 16.749
Norsk króna 12.764 12.84 12.802
Sænsk króna 11.645 11.713 11.679
Svissn. franki 109.25 109.87 109.56
Japanskt jen 0.9597 0.9653 0.9625
SDR 149.45 150.35 149.9
Evra 124.55 125.25 124.9
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 150.5702
Hrávöruverð
Gull 1204.3 ($/únsa)
Ál 2115.0 ($/tonn) LME
Hráolía 75.99 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Bréf N1 hækkuðu mest allra í við-
skiptum í Kauphöll í gærdag. Þannig
hækkuðu bréfin um 2% í tæplega 523
milljóna króna viðskiptum. Þá hækkuðu
bréf Icelandair Group um ríflega 1,5% í
ríflega 105 milljóna króna viðskiptum.
Bréf Sýnar lækkuðu mest í gær, eða
um tæp 4,3% í ríflega 81 milljónar
króna viðskiptum. Varð lækkunin í kjöl-
far þess að félagið birti rekstrarniður-
stöðu fyrir fyrri árshelming og skilaði
félagið tapi. Sömu sögu var að segja
um HB Granda, sem birti uppgjör á
fimmtudag með neikvæðri niðurstöðu.
Bréf félagsins lækkuðu um 2,1% í við-
skiptum upp á rúmar 32 milljónir króna.
Bréf Heimavalla lækkuðu um tæp
0,9% í óverulegum viðskiptum.
Að viðskiptum með N1 undanskildum
var mesta veltan með bréf Arion banka.
Nam hún ríflega 307 milljónum og
hækkuðu bréf félagsins um tæp 0,6% í
viðskiptunum.
Bréf N1 og Icelandair
hækkuðu mest allra