Morgunblaðið - 31.08.2018, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Allar spárbreskaseðlabank-
ans um stórfelldan
afturkipp ef breska
þjóðin samþykkti
útgöngu úr ESB
reyndust inni-
haldslaus óskhyggja hans. Það
er bölvað ef stofnanir sem fólk
þarf að geta treyst hafa ekki
stjórn á ómálefnalegum tilfinn-
ingum sínum sem lita það sem
frá þeim kemur. Spárnar voru
sumar „rökstuddar faglega“ af
þeim sem þóttust bærir til þess.
Íslendingar fengu að kenna á
svipuðu. Það voru ekki bara
hinar „hlutlausu“ stofnanir sem
misstu sig algjörlega hér. Sama
gerðu „lærðir“ menn háskóla-
kerfisins og spöruðu sig hvergi,
þótt þar væru fáeinar undan-
tekningar. En jafnvel þeir sem
ekki voru háðir stofnanalegri
kúgun, svo sem samtök at-
vinnulífs og viðskipta, biluðu
illa. Stórfyrirtæki eins og
Landsvirkjun létu undan póli-
tískum þrýstingi og höfðu uppi
hótanir við almenning um að
falla yrði frá stórfram-
kvæmdum beygði þjóðin sig
ekki í duftið fyrir kúgunum
ofureflisins.
Það var með ólíkindum að
þjóðin stæði af sér þennan
áróður, klæddan í fræðilegan
búning, þótt götóttur væri.
Ekki síst þar sem Ríkis-
útvarpið og fjölmiðlar 365 voru
meðvirkir og gekk Ríkis-
útvarpið þó mun lengra og nán-
ast stjórnlaust fram í hama-
gangi sínum. Ekki hefur vottað
fyrir því að nokkur framan-
taldra hafi sýnt merki um að
þeir kunni að skammast sín.
Það hlýtur að vera nokkurt
átak fyrir flesta að hafa ekki
gert hreint fyrir sínum dyrum.
Hamrað hefur verið á því að
lítill munur (52%-48%) hafi ver-
ið á fylkingunum í bresku
„brexit“-kosningunum. Þess
má nærri geta að hefðu úrslitin
farið á annan veg, jafnvel að-
eins munað einu atkvæði, hefði
enginn þessara talið það skipta
máli. Sem það gerir ekki. En
munurinn á 52% og 48% er þó
næsta ótrúlegur þegar horft er
til þess skipulagða áróðurs sem
haldið var uppi af þeim sem lof-
að höfðu að gæta hlutleysis.
Öllu var tjaldað til. Norski for-
sætisráðherrann var þannig
pantaður í Downing-stræti 10
til að lýsa því hve EES-
samningurinn væri ófullnægj-
andi. Og stærri spjót voru feng-
in. Obama forseti lagði umbeð-
inn lykkju á leið sína og kom á
blaðamannafundi í Lundúnum
með pantaðar hótanir um að
tæki breska þjóðin ákvörðun að
fara úr ESB myndu Bandaríkin
láta þessa „einstöku vini
Bandaríkjanna,“ eins og sam-
band þjóðanna er nefnt, í öft-
ustu röð allra þeirra sem vildu
gera viðskiptasamning við
Bandaríkin. Þetta
var jafn ósvífið af
gestgjöfum og
gesti og ætti að
vera ófyrirgefan-
legt.
Það flækist
óneitanlega fyrir
Bretum að núverandi forsætis-
ráðherra þeirra er í órafjar-
lægð frá þeim sem sinnt hafa
því embætti af mestri reisn. Þá
staðreynd nýtir Brusselvaldið
sér út í æsar með samþykki
ráðandi afla í Berlín og París.
En á móti kemur að staða
kanslarans í Berlín og forset-
ans í París er ekki beysin um
þessar mundir. Merkel er lösk-
uð og vonuðust ýmsir til að
Macron forseti gæti fyllt upp í
tómarúmið. Hann kom með
mikilli sveiflu í forsetastól með
hreinan meirihluta á þingi með
sér. Það er of fljótt að afskrifa
þær væntingar um hann með
öllu. En stuðningur við forset-
ann hefur minnkað hratt að
undanförnu og hann hefur sýnt
dómgreindarbrest bæði í
stórum málum og smáum. Nú
síðast hljóp umhverfisráðherra
hans,Nicolas Hulot, fyrir borð,
sem er álitshnekkir fyrir for-
setann.
Ólga fer vaxandi í mörgum
löndum ESB yfir ofríkis-
tilburðum elítunnar í Brussel.
Kosningar hafa fleytt ríkis-
stjórnum til valda í mörgum
ESB-löndum sem hafa efa-
semdir um aukinn yfirgang
ólýðræðislegra afla í Brussel.
Nú síðast bættist stórríkið
Ítalía í þann hóp. Ný ríkisstjórn
þar hefur 78 prósent þing-
manna á bak við sig og er því
með mjög sterkt lýðræðislegt
umboð. Stjórnin hefur breytt
um kúrs í innflytjendamálum.
