Morgunblaðið - 31.08.2018, Qupperneq 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2018
✝ Anna SólbrúnFriðriksdóttir
fæddist á Sauð-
árkróki 22 október
1941. Hún lést á
Sjúkrahúsinu á
Sauðárkróki 16.
ágúst 2018.
Foreldrar henn-
ar voru þau Sig-
urlaug Þorkels-
dóttir, f. 5.5. 1913,
og Friðrik
Friðriksson, f. 28.6. 1910, bæði
látin.
Eftirlifandi eiginmaður er
Jón Kristberg Árnason og eign-
uðust þau þrjú börn sem eru
Hallfríður Bára, f. 25.12. 1964,
eiginmaður hennar er Sigur-
björn Björnsson, f. 18.11. 1963,
dætur þeirra eru Helga, f. 22.8.
1992, og Anna Jóna, f. 18.1.
1997, d. 12.1. 2014. Sigurlaug, f.
19.8. 1970, hennar börn eru
Selma Rut, f. 27.6. 1993, unnusti
hennar er Anton
Hafþór Pálsson, f.
24.12. 1990, dóttir
þeirra er Emma
Líf, f. 25.8. 2014, og
Olaf, f. 15.8. 1998.
Árni, f. 8.12. 1981,
sonur hans er Jón
Kristberg, f. 11.8.
2008.
Systkini
Sólbrúnar eru Erna
Flóventsdóttir, f.
17.7. 1932, Stefán Friðriksson, f.
4.11. 1936, d. 1.2. 2016, Guðni
Friðriksson, f. 11.11. 1951, og
Friðrik Geir Friðriksson, f. 29.9.
1948, d. 10.4. 2017.
Hún bjó alla tíð á Sauðár-
króki og vann við fiskvinnslu á
unglingsárum og svo á Símstöð-
inni til ársins 1964 en var heima-
vinnandi húsmóðir eftir það.
Útförin fer fram frá Sauðár-
krókskirkju í dag, 31. ágúst
2018, klukkan 14.
Elsku hjartans Sólbrún mín,
mig langar að minnast þín, ást-
in mín.
Okkar fyrstu kynni voru árið
1959 þegar ég var á Freyjugötu
50 hjá Sillu og Tryggva að ljúka
gagnfræðaskóla.
Síðan þá höfum við verið
saman, fyrst á Bárustígnum hjá
pabba þínum og mömmu og síð-
an allan okkar búskap á Hólma-
grund 6.
Erum við því búin að eyða
saman tæpum sextíu árum, sem
við höfum farið í gegnum lífið
og ég hugsa að það hafi bara
gengið mjög vel þó svo að ýms-
ar brekkur hafi verið á leið okk-
ar.
Þú varst ávallt stoð mín og
stytta í gegnum allt okkar líf og
á okkar fyrstu búskaparárum
varstu mikið ein heima, fyrst
með Báru okkar og síðan Sillu,
þegar ég var á rútunum hjá
Sleitustaðabræðrum og kom
bara heim svona annað slagið,
nánast sem gestur, en hefði
frekar átt að vera þér við hlið á
uppvaxtarárum þeirra og hjálpa
þér, en var farinn að vera meira
heima þegar Árni fæddist.
Ástin mín, þú varst svo stór-
kostleg húsmóðir og sást nánast
um alla hluti jafnt inni sem úti.
Ég held að þeir sem fara
framhjá heimili okkar á Hólma-
grund 6 muni margir virða fyrir
sér garðinn þinn sem er allur
svo fallega blómum skreyttur.
Það er verk þitt og Árna okkar
sem er með sömu grænu fingur
og þú. En í garðvinnunni var ég
bara vinnumaðurinn ykkar og
hafði misgaman af.
Samt er ég, elsku hjartans
Sólbrún mín, svo stoltur af því
sem þú gerðir fyrir okkur öll og
munum við varðveita allar þær
yndislegu minningar um allt
það sem þú gerðir í hjörtum
okkar á meðan við lifum.
Ástin mín, ég get ekki annað
en dáðst að þér eftir að hafa
verið þér við hlið og reynt, eftir
minni bestu getu, að annast þig
í veikindunum sem að lokum
tóku þig frá okkur á svo ótrú-
lega stuttum tíma. Við eigum
mjög erfitt með að skilja að
svona nokkuð geti átt sér stað.
