Morgunblaðið - 31.08.2018, Side 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2018
✝ Geir ReynirTómasson,
fyrrverandi tann-
læknir, fæddist 24.
júní 1916 á Mið-
húsum, Hvolhreppi
í Rangárvallasýslu.
Geir lést 16. ágúst
2018 á hjúkrunar-
og elliheimilinu
Minni-Grund í
Reykjavík, rúmlega
102 ára að aldri.
Hann var sonur Kristínar
Hansdóttur og Thomasar Thom-
assen frá Kvenangursfirði í
Norður-Noregi, síðar útvegs-
manns á Norðfirði. Geir ólst upp
með móður sinni í hjarta
Reykjavíkur, við hlið Dómkirkj-
unnar. Þó að heimilið væri fá-
tækt voru æskan og unglings-
árin á margan hátt góð. Leiðin
lá í Menntaskólann í Reykjavík, í
símalagningarvinnu á sumrin
og stúdentspróf 1937. Með að-
stoð góðs fólks í Reykjavík og
styrk frá hinum þekkta Hum-
boldt-sjóði í Þýskalandi komst
Geir í tannlæknanám við Há-
skólann í Köln. Þegar námi lauk
1941 var ekki unnt að komast
heim. Hann lauk þá dokt-
Reykjavík í hálfa öld, við Þórs-
götu, svo í Domus Medica og
loks á Sólvallagötu. Þá sinnti
hann tannlækningum í Stykkis-
hólmi á sjötta áratugnum.
Geir var virkur í félagsmálum
Tannlæknafélags Íslands, sat í
stjórn þess og var formaður
1965-68. Hann vann í 24 ár í
lyfjanefnd félagsins við að
rýmka heimildir tannlækna til
að ávísa lyfjum og tók að sér
mörg önnur trúnaðarstörf fyrir
fagsamtök sín, m.a. á evrópsk-
um og Norðurlandavettvangi.
Hann var kjörinn heiðursfélagi
Tannlæknafélagsins árið 1985.
Þá var Geir lengi í sóknarnefnd
sinnar gömlu kirkju, Dómkirkj-
unnar, beitti sér fyrir nýmælum
þar og gaf kirkjunni altaris-
klæði sem prýðir hana nú. Hann
var forseti Sálarrannsóknafé-
lagsins um skeið. Þá var hann
virkur í starfi íslenskra Hum-
boldt-styrkþega og við að efla
íslensk-þýsk samskipti. Fyrir
það hlaut hann þýska orðu,
Bundesverdienstkreuz. Fóst-
bræður, Víkingur og ekki síst
Frímúrarareglan áttu einnig
hug hans lengst af ævinnar. Þau
hjónin byggðu árið 1972 sumar-
bústað rétt innan við Hvolsvöll,
og fengu viðurkenningu sveitar-
félagsins á framlagi þeirra til
skógræktar.
Útförin fer fram frá Dóm-
kirkjunni í Reykjavík í dag, 31.
ágúst 2018, klukkan 15.
orsgráðu í tann-
lækningum frá
Kölnarháskóla
1942. Hinn 12. mars
1943 giftist hann
þýskri unnustu
sinni Mariu Elf-
riede Bell, „Frie-
del“ eins og hún
var kölluð, kaup-
mannsdóttur frá
Köln. Hún lést 18.
ágúst 2016. Þau
komust 1943 með sænskri að-
stoð um Danmörku til Svíþjóðar
þar sem Geir vann sem tann-
læknir í norðurhluta Svíþjóðar.
Þau fluttu til Íslands 1945. Synir
þeirra eru: 1) Reynir Tómas, f.
13.5. 1946, giftur Steinunni J.
Sveinsdóttur, d. 28.8. 2018, og
eru dætur þeirra a) Ásta Krist-
ín, gift Justin Parker, og b)
María, gift Brynjólfi B. Jóns-
syni. 2) Ernst Elmar, f. 25.7.
1948, giftur Sigríði Hjaltested
og eru dætur þeirra a) Karin
Erna, gift Elmari Frey Krist-
jánssyni, og b) Fríða Hrönn, gift
Magnúsi Erlendssyni. 3) Gunnar
Kristinn, f. 27.10. 1949. Barna-
barnabörnin eru ellefu.