Þegar Macron forseti krafðist
þess með nokkrum þótta að rík-
isstjórn Ítalíu hyrfi frá áform-
um sínum gerði hún kröfu um
að Frakkar opnuðu landamæri
sín svo hægt væri að beina
hundruðum þúsunda flótta-
manna í Suður-Ítalíu þangað.
Sá beitti leikur þaggaði niður í
forsetanum og beindi kastljós-
inu að pólitískri tvöfeldni ráð-
andi stórríkja ESB.
Nú einbeitir Brusselvaldið
sér með ótrúlegri óbilgirni að
því að gera Bretum örðugt um
að fylgja fyrirmælum þjóðar
sinnar um að hverfa úr ESB. Er
það í samræmi við þekkta
stefnu sambandsins að gera
ekkert með þjóðaratkvæði
„sem er ekki rétt“. Haldi Bret-
ar höfði, sem verður að trúa,
gætu minni þjóðir og óburðugri
hugsanlega náð að safna kjarki
og komið sér undan þessum
kúgunartilburðum ESB-
sovétsins. Því fyrr sem það ger-
ist, því betra. Þá munu þjóðir
Evrópu á ný geta tekið upp
heilladrjúgt og öflugt lýðræðis-
legt samstarf þeim öllum til
varanlegs gagns.
Mikil gerjun er
í Evrópu og þær
þjóðir sem andæfa
kerfislægri kúgun
ESB eru að eflast}
Heill Evrópu í húfi
F
ramkvæmdir vegna uppbyggingar
Landspítala við Hringbraut eru í
fullum gangi. Uppbyggingin er
mikilvæg fyrir sjúklinga og að-
standendur, starfsfólk Landspít-
alans og starfsemi sjúkrahússins í heild sinni.
Þessi stærsta framkvæmd lýðveldissögunnar
verður öllum til hagsbóta.
Nú er staðan sú að vinna við lokafrágang nýs
sjúkrahótels á Hringbrautarlóð er langt komin.
Stefnt er að afhendingu hússins í lok árs 2018.
Skóflustunga að nýjum meðferðarkjarna verð-
ur tekin í haust og unnið er að fullnaðarhönnun
hans. Ýmiss konar vinna vegna meðferðar-
kjarnans er auk þess hafin. Nú er unnið að gerð
bráðabirgðabílastæða og jarðvegsfram-
kvæmdir vegna fyrsta áfanga meðferðarkjarn-
ans eru hafnar.
Unnið er að útboði á fullnaðarhönnun rannsóknarhúss,
og gert er ráð fyrir því að í síðari áföngum uppbyggingar
spítalans við Hringbraut verði bygging dag-, göngu- og
legudeildarhúss. Samhliða framkvæmdum vegna nýrra
bygginga þarf að huga að því hvernig nýta eigi þær bygg-
ingar sem fyrir eru á Hringbrautarlóðinni.
Greina þarf hvaða byggingar sem nú þegar eru á Hring-
brautarlóð Landspítali mun áfram hafa þörf fyrir. Greina
þarf ástand bygginganna, viðhaldsþörf og hvort gera þurfi
breytingar á eldri byggingum, og leggja þarf mat á um-
fang þeirrar vinnu svo tryggt sé að þær verði tilbúnar á til-
settum tíma. Meta þarf einnig hvaða starfsemi mun flytj-
ast úr hvaða byggingum á Hringbrautarlóð. Hið sama á
við um byggingar Landspítala utan Hring-
brautarlóðar. Einnig þarf að reisa ýmsar stoð-
byggingar á lóðinni, til dæmis vörumóttöku,
flokkunarmiðstöð, nýja Kringlu o.fl., og undir-
búning og hönnun slíkra bygginga þarf að
setja af stað hið fyrsta.
Til þess að tryggja að öll þessi vinna muni
ganga hratt og vel fyrir sig hef ég ákveðið að
setja á fót vinnuhóp sem mun meðal annars
hafa það hlutverk að framkvæma ástandsmat
eldri bygginga spítalans, gera kostnaðaráætl-
anir vegna stoðbygginga og verkáætlun um
flutning á starfsemi í nýtt húsnæði. Í þeim hópi
munu eiga sæti fulltrúar Landspítala, velferð-
arráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis
og Framkvæmdasýslu ríkisins. Í vor skipaði
ég samstarfsráð til þess að styrkja samvinnu
aðila um uppbyggingu Landspítalans sem er
mér til samráðs og ráðgjafar og ég er viss um að vinnu-
hópurinn og samstarfsráðið munu einnig eiga gott sam-
starf. Ég skipaði einnig í vor í ráðgjafarnefnd um Land-
spítala, í samræmi við lög um heilbrigðisþjónustu, en
nefndin skal vera forstjóra og framkvæmdastjórn til ráð-
gjafar og álits um starfsemi og rekstur spítalans.
Uppbygging Landspítala við Hringbraut er tæknilega
flóknasta framkvæmd Íslandssögunnar. Verkefnið er
krefjandi en óumdeilanlegt er að uppbygging Landspítala
við Hringbraut verður bylting fyrir spítalaþjónustu á
landinu.
