Morgunblaðið - 31.08.2018, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2018
Við stórfjölskyldan eðastærsti hlutinn af hennierum í Austurríki í af-
mælisferð,“ segir Valdimar
Bragason, prentari á Selfossi,
en hann á 70 ára afmæli í dag.
Þau eru í vikuferð, flugu til
München og fljúga svo aftur
þaðan til Íslands, heimsóttu
Salzburg í gær og fóru síðan til
Innsbruck.
„Þar býr sonardóttir mín en
hún vinnur í kristalsverksmiðj-
unni Swarovski og hennar
maður syngur í óperunni í Inns-
bruck. Hópurinn fer saman á
huggulegan veitingastað sem
þau eru búin að finna fyrir okk-
ur seinnipartinn í dag. Austur-
ríki er hreint og fallegt land
með stórkostlegu landslagi, ég
hef komið hingað áður en var
þá eingöngu í Vínarborg.“
Valdimar hefur starfað sem prentari í meira en 50 ár, fór að læra 16
ára gamall hjá Prentsmiðju Suðurlands og hefur unnið þar síðan, en
prentsmiðjan er nú hluti af Prentmeti. „Þegar ég byrjaði vorum við
með sömu handtökin og Jóhann Gutenberg á sínum tíma, lausa stafi og
blý, en erum komin út í tölvusetningu núna. Það hafa því óhemjubreyt-
ingar orðið á starfinu á ekki lengri tíma.“
Valdimar hefur verið viðloðandi kirkjustarf í Selfosskirkju og var að-
stoðarkirkjuvörður í 20 ár. Hann sá einnig um útvarpsþætti hjá Útvarpi
Suðurlands en er nýhættur þar. Sú útvarpsstöð var sett á laggirnar í til-
efni af 50 ára afmæli Selfoss og átti að starfa í viku en hún er enn starf-
andi. Ég var með síðdegisþátt og svo óskalagaþátt á föstudagskvöldum
sem naut töluverðra vinsælda.“
Valdimar er í Karlakór Selfoss og hefur verið formaður þar og einnig
hefur hann verið í virkur í JC-hreyfingunni. „Það var góður skóli í
framsögn og ræðumennsku og hefur nýst mér vel í gegnum tíðina, nú
síðast við leiðsögn en ég er farinn að sýna erlendum ferðamönnum land
og þjóð.“ Valdimar er einnig mikill lestrarhestur og hefur meira gaman
af því að sitja með bók í hönd en horfa á sjónvarpið.
Eiginkona Valdimars er Hafdís Marvinsdóttir, sem vinnur hjá Stróki
sem er svipað félag og Geysir í Reykjavík. Synir þeirra eru Ómar,
Óðinn Bragi, Marvin og Sæmundur. Barnabörnin eru 6, allt stelpur.
Þau hjónin eiga sumarbústað í Gnúpverjahreppi og eyða miklum
tíma þar og hafa verið öflug í skógræktinni.
Hjónin Stödd í Gjánni í Þjórsárdal.
Staddur í Inns-
bruck í Austurríki
Valdimar Bragason er sjötugur í dag
E
inar Þorsteinsson fædd-
ist í Holti í Mýrdal 31.8.
1928 og ólst þar upp til
fermingaraldurs. Þá
flutti fjölskyldan í Nik-
hól í sömu sveit.
Einar lauk skyldunámi við Barna-
skólann að Eystri-Sólheimum, var í
Unglingaskólanum í Vík, stundaði
nám í tvo vetur við Samvinnuskólann
í Reykjavík og lauk þaðan samvinnu-
prófi, stundaði síðan nám við Bænda-
skólann á Hvanneyri og útskrifaðist
sem búfræðingur.
Hugurinn stefndi til útlanda í frek-
ara nám en pyngjan var í léttari kant-
inum. Einar vann því fyrir náminu
með því að ráða sig á togara frá Vest-
mannaeyjum sem sigldi á Grænlands-
mið. Árið 1951 hafði hann safnað fyrir
farinu til Danmerkur, hélt síðan
áfram að afla sér námeyris þar, vann
fyrst á skólabýli í nágrenni Kaup-
mannahafnar í níu mánuði auk þess
sem hann vann á tilraunastöð á Jót-
landi í sumarleyfum. Hann stundaði
nám við Landbúnaðarháskólann í
Kaupmannahöfn og lauk þaðan
kandídatsprófi árið 1956.
Árið 1955 giftist Einar Eyrúnu
Sæmundsdóttur frá Sólheimahjá-
leigu og ári síðar hófu þau búskap í
Sólheimahjáleigu. Þau tóku til
óspilltra málanna við heimkomuna
frá Danmörku, að byggja upp á
jörðinni og bæta ræktun og húsa-
kost. Fyrstu árin bjuggu þau í félagi
við foreldra Eyrúnar og stunduðu
síðan búskap, allt til ársins 2005, er
dóttir þeirra, Elín, tók alfarið við
búinu.
Þau hjón voru frumkvöðlar í
ferðaþjónustu í sinni sveit. Aðal-
starf Einars var þó í þágu sunn-
Einar Þorsteinsson, fv. bóndi og héraðsráðunautur – 90 ára
Ljósmynd/Sigurður Hjálmarsson
Landgræðslumaður Þau eru fjölmörg rofabörðin í Mýrdalnum sem Einar hefur ræktað upp og breytt í gróið land.
Með hugann við upp-
græðslu og nýsköpun
Ljósmynd/Sigurður Hjálmarsson
Hjónin Einar og Eyrún Sæmunds-
dóttir hafa verið gift í rúm 60 ár.
Hjalti Kristinn Kristjáns-
son hélt tombólu fyrir
framan Kaffi Vest í
Vesturbænum og safnaði
2.000 kr. og færði Rauða
krossinum á Íslandi
Hlutavelta
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
/////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////