Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.08.2018, Page 20
TÖLVULEIKIR
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.8. 2018
R
afíþróttir (e. esports) er heiti á
tölvuleikjaspilun sem skipulagðri
atvinnu- og keppnisgrein. Hátt í
400 milljón manns á heimsvísu
horfa á rafíþróttir að staðaldri.
Talið er að atvinnugreinin í kringum keppnirnar
hafi velt um sjöhundruð milljónum Bandaríkja-
dala á síðasta ári, eða sem nemur um 74 millj-
örðum króna. Tekjurnar koma meðal annars frá
auglýsingum, styrkjum og söluvarningi. Þeim
fjölgar einnig sem vilja fjárfesta í greininni, en
sem dæmi fór Mercedes-Benz á árinu í samstarf
við ESL, stærsta rafíþróttafyrirtæki heims. Þar
að auki hafa íþróttafélög eins og Paris Saint-
Germain og Schalke keypt sér keppnislið til að
taka þátt í rafíþróttagreinum. Ef utanaðkom-
andi fjárfestingar á borð við þessar eru teknar
með hækkar heildarveltan í einn og hálfan millj-
arð Bandaríkjadala, eða sem nemur 160 millj-
örðum íslenskra króna. Meðal leikjanna sem
keppt er í eru Counter-Strike, League of Leg-
ends, Dota 2, Overwatch og Fortnite, og hafa
margir að atvinnu að spila þessa leiki og skipu-
leggja viðburði tengda þeim.
Ólafur Hrafn Steinarsson hefur unnið í tölvu-
leikjageiranum síðastliðin sjö ár, meðal annars
við skipulagningu viðburða tengdra rafíþróttum
fyrir leikjaframleiðendurna CCP og Riot
Games. Hann vill nú vinna að því að efla keppn-
issenuna á Íslandi, sem hann er vel kunnugur.
„Ég var mjög virkur í skipulagningu keppnis-
móta í kringum tölvuleikinn League of Legends
á Íslandi og sú framtakssemi tryggði mér starf
innan raða CCP á meðan ég var í háskólanámi.“
segir Ólafur, sem lærði sálfræði við Háskóla Ís-
lands. „Ég fékk nýja innsýn í tölvuleiki og tölvu-
leikjasamfélög við að vinna í þjónustuverinu þar
við að aðstoða leikmenn. Það vita það kannski
ekki margir, en Eve Online er með eitt elsta raf-
íþróttamót í heiminum, sem hefur verið keyrt
samfleytt í um þrettán ár. Ég sá möguleikann á
að nýta mótið til að kynna leikinn út á við, en
fram að því hafði mótið og kynningarefni tengt
því aðeins verið birt á heimasíðu leiksins. Ég
kom með þá tillögu að sýna mótið á opinberri
streymisveitu svo að fólk gæti rekist á mótið,
fengið áhuga og byrjað að spila leikinn. Eftir
þetta fór ég að vinna í samfélagsdeildinni hjá
þeim við að þróa keppnir og mót innan leiksins.
Við fjölguðum mótunum og settum á verð-
launafé, og í kjölfarið varð samkeppnin meiri og
metnaðarfyllri.“
Fjölbreytt tækifæri
Eftir að Ólafur hætti hjá CCP fékk hann vinnu
hjá Riot Games, framleiðenda League of Leg-
ends, þar sem verkefni hans fólust í því að veita
háskólum stuðning til þess að halda keppnismót
og viðburði tengda leiknum. „Það er mikill
áhugi fyrir rafíþróttum í háskólum erlendis og
virkilega fagmannlega að þeim staðið. Mótin
eru vel skipulögð og enda
oft á stórum viðburðum í
beinni útsendingu þar
sem leikmenn fá reynslu
af því að keppa upp á sviði
fyrir framan áhorfendur.
