Morgunblaðið - 31.08.2018, Side 2

Morgunblaðið - 31.08.2018, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Niðurstaðan er vonbrigði  Formaður samninganefndar segir úrskurð gerðardóms ekki til að skapa sátt Nína Guðrún Geirsdóttir ninag@mbl.is „Ég sit allavega ekki og skála,“ sagði Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formað- ur samninganefndar ljósmæðra, í gær eftir að úrskurði gerðardóms í kjaradeilu Ljósmæðrafélags Íslands og fjármálaráðherra var skilað til ríkissáttasemjara síðdegis í gær. Katrín Sif segir niðurstöðuna vera vonbrigði og ekki í takt við það sem vonir hafi staðið til. „Við fórum fram á 25% hækkun við grunnlaunasetn- ingu, þannig værum við að standa jafnfætis öðrum stéttum með sam- bærilega menntun og ábyrgð í starfi. Lokaniðurstaðan var sú að við vor- um komnar niður í 12,22% og treyst- um á að gerðardómur kæmi með það sem upp á vantaði en óttuðumst þó að niðurstaðan yrði sú sem varð.“ Í úrskurðinum er kveðið á um að ljósmóðurnemar skuli fá laun frá næstu mánaðamótum. Að sögn Katr- ínar kom það þeim skemmtilega á óvart. „Það er ekki atriði sem hefur verið til umræðu áður í þessu ferli enda hélt ég að það væri milli Land- spítala og háskólans.“ Í úrskurði gerðardóms segir m.a. að dómurinn hafi ekkert staðfast sem gefi honum tilefni til að úr- skurða að kjörum ljósmæðra skuli breytt vegna aukinnar ábyrgðar og breytts inntaks starfs. Hins vegar bendi dómurinn á innleiðingu jafn- launastaðals. Ekkert nema klapp á bakið „Jafnlaunastaðall mun aldrei hækka grunnlaun ljósmæðra en tek- ur tíma að innleiða. Það er engin hækkun á grunnlaunasetningu, það er ekkert í þessu nema klapp á bakið og uppfyllingarefni hér og þar. Ekk- ert talað um að krafa sé á eitt né neitt heldur eru ljósmæður hvattar til þessa og hins. Það er engin krónu- tala í þessu og í raun ekkert annað í þessu fyrir okkur en að við hækkum í launum fyrir að bæta við okkur tveggja ára námi og nemar fái laun, sem ætti að vera algilt. Þetta eru gríðarleg vonbrigði“ Spurð hvort dómurinn sé til þess fallinn að koma á sátt í stéttinni seg- ist Katrín síður eiga von á því. „Við þurfum að fá mjög góða kynningu á þessu og nánari útlistun en eins og þetta blasir við hér og nú virðist dómurinn ekki stuðla að neinni sátt. Það er ekki líklegt að við fáum kon- urnar okkar aftur.“ Nína Guðrún Geirsdóttir ninag@mbl.is Sveitarstjórn Skaftárhrepps fer fram á að almannatryggingakerfið taki til endurskoðunar skilgreiningu á því hvað telst til náttúruhamfara í ljósi at- burða á bænum Norðurhjáleigu í Álftaveri 24. ágúst. Fóru þá skýstrók- ar yfir bæinn og ollu miklum skemmdum. Þeyttist stór jeppi með kerru ofan í skurð, þakplötur fuku fleiri hundruð metra og girðingar lögðust á hliðina. Strókarnir fóru að- eins yfir Norðurhjáleigu og náðu ekki til annarra bæja. Í kjölfarið hafði Sæ- unn Káradóttir, bóndi í Norðurhjá- leigu, samband við tryggingafélag sitt. Samkvæmt skilgreiningu tryggingafélagsins ber bændum Norðurhjáleigu að bera allt tjónið og stjórn Náttúruhamfaratryggingar Ís- lands komst að þeirri niðurstöðu á stjórnarfundi sínum í gær að henni væri ekki heimilt að bæta tjónið. „Við þurfum sem kjörnir fulltrúar að standa vörð um hag íbúanna okkar en þarna lendir einn bær í miklu tjóni sem engar tryggingar virðast ná yfir og finnst ekki í skilyrðum trygging- anna. Því þarf að endurhugsa þessi skilyrði miðað við nýjan veruleika,“ segir Eva Björk Harðardóttir, oddviti sveitarstjórnar Skaftárhrepps. Mál- efni Norðurhjáleigu var meðal fundarefna á sveitarstjórnarfundi í gær. Eva Björk segir fólk í hreppnum því vant að glíma við náttúruhamfarir en þetta sé í fyrsta sinn sem tjón virð- ist ekki eiga að verða bætt. „Við fáum yfir okkur ösku og flóð og stórar jökulár og vatnsþurrð og bara nefndu það, við erum ýmsu vön. En þetta er splunkunýtt tilfelli, ég vona að þetta verði ekki næsta mál á dagskrá hjá okkur. Það virðist ekki vera hægt að spá fyrir um þessa stróka, sem gerir þetta svo erfitt viðureignar. Við för- um því fram á að viðeigandi stofnanir bæti þeim tjónið í samvinnu við ríkið.