Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.08.2018, Síða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.08.2018, Síða 14
V ictoría hefur komið víða við í heimi matreiðslunnar og meðal annars rekið veitingastaðinn ‚Dóttir‘ í Berlín. Bróðir hennar, listamaðurinn Ólafur Elíasson, réð hana til sín í stúdíó sitt í Berlín fyrir nokkrum árum og þar hefur hún verið alls- ráðandi í eldhúsinu. Þau hafa lengi dreymt um að vinna saman að verkefni á Íslandi og eru nú að opna sprettiveitingastaðinn (e. pop up) SOE Kitchen 101. Þar mun Victoría sjá um rekstur og matreiðslu ásamt teymi af hæfileikaríkum kokkum frá mörgum heimshornum. Victoría vonast til þess að sem flestir kíki við í mat og njóti listar í leiðinni. Fetar í fótspor föðurins Victoría er heilum tuttugu árum yngri en bróðir hennar Ólafur, en þau eru hálfsyst- kini, samfeðra. Hún er fædd í Danmörku en flutti til Íslands á öðru ári og hefur búið hér nánast allar götur síðan, fyrir utan síð- ustu ár, sem hún hefur búið í Berlín. Victoría á ekki langt að sækja matar- áhugann. „Pabbi var matreiðslumaður og vann um tíma á flottustu veitingastöðum Kaup- mannahafnar. Þegar ég fæddist ákváðu for- eldrar mína að flytja til Íslands. Með það í huga að vinna meira að listinni fór pabbi að starfa sem kokkur á sjó, en hann gerði allt mjög vel sem hann tók sér fyrir hendur,“ segir hún. Victoría er nú komin aftur í Reykjavíkur- höfn þar sem hún lék sér sem barn, en hún á góðar minningar úr æsku þegar pabbi hennar var að koma af sjónum. „Ég man eftir mér sem smástelpu hér á höfninni og í feluleik í togaranum þegar við vorum að sækja pabba þegar hann kom heim af sjó. Vinnan á sjónum var frábrugð- in vinnu á venjulegu veitingahúsi en það gaf honum tíma til listsköpunar. Hann vann líka að listinni úti á sjó; t.d. vann hann að verki sem var kringlótt grind og hann velti ólík- um kúlum í mismunandi bleklitum og leyfði öldunum að klára verkið. Afar falleg verk. Þetta var samvinnuverkefni þeirra Óla og pabba og ég man eftir þeim ræða saman í NMT-síma um útfærslur og útkomur verk- anna,“ segir hún og brosir. Þannig að það má segja að þið fetið bæði í fótspor föður ykkar, í list og kokka- mennsku? „Já, mikið rétt, og nú erum við að sam- eina krafta okkar í Marshallhúsinu og mjög spennt fyrir því að vinna saman,“ segir Victoría og bætir við að hún hafi einnig ver- ið mikið í myndlist sem barn. „Ég teiknaði og málaði sem barn og þeg- ar Ólafur fór að verða þekktur og ég komin á unglingsaldurinn hafði fólk oft á orði við mig hvort ég ætlaði að verða listamaður eins og bróðir minn. En sem uppreisnar- gjarn unglingur setti ég pensilinn á hill- una,“ segir hún og hlær. Matreiðslan ástar-haturssamband Finnst þér góð matreiðsla vera list? „Matreiðsla krefst sköpunar og frjórrar hugsunar. Ég er alin upp við það að pabbi minn var lista- og matreiðslumaður. En ég er ekki hrifin af því þegar fólk segir að ég sé listamaður í eldhúsinu. Ég er mat- reiðslumaður í eldhúsinu. Vonandi nokkuð hæfileikarík! Þó að ég sé ágæt með pens- ilinn er ég ekki listamaður í eldhúsinu,“ segir Victoría en viðurkennir að vissulega sé gaman að skapa góðan og fallegan mat. Victoría segist hafa reynt ýmislegt áður en ástríðan fyrir matreiðslu varð öllu yfir- sterkari. „Ég byrjaði í hinu og þessu og prófaði ýmislegt, en þrátt fyrir að hafa gengið vel í námi vantaði alltaf ástríðuna. Svo ég endaði á því eftir nokkur ár að fara í matreiðsl- unám. Því sé ég ekki eftir, þetta er eitt af því sem maður býr að alla ævi, hvort sem maður starfar alltaf við það eða ekki,“ segir hún. „Ég hafði ákveðnar skoðanir um hvar ég vildi læra, og var það á Sjávarkjallaranum sem var á sínum tíma. Ég hafði farið þang- að um sextán ára aldurinn og fengið ógleymanlegt lamba-filet í pistasíuhjúpi. Ég man að ég hugsaði með mér; ef ég get mat- reitt þetta þarf ég ekki að kunna neitt ann- að í lífinu,“ segir hún og hlær. „Matreiðslan er ástar-haturssamband, sem gleypir mann oft allan.