Geir rak tannlæknastofu í
Mig langar til að minnast föð-
ur míns, Geirs R. Tómassonar,
með þakklæti, kærleika og virð-
ingu í huga. Hann náði hærri
aldri en flestir og naut góðrar
heilsu fram til síðustu ævimán-
aða.
Faðir minn ólst upp í Reykja-
vík að mestu leyti en var þó lang-
dvölum í æsku á Miðhúsum í
Hvolhreppnum í Rangárvalla-
sýslu þaðan sem móðir hans var.
Þó að heimilið hjá einstæðri móð-
ur hafi verið fábrotið naut hann
sem eina barn hennar alls þess
besta sem fátæk kona gat látið
honum í té, þar með talið að fara í
Menntaskólann í Reykjavík og
seinna til náms í tannlækningum
í Köln í Þýskalandi. Þar kynntist
hann eiginkonu sinni, Maríu Elf-
riede Bell, í miðri seinni heims-
styrjöldinni. Þau fluttu til Íslands
að loknu stríðinu eftir nokkurra
ára dvöl í Svíþjóð og hann var
tannlæknir hér í borg fram til
1996. Um margt voru þau sam-
hent í löngu hjónabandi, en móðir
mín lést fyrir tveimur árum, 95
ára að aldri. Í hálfan annan ára-
tug bjuggu þau á Langholtsveg-
inum þar sem synirnir þrír ólust
upp, en síðar í meira en 50 ár
vestur á Hávallagötu. Margir
voru þeir sem leituðu til hans sem
tannlæknis, jafnvel fram á síð-
ustu starfsár hans þegar hann
hafði minnkað við sig vinnuna.
Hann vann mikið að málefnum
síns stéttarfélags og naut virð-
ingar starfsbræðra og -systra. Í
þeim hópi átti hann marga vini,
auk nokkurra aldavina sem hann
hélt tryggð við frá æskuárum.
Hann var traustur og góður fjöl-
skyldufaðir og gott til hans að
leita. Hann átti sér mörg áhuga-
mál, svo sem í Karlakórnum
Fóstbræðrum, seinna í Frímúr-
arareglunni, og fjallgöngur og
útivist í íslenskri náttúru áttu
hug hans. Góðir vinir voru líka
gufubaðsfélagar sem hann hitti
vikulega í áratugi. Þá lét hann sér
annt um þýsk-íslensk samskipti
og var heiðraður fyrir það starf.
Síðustu 40 árin voru ófáar stund-
irnar á æskuslóðum í Hvol-
hreppnum þar sem foreldrar
mínir höfðu byggt sér sumarhús
á fallegum sólarreit. Pabbi starf-
aði einnig mikið í Dómkirkjunni
og var þar sóknarnefndarmaður
fram undir það síðasta. Hann var
mjög trúaður og hugsaði mikið
um eilífðarmálin. Handan dauð-
ans átti hann sér góða heimvon.
Segja mætti að hann óskaði sér
þess að hann yrði á Guðs vegum
leiddur inn í himininn. Guð geymi
sálu hans nú þegar langri ævi er
lokið.
Gunnar K. Geirsson.
Þá hefur afi minn Geir kvatt
þennan heim 102 ára að aldri.
Hann varð þeirrar gæfu að-
njótandi að verða langlífur og var
hann ótrúlega heilsuhraustur og
ern alveg fram á síðustu ár.
Á stundum sem þessum
streyma minningarnar fram í
hugann. Minningar mínar um afa
hverfast mest um húsið á Há-
vallagötunni þangað sem ávallt
var gott að koma og oft glatt á
hjalla. Ég á líka margar góðar
minningar frá samverustundum í
sumarbústaðnum Gilsbakka í
Hvolhreppi sem þau afi og Oma,
eins og við barnabörnin kölluðum
ömmu okkar, byggðu. Við afkom-
endurnir njótum bústaðarins
enn, en það veit ég að afa þótti
mjög vænt um. Þá er mér einnig
minnisstætt ferðalag til Þýska-
lands sem ég fékk í fermingar-
gjöf frá þeim afa og Omu. Það var
ljúf og dýrmæt dvöl í heimalandi
ömmu minnar.
