Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.08.2018, Síða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.08.2018, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.8. 2018 VETTVANGUR Í lögum mun vera ákvæði þessefnis að ef landeigandi vill girðaland sitt af þarf nágranninn sem á aðliggjandi land að taka þátt í til- kostnaðinum til helminga. Fyrir fá- einum dögum bárust fréttir af því að peningamaður sem vildi bola fjárvana nágrönnum frá landi sínu, vakti upp þetta girðingarákvæði. Skömmu síðar var jörð eins blanka bóndans orðin auðmannsins. Auð- urinn og valdið voru með öðrum orðum á sömu hendi eins og fyrri daginn. Einn ríkasti auðkýfingur Bret- lands kaupir miklar lendur á Ís- landi. Hann er sagður mikill nátt- úruverndarsinni þótt heima fyrir sé hann þekktur fyrir annað. Fyrir skömmu kom fram í fréttum að hann hafi selt virkjunarrétt í á sem liggur um land hans. Með öðrum orðum, peningarnir hafa forgang þar á bæ umfram náttúruvernd. Og nú fara Bretar að kannast við sinn mann. Norður af Vík í Mýrdal er svissneskur auð- kýfingur að láta þann draum ræt- ast að geta lokað að sér í heiða- landinu sínu og þar með látið sem hann búi á tunglinu. Einfalt mál ef seðlarnir eru nógu margir. Í Fljótum gefur hver bóndinn á fætur öðrum eftir land sitt í hendur peningamanna sem vilja gera Fljót- in að auðmannaparadís með lúx- ushótelum. Hjá þeim munu engir sjúkraliðar, kennarar eða trésmiðir gista. Til að njóta dýrðarinnar verð- ur þú að vera hluti af hinum dýra heimi. Og nú heyrum við í einkaþot- unum að nýju á Reykjavíkur- flugvelli. Déjà vu heitir hún á frönsku, tilfinningin að þú hafir lifað þessa tíma áður. En eitt hefur reyndar breyst frá því í aðdraganda hrunsins. Fjár- festar eins og þessi mannskapur er kallaður, eru búnir að uppgötva hví- líka auðlind er að finna í eignarhald- inu á íslensku landi, í heimi sem all- ur er að verða upp á túrismann og þarf auk þess í sívaxandi mæli á hreinu drykkjarvatni að halda að ógleymdri orkunni. Allt þetta, nátt- úruperlurnar, vatnið og orkuna, fá menn í kaupbæti geti þeir komist yfir land íslenska bóndans. Og það er þarna sem ríkisstjórnin kemur inn í myndina. Í fyrsta lagi virðist hún ætla að festa í sessi þá ósvinnu að landeigendur geti rukk- að okkur fyrir að njóta sköp- unarverksins. Þetta er grafalvarlegt mál og má furðu sæta að enginn skuli taka þetta upp í ríkisstjórn eða á Alþingi. Í öðru lagi er tímamótayfirlýs- ingin úr Stjórnarráðinu í vikunni um jafnræðið: Eitt verður yfir alla að ganga, sagði dóms- málaráðherrann, það yrði að virða jafnræði ein- staklinganna. Þannig gengi ekki að setja eina reglu fyrir almenning og aðra fyrir auð- menn. Og alls ekki megi gera greinarmun á Ís- lendingum og útlendingum, slíkt hlyti að flokkast undir rasisma heyrðist sagt í spjallþætti! Eitt verður yfir alla að ganga, hvað þýðir það? Getur verið að svo sé litið á, að jafnræði sé með blanka bóndanum og ríka manninnum sem komst yfir land þess fyrrnefnda í krafti auðlegðar; að jafnræði sé með náttúruverndarsinnanum í Kópa- vogi og breskum auðkýfingi sem báðir hafa skoðun á því hvort virkja eigi í Þverá í Vopnafrði? Er ekki eitthvað bogið við jafn- ræðisreglu sem aldrei spyr um vald auðsins? Eða er eitthvað bogið við ríkisstjórn sem túlkar jafnræðið óháð valdi og auðlegð? Hvað segir okkar ágæti dómsmálaráðherra um það? Held reyndar að tímabært sé að spyrja ríkisstjórnina alla. Tímabært að spyrja ríkisstjórn- ina um jafnræðiskenninguna ’Og það er þarna semríkisstjórnin kemurinn í myndina. Í fyrstalagi virðist hún ætla að festa í sessi þá ósvinnu að landeigendur geti rukkað okkur fyrir að njóta sköp- unarverksins...