“ Vilja láta endurskoða almannatryggingakerfið  Sveitarstjórnin fer fram á að tjón eftir skýstrókinn verði bætt Ljósmynd/Sæunn Káradóttir Hamfarir Aðkoman á Norður- hjáleigu eftir viðkomu skýstróks. Þeir sem leggja leið sína um Víkur- braut 5 í Vík í Mýrdal í kvöld og um helgina eiga þess kost að sjá eldfoss í smækkaðri mynd hafi þeir réttan miða í farteskinu. Þar er bráðnu hrauni veitt inn í sýningarsal yfir ís og þar látið krauma og bræða ísinn uns það storknar fyrir augum áhorfenda. „Þegar hraunið rennur yfir ísinn myndast skemmtilegt sjónarspil þar sem eldur og ís takast á,“ sagði Ragnhildur Ágústsdóttir, sem rek- ur sýninguna ásamt manni sínum, Júlíusi Inga Jónssyni. „Þetta er of- boðslega flott sýning fyrir skilning- arvitin.“ Hjónin fengu hugmyndina að sýningunni þegar þau sáu hraun- fossinn sem myndaðist í eldgosinu á Fimmvörðuhálsi árið 2010. „Það sem við erum að gera er að endur- skapa aðstæðurnar sem verða þeg- ar það er gos undir jökli.“ Á meðan áhorfendur njóta sýn- ingarinnar eru þeim sagðar sögur af eldvirkni landsins. „Langafi Júlíusar, Jón Gíslason, var einn af þeim tólf bændum sem sluppu með ótrúlegum naumindum undan flóðinu úr Kötlu fyrir 100 árum. Við erum með alveg magn- aða frásögn af þeim flótta með sýn- ingunni.“ thorgrimur@mbl.is „Þar sem eldur og ís takast á“ Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Hraunfossinn á Fimmvörðuhálsi endurskapaður á sýningu í Vík í Mýrdal Drengurinn sem lýst var eftir af ljósmynd í fjölmiðlum vegna árása á stúlkur í Garðabænum gaf sig fram við lögregluna í gær. Dreng- urinn er undir fimmtán ára sakhæfisaldri og því vinnur lög- reglan nú í nánu samstarfi við Barnavernd Garðabæjar og bæjar- yfirvöld að rannsókninni. Í tilkynningu frá lögreglu segir Þórir Ingvarsson lögreglufulltrúi að rannsókn málsins miði vel en að ljóst sé að hún muni taka sinn tíma. Í samtali við mbl.is tók Karl Stein- ar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögregl- unnar, undir þetta og sagði að lög- reglan teldi sig vera á réttri leið með rannsókn málsins. Fimm árásir á stúlkur í Garðabæ hafa verið tilkynntar til lögreglu undanfarna mán- uði; ein í desem- ber og fjórar í ágúst. Óvíst er hvort drengurinn tengist öllum fimm árásunum. Lögreglan hefur ekki gengið út frá því að um sama árásar- manninn hafi verið að ræða í öllum tilvikunum þótt sá möguleiki sé fyrir hendi. Talið var að maðurinn sem framdi fyrstu árásina væri á aldr- inum 17-19 ára. Karl segir að lög- reglan hafi þurft að nálgast málið með öðrum hætti en venjulega eftir að í ljós kom hve ungur drengurinn sem gaf sig fram er. Pilturinn á mynd- inni gaf sig fram  Er yngri en 15 ára og ekki sakhæfur Lögregla telur sig vera á réttri leið. Lögreglan á Húsavík hefur nú til skoðunar þrjár tilkynningar um innbrot í einbýlishús á Raufar- höfn. Áttu brotin sér líklega stað á miðvikudaginn og var þar aðal- lega stolið skartgripum. Andvirði þeirra liggur ekki fyrir, að sögn lögreglunnar. Ekki er um eiginleg innbrot að ræða heldur kallast slík brot húsbrot, þar sem ekki er merki um innbrot á heimilinu. Húsbrotaalda hefur riðið yfir landið þar sem brot af svipuðum toga hafa skotið upp kollinum víða um land, síðast í Mývatnssveit og á Húsavík. Einnig kom upp mál á Vesturlandi í gær sem lögreglan hefur til skoðunar. Virðast þjófarnir aðallega sækj- ast í peninga og skartgripi en láta annað vera. Þrjú húsbrot á Raufarhöfn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.