Afi var líka tannlæknirinn
minn fram að fullorðinsárum.
Tannlæknatímarnir voru allt að
því tilhlökkunarefni því það var
svo gaman að fá að spjalla við afa
í leiðinni. Eftir tímana trítlaði ég
svo frá stofunni hans á Sólvalla-
götunni upp á Hávallagötu þar
sem Oma beið með eitthvað gott
með kaffinu.
Afi var heillandi maður, með
fallegt bros, blik í auga og mild-
an, smitandi hlátur. Það er ekki
að undra að hann, líka svona ung-
legur og hraustur fram eftir
aldri, vakti aðdáun hvert sem
hann fór. Hann var virkur í fé-
lagslífi, m.a. í kóra- og kirkju-
starfi, sem ég er viss um að hafi
átt stóran þátt í langlífi hans.
Hann var einnig orðheppinn
maður, hafði unun af því að flytja
tækifærisræður og laumaði
ósjaldan til manns heilræðum,
líkt og sælgætismolum.
Eitt sem hann nefndi við mig
oftar en einu sinni var að njóta
lífsins á meðan ég væri ung. Ég
tók það ráð til mín, hef t.d.
ferðast mikið alla tíð og sé ekki
eftir því. Að feta hinn gullna með-
alveg og temja sér bjartsýnt og
jákvætt hugarfar var einnig eitt-
hvað sem afi lagði áherslu á og ég
hef tekið til mín. Þessi lífssýn
hans mótaðist án efa af erfiðri
reynslu á hans yngri árum en afi
lifði magnaða tíma og þær voru
ævintýralegar en jafnframt átak-
anlegar frásagnirnar af því
hvernig þau Oma þurftu að flýja
Þýskaland í seinni heimsstyrjöld-
inni.
Afi hafði mikinn áhuga á and-
legum málefnum og var trúaður
maður. Hann spáði mikið í því
hvað tæki við fyrir handan og var
viss um að það væri framhaldslíf.
Ég mun aldrei gleyma sáttinni
sem ég sá í brosinu hans þegar
við föðmuðumst í síðasta skiptið,
aðeins nokkrum dögum áður en
hann lést. Ég trúi því að hann sé
kominn á þann góða stað sem
hann ætlaði sér eftir þessa jarð-
vist.
Elsku afi, hvíl í friði.
Þín sonardóttir,
María.
Augun lokast, allt er svart,
svo opna ég augun og sé margt.
Við mér blasir gullið hlið
sem sólin skín á eins og paradís.
Ég stend hér og stari á,
svo fallegt er þetta að sjá.
Ferðin er á enda hér
því minn bústað ég sé.
(Helena Sirrý)
Komið er að ferðalokum hjá
afa Geir eftir langt og viðburða-
ríkt líf og vonandi bíður hans allt
það sem hann hafði vonast eftir.
Við systurnar eru þakklátar að
hafa haft hann og hana Ómu
svona lengi hjá okkur.
Við höfðum það ávallt í huga
að hlýða vel á hans orð enda hafði
hann upplifað tímana tvenna eða
jafnvel fleiri. Tvær heimsstyrj-
aldir, fullveldi Íslands, sjálfstæði
Íslands var meðal þess sem gerð-
ist fyrri part ævi hans. Á heimili
þeirra hjóna var okkur ávallt tek-
ið opnum örmum með þýskum og
íslenskum áhrifum í bland. Afi
tók að sér af mikilli natni að sinna
kristilegu uppeldi okkar. Fór yfir
bænirnar með okkur milli þess
sem hann bauðst til að kenna
okkur Mullers-æfingar, segja
okkur sögur af álfum, drekka ep-
laedik eða sinna garðyrkju við
sumarhús þeirra. Fyrir það og
svo margt fleira þökkum við. Við
vitum að þú munt vaka yfir okkur
og okkar fjölskyldum.