“ Victoría vann víða, bæði hérlendis og er- lendis, áður en Ólafur bað hana að koma út og stýra eldhúsi SOE í Berlín. Ásamt arkí- tektum Ólafs og matreiðslufólki hannaði hún þar nýtt eldhús. „Uppáhaldseldhús sem ég hef unnið í, eðlilega, þar sem ég fékk að hafa puttana í því að hanna það,“ segir hún. Fiskur og grænmetisréttir Það styttist í opnun á tilraunaeldhúsi þeirra systkina og Victoría viðurkennir að því fylgi bæði eftirvænting og stress. Victoria hefur lagt mikla vinnu í að nálgast besta hráefnið. Sumt hefur hún komið með frá Berlín en grænmetið verður að mestu beint frá býli og fiskurinn að sjálfsögðu úr íslenskum sjó. „Ég er mjög spennt að sjá hvernig við- tökurnar verða. þetta er aðeins þriggja mánaða verkefni og við vonumst til þess að gestir komi oftar en einu sinni. Við verðum með dögurð (e. brunch) um helgar, hádegis- og kvöldverð. Þetta er fjölskylduvænn stað- ur og við leggjum mikið upp úr því að hafa eitthvað í boði fyrir alla. Hérna á öllum að líða vel,“ segir hún. „Á matseðlinum verður ekki kjöt en þar sem við erum hér við höfnina erum við að sjálfsögðu með áherslu á fisk og annað sjávarfang. Marshallhúsið var gömul síldar- bræðsla þannig að það liggur í augum uppi að hér verður fiskmeti á boðstólum. Í há- deginu verðum við með svipaðan mat og þann sem við berum fram í stúdíóinu í Berlín. Einfaldur, heiðarlegur og vel fram- reiddur matur og fólk er gjarnan að deila,“ segir Victoría. „Á kvöldin er nálgunin aðeins öðruvísi. Við verðum með fimm rétta seðil, græn- metisútfærslur og einnig úr sjónum. Það verður líka hægt að velja af matseðli þannig að hugmyndin er að það er eitthvað fyrir alla, við verðum alltaf með sjávarréttasúp- una okkar sem er mitt uppáhald, en hún er líka í boði á öðrum tímum dags. Á eftirmið- dögum eru hér bökur, kökur, kaffi og kósí- heit og allir velkomnir að koma við. Börn geta leikið hér í barnahorninu, en Lego hef- ur gefið okkar eina milljón hvítra Lego- kubba. Gestum er velkomið að koma með fartölvuna sína og vinna yfir kaffibolla eða svo, ég vona að gestir upplifi staðinn sem hlýjan og notalegan stað að koma á,“ segir Victoria. „Svo verðum við með æðislegan dögurð þar sem má fá allt milli jarðarberja- og tómatasalats til „french toast“ snúða með karamellu, berjum og rjóma.“ Tilraun til að vinna náið saman Hvernig er að vinna með bróður þínum? „Hingað til hefur það gengið mjög vel, enda leggjum við bæði mikinn metnað í verkefnin okkar og reynum að fá það besta út úr hvort öðru.“ Hefur bróðir þinn áður unnið að verkefni í tengslum við veitingastað? „Nei, hann hefur ekki gert það. Hann hefur áður gert verk fyrir veitingastað, eins og fyrir Noma, en ekki á þessum mæli- Afar litríkt tilrauna- verkefni Victoría Elíasdóttir matreiðslumaður leikur listir sínar í eldhúsinu þótt hún vilji ekki kalla sig listamann þar. Hún mun nú bjóða Íslendingum að bragða á frábærum mat úr lífrænum og ferskum hráefnum í SOE Kitchen 101 sem verður opnað 11. ágúst í Marshallhúsinu. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is VIÐTAL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.8. 2018

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.