Morgunblaðið - 31.08.2018, Síða 36

Morgunblaðið - 31.08.2018, Síða 36
FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 243. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Unglingur gaf sig fram vegna … 2. Kínverjar borga Strætó 3. Drengurinn undir sakhæfisaldri 4. Finnur ekki eldinn inni í sér »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Íslenski flautukórinn og Listasafn Íslands standa fyrir hádegistónleika- röð í Listasafni Íslands sem nefnist Andrými í litum og tónum og er hug- myndin með henni að fólki gefist kostur á að eiga nærandi stund við samtal milli sjónlistar og tónlistar. Síðasta föstudag hvers mánaðar er boðið upp á fjölbreytta tónlist og í dag kl. 12.10 kemur þverflautuleikar- inn Hafdís Vigfúsdóttir fram og leikur verk eftir Bach, Luciano Berio og Þor- kel Sigurbjörnsson. Andrými í hádeginu  Ljótu hálfvit- arnir halda haust- fagnað sinn í kvöld og annað kvöld kl. 22 á Græna hattinum á Akureyri. „Þar verður rysjótt stemning, fyndni með köflum og sennilega vætusamt. Og belgingur auðvitað, þetta eru Þingeyingar,“ segja Þorgeir Tryggvason og félagar hans í Ljótu hálfvitunum. Hálfvitagangur á Græna hattinum Fjórir Íslendingar á Belgrað-tvíæringi Á laugardag Suðvestlæg átt, víða 10-15 m/s og rigning eða skúrir, en bjartviðri NA- og A-til. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast á A-landi. Á sunnudag Vestlæg eða breytileg átt, víða 3-8 m/s en strekk- ingur syðst. Væta um landið vestanvert. Hiti 7 til 12 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Snýst í sunnan og suðvestan 8-13 með skúr- um um landið S- og V-vert, en léttir til norðaustan- og austanlands. VEÐUR „Það er mikill áhugi frá báð- um aðilum og vonandi gengur þetta upp. Hann er hins vegar samningsbund- inn Nantes og þetta stendur og fellur algjörlega með þeim,“ segir Andri Sigþórs- son, bróðir og umboðs- maður Kolbeins Sigþórs- sonar, en gríska stórliðið Panathinaikos vill fá Kol- bein frá Nantes áður en lok- að verður fyrir félagaskipti í kvöld. »3 Stendur og fellur með vilja Nantes „Þýskaland er náttúrlega frábært lið. Þær væru geggjaðar þótt tíu leik- menn vantaði. Við munum taka vel á móti þeim og mætum tilbúnar í stríð,“ segir Berglind Björg Þorvalds- dóttir fyrir stórleik Íslands og Þýska- lands í undankeppni HM. »4 Þýskaland frábært en við erum tilbúnar í stríð Liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnars- dóttur hjá Wolfsburg, hin danska Per- nille Harder, var í gær útnefnd knatt- spyrnukona Evrópu, en þetta er í fyrsta sinn sem hún hlýtur þessa nafnbót. Luka Modric, sem varð Evr- ópumeistari með Real Madrid og vann silfur á HM með Króatíu, var valinn bestur karla, fram yfir Crist- iano Ronaldo og Mohamed Salah. » 1 Liðsfélagi Söru þótti skara fram úr ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Við slógum heimsmet í gongslætti og samhljómi í London á sunnudag- inn og höfum fengið það staðfest hjá heimsmetabók Guinness,“ segir Erla Ósk Sigtryggsdóttir, jógakennari og gongmeistari, sem búsett er í Kung- älv í Svíþjóð. „Það voru 193 gongmeistarar sem spiluðu í einum samhljómi á meðan fulltrúar frá Guinness gengu um og fylgdust með. Við fengum þrjár til- raunir og það voru mikil fagnaðarlæti þegar heimsmetið var staðfest og gamla metið slegið,“ segir Erla, sem kynntist gongi fyrir þremur árum. Hún segir að gongið hafi gefið henni enn betra líf. „Við spilum á gong saman undir yfirskriftinni Gong fyrir mannkynið. Með því viljum við hækka orku heimsins og auka jákvæða tíðni í heiminum,“ segir Erla, sem hefur í sumar ferðast til tíu landa að spila á gong. „Við tökum ekkert fyrir að spila gong og höfum ókeypis aðgang fyrir þá sem vilja koma. Ég er nýkomin úr heilunarferð frá Póllandi, Slóvakíu, Bosníu og fleiri löndum sem hafa gengið í gegnum erfiða tíma,“ segir Erla, sem búið hefur ásamt íslensk- um eiginmanni og tveimur dætrum í Svíþjóð í 19 ár. Hún segir að heimþrá hafi hrjáð sig fyrstu 17 árin þrátt fyrir að koma heim að minnsta kosti einu sinni á ári. „Ég er jógi, nuddari, hljóð- fræðingur, heilari og meðferð- araðili og rek heilsusetur og hljóðmusteri,“ segir Erla og bætir við að heimurinn sé allur orkutíðni. Hún segist nota ólíkar gerðir af heilun og þekkingu sína á ayur- veda þegar hún spilar á gong. „Það skiptir máli á meðan verið er að spila hvað þú ert að hugsa og það sem þú vilt segja þegar þú spilar. Það magnar orkuna og heil- unina sem þú lætur frá þér,“ segir Erla. Gong um víða veröld Hún ferðast nú um heiminn og spil- ar á gong. Hún segist hafa spilað á gong á Þingvöllum og í Dimmuborg- um og þar sé mikil orka. „Krafturinn í Íslendingum vekur athygli og það hversu margir eru að gera það gott á ýmsum sviðum,“ segir Erla. Auk þess að spila á gong spilar Erla á trommur, selló, flautu og gítar. Næsta verkefni hennar er að spila á gong með Sinfóníuhljómsveit Gauta- borgar í Sinfóníuhúsinu í Gautaborg. Settu heimsmet í gongslætti  Spilar í haust á gong með sinfón- íuhljómsveit Heimsmet Gongmeistararnir 193 sem settu heimsmet í samhljómi og slætti á gong og komust í heimsmetabók Guinness á sunnudag. Erla Ósk Sigtryggsdóttir, einn gongmeistaranna, ferðast um og slær gong fyrir betri heimi. „Margir halda að gong sé tromma en svo er ekki. Gong er hljóð- færi blandað úr alls konar málmum sem gefur frá sér heilandi hljóm,“ segir Erla. „Gong er plata með bogna enda sem hanga uppi á þræði á standi. Eins og diskur sem er hengdur upp nema að kant- arnir eru bognir. Það er til þess að hljóðið fái meiri hljóm- grunn. Það er slegið á gong með sérstökum kjuða með þykkum haus, sem er oft vafinn inn í ull til þess að dempa hljóðið,“ segir Erla. „Það koma mismunandi hljóð og tíðni úr gonginu allt eftir því hvar slegið er á það. Sum gong senda frá sér hljóð líkt og Júpíter og sólin, það hefur verið vísinda- lega sannað.“ Heilandi hljómur úr gongi EKKI TROMMA, HELDUR DISKUR SEM ER HENGDUR UPP Hljómur Erla með gong og kjuða.  Verk fjögurra íslenskra myndlist- armanna verða meðal þeirra sem sýnd verða á myndlistartvíær- ingnum í Belgrað sem hefst 15. september og lýkur 28. október en honum er stýrt af Gunnari og Danielle Kvaran. Listamennirnir fjórir eru Erró, Ólafur Elías- son, Gabríela Frið- riksdóttir og Helgi Þorgils Frið- jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.