Karin Erna, Fríða Hrönn
og fjölskyldur.
Ég er svo nærri,
að hvert ykkar tár
snertir mig og kvelur.
En þegar þið hlæið
og syngið með glöðum hug
lyftist sál mín upp
í mót til ljóssins.
Verið glöð og þakklát
fyrir allt sem lífið gefur,
og ég, þótt látinn sé,
tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu.
Þessar hendingar komu mér í
hug þegar við gufufélagar Geirs
R. Tómassonar spurðum andlát
hans.
Öllu er afmörkuð stund og sér-
hvert mannsbarn og hlutir allir
undir himninum hafa sinn tíma,
segir í hinni helgu bók.
Geir heitinn var maður lífs-
gleðinnar. Skemmtilegur og
hrókur alls fagnaðar á góðri
stund, hjartagóður og næmur á
tilfinningar og líðan annarra. Yf-
irvegaður og stöðugur, vildi helst
vera vinur allra.
Í okkar hópi var hann að öllu
jöfnu glaður, spaugsamur og gat
verið smáglettinn en aldrei ill-
skeyttur og mikill vinur vina
sinna.
Höfðingi var hann heim að
sækja á yndislega heimilið, sem
hann og hin ágæta kona hans,
María Elfriede, höfðu búið sér
við Holtsgötuna í vesturbæ
Reykjavíkur.
Minnast margir okkar indælla
gleðistunda með þeim hjónum,
sem hér skulu þakkaðar af heil-
um hug.
Nú er skarð fyrir skildi í vina-
hópnum, mikil eftirsjá er að Geir,
sem við gufufélagarnir kölluðum
gjarnan aðalritara.
Við félagar hans söknum góðs
drengs og biðjum Geir allrar
blessunar á þeim leiðum sem
hann nú hefur lagt út á.
Eftirlifandi ættingjum vottum
við innilega samúð.
Blessuð sé minning Geirs R.
Tómassonar og láti Guð nú raun
lofi betri.
Fyrir hönd gufufélaga,
Ragnar Benediktsson.
Kveðja frá Dómkirkjunni
Í dag er kvaddur aldinn þjónn
kirkjunnar, Geir R. Tómasson,
sem um áraraðir þjónaði kirkju
sinni af trúfesti og alúð. Hann var
glæsilegur heimsmaður, heiðar-
legur, samviskusamur og örlátur.
Einnig var skopskyni hans við-
brugðið og nefni eg eitt dæmi um
það: Eitt sinn þegar aldarafmæl-
ið var í augsýn kom eg að máli við
Geir og spurði hvers vegna hann
væri ekki búinn að koma sér upp
tölvu. Þá væri svo miklu auðveld-
ara að ná til hans, t.a.m. til að
boða hann á sóknarnefndarfund-
ina. Bætti því við að hann væri nú
nýbúinn að fá sér jeppa til að
skoða landið og ætti því ekki að
verða skotaskuld úr því að læra á
tölvuna. Þá svaraði Geir að
bragði: „Marinó minn, það er
mjög einföld skýring á þessu. Ég
er svo hræddur um að fari ég að
flandra um á þessu alheimsneti
taki Guð eftir því hvað ég er orð-
inn gamall og fari að gera ráð-
stafanir til að breyta því. En það
er mér mjög á móti skapi, því að
ég ætla mér að verða a.m. 100 ára
gamall.“ Ég felldi niður talið.
Geir var afar kirkjurækinn og
hafði ákveðnar skoðanir á öllu,
sem kirkjuna varðaði. Þegar
heyrnin tók að bila síðustu árin
bætti hann úr því með að fá í
hendur prentaðar predikanir
prestanna og hafði ákveðnar
skoðanir á þeim.
Geir hefur setið í sóknarnefnd-
inni sl. 32 ár og verið mjög virkur
allan þennan tíma. Sem dæmi um
það traust, sem borið var til hans
má nefna að 101 árs var hann enn
einu sinni endurkjörinn í nefnd-
ina og það til fjögurra ára. Það
þótti saga til næsta bæjar, en
okkur sem þekktum hann fannst
þetta eðlilegt.