Margar menntastofnanir
sem fyrst höfðu efasemdir eru farnar að sjá já-
kvæðu hliðarnar á þessu.“
Ólafur segir að í dag séu enn margar rang-
hugmyndir um tölvuleiki sem áhugamál. „Það
er leiðinleg ranghugmynd að þeir sem spila
tölvuleiki séu félagslegir einfarar. Flestir af vin-
sælustu leikjunum í dag eru spilaðir í liðum og
snúast um samskipti og samvinnu þótt vissu-
lega sé hægt að spila þá einn, þá með liðs-
félögum völdum af handahófi. Tölvuleikir eru
ekki félagslega einangrandi nema þeim sé leyft
að vera það og þeir sem þá spila séu settir út í
horn. Við fögnum fjölbreytileika í öllu formi á
Íslandi og ég sé ekki af hverju það ætti ekki líka
að ná til áhugamála,“ segir Ólafur og bendir líka
á að keppni í tölvuleikjum geti þróað upp hæfni
utan leiksins. „Þegar þú keppir í tölvuleikjum
nálgastu þá á annan hátt, rétt eins og mann-
eskja sem vill verða atvinnumaður í fótbolta
nálgast hann öðruvísi en einhver sem leikur sér
úti á sparkvelli. Þú þróar
með þér hæfni þegar þú
keppir sem getur nýst þér
á öðrum sviðum lífsins, að
keppa sem hluti af liði fel-
ur í sér þróun á svipaðri
færni og í öðrum liðs-
íþróttum eins og fótbolta og handbolta þó að
miðillinn sé rafrænn.“
Ólafur tekur einnig fyrir þá hugmynd að það
sé engin framtíð í þessu. „Þegar ég var að byrja
í þessu sáu foreldrar mínir ekki gildið í því sem
ég var að gera, en það hefur þróast í sjö ára
starfsferil þar sem ég hef unnið og ferðast út
um allan heim. Ég hef öðlast ómetanlega
reynslu og þekkingu, og eignast frábæra vini og
tengsl. Þetta er risastór atvinnugrein sem veltir
yfir einum og hálfum milljarði Bandaríkjadala
ár hvert. Markaðurinn býður upp á mörg störf,
hvort sem það er sem leikmaður eða í skipu-
lagningu eða þróun tölvuleikja. Djúpur skiln-
ingur á tölvuleikjum og tölvuleikjaspilurum er
frábær grunnur fyrir fjölbreytt störf innan geir-
ans.“
Efling innviða
„Senan á Íslandi er áhugaverð því hún flöktir
mikið. Það er mjög margt hæfileikaríkt og
metnaðarfullt fólk á Íslandi sem hefur gert góða
hluti í frítíma sínum en geirinn er ekki nægilega
stór til að hægt sé að vinna við þetta. Það eru
margir einstakir viðburðir sem hafa átt sér stað
með einhverju millibili en það vantar þessa stöð-
ugu samkeppni eins og í öðrum íþróttum eins og
til dæmis Pepsi-deildinni. Svo er ekki næg um-
fjöllun um þetta í samfélaginu. Við eigum af-
reksfólk á þessu sviði sem er að gera frábæra
hluti, og það fær ekki þá athygli sem það á skil-
ið.“
Spurður hvaða innviði þurfi fyrir senuna á Ís-
landi segir Ólafur að nokkrar grunnstoðir þurfi
til að rafíþróttir fari af stað. „Það verður að vera
aðstaða til að hægt sé að iðka rafíþróttir á Ís-
landi, bæði til þess að æfa og að keppa. Það er
vissulega hægt að æfa heima hjá sér, en það fer
gegn því sem þú vilt fá frá rafíþróttum – að fá
leikmenn til að safnast saman í eigin persónu til
að geta miðlað þekkingu til stórs hóps í einu en
ekki að bara einhver sé heima einn að spila. Það
gerir líka mikið fyrir félagslegu hliðina og upp-
byggingu á félagsfærni í gegnum tölvuleiki sem
sameiginlegt áhugamál. Það vantar húsnæði
eða keppnisaðstöðu þar sem keppni getur
reglulega farið fram og búnað til að hægt sé að
keppa. Einn af kostunum við rafíþróttir er að
uppsetningin getur gengið fyrir marga leiki.
Það þarf ekki marga mismunandi velli eins og
fyrir körfubolta og fótbolta, þótt þú sért að spila
misjafna leiki.“ Ólafur segir einnig að vinna
þurfi að umfjöllun og ímynd tölvuleikja út á við.
„Við verðum að fræða fólk um möguleikana og
kostina við það að spila tölvuleiki. Ég mun aldr-
ei neita því að tölvuleikir geta orðið stórt vanda-
mál hjá sumum, en þeir bjóða líka upp á mikinn
Gróska í rafíþróttum
Tölvuleikir sem keppnisgrein eru risastór atvinnugrein sem fer enn stækkandi. Ólafur Hrafn
Steinarsson hefur mikla reynslu af leikjasamfélaginu og vill nú efla rafíþróttir á Íslandi.
Arnar Tómas Valgeirsson arnart@mbl.is
Ólafur Hrafn Steinarsson vill
bæta aðstöðu og umfjöllun
um rafíþróttir á Íslandi.
Morgunblaðið/Hari
Ólafur ásamt heims-
meisturunum í League
of Legends 2014.
’Ef þú vilt verða afburða-maður í tölvuleikjum erekki aðalatriðið að spilamikið, heldur snjallt.