Í öðru lagi er tímamótayfirlýsingin úr Stjórnarráðinu í vik- unni um jafnræðið. Morgunblaðið/Eggert Úr ólíkum áttum Ögmundur Jónasson ogmundur@ogmundur.is Svanborg Sigmarsdóttir, upp- lýsingafulltrúi Ríkisendurskoðunar, tísti um tungutak borgarbúa: „Hef heyrt/séð Reyk- víkinga tala um að borða bjúgur. Hvaðan kemur þetta auka r? Er best að útrýma þessari vitleysu með því að elda bara sperðla?“ Hún bætti svo við: „Ég gæti sætt mig við að fólk sé að borða bjúg, það er ógeðslegt en skiljanlegra.“ Þórdís Gísladóttir rithöf- undur tísti: „Hvers vegna hugsa amerískir túristar upphátt í fjöl- menni og gala hver á annan og segja óspurðir og nefmæltir frá mat- aræði sínu og fim- leikaiðkun barnabarna og tilkynna sessunautum að einhver Bob hafi einu sinni verið í sjóhernum? Mig langar að sussa á þetta gamla fólk.“ Spjallþáttastjórnandinn Gísli Marteinn Baldursson brást við færslu Lögreglunnar á höfuðborg- arsvæðinu á Twitter um kvartanir vegna tillitslausra hjólreiðamanna á höfuðborgarsvæðinu í sumar. Hann tísti: „Vafalaust eru einhverjir hjólreiðamenn tillitslausir – en ef okkar góða lögregla myndi standa sig í að sekta þá bíla sem leggja uppá hjólastígum/gangstéttum og eins þær þúsundir ökumanna sem ekki taka tillit til hjólafólks, þá er ég viss um að hjólafólk væri í betra skapi.“ Ljóðskáldið og varaþingkonan Eydís Blöndal tísti: „Í vaðlauginni í Vesturbæjarlaug sat vinkonu- hópur með tárin í augunum og sór eið þess efnis að hætta ekki að vera vinkonur þótt þær væru að byrja í Hagaskóla. Tærari og sterkari til- finningar má einungis finna á fæð- ingardeildum.“ Tónlistarkonan Salka Sól Ey- feld tísti: „Var að fá símtal þar sem ég var beðin um að syngja upphafs- stefið í Ducktales og ég sagði strax „ÉG SKAL GERA ÞAГ og fattaði svo að það er önnur teiknimynd og nú er ég að gjöra svo vel að hugsa minn gang.“ Og Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, deildi smá fróðleik á Twitter í tilefni þess að svokölluð silf- urský sáust á himni um miðja vikuna: „Falleg silfurský á himni í nótt. Silf- urský sjást um miðnætti á þessum tíma árs. Þau eru örþunnar bláhvít- ar eða silfurleitar skýjaslæður í 80- 85 km hæð í kaldasta hluta loft- hjúpsins. Þau eru úr agnarsmáum ískristöllum sem eru 500 sinnum minni en breidd mannshárs.“ Rithöfundurinn Yrsa Sigurð- ardóttir tístir á ensku en lauslega þýtt er nýjasta tíst hennar svohljóð- andi: „Stafaði tölvupóst minn við afgreiðslu- mann í verslun og sagði óvart: „K eins og í Kim Kardashian“. Mig langar að fara aftur og segja: „Af- sakið, ég meinti K eins og í Kafka.“ AF NETINU Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is Veldu betri málningu PALLAOLÍA • Allround olían er efnisrík gæðaolía sem endist lengur • Margir fallegir litir* * Litur á palli EJLINGE

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.