Þessi fáu orð bera aðeins vott
um brot af mannkostum Geirs,
sem við Dómkirkjufólkið þökkum
fyrir að hafa fengið að njóta. En
fyrst og fremst erum við þakklát
fyrir ræktarsemi hans við kirkj-
una og góða vináttu og samvistir
við okkur.
Að leiðarlokum kveðjum við
með orðum sálmaskáldsins góða,
Valdimars Briem:
Far þú í friði.
Friður Guðs þig blessi.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem)
Marinó Þorsteinsson.
Þeir eru orðnir nokkrir ára-
tugirnir, síðan leiðir okkar –
Geirs – lágu fyrst saman. Það var
þegar við kynntumst í Humboldt-
félaginu og vorum kosnir saman í
stjórnina vorið 1983. Þarna hófst
samstarf okkar og vinátta, sem
aldrei hefur borið skugga á. Geir
lét sér afar annt um Humboldt-
félagið og var alla tíð mjög
áhugasamur þar um. Hvort sem
um var að ræða almenna fé-
lagsfundi, skógræktarferðir í
Heiðmörk eða Þýskalandsferðir
félagsins var hann alltaf með.
Hann tók sig til og kom upp vísi
að bókasafni fyrir félagsmenn,
sem hann hélt lengi vel utan um á
heimili sínu. Þessi bókakostur
rann svo síðar inn í bókasafn Go-
ethe-stofnunarinnar á Laugavegi
sem síðar sameinaðist þýskum
bókakosti í bókasafni Hafnar-
fjarðar þegar Goethe-stofnunin
var aflögð.
Á þeim árum, þegar Geir var í
stjórn félagsins, bauð stjórnin
þýskum efnafræðingi, frú dr.
Maria Regina Kula, að flytja er-
indi hjá okkur. Þegar svona gesti
ber að garði þarf að sinna þeim
og féll það í hlut Geirs. Frúin var
á besta aldri, eitthvað um fertugt.
Það fréttist að hún var fjallagarp-
ur mikil og var alveg sérstaklega
heilluð af Esjunni. Það var úr að
hún og Geir lögðu til atlögu við
Esjuna. Hann var rokhvass á
norðan og þeir sem þekkja til
vita, að í þessari vindátt er hann
mun hvassari í Esjuhlíðum en
hérna í bænum. Á jafnsléttu und-
ir Esjunni urðu þau að halla sér í
45° upp í vindinn til að fjúka ekki
um koll. Og í hlíðum Esjunnar lá
við að þau skriðu upp, slík var
veðurhæðin. Þegar komið var
upp í miðjar hlíðar var Geir búinn
að sprengja frúna, en blés sjálfur
vart úr nös. Geir stóð þá á sjö-
tugu. Svona menn verða a.m.k.
hundrað ára – og Geir náði því!
Hann hélt upp á aldarafmælið
sitt af mikilli reisn, svo eftir var
tekið.
Fyrir störf sín í þágu
Humboldt-félagsins var Geir
gerður að heiðursfélaga fyrir
margt löngu. Við Humboldt-
félagarnir þökkum Geir sam-
fylgdina. Við Helga sendum
börnum hans og öðrum aðstand-
endum innilegar samúðarkveðj-
ur. Blessuð sé minning hans.
Sigfús A. Schopka.
Í dag er kvaddur Geir Reynir
Tómasson, sem mér er ljúft að
minnast með nokkrum orðum.
Faðir minn og Geir voru æsku-
vinir og alla tíð mjög nánir. Faðir
minn lést um aldur fram en við
Geir höfum alltaf haldið sam-
bandi, ekki síst fyrir tilstilli
Geirs. Hans trygglyndi við fjöl-
skylduna á Háteigsveginum hef-
ur verið okkur mikils virði.
Ég minnist samverustunda
með Geir og fjölskyldu hans í
bernsku minni. Ofarlega í huga
er ferð inn á Kjöl á 6. áratugnum.
Á þessum árum var ekki alvana-
legt að fara svona óbyggðaferðir
og það á Dodge Weapon-trukk.