Svandís
Svavarsdóttir
Pistill
Uppbygging Landspítala
Höfundur er heilbrigðisráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Ef áhugi er á að virkja eru fyrstu
skrefin að kanna áhuga landeig-
enda, fara í vettvangsferð og mæla
rennsli í að minnsta kosti tvö ár.
Næsta skref er frumhönnun virkj-
unar og mat á stofnkostnaði og
kostnaði við tengingu við raforku-
kerfið. Þá þarf að gera hagkvæmni-
greiningu og spyrjast fyrir um það
hvort þörf sé á gerð formlegs um-
hverfismats. Þriðja skrefið er að
undirbúa útboð með fullnaðar-
hönnun, huga að skipulagsbreyt-
ingum og sækja um virkjunar- og
framkvæmdaleyfi. Síðasta skrefið
er að virkja og hefja rekstur.
Bjarki sagði að virkjun væri
langtímaverkefni sem tæki á bilinu
fjögur til átta ár, eftir stærð virkj-
unar.
Stuðningur í byggðaáætlun
Unnur Valborg Hilmarsdóttir,
framkvæmdastjóri SSNV, fór á
fundinum yfir möguleika á styrkj-
um til rannsókna á smávirkjunum.
Þess má geta að gert er ráð fyrir
stuðningi við byggingu smávirkjana
í byggðaáætlun 2018-2022.
Hagkvæmast að
virkja laxveiðiána
Hugsanlegar
smávirkjanir
á Norðurlandi
vestra
Heimild: Mannvit
Smávirkjunarkostur
Vatnasvið
Skagaströnd
Sauðárkrókur
Hofsós
Blönduós
Hvammstangi
Laugarbakki
Varma-
hlíð
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Virkjun í Vatnsdalsá íVatnsdal og Skarðsá íSkagafirði eru hagkvæm-ustu virkjunarkostirnir á
Norðurlandi vestra af alls 82 kost-
um sem verkfræðistofan Mannvit
kannaði fyrir Samband sveitarfé-
laga á Norðurlandi vestra. Þessir
tveir kostir eru ákaflega ólíkir að
stærð, Vatnsdalsá sá stærsti sem
kannaður var en Skarðsá í minni
kantinum. Báðir eru þeir á vernd-
arsvæði, Vatnsdalsá er til dæmis
kunn laxveiðiá.
Bjarki Þórarinsson, höfundur
skýrslu Mannvits, kynnti niðurstöð-
urnar á fundi Samtaka sveitarfé-
laga á Norðurlandi vestra (SSNV) í
gær og voru tengd mál rædd í
framhaldinu.
Ekki talað við landeigendur
Bjarki tók fram að þeir 82 mögu-
leikar sem metnir eru í skýrslunni
hafi aðeins verið kannaðir sam-
kvæmt loftmyndum, kortum og öðr-
um fyrirliggjandi upplýsingum, svo
sem rennslismælingum Veður-
stofunnar. Ekki hafi verið farið í
ferðir á vettvang og ekkert sam-
band verið haft við landeigendur.
Þá hafi tengikostnaður við dreifi-
kerfi ekki verið tekinn inn í út-
reikninga á hagkvæmni enda séu
aðstæður ákaflega misjafnar.
Hvergi er gert ráð fyrir miðl-
unarlónum, þótt sums staðar séu
möguleikar á miðlun, þannig að
dæmið er reiknað út frá rennslis-
virkjunum. Tók hann fram að aðrir
möguleikar kynnu að vera til virkj-
unar, þótt þeir væru ekki taldir upp
í þessari skýrslu.
Sagði Bjarki að margir virkjana-
kostir væru hagkvæmir og áhuga-
vert að skoða áfram. Uppsett afl
allra kostanna yrði tæplega 50 MW
og orkuvinnslugeta 360 gígawatt-
stundir. Tók Bjarki þannig til orða
að þetta sýndi að eftir miklu væri
að slægjast.
Tekur 4-8 ár að virkja
Nokkrir af hagkvæmustu kost-
unum njóta verndar og sagði Bjarki
að það þyrfti að kanna áður en
lengra yrði haldið. Ekki væri víst
að vernd útilokaði virkjun.
Níu virkjunarkostir voru flokk-
aðir í 2. og 3. hagkvæmniflokk
en enginn í 1. flokk. Þessar níu
virkjanir eru því taldar hag-
kvæmastar af þeim 82 kostum
sem reiknaðir voru út. Eins og
fram kemur hér við hliðina voru
Vatnsdalsá í Húnavatnshreppi
og Skarðsá í Skagafirði taldar
hagkvæmastar. Hinar eru Bergá
í Húnaþingi vestra, Korná/
Gljúfurá-Írafellsdalur í Skaga-
firði, Kornsá í Húnavatnshreppi,
Mælifellsá í Skagafirði og
Stórafláarlækur í Húnavatns-
hreppi. Flestir virkjunarkost-
irnir eru í 7. flokki sem sýnir
lökustu hagkvæmnina, alls 31
kostur. Aðrir eru þarna á milli.
Níu í efstu
flokkum
HAGKVÆMNI