Ástin mín, ég vil að lokum
þakka þér fyrir allar þær góðu
og eftirminnilegu stundir sem
við höfum átt saman í gegnum
lífið. Ég veit fyrir víst að nú ert
þú komin til okkar ástkæru
Önnu Jónu og eruð þið örugg-
lega farnar að bralla eitthvað
fallegt saman.
Ég veit að góður Guð og
englarnir munu hjálpa okkur og
vernda svo við komumst áfram í
lífinu. Þar til við sjáumst aftur,
þegar okkar tími kemur.
Sú ein er bæn í brjósti mér,
ég betur kunni þjóna þér,
því veit mér feta veginn þinn,
að verðir þú æ Drottinn minn.
(Pétur Þórarinsson.)
Ástar- og saknaðarkveðjur.
Þinn
Jón (Nonni).
Elsku hjartans mamma, hvað
getum við sagt.
Þú varst kletturinn okkar og
hvað gerum við þegar klettur-
inn er tekin frá okkur á örstutt-
um tíma? Þegar eitthvað bjátaði
á voru þið pabbi fyrst á staðinn
og alltaf tilbúin að hjálpa og að-
stoða okkur.
Þú varst líka upplýsinga-
bankinn okkar, við hringdum ef
eitthvað vantaði; uppskriftir,
umhirða á blómunum, mat-
reiðsla og öll önnur ráð. Þegar
fjölskyldan kom saman þá var
boðið upp á meðalfermingar-
veislu og enginn fór frá þér
nema pakksaddur. Kökurnar,
terturnar, sáning á sumarblóm-
unum … við þurfum virkilega
að standa okkur ef við eigum að
komast í hálfkvisti við þig á
þeim sviðum.
Besta og ljúfasta amma sem
börnin okkar nutu góðs af.
Ömmu og afa hús stóð opið all-
an sólahringinn allan ársins
hring og alveg sama hvað þeim
datt í hug það vildir þú fram-
kvæma (innan marka). Það voru
ófá danssporin tekin á stofu-
gólfinu með barnabörnunum og
músíkin í botni og hlátrasköll
um allt hús.
Nú er það okkar að standa
okkur í því að halda á bökunar-
og garðyrkjuspöðunum. Því þar
stóðstu þig vel sem kennari og
erum við ævinlega þakklátar
fyrir það.
Við stöndum þétt saman og
hugsum vel um hvert annað og
pabba fyrir þig og þið Anna
Jóna hugsið vel hvor um aðra
og vakið yfir okkur.
Ástar- og saknaðarkveðjur.
Þínar dætur,
Bára og Sigurlaug.
Fá orð geta lýst þeirri til-
finningu sem býr innra með
mér núna. Þú fórst alltof hratt í
burtu frá mér, ég átti eftir að
læra svo mikið af þér og segja
þér svo mikið. Ég þakka, með
gleði í hjarta, allar stundirnar
sem við áttum saman.
Þú varst kletturinn í mínu
lífi, huggaðir mig þegar ég
þurfti, hjálpaðir mér og studdir.
Jón Kristberg, litli ömmuprins-
inn þinn, sá ekki sólina fyrir
þér og það að fá brauð með osti
og ost í höndina var besti morg-
unmatur sem hann fékk frá þér.
Þegar hann fór að sofa kom
hann til þín, knúsaði og kyssti,
og í hvert skipti sagðirðu við
hann: „Góða nótt, ástin mín, og
englarnir passi þig.“ Þær
stundir sem við áttum saman í
garðinum að planta niður blóm-
um og sú kunnátta sem þú
kenndir mér í garðyrkju er eitt
af því sem ég mun geyma í
hjarta mér.
Það verður mikil breyting við
að hafa þig ekki hérna heima á
Hólmagrundinni og vakna suma
morgna við ilmandi kaffilykt.
Og þær stundir þegar við grét-
um úr hlátri yfir einhverri vit-
leysu sem pabbi hafði gert,
hlátur þinn ómar enn í huga
mínum. Ég mun reyna eftir
minni bestu getu að halda uppi
og hlúa að blómunum þínum.