Þetta var ógleymanleg upplifun.
Eftir að faðir minn lést lagði
Geir sig fram um að viðhalda
tengslum við okkur á Háteigs-
veginum. Hann hringdi eða leit
við og var ætíð aufúsugestur.
Hann hafði fyrir sið áratugum
saman að koma í heimsókn á
gamlársdag. Þá gaf hann sér góð-
an tíma til að spjalla og rifja upp
gamlar minningar.
Geir var glæsilegur maður
sem hélt sér alla tíð ótrúlega vel.
Fyrir fimm árum, 97 ára gamall,
kom hann í eina af sínum síðustu
heimsóknum á Háteigsveginn.
Þegar hann hringdi og boðaði
komu sína spurði ég hvort ég ætti
ekki að sækja hann. Hann taldi
það algjöran óþarfa. Enda birtist
hann skömmu síðar akandi sjálf-
ur á nýjum bíl. Hann snaraðist út
úr bílnum með blómvönd og kon-
fektkassa í höndunum og gekk
sporléttur upp tröppurnar. Já,
hann Geir var engum líkur.
Síðast hitti ég Geir þegar hann
bauð okkur hjónunum í glæsilegt
hundrað ára afmæli sitt. Þar var
hann sem endranær hrókur alls
fagnaðar. Hann sagði mér að
hann bæri ekki kvíðboga fyrir því
sem framundan væri, nema þá
helst hvort guð hefði e.t.v. gleymt
honum.
Við hjónin sendum Reyni,
Elmari, Gunnari og fjölskyldum
innilegustu samúðarkveðjur.
Georg Ólafsson
Í dag kveð ég merkan mann
sem hafði mikil áhrif á mig. Við
Geir R. Tómasson kynntumst
þegar ég tók sæti í sóknarnefnd
Dómkirkjunnar fyrir um áratug.
Geir var „sjarmörinn“ okkar
Dómkirkjukvenna, best klæddur
og mikill kvennaljómi. En hann
var líka svo mikill og sannur vin-
ur. Hugur hans geymdi í senn yl
og styrk. Því mun minning Geirs
ætíð skapa þakklæti og hlýju.
Góðmennska, hvatning, dugnað-
ur og gleði voru einnig sterkir
þættir í persónuleika Geirs.
Hvöss gagnrýni var ekki hans
stíll, en hann var óspar á að
hvetja og beina hugsunum
manna til betri áttar.
Geir átti auðvelt með að kalla
fram það besta í fólki. Auk allra
góðu stundanna í Dómkirkjunni
áttum við einnig skemmtilegar
stundir heima á Búrfelli, hjá
Önnu Ýri og á heimili mínu í
Hafnarfirði.
Á afmælishátíðum hans allt frá
99 til 102 ára var gleðinni haldið
hátt á lofti. Alltaf tók Geir til
máls og nú í sumar þegar við
mættum nokkur vina hans með
afmælistertu til hans þá komst
hann við og sagði að vináttan
væri aflið sem best tengdi hjörtu
okkar og hugsanir.
Mér þykir vænt um að hafa
verið ritari Geirs þegar hann
undirbjó 100 ára afmælið. Hann
vandaði til verka og margbætti
afmælisræðuna með aukinni
speki gestum sínum til umhugs-
unar.
Geir, þessi aldni höfðingi,
kunni líka að sýna samhygð og
samúð betur en margur annar.
Þegar elskaður mágur minn lést
af slysförum frá konu og þriðja
barninu á leiðinni gaf Geir Önnu
systur minni og okkur fjölskyld-
unni í heild ótrúlega mikinn styrk
með þessum hæfileikum sínum.
Hann sagði enda sjálfur að við
ættum að sýna í verki að okkur
þætti vænt um systkini okkar á
lífsbrautinni.
Lítið atvik sem gerðist fyrir
þremur árum lýsir honum vel.
Geir Reynir
Tómasson
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru
vinsamlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Smellt á
Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi lið-
ur, „Senda inn minning-
argrein,“ valinn úr felliglugg-
anum. Einnig er hægt að slá
inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Minningargreinar