Stundirnar sem við eyddum
saman í gróðurhúsinu saman
voru yndislegar, alltaf þegar þú
opnaðir dyrnar og sagðir: Góð-
an daginn blómin mín, þetta
geri ég enn þann dag í dag.
Þakka þér fyrir allt, elsku
mamma mín, elska þig.
Þinn sonur
Árni.
Ég vil minnast tengdamóður
minnar í fáeinum orðum. Það
eru orðin þrjátíu og átta ár síð-
an ég kom fyrst á Hólmagrund
6. Þá tók Sólbrún á móti mér
með bros á vör og bauð mig vel-
kominn, sagði svo sposk á svip
við Báru þegar ég var farinn:
„Hann er með brún augu.“
Þegar ég nú lít til baka þá
kemur fyrst í hugann þakklæti
fyrir allar góðu stundirnar sem
við áttum saman; utanlands-
ferðirnar, útilegur og hrúta-
berjaferðirnar sem við fórum á
Hafursá á hverju hausti þar
sem samveran og góður matur
var aðalmálið – en berin minna
atriði.
Fjölskyldan var þér mikils
virði og barnabörnin gátu vafið
þér um fingur sér. Kökurnar
sem þú bakaðir voru einstakar
og barnabörnin slógust um púð-
ursykurstertuna og formkakan
með súkkulaðibitunum var Kak-
an okkar Helgu. Blómin þín
skipuðu stórt hlutverk en nán-
ast öll sumarblómin í görðunum
okkar voru ræktuð hjá þér.
Þegar ég fór til útlanda baðstu
mig að skoða hvort ég sæi fræ
eða lauka af einhverjum blóm-
um sem myndu henta í garðinn
hjá þér.
Veikindi þín komu eins og
þruma úr heiðskíru lofti. Það
átti að skipta um mjaðmarlið
sem var búinn að hrjá þig síð-
asta árið, en að það væri eitt-
hvað annað sem amaði að grun-
aði okkur ekki. Og að tíminn
sem þú áttir eftir væri svo
stuttur sem raun bar vitni er
enn meira áfall. Í vor vorum við
að tala um næstu ferð til Spán-
ar og vorum sammála um að
fara næsta sumar þegar þú
værir komin með nýja mjöðm.
Við Bára hlökkuðum til að fara
í aðra ferð með ykkur Jóni í hús
þar sem við værum á eigin veg-
um, það var svo gaman síðast.
Lífið var ekki alltaf dans á
rósum og mörg áföllin, senni-
lega mest þegar nafna þín var
tekin frá okkur. Það voru þung
spor fyrir okkur öll. Hún hefur
tekið á móti þér eins og þú
sagðir og þar hafa orðið fagn-
aðarfundir.
Takk fyrir allt, þinn uppá-
haldstengdasonur,
Sigurbjörn.
Elsku amma.
Við eigum erfitt með að
ímynda okkur Hólmagrund 6 án
þín. Við, Margrét, Halla og
Haukur, erum svo heppin að
hafa kynnst þér og fá að kalla
þig ömmu. Við komum inn í
fjölskyldu þína fyrir um 11 ár-
um og mynduðum sérstök
tengsl sem við munum alltaf
vera þakklát fyrir. Um ári
seinna fæddist Jón Kristberg,
ástarblóm eins og þú kallaðir
hann. Við munum aldrei gleyma
hlátrinum þínum, kaffinu og
smákökunum, ömmumöffins,
daimtoppunum og knúsunum
þínum. Við höfum nú eignast
einn verndarengil í viðbót og
huggum okkur við það.
Englarnir passi þig.
Ástarkveðja,
Margrét Petra, Halla
Sigríður, Haukur Steinn
og Jón Kristberg.
Elsku besta amma okkar, þú
varst tekin alltof fljótt frá okk-
ur. Þú varst svo miklu meira en
bara amma okkar, þú varst
mamma númer tvö.
Við eigum svo margar góðar
minningar saman, allar utan-
landsferðirnar, öll sumrin sem
við eyddum hjá ykkur afa í
dekri, fótanuddið frá þér eftir
fótboltaæfingar, danssporin í
stofunni og svo mætti lengi
telja. Húsið ykkar afa var alltaf
opið fyrir okkur og vantaði
aldrei upp á kræsingarnar hjá
þér, við skulum ekki einu sinni
fara út í ömmuskyrið sem auð-
vitað enginn gerir eins og þú,
þrátt fyrir að þú leiðbeindir
þeim. Það fór aldrei neinn
svangur út úr ömmu- og afa-
húsi. Þú varst alltaf til staðar
fyrir okkur, ásamt afa, og stóð-
uð þið þétt við bakið á okkur
sama hvað.
Þú steigst stórt skref þegar
Selma og Toni fengu sér Ro-
naldo, þú sem varst alltaf svo
hrædd við hunda en endaðir að
vera með lítið lamb á eftir þér.
Emma Líf passar að láta afa
hlæja og brosa í gegnum tárin,
þrátt fyrir að hún skilji ekki al-
veg að þú sért farin frá okkur.
Elsku amma okkar, þetta er
svo óraunverulegt að þú sért
farin frá okkur. En við vitum
það að þú og Anna Jóna okkar
passið vel upp á hvor aðra og
okkur.
Við elskum þig svo mikið og
söknum þín, við pössum upp á
hvert annað og pössum afa fyrir
þig.
Ástar- og saknaðarkveðjur.
Þín barnabörn, langömmu-
prinsessa og lambið þitt,
Selma Rut, Olaf, Emma Líf
og Ronaldo.
Elsku besta amma mín. Það
eru ekki allir svona heppnir að
eiga ömmu sem er eins ástrík
og yndisleg og þú. Það er erfitt
að hugsa til þess að þú sért
ekki með okkur lengur en allir
vegir enda einn daginn en
minningarnar lifa alltaf með
okkur hinum. Það verður alltaf
gaman að hlusta á „ég er rokk-
ari“ og öll hin Geira-lögin og
hugsa um allar skemmtilegu
stundirnar þegar við dönsuðum
á stofugólfinu heima og sungum
hástöfum með í bílnum. Það
vantaði aldrei fjörið í kringum
þig. Það var alltaf svo gaman
þegar ég var lítil stelpa að stel-
ast í göngutúr út götuna til að
hitta þig og afa.
Það eru forréttindi að alast
upp með ömmu og afa í næst-
næsta húsi. Það voru alltaf til
kökur og skyr og ef einhver var
svangur varstu ekki lengi að
skella fram einhverju girnilegu
til að borða. Það sem ég er
þakklát fyrir stundirnar sem
við áttum saman öll mín ár.
Þó nísti mig tregi og söknuður sár
Sorgin í hjarta og brennandi tár
Upp yfir harmana hefur það mig
Er ég hugsa um engla – hugsa ég
um þig
(Hannes Sigurðsson.)
Elska þig alltaf.
Þín
Helga.
Kær vinkona mín, hún Sól-
brún er látin.
Við ólumst upp saman fyrir
margt löngu á Króknum, við
Kirkjuklaufina, og er Sólbrún
órjúfanlega tengd minningum
mínum alla tíð.
Foreldrar hennar, sómafólkið
Sigurlaug og Friðrik, bjuggu í
risinu í Ævarsskarði með börn-
um sínum. Ég man Sólbrúnu
skokkandi niður klaufina heim
til okkar í Kirkjuhvolinn, hún
var fín og strokin og fór eins
heim í lok dags en ég oft óhrein
og rifin með sár og skrámur.
Ég var grallarinn en hún hæg-
lát og skipti aldrei skapi.
Við undum okkur við leiki og
samskipti við góða granna, sem
flestir áttu kýr, kindur eða
hesta og næga góðvild fyrir lítil
stelpuskott. Okkur var boðið í
mjólk og kökur hjá Guðrúnu og
Jóni stóra í Litladal og stund-
um fengum við að hlusta á
heimstónlistina í gamla
grammófóninum hennar Krist-
bjargar í Ævarsskarði. Við átt-
um líka uppáhaldsstað hjá Önnu
okkar Stefánsdóttur í litla hús-
inu hennar, Stefánsbæ, upp við
Nafirnar þar sem við undum
löngum stundum.
Við bjuggum í hjarta þorps-
ins þar sem allt gerðist, þar var
spítalinn, skólinn, kirkjan, Bif-
röst, bakaríið og flestar búð-
irnar. Við renndum okkur á
sleðum og grófum göng inn í
hengjurnar á veturna og seinna
fórum við á skauta suður á
Flæðum og á skíði í Grænuk-
laufinni.
Þegar fjölskylda Sólbrúnar
fluttist suður á Bárustíg varð
alltof langt á milli okkar en
áfram hélst vináttan. Unglings-
árin komu með ákveðnum óróa
og breytingum. Á þessum árum
eignaðist Sólbrún gítar og náði
fljótt meistaratökum á hljóð-
færið en hún var mjög mús-
íkölsk. Mikið var hlustað, spilað
og sungið í okkar hópi og mikil
gerjun var almennt í tónlist-
arheimi unga fólksins. Mér er
minnisstætt þegar hún mætti
með gítarinn heim og lagið var
tekið í suðurherberginu. Seinna
hef ég oft hugsað hvað hún
mamma hefur þurft að taka á
þolinmæðinni með vinahópa
okkar systkinanna inni á gafli
næstum alla daga.
Á einni sæluvikunni tróðum
við nokkrar stelpur upp í Bif-
röst þar sem atriði úr dag-
skránni var tekið upp og spilað
í útvarpinu. Þar var rokkað um
hann afa minn sem fór á honum
Rauð. Helgi Hálfdanarson, bók-
menntajöfur og Sauðkrækingur,
hneykslaðist mikið á slíkri af-
bökun á þjóðvísu og lýsti op-
inberlega yfir áhyggjum af
menningarstigi unga fólksins
nyrðra. Sólbrún var að sjálf-
sögðu potturinn og pannan í
hópnum og spilaði undir og
söng hæst. Hún hefði eflaust
náð langt á tónlistarsviðinu en
það var henni fjarlægt að trana
sér fram.
Hún kynntist honum Nonna
sínum, þau eignuðust myndar-
legu börnin sín þrjú og byggðu
sér fallegt heimili í Hólma-
grundinni á Króknum. Þangað
var alltaf gott að koma þar sem
gestrisni og gleði ríkti og gömlu
árin rifjuð upp. Húsfreyjan var
með græna fingur, skrautblóm í
gluggum og garðurinn ótrúlega
fallegur og Nonni lét ekki sitt
eftir liggja í framkvæmdum.
En nú er komið að leiðarlok-
um og vinkona mín elskuleg
horfin á braut. Ég þakka vin-
áttu og ræktarsemi sem ég held
að nái út yfir gröf og dauða.
Kannski hittumst við vinkon-
urnar í blómabrekkum eilífðar-
innar.
Kæri Nonni og fjölskylda, ég
votta ykkur dýpstu samúð
mína.
Jósefína Friðriksdóttir.
Anna Sólbrún
Friðriksdóttir
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýhug við
andlát og útför ástkærs eiginmanns og
föður
ÓLAFS K. GUÐMUNDSSONAR,
fv. yfirlögregluþjóns.
Sérstakar þakkir til þeirra sem önnuðust
hann í veikindum hans.
Sigurlaug J. Jónsdóttir
Guðmundur Rúnar, Elínborg Jóna, Kristín
og Ólafur Erling
Kæru ættingjar og vinir.
Innilegar þakkir fyrir veitta samúð og
vinarhug við andlát og útför eiginmanns
míns, pabba okkar, tengdapabba, afa og
langafa,
ÞÓRÐAR JÓNS SVEINSSONAR,
Vík í Mýrdal.
Allt gott geymi ykkur.
Áslaug Halla Vilhjálmsdóttir
Sveinn Þórðarson Inger Schiöth
Sólveig Þórðardóttir Árni Eiríksson
Kristján Þórðarson Sigrún Jónsdóttir
Emmi, Jón Þór, Gulli, Magdalena, Breki Þór,
Erlingur Snær, Ásrún Halla, Eiríkur, Laufey
Birnir, Sara, Grétar Logi
og langafabörn